Skuggaskinna VI- IX VI. Sigurður Sterki

Heimamenn á Gráey vissu ekkert að stríð hefði brotist út á Kóngsey. En Baldur skynjaði þó að eitthvað, hann skynjaði að það var ekkert í lagi. Hann hafði verið andvaka í nótt. Um morguninn sást mikill mannfjöldi á Löngu-brú. Sá mannskapur virtist vera að flýta sér. Baldur gekk að hliðinu og hafði nokkra menn með sér. Hermenn, konur, börn og karlar voru við hliðið og virtust skelfd að sjá. Baldur sá þá allt í einu glitta í konunginn, sem lá á börum og með sára umbúðir um allann hægri handlegginn.
,,Hvað gengur á?’’ spurði Baldur.
,,Víkingar’’ svaraði Brjánn. ,,Þúsund af þeim’’
Baldur svaraði ekki. Arnór hljóp að honum og spurði :
,,Er allt í lagi hér?!’’
,,Já, víst hefir ekkert gerst hér nema það að ég fékk flís í fingurinn’’sagði Baldur.
,,Víkingarnir eru á brúnni, þeir koma í kvöld’’ sagði Brjánn óttasleginn. Enginn þarna var með bros á vör.
,,Komið þá’’sagði Baldur og allur mann- fjöldinn fylgdi á eftir.
,,Sendið konur og börn í rústir gamla kastalans’’ hrópaði hann og benti í átt að hálfhrundum kastala.,,Hermennirnir verða hér og verjast víkingunum, samþykkirðu það, konungur?’’sagði Baldur og beindi orðum sínum að konunginum.
,,Já’’ var svarið.
Konur og börn fóru í átt til kastalans, en hermenn urðu eftir við hliðið.
,,Látið þræla vinna sleitulaust að því að laga hliðið’’ sagði Brjánn og benti á hrörlegt virkið. Nú var unnið af kappi og undir sólsetur var veggurinn næstum tilbúinn. Enda mátti ekki seinna vænta, því víkingarnir voru rúma tvöhundruð metra frá hliðinu. Allt í einu gekk Skuggi fram með Silfursting í hendi sinni og svarta grímuna yfir andliti sínu. Hann gekk fram fyrir hermennina. Hermennirnir ætluðu að ráðast á hann en konungurinn stöðvaði þá með því að segja:
,,Hann mun án efa gagnast okkur vel í þessari orrustu’’
*
Víkingarnir voru búnir að taka yfir borgina. Þeir voru búnir að hrekja alla í burtu og hvíldu sig smá stund, en héldu svo á eftir óvinunum. Sigurbjörn ljóðbrók var ljóðelskur og var skíthræddur við allskyns orrustur, hann gat varla gert flugu mein, í orðsins fyllstu merkingu! Hann gat bara ekki barist, föður hans til mikils ama. Faðir hans var nefnilega enginn annar en Sigurður sterki. Sem var búinn að fá nóg af syni sínum.
,,Svona nú,’’sagði Valdi hughreystandi þegar Sigurbjörn var við það að bresta í grát út af öllum þessum drápum. ,,Þú ert víkingur og átt að sýna miskunnarleysi!’’
,,En ég bara get það ekki!’’ mótmælti Sigurbjörn harðlega.
,,Þú verður bara að bíta á jaxlinn og drepa’’sagði þá Hrólfur og barði hnefanum út í loftið. Víkingarnir voru að elta þá innfæddu yfir Löngubrú. Brátt myndu þeir ráða yfir eyjunum.
,, Þá það, ljóðbrók’’ sagði Valdi daufur í dálkinn og gekk burt. Hrólfur yppti öxlum og elti bróður sinn. Brátt voru þeir komnir að hliðinu að Gráey, þar sem konungsmenn biðu eftir þeim (í rauninni er varla hægt að segja að þeir hafi beðið eftir þeim, heldur meira svona að sitja og skjálfa af hræðslu). Sigurður sterki gekk fram og öskraði stríðsöskur sem ómaði yfir eyjarnar.
,,Þú, konungsræfill, komdu og ljúktu einvígi okkar’’ sagði hann og gretti sig brjálæðislega.
,,Ég mun gera út af við þig í hans stað!’’ hrópaði Skuggi og sveiflaði sverði sínu.
Frábært, hugsaði Sigurður, þessi svokallaði Skuggi og konungurinn á einu bretti.
