Vinkonu minni hefur langað til að vera rithöfundur frá því að hún var 6 ára og hún var að klára að skrifa fyrstu alvöru bókina sína. Hún er samt með svo miklar efasemdir um að gefa hana út því hún er ekki viss um hvað fólki eigi eftir að finnast um hana. Ég og fleiri vinkonur okkar erum búnar að lesa hana og finnst hún mjög góð, en hún trúir okkur ekki og seigir að við séum bara að seigja það vegna þess að við séum vinkonur hennar. Þess vegna ættla ég að setja fyrstu 5.kaflana hérna inná til þess að fá að vita hvað ykkur finnst um hana. Þetta er unglingabók en hún er ekki eins og hún lítur út fyrir að vera og það á eftir að gerast svo mikið í henni sem þér gæti ekki dottið í hug en þetta eru fyrstu 5 kaflarnir. Hún er góð miða við að vínkona mín er ný orðin 16 ára , eða það finnst mér. Endilega lesið og kommentið.
Takk :)
+ þetta er stelpusaga




1.Kafli


Ég , Elísa , Alex og Tómas stóðum fyrir framan skólann. Við heyrðum að jólaballið var nú þegar byrjað.

‘‘Seinsta Árshátíðarballið okkar,‘‘ sagði Tómas og leit á okkur.
‘‘Ég man þegar við vorum í 5.bekk og öfunduðum alltaf 10. bekkingana að vera elstir,‘‘ sagði Elísa og tók um handlegginn á mér.

Við gengum inn í skólann. Það voru örugglega allir mættir nema við. Við Elísa vorum ekki vanar að mæta snemma. Ég sá marga líta á okkur þegar við gengum inn í skólann. Ég og Elísa hurfum inn í stelpnahópinn en strákarnir hurfu inn í strákahópinn. Vínkonur okkar gátu ekki talað um neitt annað en 10.bekkjarferðina sem átti að vera í enda næsta mánuðar. Ég sagði varla neitt enda föst í mínum eigin heimi.

‘‘Svona Tanja skemmtu þér,‘‘ þetta er seinasta árshátíðarballið okkar í grunnskóla,‘‘.

Tilhugsunin um að fara úr grunnskóla og byrja í frammhaldsskóla hryllti mig og gladdi mig í senn. Ég vildi ekki fullorðnast og þurfa að bera ábyrgð á öllu. Elísa tók í handlegginn á mér og dró mig út á dansgólfið. Hún brosti til mín með þessum fullkomnu tönnum sínum. Elísa hefur verið besta vinkona mín frá því að ég man eftir mér. Foreldrar okkar voru líka og eru enþá bestu vinir í dag. Alex og Elísa eru systkini en eru samt ekki tvíburar. Alex fæddist 13.janúar en svo varð mamma þeirra , Ólöf ólétt aftur og eignaðist Elísu í nóvember. Svo er Tómas besti vinur Alexar en þau Elísa hafa alltaf verið hrifin af hvort öðru. Þau bara fatta það ekki sjálf.

‘‘Svo hverjir haldiði að vinni kórónurnar í kvöld?,‘‘ sagði Berglind og leit í áttina þar sem kórónurnar voru á standi sem var á sviðinu.

‘‘Það er augljóst,‘‘ sagði Helena og leit á Berglindi.

‘‘Auðvitað Alex sögðu stelpurnar,‘‘.

‘‘Tómas gæti líka unnið kórónuna,‘‘ sagði Elísa og ranghvolfdi augunum enda orðin leið á áhuga stelpna á bróðir sínum.
‘‘ Tómas er sætur og með draumalíkama en Alex er flottari,‘‘ sögðu stelpurnar dreymnar.

‘‘ Afsakið þetta er bróðir minn,‘‘ sagði Elísa og ranghvolfdi augunum. Elísa og Alex voru ekkert smá lík. Elísa var lágvaxin , 1.55 cm á hæð en Alex var hávaxin , 1.89 cm. Þau voru bæði með brún augu og með lík áhugamál. Elísa var með svart hár en Alex með brúnt hár og andlitsmótunin var eigilega eins. Þau voru bæði tönuð algjörir trukkar í fótbolta. Mesti munurinn var að Elísa var 1.55 cm á hæð en Alex var 1.89. Alex var draumaprins allra stelpna í útliti. Hann var tanaður , massaður , með dáleiðandi augu og óeðlilega fullkomin í andlitinu , Elísa var draumadís allra stráka. Hún var falleg , með stór brjóst , í góðu formi og með frábæran persónuleika. Hún var bara frekar lágvaxin.

