Sapien
Skuggskrudda er framhald af bókinni Skuggaskræða (sem er framhald Skuggaskinna). Ég ætla enn að fela mig bak við þá afsökun að þessi saga var skrifuð fyrir nokkrum árum, eða þegar ég var á þrettánda ári. Látið vita ef að þið viljið að ég haldi áfram að senda inn.

XI. FANGATREGI

Arnór reið blindandi áfram, lét hestinn sinn um að stýra för. Baldur, hugsaði hann, Baldur, farinn. Loks bugaðist hann. Arnór rann af baki og ofan í grasið. Hann sá ekkert fyrir tárum sem byrjuð voru að myndast. Hann greip í grasið og byrjaði að slíta það. Hann fann ekki fyrir þegar Valdi lagði hönd á öxl hans og hvíslaði huggunarorð. Það komst ekkert fyrir í huga hans. Baldur bróðir. Loks braust eitt tárið fram og rann niður kinnina.

Rétt fyrir framan sig sá Valdi Arnór renna úr söðlinum og í grasið. Valdi smeygði sér af baki og greip í öxlina á Arnóri.
,,Arnór, þetta verður í lagi,’’ hvíslaði Valdi. ,,En nú þurfum við að drífa okkur!’’
,,Þeir nálgast!’’ sagði Eyjólfur. ,,Mér sýnist þeir vera á hestum!’’ Og það var rétt. Ragtanni hafði lært af reynslunni og vildi fara hraðar yfir og kanna landið og vita hvert hann stefndi hernum. Nú nálguðust þeir óðfluga.
,,Arnór, ef þú ferð ekki af stað núna þá munu þeir ná okkur og drepa!’’ En Arnór stóð ekki upp.
,,Hver er tilgangurinn?’’ spurði hann. ,,Við deyjum hvort eð er öll á endanum,’’
,,Hey! Kyrrir!’’ hrópaði einn af Norðmönnunum sem voru að umkringja þá. Eyjólfur setti hestinn sinn á stökk og ætlaði að þeysa burt. Einn hermannanna dró fram boga og skaut að Eyjólfi. Örin hitti lendina á hestinum sem datt til hliðar og Eyjólfur náði rétt svo að kasta sér af. Eyjólfur stóð upp og ætlaði að hlaupa. Sá með bogann reið að honum og sparkaði aftur niður.
,,Ekki reyna neitt meira ellegar mun ég sníða haus af búk!’’ ógnaði hermaðurinn honum og dró fram sverð.
,,Haus af hverjum, þér eða mér?’’ sagði Eyjólfur kokhraustur. Hermaðurinn lagði sverðið að háls honum.
,,Enga hótfyndni, ég hef ánægju af því að drepa!’’ urraði hann. ,,Komdu, hershöfðinginn vill tala við ykkur!’’ Svo otaði hann Eyjólfi áfram inn í hringinn sem Drekasveitin var búin að gera umhverfis Valda og Arnór, sem enn þá sat á hnjánum og horfði niðurlútur í grasið.
,,Eigum við að drepa þá?’’ spurði sá sem hafði náð Eyjólfi.
,,Hrm… ne, ég hefði ekkert gaman af því, þessi stutta orrusta mín grímugaursins kom mér úr stuði, ég bjóst við einhverju krassandi!’’ rumdi í hálfjötninum, sem sat á stærðarinnar hvítabirni, en enginn hestur hefði skap eða styrk í að bera þetta flykki. ,,Auk þess gæti ég haft not af þeim,’’
,,Hvernig þá?’’ spurði einn norðmannanna.
,,ÞÖGN! Það kemur engum við nema mér! Annars ætla ég að yfirheyra þá. Takið þá og flytjið í skálann!’’
,,Hvar er hann?’’ spurði Valdi.
,,Haltu kjafti písl, ef þú vilt halda lífi!’’ drundi Ragtanni. ,,Af stað! Bindið hálfvitann, fíflið og vælukjóann!’’ Nokkrir hermannanna fóru af baki, drógu fram klúta og bönd. Það síðasta sem Valdi fann var nístandi sársauki í hnakkanum.

Þegar Arnór loksins vakanði við að hann hossaðist óstjórnlega upp og niður. Hann sá ekkert þegar hann opnaði augun, líkt og bundið væri fyrir þau. Og nú fann hann óbærilegan sársauka í hnakkanum, líkt og einhver hefði barið hann fast með kylfu, en verri var sársaukinn sem hann fann til þegar hann minntist þess að Baldur hefði dáið. Arnór ætlaði að teygja úr sér en fann þá að hann ver bundinn á höndum og fótum. Hann barðist um blindandi, reyndi um leið að finna út hvar hann var. Hann heyrði hófadyn á báðar hliðar.
,,Mfmmfmf,’’ muldraði hann en enginn skildi því að bundið var fyrir munninn á honum.
,,Þegiðu, væluskjóða,’’ sagði maður rétt við aftan hann.
,,Gefðu honum annan af skammt af kylfunni!’’ heyrðist hrópað rétt frá Arnóri.
,,Mfmfmf!’’ Arnór reyndi að hrópa á hjálp en aftur fann hann sársaukann í hnakkanum og leið út af.

