Skuggakviða Kafli III III. Verkefni Lellings

Skuggi hafði endurheimt Þyt úr ólæstum hesthúsunum og reið honum nú til Ægisborgar. Hann ætlaði að fylgja ráðum Kamps um að leita til ritara konungs, Lellings Geirssonar. Þytur fór á stökki beina leið til höfuðborgar Eyjaveldisins. Hraði hans var slíkur að lauf fuku af trjánum í kringum hann og í seinni tíma sögnum er jafnvel haft þannig að greinar sem fyrir Þyt urðu svignuðu löngu eftir að Þytur var farinn framhjá, en aðrar sagnir herma að greinar hafi svignað áður en Þytur fór framhjá. Skuggi og Þytur mættu engri manneskju á leiðinni enda var hánótt. Þegar Skuggi sá loks glytta í borgarmúra Ægisborgar var sólin farin að sýna ögn af geislum sínum í austri. Skuggi beindi Þyt að skóginum sem var við suðurhlið Ægisborgar og fór af baki þar. Svitinn lak af Þyt og vætti grasið fyrir neðan hann. Skuggi strauk makka hestsins en hljóp svo að borgarmúrunum. Margir verðir voru á suðurveggnum, um tíu verðir stóðu þar uppi og horfðu í kringum sig bara fyrir ofan hliðið. Aldrei fyrr hafði Skuggi séð svo marga verði bara yfir hliðinu og kom nú auga á aðra fjóra sem voru fyrir framan hliðið. Skuggi vildi ekki hætta á að láta sjá sig og hélt sig í skjóli trjánna og hljóp þaðan að lítilli mosavaxinni hurð á suðurveggnum. Skuggi skaust upp að henni og tók í, hún var enn opin frá síðustu notkun. Skuggi smeygði sér inn um opið og hljóp í gegnum yfirgefna vöruskemmu með mörgum kössum. Hurð var á enda litlu skemmunnar og ætlaði Skuggi að opna hana en gat ekki. Skuggi dró þá fram hníf og dirkaði léttilega upp lásinn og smeygði sér síðan inn á breitt stræti og lokaði á eftir sér. Þegar Skuggi leit í kringum sig tók hann eftir því að lítið var búið að gera við strætið eða húsin í kring síðan árás víkinganna forðum. Enginn var á ferli í borginni og hljóp Skuggi áfram þangað til að hann heyrði í varðsveit. Skuggi skaust upp að húsvegg og lét skikkjuna hylja líkamann. Tólf manna varðsveit gekk framhjá en tók ekki eftir Skugga þó svo að hann væri í einungis í metra fjarlægð. Þegar varðsveitin var farin framhjá hljóp Skuggi áfram. Hann stefndi að höllinni en þar bjóst hann við að finna Lelling en allir í hirðinni bjuggu í höllinni. En þegar Skuggi var kominn að torginu þar sem hann hafði fellt Harald skattheimtukonung brá honum heldur en ekki í brún. Búið var að skipta um styttu og í staðinn fyrir Jörmund stóð nú stytta af Bjólfi á prjónandi stríðsfáki. Styttan var úr gulli að því virtist og stóð þrjátíu metra upp til himins og reist hafði verið síki kringum styttuna með metra háum vegg. En það undarlegasta var að þar sem áður hafði verið greiður aðgangur að höllinni var nú risinn þriggja metra hár veggur og rimlahlið þar sem sást glitta í sæskrímsla
Stytturnar við inngang hallarinnar. Veggurinn virtist teygja sig í kringum höllina og nálæg hús er voru í eigu ríkustu íbúa borgarinnar. Tveir varðmenn voru við hliðið og ofan á veggnum stóðu bogmenn með sjö metra millibili. Skuggi var ekki alveg jafn viss um að ryðjast óséður inn í höllina lengur en fékk þó brátt aftur sjálfstraustið. Skuggi sveipaði um sig skikkjunni og nýtti síðustu leifar næturinnar er var á flótta undan deginum til þess að laumast upp að þessum ófyrirséða faratálma. Þegar hann var kominn upp að veggnum tók hann upp stein af götunni og kastaði eftir múrnum. Varðmennirnir