‘‘Og ég held að Tanja fái kórónuna,‘‘ sagði Elísa og gaf mér olnbogaskot.

‘‘Nei,‘‘ sagði ég og fór að hlægja af Elísu.

‘‘ Tanja þú vannst í fyrra svo ég efast um að þú vinnir ekki,‘‘.

‘‘ Elísa þú getur unnið líka,‘‘.

‘‘Já á ég þá að fara að vanga við bróðir minn?,‘‘.

‘‘Ég held að fólk sé ekki það vangefið,‘‘

Ég fór að hlægja af tilhugsuninni.
‘‘Bíddu sagðiru ekki að Tómas gæti líka unnið ?‚‘‘

Hún gaf mér olnbogaskot og ég leit upp á sviðið. Við dönsuðum við tónlistina þangað til við heyrðum Guðrúnu skólastjóra koma upp á svið.

‘‘ Jæja þá er komið að því að kynna hverjir vinna kórónunar,‘‘
heyrðum við Guðrúnu seigja uppi á sviði með sína skræku röddu og ljósa barbie hárið. Allir þögnuðu og allra augu beindust að Guðrúnu.

- Kongurinn er.. það kom trumbusláttur. – Alexander Máni Sævarsson. Það klöppuðu allir og Alex gekk upp á sviðið þriðja árið í röð. Auðvitað vann Alex hugsaði ég og ranghvolfdi augunum. Smápíkurnar alveg að deyja til að geta unnið kórónuna til að geta vangað við Alex.
– Þá er komið að því að kynna drottninguna. Drottningin er.. það kom trumbusláttur.

- Tanja Lind Bjarkadóttir. Ég frosnaði. Ó, nei ég hafði engan áhuga á að ganga upp á sviðið.

‘‘Svona Tanja farðu upp,‘‘ sagði Elísa og ýtti mér af stað.

Ég gaf henni eitrað augnaráð og gekk upp tröppurnar að sviðinu. Alex leit á mig og ég gekk að Guðrúnu sem setti silfurlitaða kórónun á mig. Eins og þú ekki veist þá vorum við Alex saman allan 9 bekk en hættum saman í byrjun 10.bekkjar. Ég hef ekki hugmynd um afhverju við hættum saman en kannski fann hann sér einhverja betri , allavega gaf hann mér aldrei ástæðu afhverju við höfðum hætt saman. Ég er samt enþá jafn hrifin af honum og það eru fjórir mánuðir búnir að líða.

‘‘Til hamingju,‘‘ sagði hún og kyssti okkur Alex á kinnarnar. Allir klöppuðu meðan við Alex þökkuðum fyrir okkur og gengum niður í salinn. Alltaf þegar það var búið að seta kórónurnar á okkur áttum við að dansa einn dans við rólegt lag. Hann tók utan um mig og ég var farin að andaði ótt og títt. Lagið var sett á og við dönsuðum í takt við lagið. Þegar lagið hafði endað sleppti Alex mér og horfði í smá stund framan í mig. Ég losaði mig frá augnaráðinu og gekk til Elísu og stelpnanna.

‘‘ Sko ég sagði að þú ynnir kórónuna,‘‘ sagði Elísa og glotti framan í mig.

Ég ranghvolfdi augunum og hristi höfuðið. Hún var ótrúleg. Við heyrðum útidyrnar á skóladyrunum inn í skólann lokast harkalega. Var ekki frekar seint að mæta núna? hugsaði ég. Það kom ekkert hljóð. Þetta hafði örugglega bara verið vindurinn. Enginn skipti sér að þessu og tónlistin fór aftur í gang. Allt í einu sá ég menn umkringja tröppurnar niður í salinn.

2.Kafli

Þeir voru allir klæddir í svört jakkaföt eins og í bíómyndum. Það töluðu allir í kappi við hvorn annan og ég týndi Elísu og stelpunum. Ég sá mann ganga frammhjá mönnunum. Hann var sá eini sem var ekki í svörtum jakkafötum. Hann var greinilega ‘yfirmaðurinn‘ af þeim. Ég sá að diskóljósið lýsti á áberandi gullkeðju sem hann var með um hálsinn. Hann horfði yfir salinn og augun staðnæmdust á mér. Hann virtist vera að virða mig fyrir sér. Okey afhverju gat hann ekki farið að stara á einhvern annan núna. Hann horfði lengi á mig og mér fannst eins og ég væri nelgd við gólfið. Það bætti heldur ekki úr skák að augun voru stingandi og grá. Ég sá hann líta einu sinni en á mig og hvíslaði svo einhverju að hinum mönnunum. Sem betur fer gengu aðrir í veg fyrir mig svo ég hvarf inn í þvöguna. Ég bakkaði aðeins. Hvað var að gerast ? Við heyrðum allt í einu manninn öskra.

