Þetta eru þriðji, fjórði og fimmti kaflinn í lítilli bók sem ég skrifaði ellefu vetra gamall. Ég hef ekki farið yfir stafsetningar eða innsláttar villur til þess að hafa þetta ‘'original’'.

————–


III. Gestir
Haraldur hafði ekki verið þessu viðbúinn. Hann fann nístings kulda í maganum. Hann hætti að hugsa skýrt. Hann vissi bara að honum leið illa en samt sem áður vel, svo hvarf sál hans inn í bjart ljós. Haraldur var kominn til Valhallar.
*
Sverðið hafði gengið í gegnum brynjna og út um bakið hinum megin. Skuggi reif það út úr köldu líkinu og þurrkaði blóðið af því í skikkju hins fyrrum skattheimturiddara. Svo stakk hann Silfursting í slíður og hljóp eftir torginu sömu leið og hann hafði komið. Að baki sér heyrði hann fólkið fagna ákaft, enda hafði Haraldur aldrei verið neitt sérlega vinsæll meðal almennings, vegna hve ákaft hann hafði kúgað fólkið með of háum sköttum. Skuggi flýtti sér sem mest hann mátti að virkisveggnum. Brátt voru verðirnir farnir að átta sig. Skipanir ómuðu um borgina og lúðrablástur gall við til að gera við vart um Skugga. Nokkrir varðmenn hlupu á eftir þeim grímu- klædda og drógu sverð sín úr slíðri. Skuggi var mjög frár á fæti og stakk þá brátt af, hann var alveg að verða kominn að gömlu vöruskemmunni, þar væri hann úr allri hættu. En handan götunnar var kominn vegatálmi, nokkrir vagnar lokuðu veginum og hermenn stóðu uppi á þeim, vopnaðir bogum og sverðum. Brátt byrjuðu þeir að skjóta án afláts á Skugga. Þá brá Skuggi litla lásboganum sínum, miðaði á einn hermannanna og skaut. Örin hæfði manninn í bringuna, en komst rétt svo í gegnum brynjuna en drap hann ekki heldur gerði hún hann bara óvígann. Skuggi skaut annarri ör og hún hitt annan varðmann beint í augað og drapst maðurinn strax. Blóð spýttist í allar áttir. Nú var Skuggi kominn að vegatálmanum. Hann stökk upp á einn vagninn, dró sverð sitt úr slíðrum, felldi nokkra menn en gerði hina óvíga. Því næst tók hann á rás í átt að gömlu skemmunni. Skuggi smeygði sér inn fyrir dyrnar. Hann hyrti ekki um að athuga með Eyólf heldur hljóp hann beina leið í gegnum skemmuna og út hinum megin. Hann var kominn út fyrir múrinn. Engir leitarflokkar, hugsaði Skuggi með sér, gott. Hann fann Þyt þar sem hann stóð enn þá tjóðraður við tréð og orðinn eilítið órólegur. Skuggi leysti hann, stökk á bak og saman þeyttust þeir yfir Löngu-brú.
Það var komið hádegi þegar Skuggi og hestur hans sneru aftur heim. Enginn vörður var við hliðið og Skuggi komst inn fyrir. Morgunverkin voru byrjuð en Skuggi sneyddi framhjá fólki og komst óséður inn í hesthús sitt. Þar spretti hann af Þyt. Loks gekk hann inn í skálann, tók af sér hertygin og smeygði þeim inn í leynihlera fyrir utan lokrekkju hans. Svo gekk hann til morgunverka.

Liðinn var einn mánuður frá þessu atviki hér um bil, og rétt er að taka það fram að konungurinn, hann Jörmundur, er búinn að senda leitarflokka annan hvern dag að leita að Skugga. Þetta var einn af þeim dögum. Bræðurnir tveir, Arnór hliðvörður og Baldur Gráeyjar höfðingi, sátu á tali inni í skálanum og skammt var liðið á kvöld. Bank-bank. Gestir voru komnir. Baldur sendi húskarl að vísa gestum þeim inn fyrir. Voru þarna komnir fjórir hermenn. Þeir voru all léttbúnir; vopnaðir sverðum, skjöldum og spjótum.