sem fyrir ofan hann voru yfirgáfu staði sína um stund til þess að sjá hvað hefði lent nokkrum metrum í burtu. Skuggi nýtti þessar örfáu sekúndur til þess að grípa í einn gadd á veggnum og sveifla sér af honum upp á vegginn. Síðan stökk hann af veggnum og niður á stétt. Þegar Skuggi ætlaði að ganga að hallarinnganginum sá hann að þarna voru ekki lengur bara tveir verðir heldur sex. Skuggi vildi ekki hætta á að vekja athygli of margra nú þegar svo langt var komið en sá þá greiðan inngang inn í höllina. Nokkrum hæðum fyrir ofan innganginn var opinn gluggi og dreif Skuggi sig að höllinni án þess að fara í nokkra sjónlínu við hliðverðina. Skuggi tók beltið með sverði sínu og festi á bak sér og hóf klifrið. Miklar skreytingar voru á höllinni sem gáfu gott grip og gat Skuggi því hafið sig fljótt og örugglega upp. Skuggi greip í næstu skreytingu og næstu og fikraði sig lengra og lengra í átt til opna gluggans. Þegar hann var alveg að ná til syllunnar brotnaði ein ufsgrýla sem hann stóð á og féll til jarðar með tilheyrandi hávaða. Skuggi missti tak sitt með vinstri höndinni og hægri fæti en náði að grípa í gluggasylluna með hægri höndinni og slengja svo vinstri þangað líka og loks spyrna sér af veggnum og inn í herbergið. Hann var staddur í vistarverum og var eigandi þeirra sofandi í rúmi sínu við hlip gluggans og hafði greinilega ekki vaknað við hávaðann. Skuggi læddist að herbergisdyrnum og sneri lyklinum sem þar var í. Hurðin féll úr lás og hélt Skuggi inn á gang með rauðu teppi á gólfi en kyndlum eftir veggjum og málverkum með reglulegu millibili. Skuggi vissi hvert skyldi halda enda hafði hann farið þarna margoft áður, í fyrsta sinnið sem hann fór til aðalritara konungs var fyrir 700 árum og hann vissi að herbergið væri það sama.

Skuggi hafði þurft að fella fjóra verði og fela sig fyrir margfalt fleirum á leiðinni, en hann hafði aldrei séð jafnmarga verði í höllinni. Nú stóð Skuggi fyrir utan herbergi aðalritarans og ýtti á hurðina. Hún var ólæst og hrökk upp. Skuggi stökk inn í herbergið. Ungur, bólugrafinn og ljóshærður maður stóð í miðju herberginu og var að máta spariskikkju fyrir framan spegil á veggnum.
,,Of mikill gullísaumur ef þú spyrð mig,‘‘ sagði Skuggi og maðurinn sneri sér við með skelfingarsvip.
,,Sku-Sku-Skuggi!‘‘ sagði maðurinn og skikkjan féll á gólfið.
,,Þetta segja þeir allir,‘‘ sagði Skuggi og lokaði hurðinni á eftir sé þegar hann gekk inn. Maðurinn stóð í losti.
,,F-farðu áður e-en ég k-kalla á verðina!‘‘ sagði maðurinn reiðilega.
,,Og þetta segir mikið meira en helmingur þeirra,‘‘ sagði Skuggi og gekk til hans en maðurinn bakkaði. ,,Ekki óttast, ég er hér í viðskiptalegum erindum,‘‘ Maðurinn lyfit brúnum.
,,Ætlarðu ekki að…?‘‘
,,Drepa þig? Óhnei, í rauninni væri það einstaklega heimskulegt af mér Lellingur góður,‘‘ sagði Skuggi og Lellingur horfði vantrúaður á hann.
,,Hættu þessum lygum og komdu þér héðan út. Verðir mínir…‘‘
,,Ég drap verðina þína tvo,‘‘ sagði Skuggi líkt og það væri einföld opinber staðreynd. Lellingi brá mjög við þetta.
,,Eeee… þú… það koma aðrir og…‘‘
,,Næstu verðir ættu ekki að koma fyrr en við hádegi og þá verð ég löngu farinn,‘‘ sagði Skuggi og lagði eyrað upp við hurðina. Hann heyrði ekki í neinum. ,,En nú skulum við ræða viðskipti. Mig vantar skjöl fölsuð,‘‘ Það birti yfir Lellingi sem vogaði sér jafnvel að glotta.