‘‘Þögn,‘‘ á ensku.

Ég heyrði að hann var með amerískan hreim. Allir þögnuðu og ég sá að Guðrúnu skólastjóri ganga að manninum. Ég hélt fyrst að mennirnir ætluðu að ráðast á hana en þeir leyfðu henni að ganga að manninum.

‘‘ Get ég aðstoðað þig?,‘‘ spurði hún og ég sá að varirnar voru herptar saman. Örugglega útaf öllu bótoxinu sem hún var með. ‘‘Ég er að leita af ákveðnum nemanda hjá þér,‘‘ sagði hann og leit á Guðrúnu.

‘‘Nemanda?,‘‘.

‘‘Já , ég er að leita af Alexanderi Mána , öðru nafni Alex eins og þið kallið hann,‘‘

Alexi ‚ afhverju í andskotanum var hann að leita af Alexi?

‘‘Og hvað viltu honum?,‘‘ spurði Guðrún.

‘‘Það er á milli mín og hans,‘‘
Guðrún hikaði eins og hún vissi ekki hvað hún átti að seigja. ‘‘Því miður veit ég ekki um hann,‘‘.

Maðurinn dró upp byssu og miðaði henni á ennið á Guðrúnu og hló kaldhæðnislega. Ég fékk hroll.

‘‘Ekki viltu að ég skjóti einhvern af nemendum þínum,‘‘ sagði hann og glotti.
Hann skaut út í salinn þegar hún sagði ekkert. Allir öskruðu og beygðu sig. Ég leit fyrir aftan mig og sá að byssukúlan hafði borast inn í vegginn í enda salarins og það sást hola myndast. Ég fann allt i einu gripið fast um handlegginn á mér og togað fast í mig. Ég reyndi að losa mig en takið var of þétt. Manneskjan snéri mér harkalega að sér. Ég horfði framan í Alex. Ég var fegin að þetta var hann heldur en einhver annar. Hann lagði fingurinn að munninum og dró mig að veggnum sem var að opi út úr salnum. Ég vissi að enginn sæi okkur.

‘‘ Farðu úr hælunum,‘‘ hvíslaði hann og ég klæddi mig úr skónnum án þess að sleppa takinu af Alexi. Við vorum alveg að vera komin þar sem veggurinn endaði. Hjartað var komið á fullt og mér var farið að svima.

‘‘ Tilbúin?,‘‘ sagði hann og ég leit hissa á hann.
Tilbúin til hvers ? áður en ég vissi af hafði Alex togað í handlegginn á mér og sprett frá veggnum. Ég gat ekki annað en hlaupið með honum. Ég þorði ekki að líta fyrir aftan mig. Við hlupum upp gangana. Það var einum of mikið hljóð. Allt í einu birtist maður fyrir framan okkur í svörtum jakkafötum. Alex ýtti honum harkalega til hliðar svo hann rotaðist þegar hann klessti á vegginn. Ég leit fyrir aftan mig á gaurinn sem var meðvitundarlaus. Hvað var í gangi ? það birtust 2 aðrir menn og Alex sleppti hendinni á mér.

‘‘Tanja hlauptu að stiganum sem er frá neðri hæðinni að bókasafninum,‘‘ sagði hann og ýtti mér af stað.

Mér langaði hreinlega að grenja en hljóp af stað eins og hann hafði sagt mér að gera. Það birtist allt í einu maður fyrir framan mig. Ég reyndi að hlaupa frammhjá honum en hann virtist ekkert vera að fara að hleypa mér frammhjá. Ég hrasaði og reisti mig snöggt upp. Maðurinn gekk í áttina að mér. Ég náði að sparka í hann og ætlaði að hlaupa í burtu en maðurinn greip í kjólinn minn og togaði í mig. Ég öskraði og tók skóinn minn og ýtti háum mjóum pinnhælnum eins fast og ég gat framan í gaurinn. Gaurinn öskraði og hneig niður á hnén. Ég hljóp eins og ég ætti lífið að leysa. Ég hélt að hjartað ætlaði út úr brjóstinu á mér. Ég lokaði dyrunum á eftir mér og stoppaði hjá stiganum. Það var alveg dimmt. Ég andaði ótt og títt. Mér langaði helst að fara að grenja þarna á staðnum. Hvað var að gerast ? þetta var örugglega draumur. Það var þögn lengi og ég heyrði hurðina uppi opnast. Hvað átti ég að gera ef þetta var einhver af þessu gaurum? Ég þrýsti mér upp að veggnum og lyfti hælnum ákveðin að berja honum í manneskjuna. Mér fannst eins og manneskjan væri í marga klukkutíma að drulla sér niður stigann. Loksins þegar hún birtist þá ýtti ég hælnum eins fast og ég gat í gaurinn. Skórinn flaug á næstu sek úr hendinni á mér og harður líkami þrýsti mér upp að veggnum. Ég var fegin þegar ég fann rakspírann af Alexi.

