Síðustu kaflarnir í bók sem ég skrifaði við tólf ára aldur.
Skjalið týndist en ég hef fundið það aftur, afsakið hvað þetta tafðist.

Áður komið inn á hugi.is

Skuggaskinna
Skuggaskinna Kafli I-II
Skuggaskinna Kafli III-V
Skuggaskinna Kafli VI-IX

Skuggaskræða
Skuggaskræða Kafli I-III
Skuggaskræða Kafli IV-VI

VII.
Leó Montoya


Sólin skein úti fyrir risastórt tjaldið. Mennirnir á El Mar Hospital höfðu ekki leyft honum að fara út fyrir. Sögðu að hann væri ekki nógu hraustur. Nú sat hann bara við eitt af matarborðunum og nartaði í brauð.
,,Fáfn-ir?’’ sagði rödd bak við hann. Fáfnir hrökk við og var næstum dottinn af bekknum. Fáfnir leit á þann sem hafði gert honum bilt við. Þarna var kominn Leó.
,,Leó?’’ spurði Fáfnir á móti. Leó kinkaði kolli. ,,Hvað ertu að gera hér?’’ Fáfnir talaði við hann á frönsku.
,,Frændi minn er leiðinlegur. Hann er illur,’’ svaraði Leó á frönsku.
,,Frændi… er það sá sem kom hérna í morgun og skammaði þig?’’ Leó kinkaði kolli.
,,Get ég treyst þér fyrir leyndarmáli?’’ spurði leó varfærnislega.
,,Já, nema það sé eitthvað sem kemur mér ekkert við,’’
,,Ég held að þú getir hjálpað mér,’’
,,Nú?’’
,,Ég hlustaði á sögur félaga þinna. Hlustaði á söguna um skipsferðina ykkar. Góð saga. Mér fannst sagan um Miðgarðsorm merkileg. En eitt annað fannst mér merkilegt. Skuggi. Hann getur hjálpað mér, hann var með á skipinu ykkar. Hann er á Spáni,’’ nú var Leó farinn að hvísla.
,,Skuggi? Nei, ekki ef það er ólöglegt,’’ sagði Fáfnir og hvíslaði líka.
,,Nei, nei, ekki ólöglegt. Bjarga pabba,’’
,,Er pabbi… er pabbi þinn í fangelsi?’’
,,Já, en ekki í Borgarfangelsinu. Frændi minn, Alfonsó, læsa hann í kjallara, hann neyðir pabba minn að gefa sér peninga eða ég verð…’’ Hann renndi vísifingri með fram hálsinum á sér.
,,Þetta er… hræðilegt! Þetta er kúgun! Ég verð að láta pabba vita!’’
,,Nei! Alls ekki! Ef frændi minn, Alfonsó, kemst að því að ég sagði frá… deyr pabbi, triste triste,’’
Ž
Þeir staðnæmdust fyrir utan risastórar útidyrnar. Við hliðina á þeim var gullplata sem höggvið var í nafnið : Hörundur Bófinnsson- Gull viðskipti og skartgripir. Valdi bankaði. Ung stúlka kom til dyra. Hún var í skrautlausum svörtum kjól og með hvíta svuntu.
,,Sí?’’ spurði hún. Arnór varð fyrstur til þess að svara.
,,Við viljum tala við Hörund Bófinnsson, ef hann er við,’’ Hann sagði þetta á frönsku. Stúlkan bennti þeim á að koma inn. Þeir voru staddir í ríkmannlegri setustofu, með flauelsófum og gullskreyttum borðum. Stúlkan vísaði þeim að gríðarmiklum stiga sem lá upp á við. Þeir gengu upp og komu inn á gang, og á endanum var opin hurð. Stúlkan vísaði þeim þangað inn. Inni í herberginu var allt mun glæsilegra en í setustofunni. Bókahillur fullar af bókum huldu veggina, en þar sem voru ekki bækur voru glerskápar með hinu dýrasta glingri. En í miðjunni var gríðarstórt skrifborð, stútfullt af ýmsum skartgripum, peningum og blaðastöflum.
En bak við skrifborðið var bakhár stóll, gull skreyttur og í honum sat maður. Hann var í gullbrydduðum fötum og með krullað yfirvaraskegg. Stúlkan sagði eitthvað við manninn sem var að pára eitthvað á blað. Hann svaraði lauslega á móti svo stúlkan fór. Eftir nokkrar sekúndur leit maðurinn upp og gretti sig.
,,Valdi þó! Hvernig dirfistu að láta sjá þig hérna eftir það sem þú gerðir mér!’’ Svo stóð hann upp og hljóp að Valda sem bar fyrir sig hendurnar, en varð þó ekki um sel því maðurinn faðmaði hann og sagði: ,,Gaman að sjá þig! Og Hrólfur, sömuleiðis!’’ Þeim var öllum brugðið við þessar skapsveiflur mannsins. Maðurinn gekk aftur í sætið sitt og spurði: ,,Hvað get ég gert fyrir ykkur?’’
,,Okkur vantar farkost heim, til Íslands,’’ sagði Valdi fyrir þá alla. Hinir kinkuðu bara lauslega kolli til samþykkis. Maðurinn laut höfði og hummaði. Eftir smá stund leit hann aftur upp.
,,Eins og þið hafið kannski getið ykkur til er ég skartgripasali. Þetta er stórt fyrirtæki, ég á kaupendur um allan heim. En viðskiptin hafa dofnað smátt og smátt. Og fyrir mánuði eða svo missti ég eitt af skipum mínum með miklum farmi og góðri áhöfn. Hafslagur hét það,’’ Hjartað í Baldri tók kipp. Hafslagur, var það ekki nafnið sem ritað var á spýtunni í kjafti ormsins. En Hörundur hélt áfram.
,,Engin af skipum mínum eiga leið sína um Ísland, en hinsvegar fer eitt þeirra árlega til Bretlands. Þaðan gætuð þið fengið far til Færeyja og svo til Íslands, þar að segja, ef þið raunverulega viljið fara á þann guðsvolaða blett,’’
,,Afsakið, herra Hörundur,’’ sagði Baldur. ,,En við eigum nánast enga peninga, og okkur þætti leiðinlegt að betla far,’’
,,Fussum svei, nei, ég og Valdi þekkjumst langt aftur og ég skulda honum ýmislegt,’’
,,Þakka þér, en nú þurfum við að fara,’’
,,Strax? Ég var að vonast til þess að þið segðuð mér alla sólarsöguna!’’
,,Já, Baldur,’’ sagði Valdi. ,,Leyfðu mér nú bara rétt svo að segja honum söguna í grófum dráttum,’’
,,Jæja þá, en svo förum við,’’
Ž
Í El Mar Hospital beið Fáfnir eftir heimkomu föður síns. Leó hafði farið fyrir stuttu svo Fáfnir hafði ekkert að gera. Nokkrir klukkutímar liðu og loksins bólaði eitthvað á föður hans og hinum. Þeir komu inn í tjaldið og Valdi kom sér á tal við Sigurbjörn. Hrólfur fór að brýna öxina sína. Fáfnir kallaði á Arnór og Baldur og bað þá að setjast hjá sér. Svo gerðu þeir og Fáfnir byrjaði að hvísla að þeim það sem Leó hafði sagt honum. Baldur hristi hausinn en Arnór sat hugsi.
,,Pabbi… getum við ekki…,’’ byrjaði Fáfnir en Baldur hristi hausinn.