,,Heil og sæl, öll sömul’’ sagði einn her- mannanna hárri en hlýlegri raust. Hann var með brúnt alskegg og eilítið feitlaginn. ,, Ég heiti Hörður. Við erum hér til að finna grímuklædda veru sem kallast víst ,,Skuggi’’’’
Engin svaraði.

,,Enn hefur engin grímuklædd vera riðið hér um hlað’’ svaraði Baldur. ,,En þó þið herrarnir hafið farið fýluferð, má kannski bjóða ykkur að gista hér í nótt. Húsfreyjan kemur brátt með kvöldmatinn’’
Og svo var raunin. Guðrún, húsfreyjan og kona Baldurs, kom stuttu seinna og með henni nokkrir þrælar. Að málsverði loknum sátu Hörður, Arnór, Baldur og Garðar (sonur Arnórs) við langeldinn og ræddu pólitísk vandamál konungsins. Baldri fannst Hörður vita óvenju mikið um þau mál, miðað við að hann var bara undirliðsforingi. Þegar lengra var liðið á kvöld, og menn orðnir vel drukknir, fór Hörður að spyrja um Skugga. Baldur, Arnór og Garðar svöruðu þá fáu og reyndu að víkja talinu að einhverju öðru. Loks, laust eftir miðnætti sofnuðu heimamenn og gestirnir. Baldri var eitthvað órótt í svefni og leið skringilega. Honum fannst að einhverjir væru að læðast aftan að honum, með rýtinga. Svo vaknaði hann. Baldri fannst hann heyra fótagang. Hann fór hljóðlega út úr lokrekkju sinni og gætti þess að vekja ekki konu sína. Langeldurinn var slokknaður og almyrkvað var í skálanum. Þó allt væri svart greindi Baldur þó einhverja veru, læðast um skálann og fara þaðan inn í eldhús. Veran virtist vera að leita að einhverju. Baldur læddist afar hljóðlega á eftir henni og greip sverð nokkurt er hékk í slíðrum uppi við vegg. Nú var Baldur kominn inn í eldhús og var beint fyrir aftan veruna sem beygði sig til að gá ofan í kistu. Veran, sem Baldur sá nú að var maður, tók ekkert eftir Baldri og hélt áfram að róta í kistunni. Baldur lét kalt stálið upp við háls verunnar sem hrökk við og hrökklaðist út í horn. Þetta var enginn annar en gesturinn síðan úr gærkvöldi, hann Hörður. Nú varð Baldur undrandi.

,, Hvað eruð yður að gera svona seint um nótt, þegar þér ættuð að vera í fasta svefni?’’ surði Baldur hvassyrtur og horfði stíft á hermanninn, sem var skelfdur á svip.

,, S-ss-skipun k-k-k-kon-u-ungs’’ náði Hörður að stama upp úr sér, um leið og hann rétti út pergament. Baldur tók við pergamentinu. Baldur las það sem þar stóð. Svona var bréfið:

Ég, Jörmundur III konungur Eyjanna, veiti hermönnum mínum hér með leyfi til að gera húsleit hjá hverjum er liggja undir grun fyrir að vera Skuggi, handtaka hvern sem er undir grun og drepa hvern svo sem læst vera Skuggi.

Hver sá sem finnst sekur, verður ákærður um fjölda alvarlegra afbrota, meðal annars:
Fjögur morð, nauðgun, skattsvik, óhollusta við konung sinn, smygl, landráð, nautgripa þjófnað og stuldur af ýmsu tagi. Einnig verður hann ákærður um að hafa veitt dýr konungs og hafað bjargað norn úr fangelsi.
Ákærur þessar eru mjög alvarlegar.

Undirskriftir :
Jörmundur III, konungur eyjanna,
Bjólfur Rútsson, æðsti ráðgjafi konungs
Geir Njarðarson, herforingi
Brjánn Lárusson, undir herforingi
Björn Atlason, liðsforingi
Filippus II, æðsti þingmaður
Jaki Friðriksson, þingmaður
Börkur Olgeirson, þingmaður

Hér eru átta undirskriftir af fjórtán.
Skipun þessi er hér með tekin í gildi.