,,Detti mér allar dauðar lýs, sjálfur Skuggi að biðja mig, auman ritara að…‘‘
,,Ekkert kjaftæði, hlustaðu bara á það sem ég hef að segja. Mig vantar útlegðartilskipun Arnórs Grímssonar, Baldurs Grímssonar, Valda Sighvatasonar og Hrólfs Sighvatasonar ógildaða með einum eða öðrum hætti, auk þess vantar mig kaupmannsleyfi fyrir verslun á Skuggahafi undir nafninu Hrólfur Sighvatason og þú þarft að senda það til Tindabæjar til Sandgeirs undir því að mistök hafi verið gerð í sendingu, náðirðu því?‘‘ Lellingur greip blaðsnefil og fjaðurpenna og páraði eitthvað niður.
,,Viltu endur…‘‘
,,Mig vantar útlegðartilskipun Arnórs Grímssonar, Baldurs Grímssonar, Valda Sighvatasonar og Hrólfs Sighvatasonar ógildaða með einum eða öðrum hætti, auk þess vantar mig kaupmannsleyfi fyrir verslun á Skuggahafi undir nafninu Hrólfur Sighvatason og þú þarft að senda það til Tindabæjar til Sandgeirs undir því að mistök hafi verið gerð í sendinguþarfégaðendurtakaþettaftureðafaratilnýsaðalritara?‘‘ Lellingur skrifaði þetta niður í flýti.
,,Þetta er ekki lítið sem þú biður um,‘‘ sagði Lellingur meðan hann lauk við að skrifa. ,,Ég þyrfti að ganga í gegnum mikið til þess að…‘‘
,,Hvað viltu?‘‘
,,Venjulega myndi biðja um nokkra skildinga en þar sem þú ert sjálfur Skuggi…‘‘ Lellingur hugsaði sig lengi um. ,,Það er reyndar eitt sem þú gætir gert fyrir mig. Hafeyjarhöfðingi hefur verið að ásækja mig og bera áróður um spillingu, kannski gætir þú…?‘‘ Lellingur leit spyrjandi á Skugga.
,,…Nuddað hann?‘‘ spurði Skuggi. Lellingur hristi hausinn.
,,Ég hélt þú værir kaldrifjaður launmorðingi og stríðshetja. Ég vill að þú drepir hann,‘‘ Skuggi hugsaði sig um. Höfðingi Hafeyjar var gömul stríðshetja að nafni Humbakur. Hann hafði lengi barist fyrir sjálfstæði Hafeyjar og oft komið upp um hneykslismál innan Eyjaþingsins. Skuggi gat ekki hugsað sér að drepa hann en upphugsaði nýja áætlun á staðnum.
,,Samþykkt, vertu búinn að gera þetta áður en ég kem aftur,‘‘ sagði Skuggi. Lellingur sneri sér aftur að blaðinu og las af því.
,,Þetta gæti hjálpað okkur í framtíðar viðskiptum, ekki satt Skuggi? Skuggi?‘‘ Lellingur leit í kringum sig en Skuggi var horfinn.

