Skuggaskinna- I.-II. kafli Þetta eru fyrstu tveri kaflarnir í lítilli bók sem ég skrifaði ellefu vetra gamall. Ég hef ekki farið yfir stafsetningar eða innsláttar villur til þess að hafa þetta ‘'original’'.

————–

Látinn maður á hæsta turni,
brunninn fáni og blóð um allt,
hæ, hó, hér hefur verið Skuggi á ferð!
Grímunni gömlu yfir vitum sér bregður,
Skikkjan snjáða á herðum verður,
Brynjunni góðu hann klæðst hefir oft,
Og Silfurstinginn úr slíðrum dregur!
Hæ, hó, nú fer Skuggi á stjá!
Sólin er unnin og tími dags er runninn,
Nóttin er komin og Skuggi kemur,
Hæ, hó, morðingjar varið ykkur nú!
Riddarinn frækni og allur hans her,
Verða væsklar einir þegar Skuggi fer á stjá!
Það sníður, hann klífur og skellir í slíður,
Hæ, hó, hér er Skuggi á ferð!
Hann stingur og leikur við hvern sinn fingur.
Með grímu á höfði og Silfursting í hönd
Hann sendist um lönd!
Nú launráðamenn og eiðsvikarar fá fyrir því að finna, er Skugginn fer í hefndarhug!
Hæ, hó, nú er Skuggi kominn á ferð!
Í Sagnaskinnu segir svo frá, að sterkur hafi verið Skugginn sá, er felldi drekann Rán og sigraði Sigurð sterka!
Hæ, hó, nú segi ég ei meir!


Formáli

Lágur sjávanriður heyrðist langt í fjarska. Tunglið var fullt. Geir Njarðarson, valdamesti og án efa spilltasti herforingi konungsins, beið niðri við höfn. Kalt þokumistur lá yfir landinu öllu. Það var dúnalogn og ekkert heyrðist. Allt var hljótt. Jafnvel bátarnir sem bundnir voru við bryggjuna vögguðu ekki á kyrrum sjónum. Herforinginn var ekki glaður á svip. Haraldur skattheimturiddari var enn ókominn og gestirnir kæmu á hverri stundu. Geir var búinn að bíða þarna frá því að sólin hafði sest á bak við sjóndeildarhringinn, og þeir sem þekkja ekki óþolinmóðan hershöfðingja ráðlegg ég þeim að forðast þá eftir bestu getu. Loks heyrðist dynur í hófum. Dynurinn var hærri en eðlilegt var vegna þess hve kyrrt og hljótt hafði verið fyrir örfáum sekúndum. Loks komu hesturinn og reiðmaðurinn í ljós út úr þokunni. Reiðmaðurinn var vafinn í svart frá hvirfli til ylja og stór hetta skygði á andlit hans.
,, Í Þórs bænum, Haraldur!’’ hvæsti Geir. ,,Þegar ég sagði þér að láta lítið á þér bera, meinti ég ekki að vefja sig í kufl og hettu’’
Reiðmaðurinn steig af baki, tók af sér hettuna og í ljós kom frítt en karlmannslegt andlit, nauðrakaður, en með brúnt, sítt og hrokkið hár.
,,Afsakið, herra’’ sagði Haraldur og laut höfði.
,,Engin ástæða til að æsa sig yfir svona smámunum’’ sagði Geir höstugur og sneri sér undan. Geir leit út á haf, og þrátt fyrir þokuna sá hann móta fyrir röndóttum seglum. Báðir hermennirnir gripu andann á lofti. En nú dygði enginn kerlingaskapur. Geir og Har- aldur vissu hvernig þessir náungar voru, harskeittir og misskunnarlausir. Nú kom í ljós bátur, stórt langskip. Um fimmtíu manna áhöfn var um borð. Á stafni bátssins var útskorið drekahöfuð, sem gerði þessa sjón ennþá ægilegri. Geir stóð teinréttur og var virðulegur á svip. Nú var skipið komið að landi og tveir menn stukku út úr því.
Annar þeirra var með orrustu hjálm, skikkju, hélt á öxi og þykkum viðar skildi. Hinn var grannur og hár, ólíkt félaga sínum sem var lágvaxinn og vöðvastæltur, hann var í gauðrifnum fötum og vesti, með stóran og mikinn hatt á höfði sem búið var að næla hrafnsfjöður í, og fyrir vopn hafði hann rýting í slíðrum við beltið en hélt á langri og óhugnalegri svipu.