,,Nei! Nei, það getum við ekki. Þetta er mál innfæddra og ríkistjórnin hér ætti að skipta sér af slíku,’’
,,En ef ríkistjórnin fer með puttana í þetta deyr Antonio!’’ Hálfæpti Fáfnir, en Baldur þaggaði niður í honum. Nokkrir starfsmenn EMH, eins og þeir voru byrjaðir að kalla staðinn, litu við.
,,Shhh… ef þú vilt það ekki skalt þú ekki hafa svona hátt um þetta,’’
,,Fyrirgefðu,’’ sagði Fáfnir og var aftur byrjaður að hvísla. ,,En kannski ef þú hittir Leó, þá kannski snýst ykkur hugur,’’
,,En hvað gætum við gert, ef að við ætluðum þá að gera eitthvað?’’
,,Skuggi,’’ sagði Arnór lauslega og reyndi að fela glottið þegar fát kom á Baldur bróður hans.
,,Shhh… nei!’’ Baldur var orðinn reiður á svip.
,,Pabbi, Leó ætlaði að koma aftur um sólsetur. Ég sagði að þá værir þú kominn aftur,’’ Baldur greip í hnakka drambið á Fáfni, svo hann kveinkaði sér. Þetta var í fyrsta skipti í mörg ár sem Baldur missti stjórn á sér.
,,Sagðirðu honum…!?’’ spurði Baldur og horfði stíft í augu sonar síns.
,,Nei, nei,’’ hvíslaði Fáfnir. Baldur sleppti honum.
,,Fyrirgefðu, bara, ég… get ekkert gert,’’ Svo gekk hann burt.
Ž
Við sólsetur kom Leó aftur eins og hann hafði lofað. Hann gekk beint til Fáfnis en Fáfnir benti honum á Baldur. Þeir gengu til hans.
,,Leó, þetta er faðir minn Baldur Grímsson Gráeyjarhöfðingi, faðir, þetta er Leó Montoya, sonur Antonio Montoya,’’ Þeir heilsuðust og Baldur bað um að fá að fara einn á tal með Leó. Leó samþykkti það og þeir gengu út fyrir. Fáfnir varð eftir. Eftir klukkutíma eða svo komu þeir aftur og Leó þurfti nauðsynlega að fara heim aftur áður en frændi hans kæmist að því að hann væri farinn.
,,Jæja?’’ spurði Fáfnir. ,,Komust þið að samkomulagi?’’ Baldur settist á dýnu þarna nálægt. Hann horfði upp í loftið og sagði svo: ,,Já. Við björgum Antonio Montoya eins fljótt og við getum,’’
Ž

VIII.
Klifur, óvinir, plön


Um morguninn vaknaði Fáfnir upp við að Hrólfur var að brýna öxina með miklum látum. Fáfnir stóð upp og klæddi sig í flýti.
,,Hvar e…’’
,,Hann fór til Cadis,’’ svaraði Hrólfur áður en Fáfnir náði að klára spurninguna.
,,Að gera hvað?’’
,,Spyrja fólk spjörunum út sagði hann mér, meira veit ég ekki,’’
Ž
Baldur var kominn til Cadis um hádegi. Þegar hann var kominn inn fyrir borgarmúrana fann hann sér felustað inni í húsasundi. Cids, heitir víst gatan, og Cids 1 er húsið sem ég er að leita að, hugsaði Baldur, hann hafði fengið þessar upplýsingar frá Leó. Baldur fór til næsta skransala sem hann fann og keypti þar kort af borginni. Baldur eyddi hádeginu í að endasendast eftir götum Cadis, hlaupa undan söluóðum kaupmönnum og spyrja til vegar. Hann komst að því að kortið var ekki mikil hjálp. Loks fann hann Cids og kom strax auga á Cids 1. Það var skrautlegt og hreint, Fjögurra hæða og falleg klifurplanta óx eftir húsinu. Baldur settist fyrir utan húsið fyrir framan, Cids 2, og fylgdist með því sem fram fór. Nokkrum sekúndum eftir að Baldur settist kom fínklæddur og feitlaginn herramaður í fylgd tveggja borgarvarða og barði að dyrum. Honum var strax hleypt inn. Nokkru eftir það kom annar maður, ekki síður klæddari og bankaði upp á. Eftir klukkutíma komu báðir mennirnir út, og Baldur sá að þeir héldu á troðfullum pokum sem glamraði í. Laun, eða mútur, hugsaði Baldur. Baldur beið og beið en það bólaði ekki á neinum gestum, en þá kom larfa klæddur maður og barði að dyrum. Honum var samstundis hent aftur á götuna. Baldur stóð upp og hljóp til hans.
,,Meiddirðu þig?’’ spurði Baldur og hjálpaði manninum á fætur.
,,Já, já, ég hef haft það verra,’’ tautaði betlarinn. ,,Takk fyrir ungi… ég meina herra minn,’’ Auðvitað skildi Baldur ekki orð af spænskunni en skildi á málrómnum hvað hann var að meina. Betlarinn gekk burt en Baldur varð eftir hugsi. Ég kæmist ekki inn nema klæddur í mín bestu. Og þá fæddist plan í huga Baldurs. Garnirnar í Baldri gauluðu. Jæja þá, ég kemst heldur ekki að miklu svona. Hann gekk niður eftir götunni og fann næstu krá. Hann pantaði sér kjötsneið og mjólkurglas, en Baldur drakk ekki mikinn mjöð. Eftir matinn hélt hann áfram planinu sínu. Baldur spurðist fyrir um klæðskerahús, og var bent á Ximinas. Eftir nokkurra mínútna göngu fann hann staðinn og gekk inn. Veggirnir voru huldir af fataskápum og fatahengjum, sem hvorttveggja var fullt af fötum. Við endann á herberginu var lágvaxin og þybbin kona með málband um hálsinn. Ximina.
,,Velkominn, senjor!’’ sagði hún hátíðlega.
,,Afsakið, skil ekki spænsku, viltu frekar tala frönsku kannski?’’ sagði Baldur kurteisislega.
,,Sí, sí, allt í lagi! Hvað má bjóða þér?’’
,,Þau fínustu sem þú átt!’’ sagði Baldur án þess að hika.
,,Ehemm… herra minn, það myndi kosta þig drjúgan skilding,’’
,,Skiptir ekki máli, kannski ég gæti gert eitthvað fyrir þig í staðinn?’’ Konan skimaði í kringum sig.
,,Tja…’’ byrjaði hún. ,,Reyndar er svolítið… það er maður sem… skuldar mér pening. 500 gull peseta! Ef þú gætir fært mér peningana sem hann skuldar mér, færðu flíkina þína þér að kostnaðarlausu… þar að segja… ef þú vilt…’’
,,Fínt! Tek þessu. Hvar er maðurinn?’’
,,Hann er kallaður Sancho, og býr í húsi við hliðina á La Noche kránni, vinstra megin við hana. Ætti ekki að fara framhjá þér. Svo ættirðu…’’ En Baldur var farinn.