Arnór hrökk upp við að ísköldu vatni var skvett yfir hann. Gegnum bleytuna greindi hann risa og þrjá menn.
,,Ræs ræs!’’ kallaði einn þeirra. ,,Þið hafið sofið of lengi!’’ Annarri fötu var skvett yfir Arnór.
,,Hættið! Hættið!’’ veinaði Eyjólfur við hlið hans. ,,Ég er þreyttur!’’
,,Meira, meira!’’ flissaði Valdi ögn lengra frá Arnóri. ,,Haldiði að ég geti ekki tekið heitu baði?’’ Tveimur til viðbótar var skvett yfir þá.
,,Allt í lagi, ég er vaknaður!’’ stundi Eyjólfur.
,,Já, ég líka,’’ sagði Valdi og hóstaði. Nú sá Arnór greinilega. Hann var staddur í eyðilegu herbergi, vindur gnauðaði gegnum veggina. Rétt frá sér lágu bönd og klútar, greinlega af þeim. Hann var ekki lengur bundinn á höndum en fæturnir voru enn bundnir. Ragtanni stóð yfir þeim og bakvið hann þrír hermenn með tómar fötur.
,,Út!’’ skipaði Ragtanni. Hermennirnir drifu sig út og lokuðu hurðinni á eftir sér. Ragtanni kveikti á kerti.
,,Jæja,’’ sagði Ragtanni og urraði. Hann beygði sig hnjánum og sat á hækjum sér fyrir framan Arnór. ,,Hvað getið þið þrír sagt mér? Ekkert? Jæja’’ Hann fleygði Arnóri harkalega til hliðar. ,,En þú?’’ Arnór sá hann taka Eyjólf upp á hausnum en ekkert hár var hægt að grípa í á hausnum hans.
,,E-e-ekkert!’’ veinaði Eyjólfur af sársauka, honum fannst búkurinn vera að rifna af sér.
,,Nújá?’’ spurði Ragtanni og lét Eyjólf detta niður. ,,En þú?’’
,,Það sama og síðasti ræðumaður,’’ sagði Valdi. Ragtanni sló hann utan undir.
,,Þið vitið greinilega ekki að hverju ég er að spyrja ykkur,’’ urraði Ragtanni. ,,Svo ég spyr: hvar er herinn?’’ Enginn svaraði. ,,Ég spyr aftur: ERU ÞIÐ MEÐ HER?!’’ Hann sparkaði Arnóri til eins og bolta.
,,Það, e-er enginn her,’’ stamaði Arnór og nuddaði síðuna þar sem Ragtanni hafði sparkað í hann.
,,Hva? Ég heyrði ekki?’’ sagði Ragtanni.
,,Enginn her,’’ sagði Arnór aftur.
,,Ó,’’ svaraði Ragtanni. ,,En ég held að þú sért að ljúga!’’ Ragtanni lyfti hendinni eins og hann ætlaði að kýla Arnór.
,,Nei! Alveg satt!’’ hrópaði Valdi.
,,Jæja þá,’’ rumdi Ragtanni og sneri sér að Valda. ,,En ég man vel eftir þvi að þið réðust aftan að mér og hernum mínum ns og bleyðurnar sem þið eruð og þá minnir mig nokkuð að þið hafið haft einhverja hermenn meðferðis!’’
,,Þ-þeir yfirgáfu okkur,’’ stundi Valdi.
,,Jæja já? Ég veit að þið eru að leyna mig mörgu en ég nenni ekki að spyrja að hverju, við vorum á stanslausri ferð með ykkur alla nóttina og langt fram á kvöld, hörmulega nótt!’’ drundi Ragtanni, opnaði hurðina, gekk út og skellti í lás. Niðamyrkur var í herberginu.
,,Arnór? Valdi?’’ spurði Eyjólfur. ,,Er í lagi með ykkur?’’
,,Fína,’’ laug Arnór og nuddaði síðuna.
,,Rosalega slær hann fast,’’ muldraði Valdi og strauk kinnina. ,,Ég verð með marblett fram að vori!’’
,,Eru þið með lausar hendur?’’ spurði Arnór.
,,Já,’’ svaraði Eyjólfur.
,,Ég líka,’’ sagði Valdi.
,,Leysið fæturna, við verðum að finna leið út,’’ sagði Arnór. Þeir leystu fætur sína og byrjuðu að ráfa um í myrkrinu.
,,Ættum við að brjóta upp hurðina?’’ spurði Eyjólfur. Þeir voru farnir að venjast myrkrinu og sáu ágætlega. Arnór lagði eyrað upp við hurðina. Hrotur heyrðust framan við hana.
,,Neee, þeir myndu vakna,’’ sagði Arnór. ,,Hurðin er líka of þykk,’’ Arnór settist niður til að hugsa upp flótta. En það eina sem hann gat hugsað um var Baldur. Ég sé hann aldrei aftur. Hann barði utan í vegginn af reiði. Ragtanni skal borga.

Nóttin leið hægt en brátt birti af morgni. Geislar sólar smeygðu sér gegnum göt á veggjunum og lýstu upp þreytuleg andlit fanganna. Eyjólfur og Valdi sváfu en Arnór hafði ekki komið dúr á auga. Allt í einu fangaði eitthvað athygli Arnórs. Lágar raddir utandyra og þær færðust nær. Arnór greindi ekki orðin né gat hann borið kennsl á raddirnar. Arnór heyrði síðan dyr opnast annars staðar í torfkofanum. Einhverstaðar féll niður spjót og það var sussað og blótað. Einhver rumskaði. Allt í einu opnuðust dyrnar og birtan streymdi inn. Arnór fékk ofbirtu í augun og bar höndina fyrir sig.
,,Ragtanni?’’ hvíslaði hann.
,,Ragtanni?’’ var hvíslað með hneykslan á móti. ,,Þetta er Hrólfur! Ég játa að ég er ögn þybbinn en Ragtanni? Mér sárnar!’’ Hrólfur virtist fúll.
,,Fyrirgefðu, en hvað ertu að gera hér?’’ spurði Arnór.
,,Nú, auðvitað að bjarga ykkur, komdu,’’ Hrólfur benti honum á að fara út. ,,Gísli er hérna líka og Villi,’’ Hrólfur gekk að Valda, sem var með stóran marblett sem tók nánast helming andlitsins. ,,Vaknaðu!’’ Hrólfur hristi Valda ögn. Valdi hrökk upp og greip um hálsinn á Hrólfi.
,,Þið fáið það borgað að hafa sett Valdimar Sigmundarson í bönd!’’ æpti hann og herti takið um háls Hrólfs.
,,Ehhkk, ketta er jek!’’ náði Hrólfur að hósta upp úr sér. Valdi sleppti honum.
,,Óh, fyrirgefðu bróðir,’’ afsakaði Valdi sig vandræðalega.
,,Meiri móttökurnar,’’ stundi hann. ,,Kallaður feitur og svo kyrktur! En komum nú!’’ Gísli leit inn um gættina.
,,Áfram! Þeir vakna brátt!’’ hvíslaði hann höstugur. Þeir vöktu Eyjólf og fóru út. Arnór sá Ragtanna liggja þarna, svitablautann og ógeðslegan. Arnór langaði að taka sverð sem stóð þarna upp við vegg og skera ófreskjuna á háls, en Villi dró hann út Vopnin þeirra lágu fyrir utan bæinn. Þeir tóku hesta sína og héldu af stað.
,,Hvernig funduð þið okkur?’’ spurði Valdi.
,,Nú,’’ byrjaði Hrólfur. ,,Nokkru eftir að þið lögðuð af stað kom hestur Eyjólfs til baka, haltur og með ör í lendinni. Honum hafði blætt mikið og við urðum að fella hann,’’
,,Þetta var hvort eð er bykkja,’’ tautaði Eyjólfur.
,,Og þá gerði ég mér í hugarlund hvað hefði gerst!’’ sagði Gísli. ,,Fórum á eftir ykkur en Hrólfur fann ykkur ekki…’’
,,Og þá kom Skuggi!’’ greip Villi fram í.
,,Skuggi?!’’ spurði Arnór agndofa. ,,En hann er dáinn! Ragtanni henti honum fram af kletti og ofan í laxá!’’
,,Tja greinilega ekki, en hann var alltaf um tvö hundruð metrum á undan okkur og leiddi okkur hingað,’’ sagði Hrólfur. Vonarglæta kviknaði í brjósti Arnórs. Baldur er á lífi.
,,En er Skuggi hérna?’’ spurði hann ákafur, gat ekki leynt spenningnum.
,,Nei, humm, hann hvarf þegar við sáum þennan kofa,’’ svaraði Hrólfur. ,,En við fundum ykkur þó!’’ Arnór litaðist um í von um að sjá Skugga eð Baldur koma ríðandi niður úr hlíðunum í kring.
,,Vitiði hvar við erum?’’ spurði Valdi. ,,Ég tapaði alveg áttum þegar ég leið út af,’’
,,Þetta er Þorlákshöfn, að ég held,’’ sagði Hrólfur.
,,Eru aðrir hérna?’’ spurði Arnór.
,,Nei, þeir urðu eftir við yfirgefinn bæ Akraness,’’ sagði Villi. ,,Ragtanni hefur greinilega drepið eða tekið alla þar til fanga,’’
,,Nei! Lítið til baka!’’ hrópaði Eyjólfur þrgar bærinn var nokkra kílómetra í burtu og sáu að Norðmenn og Ragtanni höfðu yfirgefið bæinn og riðið af stað.
,,Af stað! Leitið felustaðar í hrauninu framundan!’’ kallaði Valdi og keyrði hestinn áfram.
,,Hvert eru þeir að fara?’’ spurði Arnór þegar hann leit við. ,,Þeir eru ekki að elta okkur,’’ Hinir hægðu á sér og horfðu aftur til Þorlákshafnar.
,,Við Gungni það er satt!’’ kváði Valdi. ,,Það er einhver annar reiðmaður sem þeir elta, og hann dregur þá frá okkur!’’
,,Stöldrum ekki við, heldur hörfum aftur að hrauninu,’’ sagði Gísli. Hinir eltu hann.