‘‘ Alex?,‘‘

‘‘Ertu klikkuð! ég fékk hælinn í kinnina á mér,‘‘ sagði hann pirraður.

‘‘Sorry ég hélt þú værir einn af þessum.. gaurum,‘‘.

‘‘Komdu,‘‘ sagði hann og ýtti einhverstaðar á vegginn. Það kom númerastimpill og hann stimplaði eitthvað númer inn. Dyr opnuðust á veggnum og Alex opnaði þær. Ég starði á hann og hurðina til skiptis. ‘‘Ætlaru að standa þarna eða koma með mér?,‘‘

3.Kafli

Ég og Alex löbbuðum út um dyrnar og ég sá að við vorum á skólalóðinni. Ég lyfti brún.

‘‘Alex það eru til aðrar dyr. Bakdyrnar eru við hliðin á þessum,‘‘ sagði ég og benti.

‘‘Já,já það sér enginn okkur svona,‘‘ sagði hann.

‘‘Við þurfum að drífa okkur heim til þín,‘‘ sagði hann og greip um handlegginn á mér.

‘‘Mín ? sagði ég ringluð. Alex.. hvað er í gangi?,‘‘

hann virtist ekki ætla að svara heldur hljóp bara áfram með mig í eftirdragi. Það var ísskalt enda komin desember og ekki skánaði það að ég var á háum hælum og það var snjór. Við þangað til við stoppuðum fyrir framan húsið mitt. Ég opnaði dyrnar og kastaði mæðinni. Alex virtist ekki vera neitt þreyttur.

‘‘Afhverju erum við hérna?,‘‘ sagði ég. Alex svaraði ekki heldur hljóp strax upp í herbergið mitt.

‘‘Pakkaðu því sem þú getur í töskur,‘‘ sagði hann og ég sá hann lyfta upp lausri spýtu á gólfinu hjá rúminu mínu. Þetta útskýrir afhverju hún er laus. Alex tók upp kretid kort og sím og ég lyfti brún.

‘‘ Tanja drífðu þig , við höfum ekki allt kvöldið,‘‘.
Ég þoldi ekki þegar hann skipaði mér fyrir og ég hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi.

‘‘Alex ég geri ekki neitt fyrr en þú segir mér hvað er í gangi,‘‘.

‘‘ Tanja við höfum ekki tíma núna , ætlaru að lifa af eða ætlaru að vera eftir?,‘‘ ég starði á hann og gaf honum eitrað augnaráð.
Ég setti það sem ég hélt að ég þyrfti í tösku og við fórum svo niður í eldhús. Þar voru bakdyr sem við kæmumst út um. Alex opnaði eins hljóðlega og hann gat en það fór ekki frammhjá neinum þetta háa ískur sem fór í taugarnar á mér. Meðan ég gat fékk ég mér vatn úr krananum. Þegar ég var búin að skrúfa fyrir kranann heyrði ég útidyrnar opnast. Ég heyrði einhvern blóta og eitthvað detta. Skógrindin örugglega. Ég heyrði mennina hvísla eitthvað á ensku og ég fékk hroll.

‘‘Komdu,‘‘ hvíslaði Alex og opnaði dyrnar hljóðlega fyrir mig. Sem betur fer hafði hann opnað þær svo ískrið heyrðist áður en þeir komu. Við löbbuðum upp brekkuna sem var frá húsinu mínu og fórum inn í bæinn. Við gengum í gegnum hverja götu á fætur annari og mér var orðið svo kalt að ég hélt að ég myndi frjósa. Alex virtist lesa hugsanir mínar og rétti mér jakkann sinn. Mér hitnaði töluvert en mér var samt enþá ískalt. Við vorum alveg að vera komin heim til hans.

‘‘Ætli að það sé allt í einu með fólkið í skólanum?,‘‘ spurði ég áhyggjufull.