Ž
Komið var kvöld og allir skipsbrotsmenn í El Mar Hospital voru sestir að snæðingi, en þá kom Baldur inn. Hann settist við hlið Hrólfs. Hann borðaði lítið og talaði ekkert þegar hinir reyndu að spyrja hann hvað hann hefði verið að gera. Eftir kvöldmatinn voru ljósin slökkt í EMH og dyrunum lokað, nú var svefntími. En þegar Baldur taldi að allir væru sofnaðir, fyrir utan næturverðina, skreiddist hann ofurhljótt í átt að farangri sínum og tók upp sverðið sitt og litla kistu. Hann seildist ofan í veskið sitt og tók upp lykil sem hann notaði til að opna kistuna. Inni í kistunni voru svört föt og gríma. Hann fór með bæði sverðið og kistuna aftur á dýnuna sína, og vonaði að enginn hefði séð atferli hans. Baldur skreiddist undir sængina og undir henni klæddi hann sig í fötin og girti sig sverðinu, án þess að gefa frá sér hið minnsta hljóð. Nú er það bara að komast út. Skuggi svipti sænginni af sér varlega og tók að skríða hægt og rólega í átt að útidyrunum. Hann átti örfáa metra eftir þegar hann rakst óvart í stafla af pottum frá eldhúsinu. Staflinn hrundi og gaf frá sér þennan ærandi hávaða, svo næturverðirnir stukku upp og kveiktu á kyndlum. Skuggi hljóp nú síðustu metrana í átt að dyrunum og hratt þeim upp og hljóp út í svarta nóttina.
Skuggi hljóp hljóðlega að hesthúsinu og pikkaði upp lásinn á hurðinni. Þegar inn í hesthúsið var komið hvíslaði hann:
,,Þytur,’’ Og hesturinn svaraði með hneggi, glaður að sjá húsbónda sinn á ný. Skuggi fann söðul sem passaði og lagði á hestinn í flýti. Þegar hesturinn var tilbúinn teymdi Skuggi Þyt út og settist á bak en þá komu verðirnir auga á hann svo Skuggi rak hælana í Þyt og hesturinn þeyttist af stað til Cadis.
Eftir hálftíma var hann kominn að borgarhliðinu. Tveir verðir blunduðu í stólum sem þeir sátu á. Skuggi læddist að þeim og tók lyklana ef einum þeirra og opnaði litla hurð sem var á stóra hliðinu. Hann teymdi Þyt varlega í gegn en Þytur náði rétt svo að smeygja sér innfyrir. Skuggi fór aftur á bak Þyt og þeysti eftir götunum. Það tók hann smá tíma að finna krána en svo blasti hún við honum. Stór, öll ljós kveikt og mikill hávaði barst frá henni. Vinstra megin, hugsaði Skuggi. Hann leit á húsið vinstra megin. Það var skítugt, lítið og að hruni komið. Hann fór af baki og skildi hestinn eftir lausan, hann myndi ekki hlaupa burt. Skuggi gekk að útidyrunum en sá þá að þær voru opnar í hálfa gátt, svo hann komst inn án vandræða. Þar inni var rúm, borð og nokkrir stólar auk eldhúss. Húsið var autt. Skuggi lagði þá saman tvo og tvo og fór inn á krána, sem var full af drukknum mönnum, annaðhvort að slást eða að drekka. Skuggi hljóp upp á næsta borð og hrópaði:
,,Sancho! Skuldatími!’’ Allir frusu, slagsmálin hættu og engin drakk. Allir horfðu á Skugga með undrun.
,,Ég endurtek: SANCHO!!!’’ Mennirnir litu allir á mann í horninu, sem sem virtist vera Sancho.
,,Hvað?’’ spurði hann yfirlætislega.
,,Þú heyrðir það, Ximina vill vá borgað!’’ Sancho sleikti varirnar.
,,Því miður ætla ég mér ekki að borga, en hvað ætlar þú svo sem að gera í því?’’ Skuggi dró Silfursting úr slíðrum, stökk niður af borðinu og gekk rólegum og öruggum skrefum til Sanchos. Sancho virtist ekki vitund brugðið en líkaði greinilega ekki þessi ógnun því samstundis hrópaði hann:
,,Á’ann!’’ Og allir kráargestir gripu til vopna og réðust á Skugga. Einn þeirra tók sverð og hjó til Skugga, en Skuggi vatt sér undan og gaf honum einn á kjaftinn. Þá kom einn aftan að Skugga með kylfu en Skuggi fór með sverðið ó móti meðan hann notaði vinstri hönd til þess að kyrkja annan. En þá réðst að honum dauðadrukkinn maður. Skuggi sleppti manninum sem hann var að kyrkja sem samstundis lyppaðist niður meðvitundarlaus, og notaði vinstri höndina til þess að taka þann drukkna hálstaki og halda honum meðan hann afgreiddi þann með kylfuna. En nú komu nokkrir í einu að honum, svo að Skuggi stökk á milli þeirra svo að þeir hlupu hver á annan. Þá brutust út slagsmál og margir gleymdu Skugga, en aðrir flúðu burt. Skuggi gekk að Sancho sem var að reyna að flýja, en Sancho staðnæmdist og tók upp sverðið sitt og reyndi að stinga Skugga en Skuggi greip í höndina hans og henti honum niður. Nú kraup Skuggi að honum og tók að kýla hann í andlitið. Þegar Skuggi var búinn að nefbrjóta hann dró hann Sancho út af kránni, henti honum upp við vegg og hélt honum.
,,Peningana,’’ sagði Skuggi ákveðið. Sancho var byrjaður að snökta. ,,Peningana!’’ endurtók Skuggi.
,,Hvað- hvaða pen…’’
,,Þú veist hvað ég er að tala um!’’ Skuggi lyfti handleggnum og bjóst til að kýla Sancho aftur.
,,Nei, nei ekki meira! Ég bið þig!’’ grenjaði Sancho gegnum blóðið sem rann úr nefinu á honum.
,,Nú þá vill ég fá peningana!’’
,,Þá, þá það. Í húsinu mínu… undir dýnunni…’’
,,Sæktu þá sjálfur!’’ hvæsti Skuggi. Hann sleppti Sancho sem hljóp inn í húsið. Skuggi ætlaði að elta hann en Sancho kom samstundis aftur með troðfullan poka af peningum.
,,Fimm-fimmhundruð p-p-p-peningar, úr gulli,’’ Skuggi hyrti ekki um að telja peningana heldur tók við pokanum og settist á bak Þyt.
,,Ánægjulegt að stunda viðskipti við þig!’’ sagði Skuggi niður til Sanchos sem kraup á götunni og hélt um nefið. Skuggi hélt af stað eftir götunni og staðnæmdist fyrir utan hús Ximinu. Þar sparkaði hann aðeins í dyrnar og Ximina kom til dyra og Skuggi kastaði til hennar pokanum og þeysti af stað til El Mar Hospital.
Ž
Þegar Skuggi var kominn aftur til El Mar Hospital fór hann beint í hesthúsið og skilaði reiðtygjunum og setti Þyt aftur í sína stíu. Svo gekk hann að El Mar Hospital og opnaði dyrnar varlega. Allt var aftur komið í ró og spekt, verðirnir voru meira að segja sofnaðir. Skuggi klæddi sig úr mútteringunni og aftur í gömlu fötin. Sverðið og skuggabúninginn setti hann aftur ofan í kistuna. Baldur var úrvinda eftir atburði næturinnar svo hann átti auðvelt með að festa aftur svefn.
Ž
,,Vaknaðu, vaknaðu Baldur,’’ Baldur settist upp í rúminu og gáði hver var að vekja hann. Það var Sigurbjörn. ,,Komdu, það er hádegismatur,’’ Sigurbjörn benti honum á matarborðið.
,,Hvaða tími er dags?’’ spurði Baldur og nuddaði úr sér stýrurnar.