*
,,Þú, konungsræfill, komdu og ljúktu einvígi okkar’’ hrópaði Sigurður sterki og gretti sig brjálæðislega.
,,Ég mun gera út af við þig í hans stað!’’ hrópaði Skuggi og sveiflaði Silfursting í hringi. Sigurður brosti.
,,Nú já?, ég neyðist víst til að taka því!’’ sagði Sigurður og hljóp fram. Högg Sigurðar voru þung og erfitt að bera sverðið fyrir sig, en högg Skugga voru snögg og hnit miðuð. Þeir börðust lengi lengi, sverðin skullu saman á milli þeirra og neistar flugu í allar áttir.
Brátt gerðsit Sigurður berserkur, kastaði frá sér sverðinu og stökk á Skugga. Skuggi var ekki þessu viðbúinn og Sigurður sterki greip hann og kastaði honum rúmasjö metra. Skuggi vankaðist og lá þarna á brúnni í öngviti. Svo allt í einu spratt hann á fætur, greip Silfursting og hjó að Sigurði. Sigurður náði að bera sverðið fyrir sig og þannig stóðu þeir með sverðin gegnt hver öðrum. Skyndilega hvað við sprenging og eldur gaus upp á milli Sigurðar og Skugga. Hluti af brúnni sprakk í loft upp og Skuggi og Sigurður skutust hvor í sína áttina. Þeir lentu báðir úti í sjó. Skuggi kafaði eftir Silfursting og náði að bjarga sverðinu áður en það sykki til botns, svo synti hann í land. Sigurður var ekki jafn heppin. Hann hafði aldrei verið neitt góður sundmaður og drukknaði undan öllum þunganum sem hann bar á sér.
Sigurður sterki, mesti víkingur allra tíma, var drukknaður. Skuggi horfði á hann drukkna en leit svo á víkingana, en þar stóð Sigurbjörn fyrir aftan einn málmhólkinn og hélt á kyndli. Það hafði greinilega verið hann sem hafði kveikt á málmhólknum. Svo féll Sigurbjörn í yfirlið. Skuggi gekk til konungsins.
,,Það var mér heiður að berjast fyrir þig’’ sagði Skuggi og hneigði sig djúpt.
,,Fyrirgef mér, mikli stríðsamður, fyrirgefðu gömlum manni að efast um gerðir þínar’’ svaraði konungurinn og hneigði sig. ,, Nú mun Skuggi ekki lengur vera útlagi heldur heiðursgestur hvar sem hann fer um’’
,,Þakka þér, konungur’’ svaraði Skuggi og leit á staðinn þar sem berserkurinn hafði drukknað.

VII. Liðsauki

Þó Sigurður sterki, höfðingi víkinganna, væri fallinn, var samt eitt vandamál eftir : hinir víkingarnir sem eftir voru. Þegar víkingarnir sáu hvernig var komið fyrir höfðingja þeirra, urðu þeir hræddir og hopuðu burtu af Löngu-brú og í átt að Kóngsey.
,,Brjánn’’ sagði einn hermannanna. ,,Brúin er hrunin hér svo við komumst ekki á eftir þeim’’
,,Já’’ svaraði Brjánn niðurlútur. ,,Þeir munu taka yfir borgina. Aftur,’’
,,Nei, sjáið þarna’’ hrópaði Skuggi allt í einu og benti í átt að Kóngsey. ,, Eru þetta nokkuð fleiri víkingar?’’
,,Þetta eru engir víkingar’’ svaraði konungur og stóð upp. ,,Þetta er Björn, og hann er kominn með liðsauka!’’
Og það var rétt. Á hinum enda brúarinnar, nokkrum kílómetrum í burtu, voru um þúsund hermenn. Var þar Björn kominn með liðsauka svo víkingarnir komust hvergi.
*
,,Við vinnum sigur!’’ hrópaði Björn og sveiflaði sverði sínu í hringi yfir höfði sínu. ,,Handtakið hverja þá er gefast upp friðsamlega, drepið hina’’ Björn reið ásamt nokkrum manna sinna til funds við víkingana.
,,Víkingar’’ hrópaði hann vinsamlega. ,,Ég gef ykkur færi á að gefast upp friðsamlega og án bardaga’’ Margir víkinganna slepptu vopnum sínum og hlupu til Bjarnar.
