Fyrir langa löngu var ég með fullt af krökkum í félagsmiðstöð og ein stelpan sagði sögu sem hún bullaði bara á staðnum, og það gat allt gert bara eins og í draumum. Mig hefur alltaf langað til þess að gera svona þannig að já núna gerði ég þetta og vonandi lýst ykkur vel á, en þetta er bara eitthvað bull samt og gaman að ímynda sér aðeins … of mikið…

Þetta byrjaði allt með að ég var að labba í skóg, ég var með tösku á bakinu og ég var alein, allt var voðalega dimmt en það var mjög gott veður, ég gat ekki séð neitt til hliðar bara áfram, ég labbaði alltaf lengra og lengra, ég var farinn að hugsa um eitthvað allt annað og ég hrasaði um koll af einum steininum sem var á veginum.
Þegar að ég leit upp sá ég eitthvað standa fyrir framan mig, það var loðið brúnt og mjög skrítið á lyktin, og það var grátandi.
Þegar að ég stóð upp horfði ég í svörtu augun á þessu og spurði hvað er að.
Það svaraði að hann hafi öskrað á drottninguna og að hann hljóp í burtu frá henni og svo týndist hann, og núna vill hann fara aftur heim, en drottningin verður klikkuð þegar að hún sér sig.
ég var svo góð við þetta að ég sagði að ég mundi hjálpa honum, en ég vissi engan vegin hvernig ég á ætti að hjálpa.
En ég varð að spyrja þetta hvað hann væri. Þetta sagði að hann væri Theosimi og svo kynti hann sig sagði að hann héti Þór, og væri frá blahdal í mekkabaðasýslu.
Ég kinkaði kollinum eins og þetta væri bara venjulegt, eins og ég þekki bara fullt af Theosimisum frá blahdal í mekkabaðasýslu.
Við byrjuðum að labba, en svo fór sól að kíkja í gegnum þykku greinarnar og ég þurfti að loka augunum vegna ofbirtu. Og þegar að ég opnaði augum þá varð allt bjart, við vorum komin í blahdal, það var allt svo fallegt og skrítið.
Það var risastór foss sem var með bleiku vatni, allt grasið var gult, himininn var grænn, og fjöllin sem umkringdu blahdal voru rauð. Svo sá ég að það var fullt af öðrum Theosimisum, og ég hugsaði að þeir pössuðu ekkert hérna inní þetta, skrítna umhverfi.
En theosimisarnir voru svo margir að ég gat ekki talið þá, Þór fór með mig inní stóra byggingu sem var kolsvört, og þegar að ég labbaði inn fann ég fyrir tilfinningu sem ég hafði aldrei fundið svona mikið fyrir áður, ég fannst ég vera svo þung að ég gat ekki borið sjálfa mig, og brosið á mér skolaðist bara af mér, og allan tíman sem ég var þarna inni heyrði ég mjög lágt barnaöskur, og ég var alltaf að pæla hvað þetta var.
Þór útskýrði fyrir mér hvað þetta væri, þetta var nefnilega byggingin sem allir Theosimisarnir héldu drottningunni , að hún væri þarna lengst inni í byggingunni og allir Theosimisarir þurfu að þjóna henni.
Og að drottningin væri svo frek og stjórnsöm að það gat engin gert hana ánægða, og þegar að hún verður ánægð í fyrsta skiptið sem verður örugglega ekki, þá mun þessi kolsvarta bygging verða ljósblá og allir verða brosandi og ánægðir og allt verður betra.
Þór fór með mig lengst inní bygginguna og ætlaði að sýna mér drottninguna, og við þurftum að labba voðalega lengi, eða mér fannst það, þangað til að við komum upp að voðalega smárri hurð, hún var svo lítil að við þurfum að skríða í gegnum hana.
Þegar að ég var komin inní herbergið, sá ég bara einn stól, risastóran stól, og ég sá ekki hver var í honum. En þegar að Þór ræsti sig aðeins byrjaði stólinn að snúast í áttinna að okkur, ég fann bara hvernig maginn minn fór í hnút þegar að ég sá hver þetta var, þetta var drottningin auðvitað, en þegar að ég lét betur á hana, þá sá ég að hún var mjög lík litlu systur minni, og ég hugsaði hvernig Þór lýsti henni og hún er bara nákvæmlega eins og systir mín í útliti og í skapi, en ég sagði ekki neitt.
Það var ýtt Þór að henni og hún öskraði eitthvað á hann, á einhverju allt örðu tungumáli sem ég skildi ekkert í, held að það má heldur ekkert flokka þetta undir tungumál.
Eftir nokkra stund kom Þór að mér og nánast henti mér út með sér og við hlupum útúr kolsvörtu byggingunni.
Þegar að við vorum komin út útskýrði hann fyrir mér að drottningin hafði sagt sér leyndamál sitt til þess að verða ánægð.
Og auðvitað vill Þór gera hana ánægð, og bað mig um að koma með sér í þetta verkefni að finna hluti til þess að gera hana ánægða.
Ég svaraði játandi, og vissi að þessi ferð mundi verða mjög ólíkt því sem ég geri daglega.


Ef ykkur lýst vel á þetta þá geri ég „framhald“ annars mun ég bara ekki trufla ykkur meira, en ég er ekki vön að semja sögur upp að staðnum þannig að þetta er ekki eitthvað pörfekt.