Þeir fundu ágætan helli í úfnu hrauninu og stettust þar niður til þess að hvíla sig. Hrólfur og Villi höfðu sofnað á hestunum og runnið af þegar þeir námu staðar, en Gísli, Villi og Hrólfur höfðu elt Skugga án hvíldar í heilan sólarhring. Valdi kveikti eld sem átti þó til að deyja út í þokunni sem nú lagðist yfir landið. Arnór sat við hellismunann sem vörður, þó að innst inni hafði hann tekið starfið að sér til þess að geta athugað hvort Baldur væri þarna úti. Þetta var örugglega Baldur, hann hefur lifað af fallið og komist upp úr ásamt Þyt neðar við ána, hugsaði Arnór, hver ætti annars þetta að hafa verið? Hann hrökk upp úr hugleiðingum sínum þegar Valdi potaði í hann.
,,Ein stund enn, ég ætla að leggja mig áður en ég tek vaktina,’’ sagði Valdi. ,,Vektu mig, geisp, þá,’’ Arnór kinkaði lauslega kolli og bældi niður geispa. Valdi staulaðist aftur inn í hellinn og lagðist á mjúka en blauta mosabreiðu.

Arnór barðist við að halda sér vakandi. En agun lokuðust aftur og aftur og urðu þyngri og þyngri. Arnór geispaði og sló sig utan undir. Ég ætla ekki að vekja Valda, ég mun vera fyrstur til þess að hitta Baldur er hann finnur okkur. Þokan þykktist enn og var sem grár veggur fyrir umhverfi Arnórs. Klakk, klakk. Hófadynur barst til eyrna Arnórs skammt frá. Hann glaðvaknaði og greip sverðið sitt sem stóð upp við hellismunann. Klakk, klakk. Hesturinn virtist feta fram og aftur nokkrum metrum fyrir framan hellinn. Arnór bakkaði um eitt skref. Hann ætlaði að reyna að vekja hina án þess að reiðmaðurinn fyndi þá. Arnór bakkaði áfram og starði út í þokuna. Glæður eldsins bak við hann kulnuðu endanlega út. En svo virtist sem hesturinn hefði stansað. Heimdallur gerðu það fyrir líf okkar og heiður þinn að hann finni okkur ekki, bað Arnór til Heimdalls, guðs varða, í hljóði. Þá skyndilega birti til og þokan tvístraðist fyrir framan Arnór og í ljós kom stór og litföróttur hestur, með grímuklæddan reiðamsnn með silfrað og langt sverð í hönd.
,,S-Skuggi!’’ náði Arnór að hiksta upp úr sér en hann vissi ekkert hvað hann ætti að segja. Skuggi reif af sér grímuna og gamalt andlit Baldurs kom í ljós. ,,Baldur!’’
,,Ssshhh! Ekki vekja hina!’’ sussaði Baldur á hann. ,,Þeir mega sofa enda þreyttir,’’
,,En þú féllst fram af kletti, við töldum þig af!’’ sagði Arnór frá sér numinn af gleði.
,,Já, ég féll ofan í ána, og ég var af, og er enn,’’ sagði Baldur undarlega rólegur. Þokan kringum hann virtist hverfa en annars var hún jafnþykk og áður.
,,Hvað meinarðu, og er enn?’’ spurði Arnór.
,,Nú, sjáðu til,’’ byrjaði Baldur. ,,Þú veist nú þegar að ég féll niður kletta og í ár. Þá var ástatt að hesturinn minn myndi bera mig alla leið til heljar. Eigi veit ég hví goðin sendu mig þangað en ég var ekki á þeim endanum að láta þetta annars ágætis hross bera mig út í dauðann svo ég einfaldlega tók mig til og sneri hófunum hans við…’’
,,Bíddu, bíddu. Snerir þeim við?’’ spurði Arnór undrandi.
,,Tja, já,’’ Baldur lyfti hófum Þyts og Arnór sá að þeir sneru öfugt.
,,Hvernig…?’’
,,Nú, þá bakkaði hann einfaldlega burt, alla leið frá Niflheimi, gegnum Múspell, framhjá Valaheimum, burt úr Jötunheimum, þá yfir Ásgarð og nú loks aftur til Miðgarðs,’’
,,En hvernig gastu snúið þeim við? Og afhverju bakk…?’’
,,Suss suss, það var minnsta mál, ég einfaldlega sneri þeim við, eitthvað skrýtið við það?’’
,,Urm…’’
,,Jæja jæja, ég hef ekki mikinn tíma, komum okkur að verki!’’
,,Hvað meinarðu?’’ spurði Arnór.
,,Nú, ég er dauður og einhver verður að halda áfram arfleyfð Skugganna,’’ Baldur lagði grímuna sem hann hafði haldið í höndinni fyrir framan Arnór. ,,Treystirðu þér til þess að deyja fyrir réttlæti og verða táknmynd þess sama hvað það kostar?’’ Arnór vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið. ,,Hverju svararðu?’’
,,Já! Já, ég geng að þessu,’’ sagði Arnór, sem var þó ekki viss í sinni sök.
,,Réttu fram höndina,’’ sagði Baldur. Arnór rétti fram hægri höndina óviss um framhaldið. Baldur lyfti Silfursting og setti blóðrefilinn í lófa Arnórs.
,,Gríman mun saklausum hefna
Börn, þrælar og konur
Hvort sem dóttur eður sonur,
Skugga ég mun hann nefna,
Silfur stingur í,
Hinn seki fellur í dómi,
Og réttlæti rís á ný,
Svo arfur endurrómi!’’ kyrjaði Baldur og skar skyndilega í lófa Arnórs.
,,Aá!’’ æpti Arnór. ,,Hvað er…’’
,,Suss!’’ sussaði Baldur á hann. ,,Taktu við sverðinu,’’ Baldur stakk sverðinu í jörðina. Arnór tók rólega um meðalkaflann með vinstri. ,,Nei, hægri!’’ benti Baldur honum á. Arnór greip með blóðugri höndinni um sverðið og rykkti því upp úr jörðinni. Baldur tók nú grímuna og setti á sig.
,,Dreptu mig!’’ skipaði hann.
,,E-en þú ert þegar dauður, og ég myndi aldrei…’’
,,Æ, bara taktu höndina eða fótinn af, eða bara blóðga mig lítillega,’’ sagði Baldur og glotti eins og einhver húmor væri í þessu.
,,Jæja þá,’’ stundi Arnór og skar bringu Baldurs lítillega.
,,Nú þegar því er lokið,’’ sagði Baldur og tók af sér grímuna. ,,Þá átt þú þetta með réttu,’’ Hann rétti hina aldagömlu grímu yfir til Arnórs. ,,Ég eftirlæt þér líka hestinn minn Þyt og skikkjuna mína,’’
,,En, ég skil ekki…’’
,,Það ekkert að skilja,’’ hastaði Baldur á hann. ,,Nú ert þú Skuggi, og verndar þá varnarlausu, dómari og böðull alla ævi. En lofaðu mér einu, Fáfnir verður að fá grímuna eftir þinn dag,’’
,,Allt í lagi,’’
,,Fínt, góða nótt og… ég vona að ferðin heim verði ánægjuleg, svo þú getir lesið kviðuna fyrir neðan fjallið,’’ Svo hvarf hann aftur inn í þokuna og skildi Arnór eftir í myrkrinu.
,,Baldur!, Ba-Baldur, Baaaaldhhhhuuuuurrrr…’’ Svo sofnaði Arnór á staðnum, gegnum blautur af þoku.