,,Það er hádegi, þú hefur sofið í allan morgun og ég hélt að þú vildir fá þér að borða svo ég, fyrirgefðu,’’ Sigurbjörn var byrjaður að hvísla með eftirsjá í röddinni. Þó svo að hann hafi verið sonur stærsta og grimmasta víkings sem uppi hefur verið var hann afskaplega meinlaus.
,,Þetta er í lagi. Takk fyrir að vekja mig,’’ Þeir settust að borðinu.
,,Pabbi!’’ var hrópað og Fáfnir kom hlaupandi til Baldurs. ,,Pabbi! Fóturinn er kominn í lag! Svona næstum því!’’ Baldur brosti.
,,Gott. Það gæti flýtt aðeins fyrir frelsun Antonios,’’ Fáfnir varð eitt spurningarmerki í framan en Baldur brosti áfram. ,,Valdi, Arnór, Hrólfur! Þið komið með mér til Cadis. Fáfnir þú bíður hér! Fóturinn er ekki alveg gróinn og við ættum að leyfa honum að hvílast. Eyjólfur, Sigurbjörn. Þið komið líka,’’
,,Afhverju viltu svona fá okkur með?’’ spurði Eyjólfur.
,,Því þið þurfið að sjá hvað við erum að fást við með því að bjarga Antonio,’’
,,Allt í lagi, en varst þú búinn að heyra þetta með að einhver stalst út í gær?’’ Baldur glotti en reyndi að fela það.
,,Nei, reyndar ekki,’’
,,Ojú,’’ sagði Valdi. ,,Ég held að þú vitir nú sitthvað um það,’’ Baldur svaraði ekki. Þeir kláruðu að fá sér að borða og ætluðu að fara til Cadis en Fáfnir stöðvaði þá.
,,Faðir, mig langar til að hitta Leó aftur,’’
,,En þú mátt bara ekki koma með. Í kvöld kannski,’’ Fáfnir lét sér það nægja og sneri heldur fúll til baka. Valdi sneri sér að Baldri.
,,Æ, svona nú. Leyfðu krakkanum að skemmta sér,’’
,,Nei, en í kvöld,’’ Svo héldu sexmenningarnir af stað.
Ž
Þegar til Cadis var komið fór Baldur með þá beina leið til Ximinu, en sagði þeim að bíða fyrir utan.
,,Sí senjor!’’ sagði Ximina hátíðlega. ,,Takk fyrir að hjálpa mér. Ég er með fötin. En segðu mér, varst þetta þú á hestinum, varst þú undir grímunni?’’
,,Nei, það var vinur minn,’’ Baldur sýndi ekki nein svipbrigði.
,,Sí sí, hérna eru fötin senjor,’’
,,Þakka þér,’’ Baldur fór út úr búðinni og til félaga sinna.
,,Hva, hvað borgaðirðu fyrir þetta?’’ spurði Arnór hneykslaður þegar hann sá fötin. ,,Við eigum ekki það mikið af peningum,’’
,,Rólegur, ég gerði henni greiða og hún gaf mér þetta,’’ Arnór lét sér það nægja en var ekki alveg sáttur.
,,Jæja, en nú þarf ég að finna rakara… ahhh… þarna er einn,’’ Baldur hljóp yfir götuna og inn í hús með skilti með mynd af skærum. Hinir fylgdu á eftir og fylgdust með í búðargluggunum. Baldur settist í stól hjá rakaranum og sagði eitthvað við hann og rakarinn byrjaði að snyrta á honum skeggið fyrir framan spegilinn. Brátt kom Baldur aftur út, en í staðinn fyrir rytjulegt alskegg var hann kominn með fíngert yfirvaraskegg og hárið hafði aldrei litið betur út.
,,Þetta er hluti af dulargervinu,’’ útskýrði Baldur og hinir höfðu ekki hugmynd um hvað hann var að tala. ,,Komið, ég skal sýna ykkur,’’ Hann leiddi þá áfram og til Cids 1.
,,Vá. Þetta er mmm… stórt hús,’’ sagði Eyjólfur.
,,Já, og við þurfum kannski að brjótast inn í það,’’ sagði Baldur. Svo útskýrði hann planið. Hinir kinkuðu kolli en Arnór efaðist svolítið.
,,Jæja,’’ sagði Baldur og nuddaði saman höndunum. ,,Ég fer inn í þetta húsasund til þess að skipta um föt,’’ Hann gerði svo og kom brátt aftur, þá breyttur til muna.
,,Þetta fer þér bara vel, herra,’’ sagði Sigurbjörn, en það var ekkert að marka hann.
,,Takk fyrir, en núna fer ég yfir til Alfonsós, og grennslast svolítið fyrir um,’’ Baldur gekk virðulega yfir til Cids 1 og bankaði upp á. Þjónustustúlka kom til dyra, álíka klædd og sú hjá Hörundi, bara fölari og með bauga undir augunum, marblett á annarri kinninni.
,,Sí senjor?’’ spurði hún. Baldur mundi núna eftir svolitlu: hann var ekki búinn að ákveða hver hann væri, en hann spann sig áfram.
,,Ahhh… er þetta ekki Cids 1, ég er nefnilega að leita að hinum mikla Alfonsó Montoya, er hann við?’’
,,Sí, senjor…?’’
,,Charles, Charles Martel, frá Frakklandi. Ég átti að hitta hr. Montoya hér,’’
,,Komdu inn fyrir,’’ Hún leiddi hann gegnum forstofuna sem hefði getað sæmað hverjum keisara og inn í ekki síður ríkmannlegri stofu.
,,Bíddu hér, húsbóndi minn er vantviðlátinn en ég læt hann vita af komu þinni,’’
,,Þakka þér, ég get alveg beðið,’’ Stúlkan fór en Baldur stóð samstundis upp og fór að skoða sig um. Hann fór út úr stofunni og ætlaði upp á aðra hæð en heyrði þá að stúlkan kom aftur og dreif sig aftur í stólinn sinn.
,,Hr. Alfonsó kemur bráðum,’’
,,Gott, gott, en segðu mér, ég heyrði af þessum skelfilegum veikindum frænda Alfonsó… hvað heitir hann nú aftur?’’
,,Þú meinar Antonio. Okkur starfsfólkinu er bannað að tala um hann, en hann var betri húsbóndi en Alfonsó…’’ hún greip um munninn á sér og ætlaði að hlaupa út úr stofunni en Baldur greip í hana.
,,Shhh… ég segi ekki neinum. En segðu mér… átti Antonio ekki son,’’
,,Jú, Leó. Skemmtilegur strákur. Alfonsó lét læsa hann inni í herberginu sínu, hann er í útgöngubanni, ég hef sagt of mikið,’’ stúlkan leit niður og sótbölvaði sér í hljóði.
,,Leiðinlegt, en leiðinlegt. Má ég gerast það forvitinn að spyrja hvar herbergið hans er?’’
,,Séð framan frá húsinu þá er það lengst til vinstri, þar sem mest af vafningsviðnum er. En þú getur ekki hitt hann. Alfonsó bannar það,’’
,,Já… hann er nú í útgöngubanni. En veistu nokkuð hvort ég geti hitt Antonio, eftir fund okkar Alfonsós?’’
,,Nei, hann er svo veikur að bara Alfonsó og læknirinn mega sjá hann,’’
,,Hræðilegt. Að svona góður maður skildi veikjast af svona hræðilegum sjúkdómi…’’
,,Hver ert þú?’’ heyrðist kallað reiðilegri röddu. Í stofuna var kominn Alfonsó, ekki glaður að sjá. ,,Ég spurði, hver ert þú?’’ Hann horfði stíft á Baldur.