Skuggi hljóp eftir göngum hallarinnar og þræddi leið sína niður að anddyri hallarinnar. Tylft varða var í anddyrinu og Skuggi vildi ekki hætta sér í bardaga nú þegar tekið var að birta af degi og flest fólk vaknað.Skuggi beið smá stund krjúpandi í litlum gangi sem leiddi til anddyrsins. Eftir nokkurra mínútna bið gerðist eitthvað. Ríkmannlega búinn hershöfðingi gekk út úr þingsalnum sem var við hliðina á Skugga. Hershöfðinginn muldraði eitthvað í fússi og hermennirnir opnuðu fyri honum og fylgdu út. Skuggi greip þetta tækifæri líkt og fálki sem ræðst á þröst og skaust út um aðaldyrnar. Enginn virtist hafa séð hann og Skuggi fór í kollhnís inn í nálægt blómabeð þar sem hann faldi sig á bak við runna. Hann fylgdist með hermönnunum fylgja hershöfðingjanum að hliðinu sem var opnað fyrir hann. Skuggi sá þar sem hermennirnir fylgdu hershöfðingjanum út fyrir hliðið og þegar þeir fóru aftur inn í höllina. Hinir sex varðmenn aðaldyranna fóru aftur á sína staði en þeir höfðu einnig fylgt hershöfðingjanum. Skuggi gat ekki beðið lengur og stökk af stað í átt að veggnum. Varðmenn komu auga á hann ennn Skuggi skeytti engu um það og á örfáum sekúndum hafði hann klifrað upp stigann og var kominn upp á vegginn. Varðmenn sem á veggnum stóðu hvoru megin við Skugga brugðu lásbogum sínum og skutu á hann. Skuggi vatt sér til hliðar og varðmennirnir hæfðu hvorn annan og féllu til jarðar. Skuggi sá að þetta hafði vakið athygli margra varða bæði úr borginni og hallarvörðum svo að hann vatt sér af veggnum og lenti stöðugum fótum á strætinu þremur metrum fyrir neðan og tók á rás. Skuggi hljóp eins hratt og honum var unnt eftir götum borgarinnar. Hann hafði Silfursting tilbúinn í hendinni og hjó niður hvaða verði sem hann sá. Fólk á strætunum leyfði honum að komast óhindrað framhjá þeim en fæst höfðu þau séð Skugga áður og margir tóku að elta hann. Skuggi bölvaði sjálfum sér fyrir að vera svo bráðlátur en stakk sér svo inn í miðja mannþvögu við uppboðspall.

Arnóri hafði tekist að komast óséður út úr borginni með því að fela sig um borð í heyvagni. Þegar hann hafði stungið sér í mannþvöguna hafði hann um leið tekið af sér grímuna og snúið skikkjunni við svo að fólk skipti sér lítið af honum. Arnór hafði sótt Þyt úr skóginum og reið nú í átt til Næturborgar þar sem hann ætlaði að fá skipsfar til Hafeyjar. Hann var mjög þreyttur og var að lognast út af þar sem hann sat hestinn á fleygi ferð yfir Kóngsey.

Það var kominn miður dagur þegar Arnór kom að veggjum Næturborgar. Svitinn lak af Þyt sem hafði hlaupið hvíldarlaust alla leiðina. Næturborg varin varin með fjögurra metra háum veggjum og var nálægasti inngangur í borgina var stórt hlið og var mikil umferð þar í gegn og aftur út.
,,Þytur,‘‘ sagði Arnór. ,,Þegar ég er kominn inn í borgina skaltu fara aftur í skóginn umhvefis Ægisborg. Það gætu liðið dagar þar til ég kem aftur en ég mun sækja þig aftur í Fjöruskógi,‘‘ Arnóri fannst fáránlegt að vera að tala við hestinn en hann vissi að Þytur skildi þetta. Því næst blandaði Arnór sér í örtröðina við inngang Næturborgar. Það tók hann langan tíma að komast inn fyrir borgarmúrana og sem betur fer höfðu verðirnir ekki kannast við hann. Arnór hafði aldrei komið þangað áður en tókst þó að rata niður að höfninni hjálparlaust. Þegar hann var þangað kominn gekk hann að skrifstofuhúsi hafnarstjórans og fór inn. Það var römm salt og áfengislykt þar inni og veiðarfæri hengu um alla veggi. Á móti innganginum var borð með bókrollustafla og bak við borðið sat feitur, gamall og skeggjaður maður og reykti langa pípu. Embættisbúningur hans var rifinn og tættur sumstaðar.
,,Daginn sonur,‘‘ sagði maðurinn og brosti. ,,Hvað get ég gert fyrir þig?‘‘
,,Mig vantar upplýsingar,‘‘ svaraði Arnór.
,,Þær eru margar hverjar hér,‘‘ sagði maðurinn og bankaði á kollinn á sér.
,,Mig vantar að vita hvort einhver skip séu nú á leið til Hafeyjar,‘‘ sagði Arnór. Maðurinn klóraði sér í skegginu og hugsaði sig um.