,,Ert þú Geir’’ spurði sá með öxina. Röddin var mest líkust bjarndýrs urri.

,, Ja.. já’’ svaraði Geir skjálfraddaður en náði þó að setja smá smeðju og virðingu í orðin.

,, Við erum komnir til þess að taka við því sem okkur var lofað’’ hálf hrópaði víkingurinn með öxina og greip í Geir.

,, Svona, svona’’ sagði sá með svipuna og greip hönd félaga síns. Rödd hans var bæði vingjarnleg og háðsleg. Undarleg samblanda.

,, Já, já, Valdi’’ svaraði axarmaðurinn og hálf hrinti Geira frá sér.

,,Engan dónaskap, Hrólfur’’ svaraði sá sem hét víst Valdi. Svo kölluðu þeir á félaga sína sem byrjuðu að bera íburða mikla kassa og kistur um borð í lang-
bátinn. Þegar hinn fyrrum hái stafli var horfinn um borð, stukku Hrólfur og Valdi aftur um borð. Báturinn var að hverfa úr augsýn. Geir hrópaði á eftir þeim :

,,Þið komið svo örugglega á næsta fulla tungli!?’’ En ekkert svar kom út ú þokunni.

,,Jæja, gekk þetta vel?’’ spurði Haraldur kindarlega. Hann leit á lágvaxinn, feitann og ríkmannlegabúinn herforingjann, sem stóð stjarfur og horfði út á haf.

,,Já, Haraldur, já ég held það’’
Þeir þögðu um stund, svo rauf Haraldur þögnina :

,,Ermir Kárason er orðinn frekar hnýsinn. Hann fann greinilega síðasta bréfið sem þú sendir til… þeirra’’

,,Það er auðvelt að ryðja honum úr vegi’’ svaraði hershöfðinginn og brosti lymskulega.

I. Kafli- Heimkoma

egar Baldur var kominn að niðurnídda hliðinu á Gráey, hrópaði rödd úr myrkrinu: ,,Hæ! Hver fer hér um?’’

,,Það er hann ég,’’ svaraði Baldur.

,,Baldur, ég sá þig ekki,’’ svarar röddin. Baldur gekk áfram og andartaki síðar kviknaði á lukt og í bjarmanum frá henni sást unglegur maður með skollitað hár, svart yfirvaraskegg, hjálm á höfði, spjót í hendi, sverð í slíðrum og hélt á kringlóttum viðar skildi með drekamynd á. Hann var klæddur í hringabrynju, leðurvesti og skinnbuxur. Maðurinn gekk nær og lét spjótið síga.

,,Þú hefðir getað látið mig vita áður en þú færir til borgarinnar, því að á morgun fer ég á vakt í borginni, við hefðum getað orðið semferða’’ sagði maðurinn sem hét Arnór.

,,Nú já, en ég var í alvarlegum erindagerðum, og komst að dálitlu markverðu,’’ svaraði sá gamli og lét skína í sverð sitt Silfursting.

,,Úff,’’ var það eina sem heyrðist frá Arnóri. Hann lyfti upp stórum lykli og gekk að hliðinu, stakk lyklinum í skrána og sneri. Það heyrðist lágt KLIKK, og Arnór opnaði hurðina.
Baldur gekk inn fyrir hrörlegt virkið og gekk í átt að litla, en vinalega, þorpinu sínu; Eikarþorp. Ljós logaði í gluggum og hlátrasköll glumdu við.

,,Afhverju fórstu ekki ríðandi,’’ spurði Arnór sem hafði læst hurðinni aftur og gekk við hlið Baldurs í átt til bæjar.

