Orsakavöld kafli 6 partur 1

Athugasemdir höfundar
Stutt innlegg því miður

Mikið er gaman að sjá hvað allt er að fara til fjandans hjá greyið persónunum mínum [kaldhæðni].
Anyway, langt síðan síðast. Ég er í smá klemmu með söguna þar sem að ég er búinn að flækja hana svolítið mikið fyrir sjálfum mér. Þar sem ég skálda upp alla hliðarpunkta söguþráðarins á staðnum fara þeir þvers og kruss hver á annan þótt að þráðurinn haldi sér strekktum á sama hátt og planað var í upphafi. Þennan kafla var vesen að gera án þess að segja of mikið frá í einu en samt ekki of lítið. Ég ætla að reyna að klára 6. kafla fyrir jól en eins og alltaf lofa ég engu(hvurslags smásagnahöfundur ertu eiginlega?).


“GBAAGHH!!!” hljóðaði Vigdís upp yfir sig er hún skall með hausinn í sætið fyrir framan sig.
-“Er allt í la-lagi með þig?” spurði Ingvar. Stamið var nánast horfið og hann hljómaði ekki lengur eins og jarmandi kind.
-“Hver djöfullinn var þetta?” spurði hún pirruð.
-“Rútubílstjórinn þurfti að hemla þv-því að það hljóp hundsp-spott yfir veginn.” sagði hann annars hugar.
-“Má hafa hunda lausa á Akureyri?” spurði hún.
-“Ég er ekki viss. Ég er nú bara frá Akranesinu. Ég veit ekki hvað gengur norður og suður hérna.”
Vigdís horfði á hann rannsakandi augum. “Þekkir þú nokkuð hann Lárus Má? Ef ég man rétt þá á hann heima í Holtsflöt 4 eða 6.”
-“Nei hann þekki ég e-ekki.”

Erik sat andspænis Haddi og sagði: “Viltu enn fá að vita spurninguna?”
-“Huh? Ég er búinn að röfla svo mikið að ég man ekki hvað ég spurði um.”
-“Þú spurðir um hvað ég hefði til málanna að leggja.”
-“Uh, já? Einmitt!”
-“Manstu eftir tölvupóstinum?”
-“Æi þarftu nú endilega að fara út í tölvur. Ég hata þær!” sagði Haddur hálffúll.
-“Stundum verður þú að treysta á eitthvað annað en sjálfan þig.”
-“Ekki vera að reyna að halda einhverjar ræður yfir mér, vinur!” sagði Haddur.
-“Fínt. Allaveganna, mögulegt er fyrir lögregluna á Íslandi að rekja tölvupóst er það ekki? Kveikir noreply@Sva-Ranns.org á perunni?”
-“Ekki þegar að þú segir það svona en ég geri ráð fyrir að það hafi verið durgurinn sem sendi okkur tölvupóstinn með músatilraununum.”
-“Mikið rétt!” sagði Erik hvellt.
-“Ekki gera grín að mér,” svaraði Haddur en kippti sér síðan við er farsíminn hans byrjaði að að væla. Haddur greip símann og bar hann upp að eyranu.
-“Halló! Hæ! Hver er þetta?!? HALLÓ!”
-“Umm… Haddur?”
-“Bíddu aðeins. Halló? Er einhver þarna!” sagði Haddur en gafst síðan upp og lagði síðan síman frá sér. “Hvað Erik?”
-“Er þetta nokkur nýr sími?”
-“Já ég var að fá hann. Helvítis tækniundur sem hann er eða hitt þó heldur. Afhverju spyrðu?”
-“Þú varst að fá sms.” sagði Erik og sá hvernig æðarnar á enni Hadds urðu sýnilegri.
-“Helvítis tækni og vísindi,” sagði Haddur argur.
-“Hvað er að þér? Ertu eitthvað pirraður?”
-“Það er ekkert að mér! Nema hvað ég er bara gamall skapvondur kall. Ugh…”
-“Ætlar þú ekki að skoða þetta?”
-“Æi jújú, svosem.” sagði Haddur ögn rólegri.
-"Guð, hvað ég vona að ég verði ekki svona þegar ég verð mikið eldri,“ hugsaði Erik.


+3549652846

Góðan dag Ríkharður.
-Róbert yfirmaður hérna. Viðveru þinnar er ætlast af fámennu lögregluliði Suðurlandsundirlendis. Vertu kominn út á Keflavíkurflugvöll eftir klukkutíma. Sævar mun fljúga með þér á lítilli rellu og þið lendið á flugvellinum viðVeðurathugunarstöðina í Fagurhólsmýri. Taktu með þér eitthvað að borða líka.

Á gráum og löngum vegi sem þakinn var snjóslepju sem gekk þannig endilangur að Vatnajökli þaut grá Nissan-bifreið. Við stýrið sat Heiðar. Honum varð litið á hraðamælinn. ”130 km/klst. Ég er ekki sá fyrsti,“ hugsaði hann. ”Ekki að það skipti nokkru máli," hugsaði hann með sjálfum sér til þess eins að beina huganum eitthvað annað.
***
Það marraði í snjónum í skrefi hverju. Heiðar þrýsti þéttingsfast á hvort hnéð fyrir sig í takt við gönguna svo hann gæti hvílt sig á aftanverðum kálfunum. Ásgeir ‘risi’ leiddi hópinn. Við hliðina á Heiðari gekk Benedikt.
***
-“Helv…” umlaði Heiðar með sjálfum sér er minningarnar króuðu hann af eins og lamaðann köttinn. Hann jók þungann á hægri löppina og bíllinn tók kipp. Hann vildi ekki muna framhaldið og reyndi að bægja hugsununum um Benedikt frá sér."
***
Eftir um klukkutíma göngu staðnæmdist hópurinn við langa sprungu. Af henni gengu reinar í nánast allar áttir. Þetta var áningarstaður hópsins. Benedikt benti Heiðari á að koma með sér afsíðis. Þeir gengu út fyrir hópinn og afþökkuðu frekari félagsskap.
***
-"Enginn okkar átti þetta skilið. Hvorki ég, Benedikt né Olga. Hún bjó það til, hann kom þessu af stað en ég tók þetta alla leið. Ég veit það núna fyrir víst Harpa mín að ég kem aldrei aftur, þér fyrir bestu."
Þetta voru hugsanirnar sem þutu í gegnum koll Heiðars áður en framrúðan kom æðandi á móti honum og kuldinn hrifsaði burtu getuna til þess að anda.
***
Hann kreppti hnefana og varð rauður í framan. Hann var einn. Sektartilfinningin skolaðist yfir hann. Honum varð litið til baka á hópinn. Enginn hafði tekið eftir neinu. “Ég neyðist til að ljúga. Þú þarft að ljúga að mörgum manneskjum. Lygar,” hugsaði Heiðar að sjálfum sér. Hann tók sig saman í bakinu og reisti sig við. "Ef ég brenn ekki í helvíti eftir þetta…"
***
Það teygðist á meðvitundinni. Tíminn leið hægt en ljósið sem var Heiðar slokknaði.

Endir Kafla 6, partur 1.