,,Ég er Charles Martel. Þú áttir fund við mig mannstu…’’
,,Ég átti engan fund með þér! Út með þig! NÚNA!’’
,,Allt í lagi, allt í lagi ég er að…’’
,,NÚNA!!!’’ Alfonsó var orðinn rauður í framan svo Baldur dreif sig út. Hurðinni var skellt á eftir honum. Hann hljóp yfir til hinna og sem hlupu til hans á móti og spurðu hvernig honum hafi gengið.
,,Tja… betur en ég þorði að vona en verr en mér hafði dottið í hug, en allavega veit ég að Leó veit meira um þetta,’’ Hann leit á húsið, og til herbergis Leós. Glugginn var lokaður og dregið var fyrir. Í kvöld.
Ž
,,Hvað!?’’ spurði Fáfnir. ,,Á ég að klifra upp einhverja klifurjurt til að komast inn til Leós? Ég er enn ekki orðinn alheill í fætinum!’’
,,Annað sagðirðu í morgun,’’ sagði Arnór og brosti lymskulega.
,,Já en… æi… þá það,’’
,,Þetta verður hættulegt,’’ sagði Baldur. ,,Það er ekki víst að jurtin haldi þér eða að þú komist óséður inn,’’
,,Ég geri það. Leó er vinur minn og ég ætla að bjarga honum og föður hans. Sama hvað það kostar,’’
,,Gott, við leggjum af stað núna. Sæktu rýtinginn þinn,’’ Baldur andvarpaði og leit á eftir Fáfni. Tólf vetra. Bara tólf vetra. Tólf vetra og ég sendi hann í hættuför.
,,Ég hef hann, jæja, ætlum við að leggja af stað?’’ sagði Fáfnir eftir svolitla stund og kom hlaupandi aftur með rýtinginn. Baldur leit í augun á honum og lagði hendur á herðar hans.
,,Leggjum af stað,’’
Ž
Þeir höfðu rétt náð inn fyrir borgarmúrana áður en hliðinu var lokað. Þeir hlupu áfram gengum myrkvaðar göturnar, en fyrr en varði voru þeir stöðvaðir af borgarverði.
,,Que estás hasíendó!? De Noche!’’ hrópaði vörðurinn til þeirra og otaði að þeim spjóti.
,,Ehhh…’’ sagði Baldur en Valdi varð fyrrir til:
,,Við erum ferðamenn og erum á leið á gistihúsið okkar. Við villtumst. Geturðu hjálpað okkur að finna La Noche Júlíusar?’’ Vörðurinn andvarpaði og sagði þeim að fara að endanum að þessari götu og til hægri og þar væri gistihúsið.
,,Takk fyrir,’’ sögðu þeir allir samtímis. Þeir fóru að La Noche Júlíusar og pöntuðu herbergi. En svo fóru þeir að Cids 1. Þeir leituðu skjóls fyrir utan Cids 2. Allir voru með hjartsláttinn á fullu.
,,Jæja, ertu tilbúinn?’’ spurði Baldur. Fáfnir kinkaði kolli. ,,Allt í lagi. Þú sérð gluggann þarna,’’ Baldur benti á gluggann á herbergi Leós.
,,Já, ég sé það,’’
,,Þú átt að klifra eftir vafningsjurtinni og upp í gluggasylluna, banka á gluggann og láta Leó hleypa þér inn. Náðirðu því?’’
,,Hef það,’’ svaraði Fáfnir með kökk í hálsinum. ,,Jæja. Nú fer ég,’’
,,Og mundu, þegar þú ert búinn að fá allar upplýsingar sem þú þarft frá Leó, klifrarðu aftur niður og hleypur beina leið á La Noche Júlíusar. Skilið?’’ Fáfnir hugsaði sig um. Ég er að fara í mína fyrstu hættuför.
,,Ég hef það,’’
,,Og ef þér verður illt í fætinum eða jurtin fer að slitna?’’
,,Fer beina leið aftur niður,’’
,,Gott, við munum bíða hérna í skuggunum og sjá hvort þú komist inn. Þegar þú ert kominn inn ertu einn á báti,’’
,,Já,’’ Fáfnir læddist yfir götuna og klifraði yfir tveggja metra hátt grindverkið. Nú var hann kominn inn á lóðina. Nú er að duga eða drepast, hugsaði hann. Fáfnir greip í sverustu grein plöntunnar og hóf klifrið. Hann fór hægt og silalega í fyrstu, hlífði sára fætinum eins mikið og hann gat, en þegar hann var kominn hærra fór hann á aðeins meira skrið. Hann var að verða kominn að glugganum þegar ein greinin slitnaði og hann rann metra niður, en náði að halda sér rétt svo. Hann heyrði félaga sína taka andköf hinum megin við götuna. Fáfnir lét þetta ekki stöðva sig heldur hélt áfram og náði rétt svo að grípa í gluggasylluna. Hann hélt sér þar með báðum höndum, en fór svo að teygja hina og náði loks að banka létt á glerið. Engin viðbrögð. Svo Fáfnir reyndi að banka svolítið fastar og þá opnaðist glugginn og andlit Leós kom í ljós.
,,Fáfnir! Que estás hasíendo?’’
,,Ehemm, Leó. Smá hjálp kannski!?’’
,,Sí, sí,’’ Leó rétti út hendurnar og tókst með erfiðis munum að draga Fáfni inn fyrir.
,,Ahh, takk fyrir. Ég hefði ekki geta hangið þarna sekúndunni lengur,’’
,,En hvað varstu að gera þarna?’’
,,Tja…’’ og Fáfnir hóf að útskýra áætlun föður síns. Leó fylgdist með af áhuga.
,,Ég þarf að vita hvar föður þínum er haldið föngnum,’’ sagði Fáfnir.
,,Í kjallaranum,’’ svaraði Leó. ,,Margir verðir. Allir illir og með vopn,’’
,,Allt í lagi, eru verðirnir þar allan sólarhringinn?’’
,,Nei, sumir á nóttunni sumir á daginn. Þið ætlið að bjarga föður mínum að degi til, ekki satt?’’
,,Jú,’’
,,Já, þá þyrfti ég að láta ykkur hafa lista yfir verðina. Suma þeirra þekki ég, af illri reynslu,’’ Svo hóf Leó að skrifa niður á blað. En rétt í þessu var bankað harkalega á dyrnar og einhver kallaði: ,,Leó! Leó!’’
,,Fljótur!’’ hvíslaði Leó að Fáfni. ,,Undir rúmið mitt!’’ Fáfnir var ekki seinn á sér heldur vippaði sér undir rúmið og ekki seinna vænna heldur var lykli snúið í skránni og dyrunum var hratt upp. Fáfnir sá ekki neitt en heyrði að þetta var Alfonsó, frændi Leós. Þeir rifust eitthvað á spænsku og Fáfnir heyrði að nokkrir löðrungar féllu. Hurðinni var lokað og skellt var í lás. Nokkrar mínútur liðu og þá gaf Leó merki um að Fáfnir mætti koma undan rúminu.
,,Fjúff. Þar skall hurð nærri hælum! Var þetta ekki frændi þinn, Alfonsó?’’ spurði Fáfnir.