XII. EYJUR MANNANNA AÐ VESTAN

Bjartir geislar sólarinnar vöktu Arnór rétt áður en Valdi sparkaði í hann.
,,Hvaðí!’’ hrópaði Arnór og stökk á fætur. ,,Hvaðí?’’
,,Er heilinn í þér freðmýri?!’’ spurði Valdi argur.
,,Hvað, minn?’’
,,Já þinn!’’
,,Nei,’’
,,En steinhnullungur?’’
,,Hvað ertu að tala…’’
,,Ef hann er hvorugt af þessu þá hlýtur hann að vera í láni hjá Hrólf sem gat munað að klára ekki allan mat sem við erum með!’’
,,Hvað ertu að segja!?’’ spurði Arnór.
,,Já hann skildi eitthvað eftir handa okkur, undarlegt en satt…’’
,,Nei með freðmýrina, grjótið og…’’
,,Jaá! Já! Þú ert algjör hálfviti í stuttu máli!’’
,,HVERS VEGNA!?!?!’’ öskraði Arnór sem vildi fá þetta á hreint.
,,Rólegur, ég ætlaði bara að láta þig vita… AÐ ÞÚ STEYPTIR OKKUR ÖLLUM NÁNAST Í GLÖTUN AÐ EILÍFU!!!’’ æpti Valdi á móti, honum var greinilega heitt í hamsi.
,,Ha?’’ hvíslaði Arnór vanskilningslega.
,,Þú sofnaðir á verðinum án þess að vekja neinn, náðirðu því svefnhaus,’’ hvíslaði Valdi á móti með samanbitnum tönnum.
,,Ójá, það, en Ragtanni fann okkur ekki, svo það skiptir líkast til engu máli,’’
,,En einhver Norðmannanna hefði geta komið og slátrað okkur í svefni!’’ sagði Valdi með eitilharðri járnröddu.
,,En það gerðist ekki,’’ voru mótrök Arnórs.
,,Hefði getað’’
,,Gerðist ekki,’’
,,Hefði getað,’’
,,Gerðist ekki,’’
,,Hefði geta…’’
,,Hættið þessum barnalátum og hefjum för að nýju!’’ þrumaði Gísli og lauk þessu fáránlega rifrildi. ,,Og gæti einhver látið mig vita hver á þetta glæsilega hross, það líkist hesti Baldurs,’’ Þá varð Arnóri starsýnt á hestinn. Þytur, hugsaði hann og atburðir næturinnar helltust yfir hann og tóku alla hans hugsun. Baldur, dó, og dó aftur enn á ný.
,,Skiptir ekki máli,’’ sagði Arnór.
,,Jú, þetta er Þytur,’’ sagði Hrólfur.
,,En hófarnir eru eitthvað öðruvísi,’’ sagði Eyjólfur.
,,Við tökum hann með, sama hver á hann, ég skal ríða honum ef þetta skyldi nú vera Þytur,’’ sagði Arnór og fyrri hestur hans varð nú burðardýr og þeir lögðu af stað. Arnór sagði félögum sínum frá því þegar Baldur kom nóttina áður, sleppti þó Skuggavígslu hlutanum.
,,Fuss!’’ sagði Valdi. ,,Draumur! Þú svafst jú á verðinum!’’
,,En ég er viss um að þetta gerðist!’’ sagði Arnór.
,,Þú varst mjög þreyttur og hefur áreiðanlega dreymt þetta,’’ sagði Hrólfur og studdi bróður sinn.
,,Hvers vegna ætti Þytur þá að vera hérna, ha?’’ spurði Villi og virtist trúa Arnóri, enda voru hann og Eyjólfur og Arnór þeir einu frá Eyjaveldinu og höfðu heyrt allar sögurnar af hinum dularfulla Skugga.
,,Líklega hefur greyið bjargast, hestar geta lifað slíkt af,’’ svaraði Valdi.
,,Undarlegt þá að hann skyldi rata einmitt hingað!’’ sagði Eyjólfur ísmeygilega.
,,Tja, eins og ég sagði. Hestar eru og verða margbrotnar skepnur,’’ staðhæfði Valdi. Þytur lamdi hausnum utan í Valda, eins og honum líkaði ekki við að vera kallaður skepna. ,,Hvað? Hvað gerð’ann?’’
,,Ég veit ekki afhverju hann gerði þetta,’’ sagði Arnór og reif í taumana en fann þá til sársauka í hægri lófanum. Hann leit í lófann og sá að nýgróið sár hafði rifnað lítillega upp. Þetta var enginn draumur.

Í rúmar fimm klukkustundir riðu þeir áfram og Arnór hugleiddi orð Baldurs. Lesa kviðuna undir fjallinu, hvað meinar hann með því? En þá beindist athygli hans að tveimur verum framundan. Arnór reif sverðið sitt úr slíðrum, en eitthvað var breytt. Arnór hafði betra grip á sverðinu en áður og það var léttara, mun léttara.
,,Hó-ó-ó! Silltu þig berserkur!’’ hóaði Hrólfur á hann. ,,Þetta eru Kolur og Jakob!’’ Arnór sá þá almennilega núna.
,,Hvað eru þið að gera hér?’’ spurði Arnór.
,,Eftir hvarf ykkar allra ákvað ég að leita að ykkur,’’ sagði Kolur. ,,En ég fann bara slóð eftir nokkra hesta og sagði hinum frá því,’’
,,Svo tók herinn sameiginlega ákvörðun um að fylgja slóðinni,’’ bætti Jakob við. ,,Stöku sinnum sáum við ykkur bregða fyrir en þið voruð langt í burtu,’’
,,Og nú eru þið hér,’’ sagði Villi.
,,En það er eitt vandamál,’’ sagði Jakob, eilítið vandræðalegur og niðurdreginn.
,,Hvað?’’ spurði Gísli.
,,Tja, það er matarskortur og…‘‘
,,Matarskortur!?‘‘ hváði Valdi. ,,Tókum við ekki nóg með fyrir ykkur átvöglin?‘‘
,,Greinilega ekki,‘‘ sagði Kolur. ,,Og mennirnir eru orðnir frekar fúlir, þeir fara strax aftur heim ef þeir fá ekki…‘‘
,,Er þetta ekki frábært,‘‘ tuðaði Valdi. ,,Fyrst deyr Baldur og nú þetta,‘‘ Skyndilega fékk Arnór hugdettu.
,,Eyjarnar,‘‘ sagði hann hugsi.
,,Og það batnar bara, Arnór kominn með heimþrá,‘‘ hélt Valdi áfram.
,,Nei, þessar eyjar sem þið töluðuð um við Egil. Vestmannaeyjar, var það ekki?‘‘
,,Jú, en hvað með það?‘‘ spurði Hrólfur.
,,Ef aðalstöðvar þeirra eru þar, þá ætti að vera meiri en nóg matur fyrir okkur alla,‘‘
,,En allur þeirra her er staðsettur þarna, við plönuðum á að árásin yrði gerð þegar Egill kæmi aftur,‘‘ sagði Gísli.
,,Hmm, kannski, finnum þá einhverjar útigangs kindur og villtar jurtir sem hægt er að snæða,‘‘ sagði Arnór. Þeir héldu áfram yfir hæðina og komu þá að nýreistum búðum víkinganna. Örfá tjöld og ábreiður á víð og dreif. Hrólfur og nokkrir víkingar hurfu út í hraunið að leita að mat. Á meðan létu Valdi, Villi, Arnór, Gísli og Eyjólfur lítið á sér bera til þess að forðast óþarfa spurningar. Þegar sólin var byrjuð að hníga til viðar kom hrólfur aftur með víkingunum sem drógu á eftir sér fjórar dauðar kindur. Þeir slógu upp báli og matreiddu fenginn ásamt þeim litla mat sem eftir var. Meðan snætt var sagði Valdi þeim söguna af hvarfi þeirra, og þegar kom að dauða Baldurs urðu menn mjög leiðir enda hafði Baldur verið fæddur leiðtogi.