,,Ahh, Þytur var svolítið haltur, og auk þess hef ég gott af svolitlum göngutúr,’’ svaraði Baldur og yppti öxlum. Þeir bræður gengu eftir slitnum stígnum sem lá til þorpsins. Þeir staðnæmdust hjá störum torfbæ og Baldur bar að dyrum. Ljóshærð og fögur kona, svona um tvítugt, opnaði fyrir þeim og rétti þeim öl. Sonur Baldurs sat við enda skálans. Þegar hann kom auga á föður sinn, stóð hann upp gekk til hans. Baldur faðmaði son sinn að sér en Fáfnir spurði bara:

,,Hví ert þú svo seint á ferð, faðir minn?’’

,,Víst er ég seint á ferð, en kom þó fyrr en seinna, því veisluhöldum er ólokið,’’ svaraði Baldur brosandi.
Fáfnir virti fyrir sér föður sinn. Hann virtist eldri en áður, hrukkurnar höfðu dýpkað og hárið hafði gránað enn meir. Samt sást það í augum hans, að hann var frískur, því þar brann eldur visku og óendanlegs krafst.

,Hví er systir þín svo döpur, að eigi mæli hún orð frá vörum, heldur rétti manni öl og spyrji einskis?’’ spyr þá Baldur minntist þess þegar dóttir hans kom til dyra fyrir fáeinum mínútum.

,,Sorg er að segja frá því, faðir minn, en unnusti hennar hann Ermir var myrtur af skattkeimtu riddaranum honum Haraldi,’’ svaraði Fáfnir sorgmæddur. Þeir töluðu ekki meira. Brátt dró Baldur Arnór bak eina stoðsúluna þar sem enginn heyrði.

,,Hershöfðinginn er eitthvað að bralla,’’ hvíslaði Baldur
og gaut augunum að fólkinu á bænum sem skálaði og hrópaði.

,,Hvað meinarðu?’’ spurði Arnór.

,,Þegar ég var að njósna um hann heyrði ég hann vera að muldra eitthvað um að verða konungur… bíddu við ég er ekki búinn, því að þegar hann fór til náða sá ég að hann var að skrifa bréf til einhvers,’’ Baldur þagnaði og leit til fólksins. Enginn gaf þeim minnsta gaum. Því hélt hann áfram:

,,Það eina sem ég komst að var að viðtakanda bréfsins er lofað miklu gulli og öðru svoleiðis dóti, ef… ef hann kemur… en ég veit ei meir.’’ Baldur leit á Arnór.
Arnór var alveg hljóður og brá ekki svip.

,,Á morgun fer ég að hefna unnusta Maríu dóttur minnar,’’ sagði Baldur þá og gekk burt.

II. Kafli- Hefnd

Morguninn eftir heyrðist ekki minnsta hljóð. Enginn hani galaði. Ekkert. Það var eins og eitthvað væri að fara að gerast. Baldur girti sig sverði sínu, setti á sig grímu Skuggans, sveipaði um sig skikkju sinni, klæddi sig hringabrynju, fór svo í svarta treyju utan yfir, batt lítinn lásboga við belti sitt og smeygði reypi yfir öxl sína. Hann hugði á hefndir. Ermir, unnusti Maríu hafði alltaf verið góður vinur fjölskyldu Baldurs. En nú hafði hann verið veginn af einum af hinum sálarlausu skattheimtu riddurum hershöfðingjans. Og þá fór Skuggi að leita á hefndir. Skuggi fór út og leit inn í hesthúsið og gekk að stíu Þyts.

,, Lítum nú aðeins á hófinn’’ muldraði hann í lágu hljóði, eins og alltaf þegar hann talaði við hest sinn. Hann fann að hófurinn var ekki bólginn lengur.
,,Svona já’’ sagði hann við Þyt.
Baldur lagði svart lak yfir bak Þyts, til að enginn þekkti þennan fallega, litförótta hest. Að lokum girti hann hnakkinn á, steig á bak og reið af stað. Hann stoppaði við mosavaxið hlið eyjarinnar. Þar steig hann af baki og opnaði hliðið, teymdi Þyt í gegnum það og lokaði á eftir sér. Nú reið hann eftir allri Löngubrú. Það var um hálfs dagsleið að fara yfir brúna alla og yfir í Kóngaey, en á þeim hraða sem Skuggi og Þytur voru á, tók það ekki nema svona um tvo klukkutíma, ef ekki minna. Brúin var gömul, um fimmtíu mannsaldra, og á stöku stað var hún að hruni komin. Skuggi reið fram hjá afleggjara að Mosaey, og loks fram hjá viðbyggingu sem lá til Smáraeyjar.