,,Jú þetta var hann…’’svarði Leó sem nuddaði vinstri kinnina á sér. En þá gerðist það. Dyrunum var hrunið upp í annað sinn og í þeim stóð Alfonsó með fimm ruma fyrir aftan sig.
,,Haha! Ég vissi að þú værir með einhvern hérna! Takið þá!’’ Fáfnir snaraði fram rýtingnum sínum og reyndi að stinga mennina, en þeir voru og stórir og sterkir og hentu Fáfni strax niður.
,,Flýðu Leó!’’ öskraði Fáfnir af öllum mætti. Og Leó var ekki seinn á sér að stökkva út um gluggann og renna sér niður vafningsjurtina.
,,NÁIÐ HONUM! Á EFTIR HONUM! HANN MÁ EKKI SLEPPA!’’ öskraði Alfonsó, eldrauður í framan.
,,Það þýðir ekkert,’’ sagði einn mannanna. ,,Hann er kominn í hvarf,’’
,,AAAARRRRGGGG!!! HÁLFITAR! Læsið strákinn niðri í klefa ásamt bróður mínum,’’
Ž

VI.
Það verður að virka


eó hljóp eftir tunglskins böðuðum götunum og alla leið að La Noche Júlíusar. Þar hljóp hann inn á gistihúsið og spurðist fyrir um nokkra útlendinga sem höfðu pantað herbergi.
,,Svo þú ert Fáfnir, hmmm?’’ spurði afgreiðslu maðurinn, við það kominn að sofna. Leó hugsaði sig um.
,,Já, já ég er Fáfnir,’’
,,Nú, þá verð ég víst að fylgja þér til þeirra,’’ Maðurinn leiddi hann að herbergi og bankaði upp á. Maðurinn hafði rétt tekið hnefann af hurðinni þegar Baldur opnaði.
,,Fáfn… bíddu.. Le… komdu inn,’’ Leó gekk inn fyrir. Þar lágu Eyjólfur, Hrólfur og Sigurbjörn sofandi í sínum rúmum, en Valdi sat í sínu og bætti í göt á sokkunum sínum. Arnór sat við gluggann og starði á Leó.
,,Hvar er Fáfnir?’’ spurði Baldur. Leó horfði framan í gamla manninn, hann gat ekki afborið að segja honum frá fangelsun sonar hans, en safnaði upp kjarki og sagði Baldri og Valda alla sólarsöguna, og svolítið meira sem hann hafði komist að:
,,Alfonsó vill fá peningana frá föður mínum til þess að múta höfuðsmanni borgarvarðanna til þess að kónar Alfonsós geti valsað um borgina og stolið og þess háttar meðan verðirnir gera ekki neitt,’’
,,Þetta kemur heilt og saman við það sem þú hélst, ekki satt, Baldur,’’ sagði Valdi.
,,Jú,’’
,,En hvað eigum við að gera?’’
,,Við höldum okkur við planið,’’ sagði Baldur holum rómi. ,,Það verður að virka,’’
,,Já, en nú vill ég fá smá nætursvefn,’’ sagði Valdi og geispaði.
,,Rétt, við verðum að vera úthvíldir á morgun. Leó, þú færð rúmið hans Fáfnis,’’ Þeir lögðust til hvílu, en engum tókst að festa almennilegan svefn. Þegar birta tók af degi vöktu Valdi og Baldur hina og þeir skráðu sig út af gistihúsinu og borguðu fyrir sig.
,,Jæja,’’ sagði Leó. ,,Nú eru flestir næturverðirnir að fara út úr húsinu, og dagverðirnir að koma. Þeir koma allir frá höfninni svo þið getið stöðvað nokkra þeirra með því koma í veg fyrir þá á Díazargötu, hina tel ég vera á Rodrigos,’’
,,Rodrigos?’’ spurði Hrólfur.
,,Krá og gistihús, sumir þeirra búa þar,’’
,,Fínt, Valdi og Hrólfur trufla þá á Díazargötu, en Eyjólfur og Sigurbjörn fara á Rodrigos og valda uppþoti þar. Ég fer til Alfonsós og frelsa Fáfni og Antonio. Arnór, þú gerir það sem ég sagði þér að gera. Samþykkt?’’ Allir kinkuðu kolli nema Leó.
,,Hvað á ég að gera?’’ spurði hann.
,,Þú… þú sýnir Arnóri hvar höfuðstöðvar borgarvarðanna eru, svo hittumst við allir í verslun Hörundar,’’ Leó samþykkti það og hann og Arnór hlupu af stað.
,,Jæja, Valdi og Hrólfur, finnið Díazargötu. Eyjólfur og Sigurbjörn, þið farið og gerið eitthvað sem tefur þá á Rodrigos,’’ Valdi og Hrólfur hlupu niður götuna en Eyjólfur og Sigurbjörn upp. Ég er einn á báti núna, hugsaði Baldur. Hann hljóp inn í næsta húsasund og klæddi sig í Skuggabúninginn.
Ž
Valdi og Hrólfur þurftu einu sinni að spyrja til vegar og komust svo greiða leið að Díazargötu, settust í skuggana til að skýla sér fyrir brennandi hitanum á Spáni. Þeir biðu í um fimm mínútur og þá kom hópur manna askvaðandi upp götuna.
,,Þetta hljóta að vera þeir,’’ sagði Valdi og tók fram svipuna sína. Hrólfur tók einnig upp öxina sína og festi skjöldinn sinn tryggilega við handlegginn sinn. Þeir stóðu upp og gengu til móts við mennina.
,,Heilir og sælir, góðu herramenn, okkur langar til að…’’ sagði Valdi en forsprakki hópsins urraði á móti:
,,Komdu þér burtu héðan hálfviti,’’
,,Fussum svei. Nei svona talar fólk ekki. Þetta er hrein ókurt…’’
,,Burt með ykkur við erum að flýta okkur,’’
,,Já en…’’ Nú trylltist maðurinn og greip í hálsmálið á Valda og lyfti honum upp.
,,Sjáðu nú til, litli mann. Ég er á hraðferð og ég ætla ekki að láta svona písl eins og ykkur stöðva mig og mína menn!’’
,,Slepptu bróður mínum,’’ urraði Hrólfur byrrstur.
,,Nei heyrðu mig nú. Er dvergurinn byrjaður að skipa fyrir verk…’’ En hann komst ekki lengra því Hrólfur var búinn að reka hnefann í andlit hans svo maðurinn missti Valda og hrasaði aftur á bak. Valda virtist brugðið.
,,Ja… það var ekki svona sem ég ætlaði að tefja þá, en jú, skiptir ekki máli, þetta virkar jafnvel,’’ Svo smellti hann svipunni einu sinni, hinum mönnunum til viðvörunnar. Fólkið á götunni flúði burt eða inn í búðirnar. Engir verðir voru þarna. Forsprakki mannanna lá á götunni og hélt um blæðandi nefið.
,,DREPIÐ ÞÁ!!!’’ öskraði hann og stóð upp með bjúgsverð í hönd. Hann lagði að Hrólfi sem setti fyrir sig skjöldinn svo maðurinn hitti ekki. Valdi notaði svo svipuna til þess að afvopna hann. Hrólfur endaði leikinn með því að rota hann með skaftinu á öxinni sinni. Þá kom annar maður með öxi í hönd og annar með spjót. Hrólfur tók þann með öxina og réðst að honum, en sá með spjótið kastaði spjótinu í hann, greip Valdi það með svipunni. Valdi var nú bæði vopnaður svipu og spjóti og hélt þannig mönnunum í burtu frá sér. Hrólfur var þegar búinn rota líka þann með öxina og var með spjótkastarann í hálstaki.