Það var hánótt þegar Arnór vaknaði. Honum hafði dreymt atvikið þegar Baldur féll ofan í ána. Sofna aftur, bara sofna aftur, hugsaði hann en gat ekki fengið sig til þess að loka augunum. Hann hafði ór eitthvað undarlegt á tilfinningunni. Arnór stóð upp en heyrði þá einhver annarleg hljóð. Nei, ég ætla ekki að lenda í sömu vandræðum og með Gísla hér áður fyrr. En eitthvað hvatti hann áfram, eðli sem ávallt hafði verið til staðar fyrir en vaknaði upp fyrst núna. Arnór tók sverðið sitt og sveipaði sig skikkju. Hann gekk á hljóðið og sá hvar fjórar verur nálguðust búðir þeirra, þrjár á stærð við menn á hestum ein töluvert stærri en hinar og á kubbslegum en stórum farskjóta. Arnór hafði verið sljóvgaður af svefnþurfti en glaðvaknaði og vissi strax hvað hér var á ferð. Hatur Arnórs blossaði upp og aðeins eitt komst að, hefnd. Ósjálfrátt teygði hönd hans sig inn í kirtilinn og dró fram svarta grímu og setti yfir höfuð sér. Áður en hann vissi af hafði Þytur komið aftan að honum og Arnór henti sér á bak. Það var eins og hann hefði sáralitla sjálfsstjórn en einhver kraftur dreif hann áfram. Hann lyfti sverði sínu en nú sá hann að það var allt öðruvísi, silfurlitað og rúnum rist, þetta var sverð Skuggans, Silfurstingur. Hann fetaði létt af stað á móti verunum. Hann sá greinilegra núna eftir að gríman hafði verið sett upp, líkt og það væri rétt komið kvöld. Hann sá þá nálgast á fleygiferð. Það voru rétt rúmir tíu metrar á milli hans og drekasveitarmannanna. Ragtanni virtist koma auga á Skugga í myrkrinu.
,,AAARRRGGG! GRÍMUGOSINN!‘‘ öskraði Ragtanni en það var of seint Skuggi brá brandi sínum og sneiddi höfuð af einum mannanna. ,,Snúist til varnar!‘‘ Hermennirnir vissu vart hvað ófreskjan var að tala um en sáu svo glitta í skínandi sverðið. Þeir réðust að Skugga hann beygðui sig undan laginu og kýldi einn þeirra af baki. Sá sem var eftir reyndi að stinga hestinn en Þytur stökk frá og sparkaði með afturfótunum í bak norðamannsins sem bakbrotnaði og dó.
,,Fífl!‘‘ hrópaði Ragtanni sem var þar kominn og greip í Skugga og fleygði honum af baki. Ragtanni fór síðan sjálfur af birni sínum sem réðst strax að Þyt sem varðist með ýmsum spörkum og stökkum. Ragtanni greip sverðið sitt Vígsæki og hjó til Skugga sem henti sér niður og velti sér undan. Ragtanni virtist sjá álíka vel í myrkri og Skuggi og því gat Skuggi ekki notfært sér nóttina gegn honum. Skuggi lagði á móti Ragtanna sem varði sig með handleggnum og hélt greinilega að þykk brynjan gæti varið sverðs höggið en Skuggi lagði allan sinn kraft í það og tók af honum vinstri framhandlegginn.
,,AAARRRGGG!!! ÞÚ MUNT DEYJA FYRIR ÞETTA OG FÆÐINGU ÞÍNA!!!‘‘ æpti Ragtanni bálreiður hjó sverði sínu að Skugga sem særðist á síðunni. Skuggi stökk aftur á bak og kastaði Silfursting sem þaut gegnum loftið og klauf hjálm Ragtanna sem féll niður. Skuggi gekk að honum og rykkti sverðinu úr heila hans. Hægri höndin kipptist til þegar sverðið tók sundur taug. Æðislegt hnegg barst til eyrna Skugga sem sneri sér viðp og sá Þyt reyna að gera lokatilraunir til þess að verjast bjarndýrinu. Skuggi hentist að skepnunni og stakk hana í bakið. Bjarndýrið gaf frá sér hræðilegt urr, vatt upp á sig og reyndi að slá til Skugga sem hélt dauðahaldi í sverðið og sveiflaðist til og frá. Loks féll dýrið niður dautt. Skuggi dró sverðið úr hræinu og þurrkaði í feldinum. Hann fann heitan andardrátt Þyts á hnakkanum. Skuggi athugaði með hestinn og sá engin stór sár. Smá bitför við hófana og mjóar rauðar rákir eftir bakinu eftir klærnar. Þytur virtist stálsleginn en þreyttur.
,,Hmm,‘‘ sagði Skuggi. ,,Hvers vegna flúðirðu ekki?‘‘ Þytur nartaði í ermina hans og nuddaði höfðinu upp við hann. ,,Það er eitthvað breytt við þig, ekki bara hófarnir,‘‘ Skuggi stakk Silfursting í slíður.
,,Hóst, hóst,‘‘ Skuggi sperrti eyrun og sneri sér við. Sá sem Skuggi hafði hent af baki var að standa upp. Skuggi gekk að honum og henti harkalega aftur í jörðina. Hermaðurinn reyndi að skríða burt en Skuggi steig á hann og hélt niðri.
,,Akv, slepptu mér! Miskunn!‘‘ vældi hermaðurinn.
,,Svo, þú ert einn af fimm hundruð bestu stríðsmönnum Noregs, ha?‘‘ spurði Skuggi og virti fyrir sér rauðan drekahausinn sem var málaður aftan á kirtil mannsins.
,,J-já,‘‘ svaraði maðurinn. ,,Drekasveitarmaður Nielsen…‘‘
,,Mér er meira en sama hvað þú heitir,‘‘ hvæsti Skuggi á hann. ,,Hvar eru búðirnar ykkar?‘‘ Maðurinn þagði og keyrði andlitið ofan í mosann. Skuggi reif af honum hjálminn og greip í hárið.
,,Eyjur! Vesteyjur eða eitthvað,‘‘ æpti Nielsen þegar Skuggi togaði hausinn hans upp keyrði í bakið.
,,Eru þið með vistir þar?‘‘ spurði Skuggi reif núna hönd mannsins fyrir aftan bak hans.
,,Já! Meira en nóg til þess að fæða allan her okkar í þrjú ár!‘‘ veinaði manngreyið.
,,Hvernig gætum við komist þangað?‘‘ spurði Skuggi og herti takið á hendi norðmannsins.
,,Höfn, einhver höfn, það er yfirgefið hús… ‚‘
,,Þorlákshöfn, ER ÞAÐ ÞORLÁKSHÖFN!?‘‘
,,Veit, v-veit ekki…‘‘
,,Notaði Ragtanni húsið sem bækistöð?‘‘
,,J-já… en herinn er á leiðinni, hihi, hann fór af stað degi á eftir okkur, þrjúhundruð menn!‘‘ hikstaði Nielsen.
,,Takk fyrir það, þú mátt fara,‘‘
,,Er það?‘‘ spurði Nielsen undrandi.
,,Nei,‘‘ var svar Skugga sem dró fram Silfursting.