,,Við gefumst upp’’ sögðu þeir. Á meðal þessarra víkinga sem gáfust upp voru Valdi, Hrólfur og Sigurbjörn.
,,Einhverjir fleiri sem gefast upp?’’ spurði Björn vongóður. Enginn víkingur svaraði. Í staðinn munduðu þeir vopn sín og bjuggust til árásar. ,,Ég ræð ykkur frá því að gefast ekki upp, ég er með meiri mannskap enm þið og get auðveldlega sigrað ykkur’’ Nokkrir víkingar í viðbót slepptu vopnunum og gengu til liðs við Björn. ,,Einhverjir fleiri? Nei?’’ Nú réðust víkingarnir að Birni og mönnum hans. ,,Til orrustu!’’ öskraði Björn og reið á stökki til móts við barbarana. Menn hans fylgdu öskrandi á eftir. Nú geisaði hörð orrusta og um stund gar engin skorið úr um hver myndi vinna. En Eeir nokkra stund gáfust víkingarnir þó upp, vegna þess ofureflis sem við var að etja.
,,SIGUR!’’ hrópuðu menn Bjarnar einum kór og brátt tóku konungsmenn undir hinum megin á brúnni.
*
,,Nei, enn erum vér ekki búnir að vinna sigur fyrr en öllum óvinunum hefur verið fleygt öfugum úr landi okkar,’’ sagði Skuggi lágmæltur. ,,Þið, hermenn konungs, farið um borð í næsta skip og siglið því tafarlaust til Kóngseyjar, ég held nefnilega að þar séu enn þá nokkrir víkingar sem tilbúnir séu að veita mótspyrnu!’’ Hermennirnir hreyfðu sig ekki þangað til Jörmundur hrópaði:
,,Þið heyrðuð í honum! Í bátana!’’
Svo var róið til Kóngseyjar. Skuggi stóð í stafni langbáts Baldurs. Eftir rúma klukkustund voru Skuggi og hermennirnir komnir til Kóngseyjar og lögðu að landi í Tindabæ. Þar hlupu þeir í átt til borgar. Eftir hálftímagöngu komu þeir að veggjum borgarinnar. Þar biðu menn Bjarnar eftir þeim, greinilega fúlir á svip.
,,Bölvaðir séu þessir óþverrar, að hafa læst hliðinu!’’ tautaði Björn meðan hann gekk til konungsins.
,,Konungur, þessar bleyður haf… HERMENN TAKIÐ ÞENNAN MANN!’’ öskaraði hann og benti á Skugga, svo dró hann upp sverð sitt og hjó að honum. Skuggi varði sig með Silfursting og höefaði aftur á bak. Nú komu menn Bjarnar til hjálpar foringja sínum. En þá skarst Jörmundur í leikinn.
,,Hættið! Skuggi er ei lengur óvinur heldur mikilmenni, ég skil nefnilega nú að gjörðir hans hafa allar verið til þess að vernda fólkið og stuðla að réttlæti’’ Birni var svolítið brugðið við þessa ræðu, en lét þó sverðið síga og rétti fram hægri höndina. Skuggi rétti einnig fram sína og þeir tókust í hendur.
,,Mætti ég fá að sjá andlitið sem falið er á bak við þessa ógnvænlegu grímu?’’ spurði hann vongóður.
,,Kannski seinna,’’ svaraði Skuggi, og brosti á bak við svarta grímuna.

IIX. Hliðið opnast

Hermennirnir söfnuðust saman fyrir utan hliðið.
,,OPNIÐ!!!’’ skipaði Jörmundur aftur og aftur. En víkingarnir ofan á hliðinu ráku bara upp rokna hlátur og hæddust að þeim.
,,Bíðið hér,’’ skipaði Skuggi og beindi orðum sínum að konungi. ,,Ég ætla að fara og opna hliðið! Bíðið í tvær stundir eða svo, þá mun hliðið opnast og þið getið endurheimt borgina aftur!’’ Svo stökk hann af stað inn í dimman skóginn. Skuggi hljóp áfram, en beigði svo til vinstri aftur í átt að borgarmúrnum. Þar fann hann gamla hurð, sem sást varla fyrir mosa. Skyndilega sá Skuggi mann, sem stóð upp við vegginn og horfði inn í skóginn. Skuggi bar kennsl á þennan mann þegar í stað. Þetta var Arnór hliðvörður, sem virtist vera að bíða eftir einhverjum. Skuggi stóð upp og gekk til hans.