,,Jújú,’’ sagði Valdi. ,,Þetta verður leikur einn,’’
Ž
Eyjólfur og Sigurbjörn voru komnir að Rodrigos og settust við eitt borðið. Þeir byrjuðu að svipast um eftir mönnunum. Jú, þarna var hópur manna, með vínið á fullu. Og vel vopnaðir, hugsaði Eyjólfur. Hann benti Sigurbirni á mennina.
,,Þetta eru örugglega þeir,’’ Sigurbjörn samsinnti því. Nú virtust mennirnir ætla að fara en Eyjólfur gekk í veg fyrir þá.
,,Nei sælir! Mig langar að bjóða ykkur upp á einn umgang, ég var nefnilega að gifta mig rétt áðan í fyrsta sinn!’’ sagði hann.
,,Ha? Jújú! Hvað segiði strákar? Einn umgang svo til Alfonsós, ha!?’’ Þeir voru greinilega það drukknir að þeim fannst ekkert skrýtið að Eyjólfur, sem var um sextugt, væri nýbúinn að gifta sig, og væri einn! Eyjólfur pantaði fyrir þá einn umgang, en tók eftir því að hann var peningalaus. Kannski ég fái smá lánað hjá fyllibyttunum. Hann læddist fyrir aftan einn af mönnunum og tók peningabudduna hans. Svo borgaði hann. En þegar mennirnir voru búnir vildu þeir endilega fá að fara, en Eyjólfur reyndi að halda þeim þarna.
,,Hvað mar? Maður giftir sig nú bara einu sinni! Einn í viðbót!’’ Þeir samþykktu það og Eyjólfur pantaði annan umgang. Svo fóru þeir að segja hvorum öðrum giftingasögur, því manngreyin voru öll orðin blindfull, fyrir utan Eyjólf því það þurfti mikið til fá hann fullan. Alltaf pantaði Eyjólfur meira og meira og var að verða búinn með peningana í veskinu.
,,Heyrðu, Eyjólfur, ég held að við getum farið núna,’’ sagði Sigurbjörn vandræðalegur.
,,Nú?’’
,,Já, þeir eru allir sofnaðir,’’
Ž
Arnór elti Leó að höfuðstöðvum borgarvarðanna.
,,Hérna er það,’’ sagði Leó og staðnæmdist fyrir utan stóran kastala uppi á hæð. ,,Hér förum við inn, það á að vera opið öllum,’’ Þeir gengu inn í kastalann. Allt var skreytt með gulli.
,,Við skulum finna skrifstofu höfuðsmannsins,’’ sagði Arnór. Þeir spurðu mann sem burðaðist um með stafla af blöðum og hann benti þeim á að fara upp á aðra hæð og niður ganginn til vinstri. Þeir gerðu það og fundu brátt hurð þar sem stóð eitthvað á spænsku. Leó þýddi þetta fyrir hann og sagði að þetta væri skrifstofa höfuðsmannsins. Arnór bankaði ekki einu sinni heldur ruddist inn. Þarna inni var feitlaginn maður bak við skrifborð og annar maður sat fyrir framan hann.
,,Hvað gengur hér á?’’ þrumaði sá feiti, sem Arnór gerði ráð fyrir að væri höfuðsmaðurinn.
,,Höfuðsmaður, þú tekur ei lengur við mútum frá Alfonsó!’’ Höfuðsmaðurinn varð sótrauður í framan.
,,Ehemm… liðsforingi, þú kemur bara aftur á morgun, er það ekki?’’ sagði höfuðsmaðurinn við þann sem sat fyrir framan sig. Maðurinn stóð upp og fór, en höfuðsmaðurinn stóð stjarfur.
,,Uhumm, hvað hafið þið til að sanna þessar fáránlegu ákærur?’’ sagði hann og svitnaði. Arnór varð reiður á svip.
,,Við vitum af viðskiptum þínum við Alfonsó Montoya, og að hann heldur Antonio Montoya í gíslingu,’’ Höfuðsmaðurinn svitnaði enn meira. Hann kyngdi.
,,Uhumm, ehemm… kannski komumst við að samkomulagi… þið fáið 100 gull peseta hvor, allt í lagi, þá man hvorugur ykkur þetta kannski, ha?’’
,,Við tökum ekki við mútum eins og þú! Spilling er ei meir!’’ hrópaði Leó.
,,Leó! Átt þú ekki að vera læstur inni í herberginu þínu?’’ hann hvíslaði síðustu orðin.
,,Aha! Svo þú veist allt um það!’’ kallaði Arnór hátíðlega.
,,Suss, ekki hafa hátt um þetta,’’
,,Jæja, en þá verður þú að lofa að gera eitt fyrir okkur því að við erum að frelsa Antonio einmitt núna!’’ Höfuðsmanninum virtist brugðið.
Ž
Skuggi hljóp gengum mannþröngar göturnar, en ákvað að stytta sér leið gegnum garða. Loks var hann kominn að bakgarðinum á Cids 1. Hann stökk léttilega yfir girðinguna eins og gasella og lenti hinum megin á fjórum fótum líkt og köttur. Hann leit aðeins inn um gluggann. Þar var einn vörður auk þjónustustúlkunnar sem Baldur hafði hitt og talað við. Skuggi dró fram Silfursting, dró andann djúpt og braut upp bakdyrnar. Skuggi stökk inn í húsið og beint á vörðinn og rotaði hann í einu höggi. Þjónustustúlkan hljóðaði upp yfir sig.
,,Þetta er í lagi,’’ sagði Skuggi. ,,Ég er hér til þess að bjarga Antonio og Fáfni,’’ Stúlkan missti bakkann sem hún hélt á og stóð stjörf.
,,Jæja, hvar er kjallarinn?’’ spurði Skuggi. Stúlkan áttaði sig og benti á ganginn.
,,Þú ferð niður ganginn og svo til hægri og þar eru tröppur,’’ sagði hún.
,,Þakka þér,’’ Skuggi hljóp niður ganginn og til hægri og fann tröppurnar. Hann læddist niður, hlustaði gaumgæfilega. Hann heyrði bara einhverja menn tala saman á spænsku. Verðirnir, hugsaði Skuggi. Hann gerði sig tilbúinn og stökk svo niður afganginn af stiganum, lenti á tveimur fótum með Silfursting í hægri hönd.
,,Færið mér fangana rólega og enginn meiðist!’’ þrumaði sá grímuklæddi. Mennirnir horfðu á hann og hlógu.
,,Hahaha! Hann heldur að hann geti sigrað okkur alla!’’ Skuggi leyfði þeim ekki að hlæja lengur heldur brá Silfursting og hjó hönd af einum þeirra. Þeir snarhættu flissinu og gripu til vopna og réðust að Skugga. Hann afvopnaði léttilega tvo op sparkaði þeim burt en veitti öðrum ljótan skurð á kvið, sparkaði í magann á hinum og kýldi þann sjötta. Einn vopnvanur maður reiddi sig til höggs og þegar Skuggi ætlaði að stinga í hann hjó maðurinn í öxl Skugga svo Skuggi særðist. Þeir bökkuðu báðir en ruku svo saman á ný, höggin dundu en Skugga tókst brátt að henda honum upp við næsta vegg, og gerði árás á þá sem eftir voru. Planið er að virka, enginn liðsauki kemur og flestir næturverðirnir þegar farnigr. Skuggi greip ölkönnu og slengdi í hausinn á einum óvina sinna, svo að hann datt niður nær dauða en lífi, en hina greip berserksgangur svo nokkrir hentu frá sér vopnunum og gripu stóla og hentu í Skugga. Skuggi vatt sér léttilega undan, greip líka suma og kastaði til baka. Þegar stólarnir voru búnir gat Skuggi ráðist óhindraður að óvopnuðum andstæðingunum og rotað þá einn í einu. Nú var hann búinn að sigra þrjátíu manns á fimm mínútum.