Jörmundur Pálsson III, konugur Eyjanna

*
Baldur var í losti yfir þessu skjali. Loks náði hann sér þó saman og hreytti lauslega í Hörð:

,, Fínt er, þú mátt halda áfram þínu starfi’’

,,Fyrirgefðu, Baldur, en þetta verð ég að gera’’ sagði
Hörður þá og röddin orðin eilítið reiðileg.

IV. Árásin

Um morgunninn voru gestirnir farnir. Einungis Baldur hafði séð þá fara. Enginn undraðist um þá eða neitt. Ef þeir voru ekki hér þá voru þeir ekki hér.
Baldur gekk í húsverkin með hinu fólkinu. Það var ágúst og veturinn var í nánd. Það þurfti að heyja og súrsa, bæta í fötin og bráðum þyrfti að smala saman kindunum. Arnór gekk ekki í útiverkin heldur girti hann hest sinn og reið til borgarinnar. Hann var nefnilega á vakt í dag.
*
Jörmundur III, konungur eyjanna, hafði öðrum málum að hneppa, í þinginu.

,,Ég tel að víkingar geri brátt árás á okkur, og því er brýn þörf á að senda herflokka til allra eyja’’ sagði Björn liðsforingi hátt og skýrt.

,,Ég tek undir með því’’ sagði einn þingmannanna og rétti upp hönd.
Geir herforingi stífnaði upp við þessa umræðu.

,,Eh, kannski koma víkingarnir bara alls ekkert, við felldum jú þó marga þeirra í síðustu árásinna þeirra, og ég held að þeir komi bara ekkert aftur’’ sagði hann og og leit vongóður á hina.

,,Þeir koma aftur, sannaðu til’’ hrópaði Jaki og steytti hnefana í átt að Geira.

,,Svona, svona’’ ávarpaði Jörmundur þá.
Allir þögnuðu. Konungurinn hélt áfram:

,,Ég tel einnig að víkingarnir komi bráðlega. Ég mun því senda sveitir til allra eyja, einnig líka til þessa að auka líkurnar á því að þessi Skuggi finnist’’
Hann gerði hlé á máli sínu.

,,Jú, ég tek undir með konunginum’’ sagði Filippus.

,,Jæja næsta mál er ákæran gegn…’’ byrjaði Jörmundur en komst ekki lengra því Arnór borgarvörður ruddist inn með miklum látum.

,,Hvað ert þú að gera hér’’ spurði Geir reiður og horfði hvasst á Arnór.

,,Víkingar!!’’ hrópaði Arnór æstur. ,,Þeir komu að landi í Tanga og koma hingað til Ægisborgar á morgun!’’
Konungurinn stóð upp úr sæti sínu, sallarólegur og sagði :

,,Haha, við sigrum þá auðveldlega, hvað eru þeir annars margir?’’

,,Um þúsund!!!’’ svaraði Arnór. Allir gripu andann á lofti. Nú kváðu við drunur í lúðrum um allt. Yfirleitt voru þessir lúðrar notaðir til þess að vara við stormi en í þessu tilviki til þess að láta vita af víkingunum. Konungurinn þusti nú út úr herberginu. Hinir fylgdu á eftir með hræðslusvip.

,,Safnið saman öllum tiltækum hermönnum’’ sagðu Jörmundur og Björn reið þegar í stað að kalla saman fleiri menn.

,,Farið á allar eyjarnar og safnið öllum vopnfærum mönnum’’ hrópaði Björn.
Skipanir ómuðu um allt.

,,Við náum aldrei nógum herafla í tíma, hinir eiga eftir að koma of seint’’ mótmælti Geir.

,,Það er þó gott að hafa einhverja til að hreinsa upp líkin af okkur’’svaraði Jörmundur háðslega og dró fram sverð sitt.

Ólíkt spá Arnórs, komu víkingarnir eftir einungis fáar klukkustundir. Þeir komu um miðjan daginn og réðust á austurhliðið. Jörmundur horfði yfir þennan ógnvænlega her af berserkjum og óðum víkingum. Þessa orrustu gat Jörmundur ekki sigrað með þessum fáu sjöhundruð mönnum sem hann réð yfir þessa stundina, nema þeim tækist að halda víkingunum í burtu þangað til liðsauki bærist þeim. Þetta vissi konungurinn. Víkingarnir börðu á sterkt hliðið og á vegginn, öskruðu stríðsöskur víkinga. Brjánn Lárusson, undir herforingi, kom hlaupandi til Jörmundar.