,,Mikið var, ég er búinn að bíða eftir þér óralengi!’’ ávítaði Arnór hann. Skuggi stakk hendinni inn á sig og dró fram ryðgaðan lykil. Lyklinum stakk hann í skrána og opnaði. Hurðin opnaðist með háu marri. Þeir gengu inn fyrir. Þarna var búið að stafla upp ótal kössum. Þeir hirtu ekki um það heldur hlupu gegnum herbergið og út um næstu dyr. Nú voru þeir komnir inn á götu, sem ekki var lengur full af fólki, heldur tóm og ónýt sumstaðar. Skuggi sá víking hlaupa framhjá. Nú hröðuðu þeir sér að hliðinu, sem var þarna skammt frá. Þeir mættu nokkrum víkingum á leiðinni, en víkingarnir urðu ekkert smeykir við þessa ný komnu gesti, heldur héldu áfram við iðju sína að klára allt vín sem til var í borginni. Eftir smáspöl í viðbót, sáu þeir hliðið, en hópur víkinga hafði safnast þar saman. Skuggi tók á rás að hliðinu og Arnór fylgdi á eftir honum. Nú stóðu þeir fyrir framan hliðið og bifuðust við að taka frá stóra slagbrandinn sem lokaði hliðinu, en hann var ekkert smá stór. Meðan þeir voru að þessu kom víkingur nokkur auga á þá og hljóp til félaga sinna, og sagði þeim frá þessum nýju gestum. Nú gripu víkingarnir til vopna sinna og þustu niður af hliðinu til að fella Skugga og Arnór. Nú hættu Skuggi og Arnór að reyna að opna hliðið og reyndu að verjast atlögum víkinganna. Skuggi dró Silfursting úr slíðrum og varðist spjótlagi frá víkingi sem öskraði ógurlega. Arnór kastaði sínu spjóti í gegnum víking sem hljóp til þeirra á fleygiferð með gaddakylfu á lofti og fór spjótið í gegnum síðuna á honum og drapst víkingurinn samstundis. Því næst dró hann sitt sverð úr slíðrum og hljó gegn öðrum berserki sem bar höggið af sér með skildinum og hjó með öxi að haus Arnórs, sem brást fljótt við. Hann vék sér fimlega undan, reiddi sverðið til höggs og hjó hendurnar báðar af víkingnum. Skuggi var þá þegar búinn að fella sex víkinga. Skyndilega sá Skuggi spjót koma fljúgandi í áttina á sér. Hann greip spjótið á lofti og kastaði því í annan víking sem kom hlaupandi í áttina til þeirra. Spjótið hitti nákvæmlega í bringuna á víkingnum, sem auðvitað drapst á sömu stundu. Nú hjó Skuggi fót af öðrum víkingi, haus af hinum og bar af sér sverðalag, frá berserki sem virtist kunna að berjast. Skuggi hjó með Silfursting til hans, en víkingurinn sló sverðið frá sér og stakk sínu eigin sverði í átt til Skugga, sem stökk fimlega aftur á bak, en sentist svo áfram og hjó höfuðið af bol víkingsins.
,,Arnór!’’hrópaði Skuggi gegnum alla víkingaþvöguna sem stækkaði óðum. Nú voru komnir svo margir víkingar að Arnór og Skuggi skildust að. Skuggi hjó af þvílíkri ákefð og nákvæmni að hver víkingur sem kom of nálægt fékk stór sár. Arnór barðist einig af slíkri ákefð og brátt hörfuðu víkingarnir burtu. Skuggi og Arnór notfærðu sér það og náðu með erfiðismunum að lyfta slagbrandinum og opna hliðið. Konungurinn var þá heldur ekki seinn á sér að stýra mönnum sínum gegnum opið hliðið og inn í borgina. Nú flúðu víkingarnir hver af öðrum út úr borginni.
,,SIGUR!!!’’ var orðið mikla sem hljómaði alla eyna.