,,Ég veit nú ekki… jú! Mannkarl Jónsson er að leggja af stað eftir nokkrar stundir til Húnahallar,‘‘ sagði maðurinn og brosti. ,,Skip hans er í nyrsta skipalæginu, hérna til hægri,‘‘ Því næst hóf maðurinn að einbeita sér að pípunni og lék sér að blása nokkra reykhringi. Arnór skildi eftir auman koparskilding á borðinu en strunsaði strax út.


Mannkarl Jónsson hélt af stað á skipi sínu Frú Hansara með farm af fínustu fötum sem fást í Ægisborg, níu kassa af brynjum komnum úr viðgerð, fimmtán manna áhöfn, fjóra farþega og eina fornfræga og goðsagnakennda hetju réttlætis. Það síðast nefnda hélt sig inni í kassa af mýkstu undirfötum sem bestu klæðskerar Ægisborgar höfðu nokkurn tíman sérsaumað fyrir nokkurn einstakling. Næturnar voru þær sömu, allar þrjár, úr kassa og inn í matarbúr, úr matarbúri og inn í kassa.

Ferðinni lauk seint um þriðju nóttina, farþegar fóru valtir af borði en áhöfn affermdi skipið. Skuggi hlustaði eftir því þegar þeir væru búnir að afferma skipið en gerði sér þá grein fyrir einu, hann var í farminum. Hann hlustaði vandlega, heyrði tvo áhafnarmeðlimi nálgast.
,,Við getum tekið þessa bara tveir, ekki jafn þungir og brynjurnar,‘‘ sagði annar þeirra.
,,Þeir eru hinsvegar ansi stórir, kassarnir…‘‘ muldraði hinn, nógu hátt að vísu til þess að Skuggi heyrði í gegnum trévegginn.
,,Æji, aumingi, þetta eru bara föt, komdu nú,‘‘ Mennirnir griðu sitthvorumegin um stóran kassann og reyndu að lyfta upp en misstu strax aftur í þilfarið.
,,Bara föt,‘‘ hermdi seinni maðurinn eftir félaga sínum.
,,Vá, reynum aftur, þetta er kannski ögn þyngra en ég hélt,‘‘ Mennirnir tóku sér aftur stöðu og með miklu átaki lyftu þeir kassanum og tóku eitt skref í til lands, en þá misstu þeir hann. Kassinn féll á hlið og Skuggi féll utan í einn vegginn.
,,Heyrðirðu þetta?!‘‘ spurði sá fyrri. ,,Það er eitthvað inni í kassanum!‘‘
,,Ööö, döh! Föt, til dæmis!‘‘
,,NEI! Eitthvað annað, eitthvað þungt!‘‘
,,Já… föt,‘‘ Sá seinni var orðinn pirraður. ,,Heyrðu, látum þessa bara í friði og hjálpum með…‘‘
,,Hjálpaðu mér að opna kassann!‘‘ Sá fyrri bjástraði eitthvað í fjarska.
,,Opna farminn?! Kapteinninn…‘‘
,,Myndi skilja það þegar við segjum honum frá laumufarþeganum!‘‘ Skuggi skildi nú að hann gat ekki beðið þarna lengur og kom sér fyrir í góðri stöðu fyrir þessa skyndilegu áætlunarbreytingu. Mennirnir töluðu eitthvað saman í skyndi en svo heyrði Skuggi fyrir ofan sig brak og bresti og sá ofurlitlar ljósglætur birtast þar sem einn veggur kassans var að lyftast af. Eftir smá stund var allt lokið farið af og mennirnir litu ofan í. Skuggi spyrnti í gólfið og stökk upp. Tveir hnefar laumufarþegans skullu utan í kjálkum sjómannanna og þeir féllu harkalega í þilfarið. Skuggi stökk frá borði og út á höfn Húnahallar. Til hliðar á blautu viðar-skipalæginu sá hann nokkra undrandi sjómenn sem gengu aftur skips en hirti ekki um þá og hljóp inn í vaknandi borgina.