Skuggi reið aftur út í búðirnar. Þar tók hann af sér grímuna. Arnór virti hana fyrir sér. Það er eins og ég sé ekki ég sjálfur þegar ég er með hana, og þó margfaldast bardagageta mín og önnur skynfæri, hugsaði Arnór og var orðinn hálfhræddur við þetta snjáða höfuðfat, ég skal ekki nota það oftar. Loks virti hann aftur fyrir sér Silfursting sem leit núna út eins og gamla sverðið hans Arnórs. Undarlegt.

Menn vöknuðu úthvíldir en svangir og byrjuðu að snæða það litla sem eftir var. Arnór sagði Valda og Gísla af því sem hann hafði komist að en sleppti þó að venju Skugga. Þeir tóku ákvörðun um að halda aftur að Þorlákshöfn, þrátt fyrir vantraust ferðafélaga þeirra á áætluninni. Um miðjan dag nálguðust þeir Þorlákshöfn.
,,Svo við finnum einhver langskip hérna einhversstaðar,‘‘ sagði Eyjólfur. ,,En hvar?‘‘
,,Þarna,‘‘ sagði Arnór. ,,Rétt við fjöruna.‘‘ Brátt voru allir komnir um borð í tvö langskip, Valdi stýrði einu skipi en margreyndur sjóari úr her þeirra hinu.

,,Nú, þetta er planið,‘‘ sagði Arnór sem var að útskýra allt fyrir hinum á skipinu. ,,Við siglum fyrir aftan eyjuna þar sem þeir geyma fangana og vistirnar, við læðumst inn í fangageymslurnar og hleypum þar öllum út og nýtum heraflan sem við þegar höfum til þess að fella þá menn úr drekasveitinni sem þarna eru,‘‘
,,Sverðhelt,‘‘ sagði Hrólfur. ,,En fara allir frá borði í einu?‘‘
,,Nei, ég og einhverjir aðrir frelsum fangana án þess að vekja á okkur athygli, og þegar búið er að frelsa þá sendi ég einhvern til þess að láta ykkur vita og við gerum árás á drekasveitina,‘‘
,,Fínt, ég læt þá á hinum bátnum vita,‘‘

Eftir nokkra tíma voru Vestmannaeyjar í augsýn. Þeir silgdu aftan fyrir Heimaey og fundu lítinn fjörð sem hægt var að sigla inn í. Arnór, Valdi, Gísli og Hrólfur fóru frá borði.
,,Nú, við skulum halda hópinn og hvað sem gerist ekki ráðast á þann fyrsta sem þið sjáið, fylgið mér bara,‘‘ sagði Arnór alvarlegur. Hann leiddi þá áfram yfir hæðina. Þá komu í ljós stórar búðir, þrjú sterkbyggð og stórlanghús auk margra lítilla húsa og tjalda. Um fimmtíu manns að því virtist héldu vörð um staðinn og sumir marseruðu fram og aftur.
,,Þá það, laumumst áfram, en hvar ætli fangarnir séu?‘‘
,,Líklega í langhúsunum, húsin eru ekki nógu sterk til þess að halda einum berserki lengi,‘‘ sagði Valdi.
,,Allt í lagi, Hrólfur og Valdi, frelsið þá sem eru í húsinu næst okkur. Gísli, þú tekur húsið við hliðina á því og ég það fjærst okkur, samþykkt?‘‘ sagði Arnór. Þeir samþykktu það. Rúmur kílómetri var á milli Arnórs og fangelsisins. Hann dró fram sverðið og beygði sig í hnjánum. Arnór tók á rás og faldi sig á bak við steina og kletta. Hann mætti engum fyrstu fimm hundruð metrana en þar sem hann kraup bak við grettistak nokkurt sá hann þrjá hermenn nálgast sig. Hann lagðist niður en hafði ekki augun af hermönnunum.
,,Úff, ekkert að gera, hefðum kannski átt að fara með Olsen í land,‘‘ sagði einn þeirra þegar þeir voru aðeins nokkra metra frá Arnóri.
,,Nee, ég nenni ekki að hlusta á ruglið í Ragtanna,‘‘ svaraði hinn. Þeir gengu rétt fram hjá Arnóri án þess að gefa honum gaum. Arnór andaði léttar en stóð ekki strax upp. Nokkrum tugum metra út frá sá Arnór glitta í fjöðrina á hatti Valda. Arnór leit aftur sig og sá að mennirnir voru farnir burt. Þá stóð hann upp og spretti að næsta steini. Eftir mikinn feluleik til viðbótar var hann kominn inn í miðja húsaþyrpinguna. Skyndilega fann Arnór einhverja þörf hjá sér til þess að setja upp grímuna. Nei, hver veit hvað ég gæti gert. Arnór læddist fram hjá tveimur vörðum og var nú fyrir aftan langhúsið. hann læddist meðfram veggnum og leit fyrir hornið. Einn vörður stóð við dyrnar og sveiflaði stórum lykli á keðju í kringum sig. Arnór leit í kringum sig. Enginn hinna varðanna var að horfa á hann. Arnór skaust bak við vörðinn greip um munninn á honum.
,,Mmmfff,‘‘
,,Ssshhh, ekkert persónulegt…‘‘ svo sneri arnór hann úr hálsliðnum.
,,Hvað var þetta?‘‘ spurði hann sig, það var eins og hann hefði gert þetta óafvitandi, einhver innri vera hafði tekið yfir eitt augnablik. En Arnór kippti sér ekki legni upp við það heldur tók lykilinn af líkinu og setti í skráargatið á sterkbyggðu hurðinni. Arnór þóttist heyra klikk og ýtti þungri hurðinni upp á gátt. Það marraði í hurðinni og hún hreyfðist hægt.
,,Hey þú! Þú hefur ekki leyfi fyrir þessu!‘‘ heyrðist hrópað bak við Arnór. Arnór leit aftur og tvo menn nálgast. ,,Hvað ertu að ger… þú ert ekki í drekasveitinni!‘‘ ‚Þeir drógu upp sverðin og gengu að Arnóri. ,,Vertu alveg kyrr,‘‘ Arnór renndi höndinni niður að sverðinu sínu. Þeir voru nú rétt fyrir aftan Arnór. Hann nýtti tækifærið og hjó að öðrum þeirra sem bar fyrir sig skjöldinn og hinn stakk að Arnóri. Hann hoppaði frá og fanntil í síðunni sem Ragtanni hafði skorið hann í. Arnór fann að viðbrögð hans voru hægari án grímunnar og hann var ekki eins sterkur. Arnór hjó að öðrum þeirra og sneiddi af höfuð, varðist tveimur höggum og stakk svo þann sem var eftir. Nú sneri hann sér aftur að hurðinni og með erfiðismunum tókst honum að opna hana upp á gátt.
,,Hvu? Hva? Matur strax?!‘‘ heyrðist sagt innan úr myrku húsinu. Arnór rýndi þangað inn og sá um það bil tfjörutíu, fanga í búrum, tveir í einu búri bæði karlar, konur og börn.
,,Ég heiti Arnór Grímsson af Gráey, kominn til þess að bjarga ykkur!‘‘ sagði Arnór og hófst handa við að leysa þá úr prísundinni. ,,Einhver ykkar hlaupi á hinn enda eyjarinnar og finnið tvö skip, segið þeim að fangar séu sloppnir. Einn þeirra tók á rás út úr fangelsinu. ,,Komið svo! Hvar eru vopnin ykkar?‘‘
,,Ég veit um þau! Fylgið mér!‘‘ sagði ein kona þarna og flýtti sér út úr röku húsinu. Mennirnir fylgdu henni hikandi en fylltir nýjum eldmóði af því að sjá sólarljósið á ný. Arnór leit út og sá Valda og Hrólf fara inn í einn skálann en Gísli var rétt hjá að yfirbuga vörðinn hjá hinum skálanum. Hróp, köll og vopnaglamur bars skammt frá og Arnór þusti út úr fangelsinu til þess að hjálpa. Hermenn bárust að úr öllum áttum og margir hverjir út úr húsum og tjöldum. Arnór heyrði hvin fyrir aftan sig og náði rétt að beygja sig niður áður en langt kastspjót hæfði hann. Arnór sneri sér við og kom auga á þann sem hafði kastað spjótinu. Hann hljóp að honum og tók af fót áður en drekasveitarmaðurinn náði að beita öxinni sinni. Þegar hann leit til baka og sá að víkingarnir voru ull vopnaðir og börðust sem berserkir gegn föngurum sínum. Arnór gekk til liðs við þá og henti sér inn í miðja þvöguna. Rauðir, svartir og gulir fánar drekasveitarinnar blöktu allt í kringum þá. Arnór sá út undan sér að her þeirra hljóp niður hæðina með öskrum og ópum. Arnór fann til með hverju höggi og hverri stungu sem hann gerði að óvinum sínum en hann var ekki í neinu stuði til orrustu eftir að hafa verið barinn til óbóta af Ragtanna og með skurð á síðunni sem gjarnan blæddi úr að ógleymdu nýgrónu sárinu í hægri lófanum. Öxi stefndi að fótum hans en Arnór stökk yfir hana og stakk gegnum brynju eiganda hennar, varðist tveimur sverðshöggum í einu og vatt sér milli tveggja hermanna og sneiddi létt af þeim hausinn fleiri víkingar bættust í leikinn og sóttu sér vopn í vopnageymsluna. Drekasveitarmennirnir voru öflugir stríðsmenn, nú þegar það var ekki alveg komið þeim í opna skjöldu. Margir úr röðum íslendinga féllu en þá börðust þeir af meiri eldmóð. Arnór sá konuna ungu sem vissi um vopnin og sá að hún barðist líkt hinn besti stríðsmaður, sveiflaði sverði og tók líf óvinar nánast í hverju höggi. Arnór hentist að einum norðamanni með stærðarinnar kylfu og tók af honum höndina en skyndilega fann hann sársauka í hnakkanum og stjörnur tindruðu fyrir augum hans.