‘‘Mennirnir eru löngu farnir úr skólanum,‘‘ sagði hann og leit í áttina að húsinu sínu.
Það var enginn nálægt því og Alex tók í handlegginn á mér og hljóp með mér að bílskúrnum. Hann opnaði bílskúrinn með lítilli fjarstýringu sem hann var með í buxnavasanum. Hann lokaði á eftir okkur þegar við vorum komin inn.

‘‘Alex hvað ertu að gera ?,‘‘ sagði ég og krosslagði handleggina.

‘‘Nú fara héðan,‘‘ sagði Alex og horfði á mig.
‘‘Nú , farðu þá einn sagði ég. Alex leit á mig og það var hljóð í smá stund en svo fór Alex að hlægja.

‘‘Tanja vertu ekki svona barnaleg. Þú veist að þú kæmist ekki lifandi héðan,‘‘ sagði hann og setti mótorhjólahjálmin á sig.

Ég vissi ekki einu sinni hvað var í gangi svo ég hafði ekki hugmynd um neitt. Gullitaða , rauða og svarta mótorhjólið hans stóð út í horninu. Mér finnst Alex og Elísa of ofdekruð. Við heyrðum allt í einu hljóð fyrir utan bílskúrinn. Alex lagði fingurinn á vörina og við heyrðum einhvern blóta eftir nokkra mínútna hljóð.

‘‘Tanja hoppaðu upp á,‘‘ sagði Alex og rétti mér hjálm. Ég hikaði en tók svo hjálminn og settist fyrir aftann hann. Ég rétt svo náði að seta hjálminn á mig og grípa um mittið á honum áður en hann brunaði af stað. Ég heyrði öskur þegar Alex keyrði út úr bílskúrnum og skothljóð allt í kringum okkur. Ég tók fastar um mittið á Alexi og reyndi að anda venjulega. Ég var alveg að leka úr þreytu þótt ég ætti að vera alveg spennt. Ég hallaði mér fram á bakið á honum og sofnaði.
Ég vaknaði og reyndi að píra augunum eftir að hafa sofið.

‘‘Hvar erum við?,‘‘.
‘‘Grindavík , við gistum hjá vini mínum,‘‘ sagði hann og leit á mig.

‘‘Þú svafst í hálf tíma,‘‘ sagði hann og beygðu upp að hvítu múrsteinshúsi.

‘‘Ertu viss um að við meigum gista hérna í nótt?,‘‘ spurði ég og tók af mér mótorhjólahjálminn.

‘‘Já , hann er ekki heima því hann er úti á Spáni,‘‘.

‘‘Ekki skyldi hann eftir ólæst?,‘‘.

‘‘Nei , það er aukalykill hérna,‘‘ sagði hann og horfði niður á jörðina. Hann tók gullitaðan lykilinn undan litlum blómapotti. Ég lyfti brún og lagaði töskuna mína á öxlinni. Ég var alveg dofin í rassinum eftir að hafa sitið svona lengi á mótorhjólinu. Alex opnaði dyrnar og við gengum inn. Ég andvarpaði og lét mig falla í einhvern grænan sófa. Ég sá Alex hringja eitthvað hverfa inn í eldhúsið. Ég elti hann og faldi mig bak við vegginn nær. Ég hafði ekki hugmynd um afhverju ég var að þessu. Ég heyrði hann tala á ensku.

‘‘Hæ þetta er Alex , já , nei,‘‘. Það kom smá þögn.

‘‘Húsi vinar míns , nei , já. Ég veit það ekkert ! já ég þarf 2. miða til Bandaríkjanna á morgun,‘‘.

4.Kafli

Bandaríkjanna ? ég var ekki að fara til Bandaríkjanna! Hann gat látið sig dreyma. Hann var nú þegar búin að draga mig hingað. Ég myndi frekar skríða heim en gera það sem hann ætlaði að gera. Hann er eitthvað ruglaður. Ég sendi sms til Elísu og setti símann svo í vasann. ‘‘Ég veit þú varst að hlusta,‘‘ heyrði ég Alex seigja inn í eldhúsinu.

‘‘Bandaríkjanna ? það er ekki séns að ég fari til Bandaríkjanna,‘‘ sagði ég og starði á hann.

‘‘Þú hefur ekki um annað að velja,‘‘ sagði hann og yppti öxlum.

‘‘Jú og ég vel að ég fer ekki fet,‘‘ sagði ég og beit í vörina.

‘‘Og hvernig ætlaru að komast til baka ?