Um hádegi sást hæstiturn kastalans á Kóngsey við sjóndeildarhringinn. Hvítur turn með oddmjóu þaki og hálfmánalöguðum gluggum.

Eftir nokkra kílómetra í viðbót kom Skuggi í Kóngsey. Veðurbarið, en samt nýlegt skilti vísaði í suður eftir hellulögðum veg til kastalans. Rúnir höfðu verið ritaðar á það. Skuggi lét sem hann sæi ekki skiltið, heldur hélt hann inn í þykkann skóginn sem óx við veginn. Kræklóttar greinar stungust í Skugga og hest hans, og skildu eftir sig lítil göt, þegar þær kræktust í skikkju hans. Þeir héldu áfram á höstu brokki út úr skóginum og fyrr en varði voru þeir komnir að eystri varnarvegg kastalans. Skuggi hafði gert þetta margoft. Hann reið aftur inn í skóginn og batt Þyt við tré nokkurt. Hesturinn sást ekki frá varðturnunum. Skuggi greip fast um hjöltu Silfurstings og skaust upp að veggnum.

Veggir þessir höfðu verið byggðir til að forðast árásir víkinga, sem herjuðu á eyjarnar á tveggja ára fresti, og svo líka til að verjast árásum óvinaríkja í austri. Skuggi leit upp á múrinn. Þar stóðu nokkrir varðmenn vopnaðir spjótum og horfðu letilega út yfir sjóndeildar- hringinn. Skuggi læddist meðfram veggnum í vestur og fann þar læstar dyr, hálf faldar vegna mosans sem óx á þeim. Hann stakk hendinni inn á sig og dró fram ryðgaðan lykil. Skuggi stakk lyklinum í skrána en sneri ekki, þess í stað setti hann eyrað upp við hurðina og hlustaði grannt. Ekkert hljóð heyrðist. Svo sneri hann lyklinum. Hurðin opnaðist með háu marri. Skugga fannst það óþolandi. Ég tek olíu með mér næst þegar ég kem hingað, hugsaði hann með sér. Skuggi gekk inn fyrir.

Hann var kominn inn í gamla vöruskemmu með háum stöflum af kössum úti um allt. Hann lokaði á eftir sér. Mosi óx hvarvetna á veggjum og gólfi. Há hrota rauf kyrrðina. Skuggi sneri sér ósjálfrátt við og brá sverði sínu, beygði hnén og leit rólega í kringum sig. Augu hans staðnæmdust á staðnum sem hrotan hafði komið frá. Þegar Skuggi sá hvað var þar hló hann í huganum. Þarna, úti í horni, í lágum stól, sat Eyólfur mjöður, steinsofandi. Sá Eyólfur var sífullur. Skuggi gekk til hans og greip flöskuna sem Eyólfur hélt trausta taki utan um. Skuggi náði að losa flöskuna varlega úr greipum þess sofandi. Skuggi hvolfdi úr flöskunni upp í sig. Hún var tóm. Skugga fannst það ekkert skrítið því Eyólfur var vanur að klára mjöð sinn áður en hann sofnaði. Skuggi lét flöskuna aftur á sinn stað og hélt að öðrum dyrum. Þær stóðu í hálfa gátt. Skuggi gekk útá götuna. Hann fékk ofbirtu í augun eftir að hafa verið svona lengi inni í myrkrinu, svo hann blindaðist í smá stund, en fékk svo sjónina aftur eftir örfá augnablik.