IX. Útlegð

Nokkurn tíma tók að smala öllum víkingunum saman, en þeir voru komnir út um alla Kóngsey. Þó, eftir fjóra erfiða daga, var búið að hafa uppi á þeim öllum. Samt voru hermenn úti um allar eyjarnar að leita að fleiri víkingum sem þar gætu leynst. Samt gat fólk enn ekki farið heim til sín, því mörg hús voru ónýt, og því gisti sumt af því enn þá í gamla kastalanum, en aðrir fóru og bjuggu um sinn hjá pættingjum sínum. Flestir víkinganna sem gefist höfðu upp, silgdu heim til Noregs eða Svíþjóðar, en aðrir tóku sér bólfestu á eyjunum og hófu búskap þar. Þó að víkingunum vegni nokkuð vel, er öðru máli að gegna um konunginn. Eftir sárið sem Sigurður sterki hafði veitt konunginum, veiktist hann mjög og dó eftir einn mánuð. Nú vandaðist málið því konungurinn hafði aldrei eignast börn og þar með var enginn til að erfa krúnuna. Konungurinn hafði samt aldrei sagt, hver ætti að verða næsti konungur, og kosningar áttu bráðlega að hefjast á meðal þingmanna. Bjuggst nú allir við að Hákon hershöfðingi fengi konungsarfleifðina, en allt kom fyrir ekki. Vitanlega hafði Bjólfur Rútsson, hinn gráðugi rápgjafi konungs, fundið smugu í lögunum til að verða konungur, öllum til mikils ama. Baldur vissi hvað myndi gerast næst. Hann vissi að Bjólfi hafði aldrei líkað vel við Skugga, og því vissi hann að Bjólfur myndi annað hvort reka Skugga í útlegð, eða láta drepa hann tafarlaust. Baldri fannst seinni kosturinn líklegri. Og svo varð raunin ; Bjólfur lét senda eftir Skugga. Skuggi ætlaði samt ekki á fund Bjólfs, heldur ætlaði hann að senda talsmenn sína í staðinn, eiginlega út af því að það myndi ergja Bjólf mjög.
*
Baldur og Arnór voru nú á ferð um borgina, og voru á leið til kastalans á fund við þingið. Þeir bræður höfðu ákveðið að fá sér smá göngutúr, til að virða fyrir sér borgina í síðasta sinn, áður en þeir yrðu kannski dæmdir til skógagöngu. En Baldur vissi að Bjólfur myndi gera allt til þess að losna við Skugga. Baldur ætlaði þess vegna að fara í útlegð, kannski til Spánar. Þeir áttu leið um torgið og minntist Baldur þess að þarna hafði hann fellt Harald skattheimturiddara. Á mörgum stöðum var verið að gera við frá því að víkingarnir höfðu gert árás, þó voru krárnar heilar, fyrir utan það að allur mjöður var búinn. Fram undan sáu þeir víkinga nokkra tvo, annar lítill, massaður og með öxi, hinn hávaxinn, mjór og með svipu. Þeir stóðu fyrir utan ávaxta markaðinn og sá með svipuna gerði sig líklegann til þess að hrifsa til sín epli, því búðareigandinn var nú fjarrverandi. Hann lyfti hendinni laumulega en Baldur greip í hann.
,,Veistu ekki að það er glæpur að stela?’’
,,Fyrirgefiði, en var ég eittkvað að stela?’’ svaraði svipumaðurinn og leit framan í Baldur. ,,Allt í lagi, allt í lagi, ég ætlaði að fara að stela, en ég stal engu!’’ játaði hann þegar Baldur herrti takið á hendi hans. ,,Ég heiti Valdi og þetta er bróður minn Hrólfur’’ sagði hann og benti á þann litla og massaða.
,,Mættum við núna fá að fara?’’ spurði Hrólfur og leit vongóður á bróður sinn.
,,Spurðu þennan sem heldur svona fast í hönd mína, svo virðist sem hann hafi öll völd hér’’ svaraði Valdi hæðnislega.
,,Ja,’’ sagði Baldur hugsi. ,,Ef þið viljið vera svokallaðir lífverðir mínir, hér eftir!’’