‘‘Nú, á mótorhjólinu þínu,‘‘ sagði ég og lyfti augabrúninni. Alex horfði á mig í smá stund og fór svo að hlægja.

‘‘Ertu að djóka ? þú kemur með mér sama þótt þér líki það eða ekki,‘‘.

‘‘Alex , ég skal koma með þér ef þú segir mér hvað er í gang og þú hefur ekki sagt mér neitt. Ég veit ekkert hvað er í gangi og þú heldur að ég komi bara með þér ég meina ég veit ekki einu sinni afhverju ég á að koma með þér eða hvað við erum að gera hérna,‘‘.
Alex strauk á sér hökuna og leit svo á mig.

‘‘Þetta er svo flókið og ég get ekki sagt þér það akkurat núna,‘‘.

Ég lét sem ég hafði ekki heyrt þetta og hélt áfram að horfa á hann.

‘‘Þeir voru að leita af þér , hvað vildu þeir ?

‘‘Tanja ég get ekki útskýrt það.

‘‘Þetta er greinilega mikið mál. Stalstu einhverju frá þeim?,‘‘.

‘‘Nei,‘‘ sagði Alex og hélt áfram að strjúka á sér hökuna.

‘‘Eitthvað í sambandi við fótboltann?,‘‘.

‘‘Nei,‘‘ sagði hann pirraður.

‘‘Hvað þá?! ,‘‘.

‘‘Tanja þetta er svo flókið. Þú verður bara að koma með mér , annars mun eitthvað koma fyrir þig,‘‘ sagði hann.

‘‘Afhverju? það er ekki eins og ég skipti einhverju miklu máli í sambandi við þig.

‘‘Þú varst kærastan mín,‘‘. Ég leit í kringum mig og passaði að horfa ekki framan í hann.

‘‘Og þeir halda enþá að þú sért kærastan mín,‘‘ sagði hann og hélt áfram að horfa óþæginlega á mig.

‘‘En hvað með foreldra þína , Elísu og Tómas?,‘‘ sagði ég.

‘‘Auðvitað fer fólk á eftir ‘elskuhugum‘ fólks ef þú hefur ekki tekið eftir því,‘‘. Ég kinkaði dauflega kolli og hallaði mér að eldhúsbekknum. Ég heyrði símann minn pípa og tók hann upp. Ég sá að smsið frá Elísu.

‘‘Ekki varstu að senda sms ?,‘‘ sagði hann pirraður en samt rólega og áður en ég gat svarað reif hann af mér símann og slökkti á honum. ‘‘Alex hvað er að þér , ég sendi bara eitt sms! síðan hvenær var það glæpur ?,‘‘.

‘‘Því miður geturu ekki hringt í neinn eða sent sms þangað til við erum orðin örugg sem er ekki á næstunni,‘‘.

‘‘Hvað með Elísu , Tómas og foreldra okkar? þau munu deyja úr áhyggjum Alex.

‘‘Já helduru að ég viti það ekki. Ég ætla ekki að flækja þau í þetta.

‘‘Já en þú vilt flækja mig í þetta , frábært Alex,‘‘.

‘‘Nei ég flækti þig ekki í þetta. Við vorum saman það er málið,‘‘. Ég gaf honum eitrað augnaráð og gekk út úr eldhúsinu. Ohh hvað ég þoli hann ekki! Ekki var það ég sem bað um samband og sleit því svo án þess að gefa ástæðu. Ég gekk inn í stofuna og settist í sófann. Alex gekk til mín og henti til mín sæng og kodda.

‘‘Hérna , þú getur sofið með þetta. Verður samt að afsaka að þetta er ekki ‘lúxus‘ prinsessa,‘‘ sagði hann og ætlaði að fara út úr stofunni.

‘‘Þú getur farið í sturtu ef þú vilt , baðherbergið er þarna,‘‘ sagði hann og benti á einhverja græna hurð sem var hliðin á eldhúshurðinni.
‘‘Við þurfum að vakna snemma á morgun,‘‘.

Ég horfði á hann hverfa inn í eldhúsið aftur og andvarpaði. Hann er ótrúlegur og ekkert lítið böggandi. Ég tók hrein föt og handklæði upp úr töskunni og fór inn á baðherbergið. Mér leið vel þegar ég fór undir heita vatnsbununa. Ég stóð lengi undir heitu vatninu og þurkaði mér svo og klæddi mig í nærbuxur og langan bol svo greiddi hárið og fór fram. Alex sat við stórt matarborð í stofunni og sat og las einhver blöð. Hann var einbeittur á svipinn og virtist ekki taka eftir mér þegar ég lagðist upp í sófann. Ég sofnaði nánast samstundis.

