Þetta var eins og hvert annað kvöld. Pabbi hafði farið og leigt mynd á meðan mamma eldaði kvöldmat. Það var fiskur í raspi. Pabbi kom heim með óvæntan glaðning, það var myndin Ghost- Busters. Ég var fimm ára og hafði aldrei séð hryllingsmynd áður í lífi mínu. Spennan var yfirgnæfandi. Mér leið eins og stórum strák. Hann skellti henni í myndbandstækið, við settumst öll í litla brúna sófann og breiddum teppi yfir okkur. Ég átti erfitt með að skilja þetta tungumál sem þeir töluðu, pabbi sagði að þetta væri enska. Ég hugsaði um af hverju þeir væru að tala tungumál sem enginn skyldi. Það hafði ekki margt gerst í myndinni, ég átti erfitt með að skilja hvað væri að gerast. Hugur minn var fastur á textanum sem kom fram, reyndi að tengja hvert orð við textann. „ Ball, ball.“ Ég endurtók þetta orð aftur og aftur í hausnum á mér á meðan ég horfði á myndina af hverju var hann að fara kasta balli spurði ég sjálfan mig. Þeir voru búnir að ná sínum fyrsta draug. Myndin hélt áfram og gæðin voru ótrúleg, þetta allt var svo raunverulegt. Mamma hló, pabbi hló og ég hló vegna þess að þau voru að hlæja. Margt hafði gerst í myndinni. Ég var orðinn frekar smeykur við að horfa, hræðslan byggðist upp og ég var farinn að líta mér um öxl. Loks þegar myndin var búin þóttist ég vera alveg eðlilegur, sýndi enga hræðslu og var loks orðinn stór strákur.

Þegar mamma kyssti mig góða nótt, breiddi yfir mig sængina og slökkti ljósin reyndi ég mitt besta til að reyna að sofna. Það var eins og hljóðin í umhverfinu tífölduðust. Ég gat heyrt allt. Hjartsláttinn, sumargoluna sem smaug á milli trjánna og hljóðið í uppþvottavélinni. Ég var að missa vitið, var svo viss um að eitthvað skrímsli myndi koma og draga mig í burtu. Ég lokaði augunum og opnaði þau snögglega aftur, það virkaði ekki. Það var ekki hægt að blekkja svona sniðugt skrímsli, það hafði auðvitað lent í öllum þeim brellum og gildrum sem krakkar höfðu lagt fyrir það. Þetta skrímsli var of sniðugt. Ég lagði sængina yfir hausinn á mér, með munninn fullann af slefi, tilbúinn til þess að hrækja á þetta ógurlega skrímsli sem ég átti von á að kæmi. Svo gerðist það, ég heyrði ókunnugt hljóð, það var eitthvað að gerast, krafsað var við hurðina. Hjartað hamaðist í brjósti mér, ég var svo hræddur, en vildi virðast hugrakkur svo að skrímslið myndi ekki þora að borða mig. Krafsið hætti. Ég beið meðvitaður um öll hljóð sem heyrðust, einbeittur, ég var til í tuskið.


Ég andaði að mér. Loftið var öðruvísi, ferskleiki og fuglasöngur. Það var kominn nýr dagur. Skrímslið hafði ekki étið mig! Ég fór fram til að fá mér morgunkorn, heyrði umræðu mömmu og pabba. Þau kvörtuðu yfir því hvernig kötturinn hafði látið í nótt. Útskýring! Loks kom þessi einfalda útskýring. Það var aldrei neitt skrímsli, það var aldrei neinn bardagi. Þetta var allt í huga mér. Ég brosti alveg út til eyrna. Borðaði morgunkornið. Aldrei hafði eitthvað bragðast svona vel. Auðvitað ekki morgunkornið, heldur sigurinn. Ég sigraði óttann. En þetta bragð minnkaði í hvert skipti sem ég kyngdi. Ég áttaði mig á því að skrímslið hafði verið í huga mínum allan tímann. Hver var það sem hélt mér vakandi alla nóttina? Hver var það sem lét mig pissa undir? Hver var það sem lét mig kreista bangsann minn svo fast að hnappa augað hans Gests datt af. Skrímslið hafði unnið, enda áttaði ég mig á því að þetta var ákaflega sniðugt skrímsli.

Þetta er svona bernskuminning, vona að þið skemmtuð ykkur við lesturinn.
How ‘bout a russian roulette booth, and, here’s the kicker. We put bullets in all the chambers. That way, everybody wins.