Arnór hélt um hádegisbil til Ármannshallar í daglegri ferð vagnalestar. Aðalumræðuefni ferðarinnar var árás á tvo sjómenn og sjónarvottur nokkurra annarra sem sögðust hafa séð Skugga. Þegar kvöldaði sást til Ármannshallar, höfuðstaðs Hafeyjar. Þar þyrfti Skuggi að finna og ræða ögn við Humbak Hafeyjarhöfðingja. Borgin var risavaxin, næstum jafnstór og Ægisborg. Sex metra háir múrar umluktu borgina, og átta metra hátt borgarhliðið, eini almenni inngangurinn, opnaðist fyrir vagnalestinni. Þegar inn í borgina var komið stökk Arnór strax úr sínum vagni og hélt af stað til sjálfrar Ármannshallar, tuttugu hæða viðarhöll í miðri borginni en þar átti Humbakur sér bústað.

Skuggi þurfti ekki einu sinni að læðast eftir strætum Ármannshallar, myrkur næturinnar vafði hann í skikkju sem ekkert venjulegt mannsauga gæti komið auga á fyrr en það væri of seint. Engir múrar umluktu sjálfa höllina, en það voru margir verðir á ferðinni. Skuggi ákvað að ganga beint í gegnum aðaldyrnar, enda sá hann enga aðra inngönguleið í höllina. Fyrir framan fagurlega útskornar aðaldyrnar voru tveir verðir vopnaðir atgeirum og skjölum máluðum fána Hafeyjar. Fimm tröppur lágu upp að dyrunum og skaust Skuggi upp þær í einu stökki og áður en hann lenti féll annar varðanna niður í roti. Hinn sneri sér til hliðar og leit beint í augu Skugga sem dró Silfursting úr slíðrum og lét höldin ganga beint í andlit varðarins sem hlaut sömu örlög og kollegi sinn. Skuggi greip lykla annars varðarins og opnaði hurðina með milu marri. Skuggi hljóp eftir myrkvuðum göngum, skreyttum veggteppum og stöku brjóstmynd. Hann fylgdi eðlisávísun sinni og minninu frá því að hann hafði verið þarna fyrir rétt rúmum sjötíu árum síðast. Skuggi fór upp nokkra stiga og var staddur á fimmtu hæð, vistarverum Hafeyjarhöfðingja og nákomnra. Skuggi leit eftir ganginum og sá á enda hans vörð sitja á stól og narta í brauðhleif. Bak við stigann sem Skuggi stóð í var byrjun nýs stig er lá upp á sjöttu hæð og var í hvarfi fyrir verðinum sökum veggjar. Skuggi læddist þangað og kom sér fyrir.
,,Hey, komdu, ég þarf að sýna þér svolítið!‘‘ kallaði Skuggi svo sakleysislega til varðarins sem hrökk upp af stólnum.
,,Hver er þar!‘‘ þrumaði vörðurinn og nálgaðist felustað Skugga. ,,Sýndu þig!‘‘
,,Ég er hér!‘‘ hvíslaði Skuggi, rétt nógu hátt til þess að maðurinn heyrði.
,,Sílon? Láttu ekki svona, hvað ertu að…?‘‘ Skuggi sá nú blóðrefil stuttsverðs varðarins birtast fyrir hornið, og handleggurinn fylgid á eftir. Andartaki síðar náði Skuggi augnsambandi við vörðinn. Skuggi beið ekki boðanna heldur greip í vopnuðu hendi mannsins og sneri sverðið úr henni meðan hann lét hægri hnefa sinn falla í fés varðarins og rotaði síðan með því slengja utan í vegginn. Líkami varðarins lyppaðist niður í óreglulega hrúgu en Skuggi skynjaði að hann væri á lífi. Skuggi hljóp að hurð við miðju gangsins og dró fram örmjóan hníf. Skuggi var fljótur að brjóta upp lásinn og opnaði hurðina varlega. Inni í ríkulegu herberginu var enginn Humbakur, einungis tveir ungir drengir í sitthvoru rúminu. Það hefur verið skipt um vistarverur, hugsaði Skuggi og dreif sig að næstu hurð. Lás hennar hlaut sömu örlög og sú fyrri en inni í þessu herbergi var bara gömul sofandi kona, líklega fóstra drengjanna. Skuggi hirti ekki um að loka heldur skaust beint að næstu hurð. Lásinn fauk og í ljós kom ríkulegt herbergi, skreytt málverkum af ýmsum toga og fínustu veggteppum. Við gluggann stóð tvíbreitt rúm, þar sem maður og kona sváfu. Skuggi gekk að manninum og sá að þetta var Humbakur. Um það bil fimmtíu ára gamall, með þykkt yfirvaraskegg og barta svo minnti á rostung en sköllóttur að eyrum. Skuggi ýtti við honum en fór í hvarf við skuggana í einu horninu. Humbakur rumskaði og bylti sér en stóð ekki strax upp. Eftir smá stund reisti hann sig þó við og nuddaði stírurnar úr augunum. Skuggi steig fram og ávarpaði hann:
,,Humbakur Gestsson, ég er kallaður Skuggi,‘‘ Humbakur hrökk lítillega við en hvessti svo augun á staðinn þaðan sem hann hélt að röddin hefði komið.