Ég vaknaði næsta dag við daufa birtuna. Ég pírði augun saman og settist upp. Ég hafði ekki sofið svona vel lengi. Hvað var klukkan eigilega ? Alex hafði allavega ekki vakið mig. Ég fann lykt af pönnukökum. Ég gat ekki ekki annað brosað. Alex að elda ? það var ekki möguleiki. Ég gekk inn í eldhús og sá Alex sita við borðið og borða pönnukökur. Hann sat ber að ofan í stuttbuxum. Hann var óeðlilega massaður , mætti halda að hann væri á sterum en hann var ekki á sterum. Hann æfði of mikið að mínu mati , skrítið að hann var ekki búin að eyðileggja á sér líkamann. Hann fór í ræktina , fótboltaæfingu , hljóp úti og gerði æfingar á hverjum einasta degi. Og hann á sér virkilega eitthvað líf. Hann var samt sem betur fer ekki nærrum því eins og þessir of mössuðu gaurar í fitness keppnunum og því , þótt að ég lýsi honum þannig. Alex hallaði sér aftur og tók eftir að ég var að stara á hann.

‘‘Nei , ‚prinsessan‘ vöknuð,‘‘ sagði hann og benti disk með pönnukökum. Ég settist og fékk mér bita.

‘‘ Síðan hvenær kant þú að elda ? ,‘‘ sagði ég og fékk mér appelsínusafa.

‘‘ Hef alltaf kunnað það,‘‘ sagði hann og glotti.

‘‘ Takk fyrir að sýna það svona snemma,‘‘ sagði ég og brosti kaldhæðnislegu brosi til hans. Hann stóð upp.

‘‘ Viltu ganga frá þegar þú ert búin? ,‘‘ sagði hann og gekk út úr eldhúsinu. Ég kláraði að borða og gekk svo frá. Ég gekk fram og sá Alex vera að tala í símann með annari hendinni og gera armbeygju með hinni hendinni. Ég gapti , hvernig gat hann mögulega gert þetta ? ég gat þó notið þess að horfa á bakvöðvana á honum. Hann virtist skynja að ég var að horfa á hann því hann leit á mig og stóð upp.

‘‘Nýturu útsýnisins? ,‘‘ sagði hann og gekk upp að mér. Ég brosti og hristi hausinn.

‘‘ Tilbúin ? ,‘‘ .

‘‘Tilbúin ? ,‘‘ sagði ég hissa.

‘‘ Nú , fara til Bandaríkjanna,‘‘ sagði hann og klæddi sig í stuttermabol.

5.Kafli

Við stigum út úr bílnum fyrir frama Leifstöð nokkrum mín seinna. Sama hvað ég hafði neitað hafði Alex komið mér hingað.

‘‘Og hvernig helduru að við komumst í flug til Bandaríkjanna ? ,‘‘ sagði ég kaldhæðnislega við Alex.
Hann leit á mig og við gengum inn í Leifstöð.

‘‘ Jæja farðu nú að panta miðana okkar,‘‘ sagði ég og krosslagði handleggina. Alex tók um handlegginn á mér og gekk upp að skiptiborðinu. Konan leit upp frá bókinni sem hún var með. ‘‘ Get ég aðstoðað ? ,‘‘ sagði hún og brosti. Ég varð að passa mig að ranghvolfa ekki augunum framan í hana. Hvernig gátu flugfreyjur brosað inn og út allan daginn. Þetta var svo feik.

‘‘ Já flug 006,‘‘.

Konan fletti í gegnum skránna sem hún var með og leit svo á Alex og brosti til hans þessu brosi sem mér var farið að langa til að þurka af henni.

‘‘Þú hlýtur að vera Alex,‘‘ sagði hún. Og þetta hlýtur að vera kærastan þín,. Flugvélin fer upp í loftið eftir 3 tíma frá hliði 6. Hérna eru miðarnir og góða ferð,‘‘ sagði hún og við gengum í burtu frá borðinu.

‘‘ Afhverju þurftiru ekki að sýna vegabréfið og það ? ,‘‘ sagði ég hissa og leit á hann.

‘‘ Öllu reddað fyrir mig,‘‘ sagði hann og gekk upp stigann. Eftir að hafa farið í gegnum tollinn gengum við inn í fríhöfnina.

‘‘Langar þér í eitthvað ? ,‘‘ spurði hann og leit á mig.

