Drengurinn grúfir sig yfir skjáinn, reynir að hylja sitt eigið áhugamál. Skammast sín fyrir hugsanir sínar, reynir að forða því að félagarnir sem eru líka í tölvustofunni komist að hvern mann hann hefur að geyma. Snýr skjánum ögn til svo minni líkur eru á því að skjámyndin blasi við öðrum í herberginu.
Jæja hugsar hann, þá get ég byrjað. En er þó helst til enn óöruggur. Hann hagræðir sér í sætinu og opnar annan glugga fer inn á íþróttasíður Morgunblaðsins, opnar þar tvær fyrstu fréttirnar þó mér finnist körfubolti ekki vera íþrótt þá get ég þó alltaf slegið þess upp.
Heyrðu varst þú búinn að prenta út glósurnar frá því í tímanum áðan, spyr sæta skutlan. Drengurinn veit ekki um þann bekk í skólakerfinu sem ekki lumar á einni sætri stelpu. Jú, viltu ljósrita þær, þetta var nú reyndar ekki svo merkilegt. Fer ofan í töskuna sína og dregur upp vel hirta stílabók og réttir skutlunni, og spyr “vantar þig kannski ljósritunarkort” hún kinkar kolli og segir vandræðalega jú reyndar má ég nokkuð fá þitt lánað gjörðu svo vel segir hann og réttir það líka, hugsar með sér “hvenær skildi maður fá eitthvað fyrir alla greiðasemina” og brosir til hennar verði-þér-að-góðu brosi. Hún hugsar jæja maður fær þó eitthvað gott útlitsins vegna, ætli þa sé ekki í lgi að drengirnir sjái annað slagið að ég sé í efnislitlumfatnaði. Viðsvo búið hverfur hún út úr kennslustofunni.
Jæja þá get ég snúið mér aftur að tölvunni. Drengurinn lítur nú flóttalega í kringum sig sér að hann er einn og getur því óáreittur helgað sig draumum sínum. Drengurinn opnar ræðusafn Steingríms J.