,,Svo… hvað hef ég nú gert af mér?‘‘ spurði Humbakur þreytulega og gerði sig tilbúinn til þess að leggjast aftur.
,,Ekkert, það er einmitt vandamálið,‘‘ svaraði Skuggi og gekk til hans.
,,Aha, hvers vegna ætlarðu þá að drepa mig?‘‘ Humbakur virti Skugga fyrir sér íhugull. ,,Skuggi.‘‘
,,Persónulegar ástæður, þær liggja að baki þessari ó-myrðingu þinni, eða hvað svo sem við skulum kalla það. Eftir þennan fund okkar skaltu fara óséður út úr borginni og fara hulduhöfði í heila viku. Síðan skaltu koma aftur og sagst hafa verið í veiðiferð. Við höfum aldrei hist,‘‘ Skuggi starði á Humbak.
,,Og hvers vegna ætti ég að…‘‘
,,Vegna þess að ég er Skuggi, og ég hef fellt óvini hræðielgri en þig. Ótrúlegt en satt. Ég er að hlífa lífi þínu, það ætti að vera nóg fyrir þig að vita,‘‘ hreytti Skuggi í hann og rétti þykkan klút.
,,Til hvers er þe…?‘‘
,,Fyrir þetta.‘‘ sagði Skuggi og í hjó í skyndi litla fingur af vinstri hönd Humbaks. Humbakur greip andann á lofti en Skuggi greip í hann og hélt fyrir munninn meðan Humbakur öskraði. Skuggi greip aftur klútinn og lagði á stúfinn sem áður hafði verið fingur. Humbakur linaði öskrin þar til hann þagnaði loks.
,,Hvers vegna…?!‘‘ hvíslaði hann hvítur af bræði þegar Skuggi sleppti honum loks.
,,Enginn er alsaklaus, heldur ekki þú. Kannski ertu búinn að gleyma þegar þú varðir meginhluta fésins í sjóð til hjálpar sjálfstæðisbaráttu Hafeyjar í þitt eigið brúðkaup!‘‘ hreytti Skuggi í hann án nokkurra svipbrigða í röddinni. Humbakur þagði en kæfði fleiri öskur og einbeitti sér að því að þrýsta klútnum að hönd sinni. ,,Í klútnum eru lækningarúnir og jurtir, sárið ætti að lokast fljótt og sársaukinn verður horfinn innan fárra mínútna,‘‘
,,Þú hefur hoggið af mér fingur, hví ætti ég að…‘‘
,,Því að annars hegg ég af svo miklu, miklu meira,‘‘ hvíslaði Skuggi. ,,Og þér er hollast að hlýða því sem ég hef fyrir þig lagt, annars færðu sömu örlög og fyrirrennari þinn,‘‘ Skuggi ýtti við Humbak og minntist þess þegar hann hafði drepið fyrrverandi Hafeyjarhöfðingja fyir u.þ.b. þrjátíu árum. ,,Áfram nú, haltu úr borginni, ég þarf að fara annað, en skildu fingurinn eftir hér,‘‘ Skuggi sneri svo baki við Humbaki en klifraði út um gluggann og niður á stræti Ármannshallar.



Þar sem að ég er enn þá að skrifa þessa sögu munu kaflarnir nú koma inn með lengra millibili, því miður. En njótið, njótið vel.