,,Hérna, Skuggi!’’ heyrði Skuggi hrópað. Það kom frá búri. Í búrinu voru tvær manneskjur, aðra þeirra þekkti Skuggi strax.
,,Fáfnir! Og þú hlýtur að vera Antonio,’’ sagði Skuggi og leit á hina manneskjuna, sem var grindhoruð, náhvít og með sítt svart skegg og sítt svart hár.
,,Sí,’’ svaraði Antonio. ,,Lyklana að þessu búri ber Alfonsó, þú verður að finna ha…’’
,,Hvað gengur hér á!?’’ öskraði einhver fyrir ofan og einhver kom niður stigann. Það var Alfonsó. Og Skuggi var ekki seinn að henda sér á hann og halda upp við vegg.
,,Hvar eru lyklarnir!?’’ hvæsti Skuggi og kýldi Alfonsó í magann og í fésið. Alfonsó rétti að honum lykla. Skuggi henti honum niður.
,,Opnaðu búrið, padda,’’ urraði Skuggi. Alfonsó ætlaði fyrst að hlýða en öskraði svo:
,,VERÐIR!!!’’ Skuggi hjólaði í hann.
,,Verðirnir þínir geta ekki hjálpað þér!’’ Og þá sá Alfonsó hvað Skuggi hafði gert og þorði ekki annað en að hlýða og opnaði búrið. Fangarnir hlupu út og það fyrsta sem Antonio gerði þegar hann komst út var að skyrpa vænni slummu framan í Alfonsó.
,,Komum okkur héðan,’’ sagði Skuggi.
,,Nei, við bindum Alfonsó og menn hans, og köllum á höfuðsmanninn,’’ sagði Antonio.
,,Það gæti virkað, en svo virðist sem peningarnir sem þú greiddir Alfonsó hafi farið í laun varða hans og í mútur til höfuðsmanns, þó svo mínir menn séu að vinna í þessu núna’’
,,Hmm, leiðinlegt, en hvar er Leó? Mig langar til þess að sjá son minn!’’
,,Hann er með bróður mínum hjá höfuðsmanninum,’’
,,Gott, gott, gott, jæja, ég ætla í bað. Þið getið fengið ykkur eitthvað í svanginn hjá eldabuskunni,’’ Skuggi og Fáfnir eltu Antonio upp á fyrstu hæð. Þegar eldabuskan sá Antonio byrjaði hún að ræða við hann á spænsku. Hún var greinilega mjög glöð að sjá hann aftur. Antonio sagði eitthvað við hana og benti á Skugga og Fáfni. Antonio sagði þeim að setjast inni í stofunni og að eldabuskan kæmi með mat. Sjálfur fór hann upp á aðra hæð.
,,Fáfnir, fá þú þér í svanginn en ég ætla að binda þá sem liggja niðri í kjallara,’’
Ž
Á Díazargötu voru Valdi og Hrólfur í vandræðum því að rumarnir voru búnir að umkringja þá og Valdi hafði misst svipuna og beitti langhnífnum sínum. Nú stóðu bræðurnir bak í bak og snerust í hringi. Mennirnir voru æfareiðir og ætluðu sér augljóslega að drepa þá.
,,Jæja, Valdi, ég vill bara segja þér að það var gaman að kynnast þér,’’ sagði Hrólfur.
,,Já já, sömuleiðis, en við höfum séð’ann svartari,’’
,,Jámm, eins og í Danmörk þegar…’’ En Hrólfur var truflaður í miðri ræðu við að ráðist var á hann með sverði en Valdi hjó af árásarmanninum höndina.
,,Já, ertu að meina þegar við, gggnhh,’’ Valdi hafði fengið lítinn kasthníf í fótinn og þá réðst Hrólfur inn á andstæðingana af mikilli reiði svo að þeir hörfuðu. Hrólfur stökk til baka. Honum hafði tekist að fella nokkra. Valdi ætlaði að segja eitthvað en hætti við þegar heil sveit borgarvarða ruddist niður götuna og umkringdi hópinn. Maður á hesti reið gegnum þvöguna og hrópaði eitthvað á spænsku. Mennirnir slepptu vopnunum og lögðu hendur á höfuð.
,,Heyrðu Valdi, eigum við líka að gefast upp?’’ spurði Hrólfur heimskulega.
,,Nei, ég held að við séum á góðu róli,’’ svaraði Valdi og leit á Arnór og Leó sem komu hlaupandi til þeirra.
,,Þessu er lokið,’’ sagði Arnór. ,,Við erum búnir að fara til Antonios og sækja alla þar, líka Alfonsó, og ég held að Eyjólfur og Sigurbjörn séu hjá Hörundi. Við þurfum ekkert meira að gera,’’
,,Gott, ég er úrvinda,’’ sagði Hrólfur. ,,En samt var þetta gaman,’’
Ž

Eftirmáli:
Það heldur áfram


Þeir gistu síðustu nóttina sína á El Mar Hospital, sóttu föggur sínar og héldu aftur til Cadis, en skildu ofstopaáhöfn sína eftir í El Mar Hospital; þeim var nær. Samt höfðu Baldur og Valdi valið þrjá úr áhöfninni til þess að koma með: Karl, Jakob og Villa. Þennan dag áttu þeir að fara með skipi Hörundar til Bretlands og fá far þaðan til Færeyja og þaðan til Íslands. Antonio Montoya kallaði þá á sinn fund og verðlaunaði hvern og einn þeirra: Antonio hafði látið laga svipu Valda, auk þess sem Valdi fékk nýjan og betri langhníf, Hrólfur fékk nýjan og sterkari skjöld, Arnór fékk gull og gismteinaskreyttan hjálm, Eyjólfur tunnu af miði, Sigurbjörn fallega skikkju, Fáfnir fékk mjög verðmæta gjöf, sjónauka eins og það var kallað og Baldur fékk nýtt slíður utan um sverðið sitt. Þeir þökkuðu fyrir sig með virrtum en Antonio afþakkaði allt slíkt.
,,Ég ætti að þakka ykkur og það geri ég, með þessum gjöfum, en ég fæ ykkur samt aldrei fullþakkað’’ Sagði hann og brosti. Þeir kvöddust og félagarnir héldu til skips. Á höfninni mættu þeir Hörundi, sem sagði að þeir mættu stíga um borð. Þeir gerðu svo. Þegar um borð var komið stirðnaði Valdi allt í einu upp, eins og hann hefði séð miðgarðsorminn aftur, og byrjaði að fitla við smaragðshringinn sinn, sem Baldri fannst nokkuð skrýtið því vanalega fitlaði hann við svipuna þegar hann var órólegur.
,,Er eitthvað að, Valdi?’’ spurði Baldur.
,,Ha? Nei, nei nei… alls ekkert, alls ekkert,’’
Ž
ENDIR

FRAMHALD Í NÆSTU BÓK:
SKUGGASKRUDDA