,,Við tökum því með glöðu geði!´’’ sögðu víkingarnir tveir einum rómi. Svo gengu fjórmenningarnir til hallarinnar. Höllin var nú ekkert svo stór, en hún var falleg, það vantaði ekki upp á. Stórar tröppur lágu upp að hallardyrunum, en hvorumegin við fyrstu tröppuna, voru tvæpr styttur af sæskrímslum sem líktust mjög slöngum. Við hallardyrnar voru tveir varðmenn sem báru atgeira og skildi. Baldur og hinir voru nú komnir að hallardyrunum. Varmennirnir hlupu til og spurðu þá um erindi sitt. Baldur sagði að þeir væpru sendinefnd Skugga og ættu að mæta í þingsalinn. Varmennirnir hleyptu þeim inn og annar þeirra fylgdi þeim að þiugsalnum. Fjórir verðir voru fyrir framan dyrnar að þingsalnum. Einn þeirra gekk fram og sagði :
,,Hingað inn fer enginn vopnaður’’
Við þetta þráuðust víkingarnir en létu þó loks vopn sín frá sér. Verðirnir hleyptu þeim inn í salinn. Þar inni voru ósköpin öll af kertum og varðmenn voru uppi við alla veggi og voru eitthvað um fimmtíu. Borðum og stólum var búið að raða í hálfhring, en gengt honum var hásæti og stórt borð. Á stólunum sem búið vara raða í hálfhring, sátu þingmenn, ræddu saman í hljóði eða páruðu eitthvað niður á blað. En í hásætinu sat aftur á móti hinn nýji konungur eyjanna, Bjólfur Rútsson. Allir spruttu á fætur er þeir gengu inn, en settust aftur niður er þeir sáu hverjir voru þar á ferð.
,,Hvar er Skuggi?’’spurði Bjólfur, allt annað en kurteisislega.
,,Hann gat því miður ekki komið í dag, en sendi okkur til að taka við boðunum’’
Bjólfur virtist ætla að fara að öskra, en hélt þó aftur að sér, vonbrigðin og reiðin leyndu sér ekki.
,,Jæja, ég hefði nú helst viljað fá að hitta hann sjálfan, en ég held að þið nægið’’
Hann rótaði í pappírunum á borðinu og virtist hafað fundið það sem hann leitaði að því hann stundi ,,aha’’.
,,Jæja, Skuggi er hér með dæmdur til eilífðar útlegðar frá Eyjaveldinu, og sömuleiðis litla sendinefndin hans’’ Bjólfur brosti og leit á Baldur. ,,Og þið hafið mánuð til að koma ykkur burt héðan’’ Fjórmenningarnir svöruðu engu en sneru baki í konunginn og löbbuðu út. Þar fengu þeir vopn sín aftur.
*
Nú var mikið um að vera í þorpiniu á Gráey. Baldur, höfðinginn, hafði verið dæmdur í útlegð og var nú á förum.
,,Hvert ættum við nú að fara?’’ spurði Arnór meðan þeir voru að ferðbúa skip sitt.
,,Nú auðvitað til Íslands’’ stakk Valdi upp á og brosti sínu breiðasta. ,,Ég á eftir að leysa nokkur deilumál þar og gæti þurft ykkar hjálp’’ Baldur lét niður kistilinn sem hann hélt á og leit upp í himininn sem var alskýjaður. ,,Jú, förum til Íslands, mig hefur lengi langað til þess að fara norður til Evrópu’’ sagði hann.
,,Þú ræður’’ sagði Arnór og fór að sækja meiri farangur.
,,Faðir?’’ spurði Fáfnir skyndilega Baldur. ,,Mætti ég fá að sigla með til Íslands?’’
,,Spurðu móður þína’’ svaraði faðir hans.
Stuttu seinna kom Fáfnir ríðandi til baka með farangur með sér. Greinilegt var að Rún hefði leyft honum að fara. Daginn eftir var allt klárt og þeir silgdu af stað. Veður var gott en samt þó nokkuð rok, en það var bara gott og blessað því þeir þyrftu á roki að halda til þess að komast sem fyrst til Íslands. Þegar þeir voru komnir nokkrar mílur út fyrir höfnina fór Baldur undir þiljur að athuga hvort allt væri örugglega ekki komið um borð, og þó. Úti í horninu heyrðust lágværar hrotur. Baldur læddist þangað og brá heldur en ekki í brún þegar hann sá að þar lágur Eyjólfur mjöður og Sigurbjörn ljóðelski. Jæja, hugsaði Baldur, þeir eiga eftir að verða hissa þegar þeir vakna og sjá hvar þeir eru. Baldur gekk því næst upp á dekk og sagði félögum sínum frá laumufarþegunum. Valdi og Hrólfur tóku þessu fegins hemdi en Arnór hló bara létt. Nú silgdu þeir í norður, norður til Íslands, á vit nýrra ævintýra.