,,Má ég segja þeim að skjóta af vild?’’ spurði hann æstur og kannski örlítið hræddur.

,,Já’’ svaraði konungur. Brjánn öskraði eitthvað og þrjúhundruð örvar flugu upp í loftið og lentu á víkingunum. Margir þeirra særðust og nokkrir féllu. Önnur örvadrífa hvað við og skall á víkingunum. Margir berserkjanna drógu upp boga sína og skutu á móti. Nokkrar bogskyttur féllu, sumar særðust, en flestar örvanna misstu marks. Svona gekk þetta í nokkrun tíma. Þegar líða tók að nóttu drógu víkingarnir sig í hlé og reistu tjaldbúðir rétt fyrir utan múrinn. Víkingarnir gerðu aðra árás um nóttina, en nú sendu þeir eldörvar yfir múrinn. Það líktist helst risastóru skýi úr eldi. Þegar dagaði kom liðsauki inn um Vesturhliðið, en það voru bara um hundrað manns. Nú var orðið albjart þótt snemmt væri. Nú gerðu allir víkingarnir sig tilbúna til árásar, en hreyfðu sig ekki, heldur viku frá þegar tvö risastór málmhilki, með risastóru gati í miðjunni, voru dregin í átt að hliðinu. Konunginum leist ekkert á þetta. Fyrir framan þessi ferlíki gekk risavaxinn maður, með ótrúlega stóra vöðva og með svart og mikið alskegg. Hann var klæddur í bjarndýrsfeld og brynju, en á höfðinu var brynhetta, en ofan á henni var loðfeldur með tveimur stórum hornum sem virtust vera af nauti, einnig hélt hann á járnskildi sem málaður var á eldur. En það ógnvænlegasta við hann var sverðið. Um einn og hálfur metri á hæð, grófgert, flugbeitt og rúnir voru ristar á það. Víkingur þessi var ekki mjög vinalegur ásýndum. Þrælarnir sem drógu málmhilkin stóru, stönsuðu fimm metra frá hliðinu. Nokkrir víkingar tróðu stórum málmkúlum inn í hylkin, en aðrir komu með kyndla. Víkingarnir settu kyndlana upp við hylkin og kveiktu á þræði sem fór ofan í hylkið. Eldurinn brann eftir þræðinum og kúlurnar þeyttust út úr hylkjunum og sprengdu stórt gat á hliðið, nógu stórt til að tíu víkingar kæmust inn í einu.

,,Hvað var þetta?’’spurði Hákon, einn herforingja konungs, viti sínu fjær.

,,Einhvers konar galdrar’’ svaraði Brjánn jafnvel enn hræddari. Um allt kváðu skelfingaróp.

,,Nei, þetta eru ekki galdrar, heldur einhvers konar vél til þess að eyða öllu, ég sá þetta í einni för minni til Asíu’’ hrópaði Eyjólfur mjöður sem hafði einhvern veginn komst til konungsins sem stóð í turni nálægt veggnum.
Jörmundur svaraði engu. En svo hljóp hann niður turninn og staðnæmdist fyrir framan menn sína. Víkingarnir voru nú komnir inn í borgina.
Konungurinn taldi kjark í menn sína :

,,Stríðsmenn Eyjanna, þið eruð hér til þess að uppfylla skyldu ykkar og efna eiða. Verið hugrakkir menn mínir, því þótt þið deyið, deyið þið með sæmd og endið í Valhöll. Þó að þið deyið munið þó taka marga fjandmenn með ykkur í dauðann og ykkur verður minnst sem hetjunum sem börðust fyrir friði og frelsi! Fyrir konung ykkar! Fyrir konur ykkar! FYRIR SÆMD!!!’’ Og svo hlupu fimm hundrað stríðsmenn fram gegn óðum víkingunum. Konugurinn var fremstur í fylkingu. Hann brá sverði sínu og setti fyrir sig skjöldinn. Allt gerðist þetta þó svo snöggt, að það eina sem konugurinn mundi frá þessu áhlaupi, var að hann hafði hoggið og varist höggum af því miklum eldmóð, fellt marga óvini, en skyndilega stóð hann einn. Mörg hundruð lík lágu allt í kringum hann. Jörmundur sá að víkingarnir ætluðu aftur að hlaupa inn en héldu þó aftur af sér. Svo steig hinn stóri víkingur fram, með stóra sverðið sitt og skjöldinn.