‘‘ Nei takk,‘‘ sagði ég og krosslagði handleggina.

‘‘ Ég get allavega keypt eitthvað ef þú vilt það sagði hann. Eins og mér langi í eitthvað akkurat núna hugsaði ég.

‘‘ Já , og með hvaða peningum ? ,‘‘
Alex lyfti kreditkortinu.

‘‘Þetta er ekki þitt kreditkort,‘‘ sagði ég frekar hátt. Alex greip um mig þannig að það leit úr fyrir að vera að við væruð að faðmast eins og par.

‘‘ Tanja þeigiðu. Ekki viltu að fólk fari að sýna okkur athygli. Og jú ég á þetta kredikort,‘‘.
Ég sagði ekkert meira um það heldur settist í sætin þar. Alex hætti aldrei að horfa í kringum sig.

‘‘Afhverju horfiru svona mikið í kringum þig það er ekki eins og mennirnir komi og stökkvi á okkur. Ég meina , þetta er flugvöllur,‘‘.

‘‘Og? , þessir menn hugsa ekkert um fólkið í kringum það. Heldur að glæpamenn hugsi um fólkið í kringum þá ? ,‘‘
ég andvarpaði og stóð upp og leit á Alex.

‘‘Shit,‘‘.

‘‘Hvað ? ,‘‘ spurði ég og lagaði hárið á mér sem var örugglega allt út í loftið.

‘‘Þeir eru hérna,‘‘ sagði hann en snéri sér ekki við. Ég kyngdi og fann að ég fékk fiðring í magann.

‘‘ Taktu utan um mig sagði hann. Ég lyfti brún en tók svo utan um hann eins og hann sagði.

‘‘ Alexander þú ert vinsamlegast beðin að fara um borð,‘‘ heyrðum við í hátölurunum. Alex stífnaði aðeins.
‘‘Alex hvað eigum við að gera?,‘‘ hvíslaði ég. Áður en ég vissi Alex svarað hljóp hann af stað með mig í eftirdragi. Ég leit fyrir aftan mig og sá að mennirnir hlupu á eftir okkur með byssur. Mér leið eins og í hrylligsmynd. Ég hafði ekki einu sinni séð alvöru byssu áður. Fólk starði á okkur.

‘‘ Hjálp ! þeir eru að reyna að skjóta okkur,‘‘ öskraði ég móðursýkislega. Það var reyndar ekki leikrænt , ég var virkilega hrædd. Fólk reyndi að stoppa þá en mennirnir ýttu þeim í burtu. Við hlupum frammhjá hliðum 3,4,5 og svo loksins að hliði 6.

‘‘ Lokaðu strax þegar við erum komin í gegn,‘‘ hrópaði Alex þegar við vorum komin að konunni sem horfði skelkuð á okkur. Alex rétti henni miðana og við hlupum í gegn. Hurðin lokaðist strax á eftir okkur og við heyrðum skothljóð og í mönnunum öskra. Við hættum ekki að hlupa fyrri en búið var að losa göngin að flugvélinni. Þetta var stór glæsileg einkaþota. Ég gapti og gekk á eftir Alexi inn í þotuna. Hurðin lokaðist og vélin byrjaði strax hreyfast.

‘‘Við erum að renna á tíma,‘‘ heyrði ég Alex seigja á ensku. Síðan hvenær hafði hann verið svona góður að tala ensku ? Guð minn góður , ég vissi ekki hvað var í gangi. Ég gæti ekki verið meira ringlaðari.

‘‘ Þú hlýtur að vera Tanja,‘‘ heyrði ég mann seigja og hann kom og tók í hendina á mér.

‘‘Já,‘‘ sagði ég á ensku.
‘‘Þú ert fallegri en Alex lýsti þér,‘‘ sagði hann og klappaði mér á kinnina eins og ég væri barnabarnið hans eða eitthvað. Hann er pottþétt hommi. Hann var með stuttklippta klippingu sem var frekar hommalegt að mínu mati svo var hann í þröngum fötum sem voru í skærum litum. Ég settist í eitt leðursætið sem snéri að glugganum. Hvað er ég komin í ? Alex settist við hliðin á mér þegar flugvélin var að fara í loftið.

‘‘Þetta verður allt í lagi,‘‘sagði hann og tók um höndin á mér. Ég vildi óska að það væri satt hugsaði ég og lokaði augunum þegar hávaðinn var ærandi í vélinni. Ég sofnaði á öxlinni á Alexi áður en ég vissi af.



Endilega kommenta hvað ykkur finnst