Nú varð hann að flýta sér, því ef verðirnir tækju eftir honum, myndu þeir kalla út herlið svo að hann kæmist ekki undan. Hann hljóp því strax af stað. Göturnar voru nú farnar að lifna við, enda var tekið að birta af degi. Allsstaðar var fólk að vakna, kaupmenn að setja upp sölubása eða að opna búðir. En Skuggi hljóp einbeittur áfram. Gömul kona horfði undrandi á eftir honum. Skuggi vissi nokkurn vegin hvert átti að stefna. Hann ætlaði að mæta Haraldi skattheimturiddara við aðal kastala innganginn. Skuggi var kominn að aðaltorginu. Þótt þetta væri árla morguns var allt á iði. Drengir og stúlkur hlupu til kaupmannanna í sendiferðum fyrir foreldra sína, ungar stúlkur versluðu kjóla og skartgripi. Ástæðan fyrir því að borgin fór svona senmma á fætur, var sú, að það var laugardagur í dag. En hvað var þarna? Þarna, fyrir framan styttuna af konunginum, stóð Haraldur skattheimturiddari og leit í kringum sig. Hann var klæddur spelkabrynju, en yfir henni voru fögur litklæði. Einnig var hann með fjólubláa skikkju, hjálm, sverð í slíðrum og tígullaga járnskjöld með fána eyarinnar málaðann á, sem var gyllt kóróna á hvítum og rauðum bakgrunni . Skuggi tók eftir því að fólkið forðaðist hann eftir bestu getu svo að lítið bæri á. Skuggi læddist gegnum mannfjöldann. Hann staðnæmdist metra fyrir framan Harald, rétti þar eins mikið úr sér og hann gat og sagði með hárri raust :

,,Fellduð þér Ermir son Kára?’’
Riddarinn hafði ekkert tekið eftir Skugga, hrökk við er sá hver hafði ávarpað hann en svaraði svo rólega :

,,Vegna skattsvika við konung’’

,,Lygari’’ hvæsti Skuggi á móti.
Fólkið var nú byrjað að horfa á þá og benti á Skugga með hræðslu svip, því konungurinn hafði dæmt Skugga til dauða og sagt hann vera bölvaðann glæpamann.

,,Ég býð þér einvígi, til að ég geti hefnt Ermis’’ sagði Skuggi og lét sem hann tæki ekki eftir mannfjöldanum sem starði á þá.

,,Því tek ég, en vara þig við, því ég held að þú getir eigi hefnt Ermis dauður’’ svaraði Haraldur um hæl, glottandi á svip, en brá sverði sínu. Skuggi bakkaði um nokkur skref og dró Silfursting úr slíðrum.

,,Hörfaðu heybrók, þú hefir ekkert í mig’’ hrópaði Haraldur og reyndi að yfirgnæfa hávaðann í æstum múgnum.
,,Við sjáum til um hver er heybrókin hér, eftir að ég hef lokið mér af við þig’’ svaraði Skuggi og gerði sig líklegan að gera árás. En þá öskraði Haraldur og stökk á Skugga. Skuggi vatt sér léttilega undan högginu og gerði atlögu að Haraldi, en hann varðist högginu með því að bera fyrir sig skjöldinn. Nú var komið að skattheimturiddaranum að gera árás. Hann reyndi að stinga Skugga í síðuna en Skuggi sló burt sverð Haralds með sínu eigin. Það neistaði af sverðunum þegar þau skullu saman. Skyndilega drógu þeir sig í hlé og bökkuðu um eitt skref.

,,Hver er undir grímunni?’’spurði Haraldur móður.

,,Það kemur aumum kerlingum ekkert við’’ svaraði Skuggi sallarólegur og hljóp fram. Haraldur var of svifaseinn og fékk hnefa Skugga beint í andlitið. Haraldur vankaðist, féll aftur fyrir sig og kútveltist í átt að vagni fullan af heyi. Loks tókst honum að standa upp, en sá þá að hann hafði misst skjöldinn. Kom þá Skuggi hlaupandi að honum með Silfursting og hjó í átt að Haraldi. Riddarinn náði að átta sig nógu flótt og bar sverð sitt fyrir sig. Skuggi hraut nokkur skref til baka. Þá kom Haraldur hlaupandi í áttina að honum, brá sverðinu, en náði eingöngu að særa Skugga lítillega á vinstri handlegg. Skuggi hugsaði nú með sér, að hann nennti ekki að halda áfram þessu einvígi og ákvað að ljúka því sem fyrst. Skuggi stökk gegn andstæðingi sínum, og stakk því næst sverðinu í gegnum hann.
-