,,HVAR ER KONUNGURINN!!??’’ öskraði víkingurinn dimmri og reiðilegri röddu.
Hermenn konungs ætluðu að ráðst á hann en konungurinn sagði þeim að bíða.

,,Ég er konungurinn, Jörmundundur’’ sagði Jörmundur ákveðni og óttalausri röddu.

,,Ég bíð þér einvígi, Jörmundur’’ drundi í víkingnum. ,,Og takir þú því ekki ertu bara heigull’’

,,Ég tek þessu, víkingur’’svaraði konungur.

,,Kallaðu mig Sigurð sterka’’sagði þá Sigurður og bjóst til bardaga.

,,Ef þú vinnur förum við’’sagði Sigurður svo. ,,En ef ég vinn, fær Geir hershöfðingi konungstignina’’
Jörmundur leit ásökunar augum á Geir sem sat úti í horni og erfitt var að sjá hvort hann væri lafhræddur eða glaður.

,,Geir?’’ spurði konungurinn undrandi.
Geir horfði fyrirlitlega á konunginn og hrópaði svo:

,,Svaraðu, Jörmundur’’
Jörmundur sneri sér einbeittur að Sigurði.

,,Ég tek því’’sagði konungurinn og hjó að Sigurði.

V. Hopið

Konungurinn og Sigurður börðust lengi hvor við annan. Ah, hugsaði konungur, sá er sterkur. Jörmundur hjó nú í átt að höfði Sigurðar, en hrasaði og datt um koll. Sigurður lyfti þá sverðinu sínu stóra og barði í átt að konunginum, en Jörmundi hafði tekist að víkja sér undan og skall sverðið því í jörðina. Jörmundur ætlaði að höggva í Sigurð, en sá þá að hann hafði misst sverðið sitt. Þá tók hann til bragðs að henda steinum í víkinginn en það virtist ekki stöðva þann sterka neitt. Nú sá konungurinn krítarstein liggja á jörðinni þar skammt frá. Jörmundur tók á rás að steininum og tók hann upp. Því næst ritaði hann nokkrar rúnir á stórann stein sem var þarna. Jörmundur hafði verið leikinn í rúnagöldrum og voru rúnir þessar notaðar til að gera eggvopn bitlaus. En þetta hafði kostað dýrmætan tíma og Sigurður var nó kominn alla leið að konungi með sverðið á loft og hjó í Jörmund. Konungurinn bar höndina fyrir höggið og fann þá nístings sársauka í handleggnum sem hann hafði varið sig með. Jörmundur leit á handlegginn og sá að hann var næstum heill, fyrir utan að hnúðar stóðu út úr honum á öllum stöðum. Höndin er brotin hugsaði hann, næstum feginn. Svo staulaðist hann á fætur og skyldi Sigurð eftir þar sem hann horfði á sverðið smástund, hneykslaður, en hélt svo á eftir Jörmundi.

,,Flýið yfir Löngubrú og leitið skjóls í Gráey!’’ öskraði konungurinn. ,,HOPIÐ!!!’’
Menn hans biðu ekki boðanna heldur yfirgáfu varðstaði sína tafarlaust og fylgdu borgarbúum burt úr borginni. Þeir myndu næst verjast við Gráey.
Brjánn leiddi hermennina sína nú út úr borginni en Hákon lét sína menn slá skjaldborg utan um konur og börn. Svo fór þessi út um vesturhliðið. Konungurinn fylgdi þeim í vagni.
Úff, hugsaði Jörmundur og horfði á víkingana hertaka borgina, frekar hefði ég viljað deyja heldur en að vera minnst sem maðurinn sem tapaði borginni til þessara barbara. Bara að Björn komi nógu snemma með meiri mannafla.