Arnór var staddur fyrir ofan jörðina og horfði á hnöttinn snúast og nálgast óðum. Arnór féll hraðar og hraðar og var staddur yfir eyju, alskorinni fjörðum og líktist einna helst dreka og þá féll aftur og sá núna Hornafjörð. Þá var hann skyndilega kominn niður á jörðina og sá þá Ragtanna koma trampandi að bænum og lyfti sverði sínu yfir barni sem Arnóri fannst líkjast Fáfni… Arnór rakst utan í eitthvað og opnaði augun. Hann horfði upp í skýjaðan himininn og sá glitta í sorgmædd andlit Valda og Hrólfs sem báru hann á höndum og fótum.
,,Hvað eru þið að gera? Sleppið mér!‘‘ yrti hann byrstur á þá. Þeir hrukku við og létu hann falla harkalega á jörðina. ,,Hvers vegna gerðu þið þetta?!‘‘
,,Nú,‘‘ sagði Valdi undrandi og ögn hræddur. ,,Við töldum þig af og…‘‘
,,Ég skil, ég skil,ég hlýt að hafa rotast í bardaganum,‘‘ en þá varð honum hugsað til draumsins. Líklega bara draumur, hugsaði hann en leit þá í lófann sinn og sá örið eftir skuggavígsluna. Eða ekki. ,,Valdi! Ég þarf hraðskreiðan bát! Núna!‘‘
,,Hva? Hvað liggur á, nú fáum við okkur að borða og hjálpum konum og börnum og…‘‘
,,NEI!!! FÁFNIR ER Í HÆTTU!!!‘‘ hrópaði Arnór og menn í kring um hann litu á hann.
,,Hvað er að?‘‘ spurði konu rödd bak við Arnór. Hann sneri sér við og sá konuna sem barist hafði svo vel.
,,Heiðrún, hvað ert þú að…?‘‘ byrjaði Valdi furðulostinn.
,,Æ frændi, ég var tekin til fanga eins og allir aðrir hérna,‘‘ sagði konan sem hét Heiðrún. ,,En sagðistu þurfa hraðskreitt skip? Ég veit um fullkomið skip hérna, ekki stórt en fer mjög…‘‘
,,Hvar?‘‘ spurði Arnór. ,,Hvar?‘‘
,,Niðri við höfnina, það er með drekahaus og seglið er rauð röndótt,‘‘ Arnór hentist strax á fætur og reip sverðið sitt í leiðinni. Allt í einu sá hann Þyt koma á móti sér. Arnór stökk á bak.
,,Að höfninni!‘‘ hann leiddi ekkert hugann að því af hverju hann sagði hestinum hvert ætti að fara eða af hverju hesturinn rataði. Áður en hann vissi af var hann kominn niður að höfn og kom strax auga á bátinn. Þytur stökk um borð í bátinn. Ég er heppinn með vindátt, hugsaði Arnór og dró upp seglin.
,,Arnór bíddu!‘‘ heyrðist Arnór Valda hrópa langt fyrir aftan sig. Enginn tími til að bíða eftir þeim og útskýra. Hann leysti landfestar og báturinn rann af stað með góðum meðbyr.

