Vona að ykkur líki þetta, búin að vinna lengi með þessa litlu sögu.
———–

Ég hef ekki haldið dagbók í langan tíma. Alltof langan tíma. En nú er ekkert betra að gera.
Mig rámar eitthvað í að hafa haldið dagbók eftir að móðir mín dó. Ég var einn í marga mánuði. Kláraði matinn í búrinu en reyndi að veiða mér til mats eftir það. Ég fór oftast svangur í háttinn.
Ég skrifaði ekki vel og ekki um neitt sérstakt, en mér fannst það gaman. Ég hef alltaf furðað mig á því hvernig litur kemur úr blýi á blýöntum, eða úr kolum.
Nóg um það.
Ég óx óvenjulega hratt, eftir 8 mánuði af einveru, ef ég man rétt, fór ég að hugsa um að ráða mig til vinnu í einhverri sveit, þar fengi ég vonandi nóg að borða og einhvern félagsskap.
Ég var hvorki greindur né líkamlega sterkur en ég var samviskusamur og duglegur. Bóndi einn, að nafni Kristján, kunni vel að meta eldmóð minn og tók mig að sér, ég var hjá honum þangað til…

Mér þótti mjög vænt um Kristján, og konuna hans, hana Sæunni. Þau áttu engin börn og hugsanlega hef ég komið í þeirra stað.
Ég vann mikið og ég fann mikið til - ó, ef ég gæti bara munað hvernig það var að finna til - en þessi ár voru yndisleg. Mér leið vel.
En þá kom þessi vetur.
Þetta var erfiður vetur, kaldur, harður. Marga daga í röð fórum við ekki einu sinni út til að huga að skepnunum.
Búfénaðurinn dó hægt og rólega.
Við fengum fréttir frá öðrum bæ í grenndinni að einhver óvætt hafi drepið vinafólk okkar á næsta bæ, heila sjö manna fjölskyldu.
Sæunn grét, þau voru þessari fjölskyldu mjög náin.
Ég grét líka, seint um nætur, eins hljóðlega og ég gat. Ég saknaði.
Einn daginn lægði storminn mjög skyndilega. Við gáðum að búfénaðinum.
Flest dýrin voru dauð og hin voru máttvana.
Ég sagði Kristjáni að ég myndi vera í fjósinu um nóttina, dýrin þörfnuðust aðhlynningar.
Sæunn var mikið á móti því en ég krafðist þess harðlega.
Satt best að segja langaði mig mjög lítið að vera í fjósinu, en ég var ástfanginn af Sæunni, og ég vildi sýna mig.
Ég hefði aldrei getað gert neitt til að særa Kristján, en ég leyfði mér að dreyma.
Ég gaf dýrunum mikið að borða og hlúði að sárum þeirra, sem Kristján sagði að væru eftir að þau reyndu að naga af sér kuldann, en mér fannst það ólíklegt, sárin litu ekki út fyrir að vera nagsár.
Ég ákvað að reyna að festa svefn í einhverja stund og átti í engum erfiðleikum með að sofna.
Ég vaknaði við hátt baul, mig hafði verið að dreyma Sæunni og var enn í fullri reisn.
‘Nei, hvað er að sjá?
Var þig að dreyma eitthvað skemmtilegt?’
Ég leit í kringum mig, það var mikið blóð á gólfinu en ég sá engan.
‘Sæunn?’ sagði ég, þó ég vissi vel að þetta væri ekki hún.
Röddin sem sagði þetta var köld, en tælandi.
Hár, kaldur, skellandi hlátur.
‘Nei elskan, Miranda heiti ég.’
Miranda fannst mér furðulegt nafn, en ég þagði þó.
‘Ekki vera hræddur, ég ætla ekkert að meiða þig… strax’ sagði röddin og allt í einu birtist ung svarthærð kona fyrir framan mig. Það var ekki fyrr en ég horfði í augu hennar að ég sá að hún var ekkert ung.
Blóð lak úr munnvikum hennar.
Ég hrökklaðist undan.
‘Hver ertu?! Hvað ætlar þú að gera mér?’
‘Ekki vera hræddur, slakaðu á’ sagði hún aftur. Röddin hafði róandi áhrif á mig, en ég var samt ennþá hræddur.
Hún sleikti útum og þurrkaði blóðið af vörum sínum.
Hún klæddi sig úr fötunum og lagðist nakin við hliðina á mér.
‘Þú ert ótrúlega falleg.’ sagði ég alveg óvart upphátt.
Hún brosti og þá sá ég vígtennurnar.
Ég hrökk við en hún sagði mér aftur og aftur að vera ekki hræddur.
Hún klæddi mig úr lopapeysunni og nuddaði læri mín.
Hún klæddi mig úr skyrtunni og ég fann ískaldar hendur snerta bringu mína.
Við nutum ásta, og aldrei hef ég fundið aðra eins fullnægingu.
Hún beit mig í hálsinn og ég fann hana sjúga úr mér blóð.
Mér fannst það vont en samt var það gott.
‘Ekki drepa mig, plís! Gerðu mig eins og þig.’
Og það gerði hún.
Ó, hvað ég vildi að hún hafði ekki gert það.
Líf mitt, það er ekkert líf.
Ég anda ekki, hjarta mitt slær ekki, og blóð rennur ekki í gegnum æðar mínar.
Ég finn ekki fyrir sársauka og það tók mig hálfa aðra öld að læra á tilfinningar.
Miranda var drepin eftir að hún reyndi að drepa ungan, hjátrúarfullan prest sem alltaf hafði tréspjót í fórum sínum.
Hún var ung og morðóð, og hafði verið það líka í lifandi lífi sínu. Það varð henni að falli.
En ég, ég tóri.
Ég sakna Kristjáns og Sæunnar.
Þau dóu fyrir einhverjum öldum en ég hef aldrei getað gleymt þeim.
Ég vildi að sjálfstæði mitt og mín eigin hugsun væri sterkara en vampírueðli mitt.
Þá væri ég farinn úr þessum heimi.