XIII. HÁSKI VIÐ HORNAFJÖRÐ

Eitthvað um vika var liðin frá því að Baldur hafði lagt frá Hornafirði. Fáfni leiddist lífið þarna þó flestir væru viðkunnalegir. En honum langaði í meiri spennu, líkt og ævintýrin sem hann hafði lent í fyrir of mörgum dögum síðan. Nú gekk hann eftir ökrunum verkefnalaus. En eitthvað sá hann þarna við fjallsræturnar Það virtist vera manneskja, nokkrum kílómetrum burt frá Fáfni. Líklega villtur ferðamaður, hugsaði Fáfnir og rölti á móti honum. Veran færðist óvenju hratt yfir og eftir örfáar mínútur sá Fáfnir útlínur verunnar nokkur hundruð metrum á undan sér. Risavaxin manneskja og nálgaðist á ómennskum hraða. Einni hugsun sló niður í huga Fáfnis. Ragtanni! Fáfnir snerist á hæli og hljóp eins og fætur toguðu aftur heim að bænum.
,,Hjálp! HJÁLP!‘‘ öskraði hann og keyrði sig áfram. ,,RAGTANNIHJÁLP!!!‘‘ Sigurbjörn kom hlaupandi á móti Fáfni með Bessa á hælunum.
,,Hvað, hvað er… RAGTANNI!‘‘ öskraði Sigurbjörn en Ragtanna hafði tekist að hlaupa Fáfni uppi og var rétt fyrir aftan hann. Fáfnir henti sér niður og Ragtanni hljóp yfir hann og sneri sér við. Sigurbjörn æpti og lagði sverði sínu að Ragtanna sem greip um eggina og kippti sverðinu úr hendi Sigurbjarnar. Bessi hoppaði upp og beit í hendi Ragtanna. Ragtanni var ekki klæddur allri brynjunni sinni og Bessa tókst að rífa tönnunum í þykkt skinn hans. Ragtanni hristi hann til og frá en greip loks í hundinn og togaði hann af sér en Bessi reif með sér vænan bita af höndinni. Ragtanni fleygði hundinum burt og ætlaði að ná í Fáfni en hann hafði nýtt tækifærið til þess að flýja inn í bæinn. Ragtanni stökk á eftir honum og með miklu átaki braut hann niður vegginn. Fáfnir beygði sig niður og velti sér til þess að forðast fallandi bita úr bænum. Ragtanni teygði krumluna á eftir honum en Fáfnir náði rétt að fleygja sér burt. Fólk flýði úr bænum eins og fætur toguðu. Ragtanni stökk á eftir Fáfni og hefði tekist að ná í fótinn á Fáfni hefði Sigurbjörn ekki hoppað á Ragtanna og hangið á hálsi hans.
,,FLUGUR! BÖLVUÐU FLUGUR!!!‘‘ beljaði Ragtanni og fleygði Sigurbirni burt. Ragtanni hljóp á eftir Fáfni og tókst að grípa hann undir handlegginn. Bessi kom halupandi á eftir Ragtanna og beit í fótinn en Ragtanni sparkaði honum ýlfrandi burt.

Eftir nokkra klukkutíma var Arnór kominn að landi. Hann kom auga á hálfhruninn bæinn og dreif sig og hestinn úr bátnum. Hann reið að bænum og kom auga á Sigurbjörn liggja á grúfu rétt hjá og Bessa reyna að standa upp. Ásthildur gekk til hans, hún virtist ringluð og hrædd.
,,Hvað gerðist?‘‘ spurði Arnór.
,,Ég ætlaði að spyrja þig þess sama, en mér sýndist ég sjá einhvern risa hlaupa burt að jöklinum og Fáfnir er horf…‘‘ Arnór reið þegar í stað að jöklinum og sýndist sjá langt fram undan Ragtanna. Hann keyrði hælana í Þyt. Mér tekst líklega ekki að drepa Ragtanna án hjálpar Skugga, hugsaði Arnór, í þetta eina og síðasta skipti. Arnór tók fram grímuna, dró andan djúpt og setti hana á sig. Skuggi hafði aldrei riðið jafn hratt, þetta var fjórfaldur hraði venjulegs hests. Nú sá Skuggi Ragtanna fyrir framan sig, hann hafði numið staðar rétt við jökulinn á bökkum stórs lóns. Skuggi henti sér af baki og dró fram Silfursting.
,,Slepptu þessari saklausu sál, mættu mér frekar!‘‘ yrti Skuggi á Ragtanna þar sem hann hélt Fáfni sem var örmagnaður af þreytu.
,,Onei, þorskshaus, ég mun ekki mæta þér, þú munt mæta þér!‘‘ urraði Ragtanni á hann og hræðilegt bros lék um vígtenntan munn hans.
,,Hvað meinarð…?‘‘
,,Þú munt höggva af þér hausinn, ellegar lúsin mun lenda í vatninu!‘‘
,,Ég… ég mun aldrei… saklaus… þú ert skepna!‘‘ Ragtanni lyfti Fáfni yfir höfði sér.
,,Tíu,‘‘ taldi hann. Skuggi stóð kyrr, óviss um framhaldið. ,,Níu, átta, sjö…‘‘ Skuggi lyfti Silfursting og setti að hálsi sér. Hér kemur það. En allt í einu rak Ragtanni upp öskur. Skuggi leit upp. Fáfnir hafði stungið hann í handlegginn og Ragtanni missti hann í jörðina. Skuggi var ekkert að tvínóna við hlutina og henti sér á Ragtanna. Ragtanni tók sverðið sitt og varðist högginu. Skuggi gerði sig tilbúinn og stakk í gegnum brynju Ragtanna. Skuggi rykkti sverði sínu úr Ragtanna. Ragtanni greip í Skugga og dró hann með sér ofan í lónið. Ragtanni hélt í fót Skugga sem barðist um við að synda aftur upp á yfirborðið. Ragtanni gerði enga tilraun við að synda heldur reuyndi hann frekar að draga Skugga niður á botn. Ískalt vatnið hægði á hreyfingum Skugga sem var að örmagnast. Stjörnur blikuðu fyrir augum hans og Skuggi gafst loks upp. Skyndilega sá Skuggi glitta í hrossmakka og hann var dreginn upp á við. Hann dró andann djúpt og hafði aldrei verið eins feginn að fá að anda. Lamaður af kulda rann hann af björgunar skepnu sinni sem var enginn annar en Þytur sem hafði stungið sér á eftir eiganda sínum.
,,Faðir!‘‘ hrópaði Fáfnir og tók grímuna af Skugga. ,,E-en…‘‘
,,F-Fáfn-n-n-nir, þa-a-að e-er margt s-e-e-m þ-þarf a-að út-útskýra,‘‘ stamaði Arnór og leið út af.

Orrustunum var lokið. Egill hafði með stórum her mætt drekasveitinni á Íslandi og unnið stóran sigur. Vopnum og gulli drekasveitarinnar hafði verið gefið til fjölskyldna hinna föllnu víkinga sem bætur og búið var að endurbyggja bæinn á Hornafirði en Fáfnir var enn að syrgja föður sinn. Það var liðinn mánuður frá því að Skuggi hafði sigrað Ragtanna og fólk sat að borðum í nýbyggðum bænum í Hornafirði. Það var regn og stormur úti. Mikið var drukkið og etið en skyndilega var barið að dyrum. Arnór fór til að gá hver væri á ferð. Hann opnaði dyrnar og í ljós kom tötrum klæddur hermaður gegn blautur af regni.
,,Skugga,‘‘ sagði hann. ,,Skugga er þörf!‘‘

ENDIR
FRAMHALD Í NÆSTU BÓK
SKUGGAKVIÐA


sem mun líklega ekki koma til með að birtast hér á þessum vef þar sem enginn les þessar sögur nema aumingja Temeraire og likunandi.