Kvöldi 15. desember, 1895, Lundúnum, Englandi

Juan gekk hægum skrefum yfir snæviþakta götuna, líkami hans hávaxinn og sterklegur maður klæddur í skítuga skyrtu og þykkan jakka en fæturnir huldir með þykkum gallabuxum og gömlum vinnuskóm með stáltá en stór hattur sat á höfðinu. Eldur brann lítillega í ljósastaurum með fram götunni. Sigðlaga máninn gægðist yfir nokkur ský sem slæddust letilega yfir stjörnuprýddan næturhimininn. Þar sem Juan gekk eftir hellulagðri götunni fór hann enn einu sinni yfir áætlun sína í huganum. Arnold P. Huskins á hús í grenndinni, þar mun ég laumast inn og losa mig við húseigandann. Juan kinkaði lauslega kolli, líkt og svo mörgum sinnum áður sem hann hafði notað sömu áætlun. Stór líkaminn gekk rösklega þrátt fyrir hálku götunnar, Juan hafði tamið sér nær fullkomið jafnvægi fyrir mörgum áratugum. Krákustræti 17 þar mæti ég takmarkinu, hugsaði Juan þegar hann fór framhjá húsi merktu Krákustræti 15. Juan staðnæmdist fyrir utan húsið við hliðina, merkt Krákustræti 17. Húsið var, líkt og flest öll hin í götunni, á tveimur hæðum með fimm gluggum á hverri hæð. Framan á húsinu var einföld en sterkleg hurð. Þegar Juan nálgaðist hurðina sá hann að nýlega hafði verið skipt um lás. Hann gerir þetta of einfalt fyrir mig, hugsaði Juan og leit á nýtískulegan lásinn, en þá var mun einfaldara að brjóta upp en hina gömlu sterkbyggðu. Hægri höndin skaust niður í vasa jakkans og dró upp undarlegan hníf, sveigðan með mörgum litlum stöngum sem stungust út hér og þar. Höndin bar hnífinn upp að lásnum og eftir örfá andartök heyrðist hreinn og klár smellur, ótvírætt merki þess að hurðin var farin úr lás. Juan fór inn fyrir og litaðist um. Innviðir hússins voru frekar einfaldir, arinn stóð upp við vegginn til vinstri og fyrir framan hann voru nokkrir hægindastólar. Örfá málverk voru á veggjunum og ein ljósmynd af ungri konu. Til hægri var eldhús sem leit út fyrir að hafa ekki verið þrifið í nokkra daga. Beint á móti dyrunum var stigi sem lá upp á aðra hæð. Stóri líkaminn staðnæmdist í dyrunum örfá andartök og reyndi að greina óvenjuleg hljóð. Juan taldi ekkert þeim hljóðum er til hans bárust óvenjuleg, bara hrotur ofan af annarri hæðinni og snark í glóð úr eldinum í arninum sem hafði slokknað í fyrir nokkrum klukkutímum að því virtist. Juan beið því ekki boðanna og sterklegir fæturnir læddust með líkamann upp stigann. Stiginn var gamall og marraði í honum við hvert fótatak. Þegar Juan var kominn upp á aðra hæðina blasti við honum mjór gangur með fimm hurðum. Eyrun numu hvaðan lágar hroturnar komu og fór Juan þangað, upp ganginn til vinstri. Dyrnar við enda gangsins voru hálfopnar og Juan smeygði sér nær hljóðlaust inn. Hann var nú staddur í myrku svefnherbergi. Dregið var fyrir eina gluggann í herberginu en örlítil birta barst innan um þunn klæðin er huldu rúðurnar. Við hlið gluggans var stórt rúm og skrifborð. Í rúminu lá einhver vera undir teppi. Juan fór að rúminu og leit á veruna sem þar svaf. Það var fullorðinn maður, um þrítugt lá þarna hrjótandi með aðra höndina undir kodda en hin féll út fyrir rúmstokkinn. Aftur fór hægri höndin ofan í vasann en dró í þetta skipti upp venjulegan og ryðgaðan rýting. Fingurnir léku um verkfærið í smástund en gripu það svo þannig að brandurinn stóð niður úr hnefanum. Þetta er of einfalt, hugsaði Juan og leyfði sér að glotta. Höndin reis upp og bjó sig undir að falla niður á fullri ferð. Rétt áður en rýtingurinn snerti sofandi manninn hentist stóri líkaminn til hliðar. Þegar líkaminn hafði lokið falli sínu leit höfuðið til hliðar og Juan sá árásar mann sinn. Yfir Juan stóð nú tveggja metra hár maður, eða ekki maður. Húð hans leit út fyrir að hafa verið fláð af, brennd og saumuð einhvern veginn á hann aftur í bland við eðluskinn og þær fáu tennur er voru í kjaftinum voru langar og beittar.

,, Hhhiiisss, Sálfari! Ég bjóst við því að hitta þig hérna!‘‘ hvæsti skepnan og skaut út klofinni tungu.

,,Apepminon, ég sendi þig aftur til skapara þíns!‘‘ hvæsti Juan á móti og hendur fallna líkamans og fætur reyndu að hífa líkamann aftur upp, en Apepminon barði hann aftur niður.

,, Vertu sæll, Juan Sálfari!‘‘ hvæsti Apepminon og með eldsnöggum hreyfingum reif hann rýtingin úr höndinni og í sömu hreyfingu skar hann djúpan skurð þvert yfir bol andstæðings síns og háls hans auk þess að hann stakk hann nokkrum sinnum sér til ánægju. Raddböndin herptust og úr þeim særða kom bælt sársauka óp. Juan var máttvana, sjónin var að hverfa og það síðasta sem Juan greindi var það sem líkelga átti að vera bros á afsrkæmdu fési Apepminon.

Juan fæddist. Juan vann á akrinum með fjölskyldu sinni. Juan hitti fyrstu ástina sína. Juan giftist. Juan gat ekki séð stækkandi heimilinu fyrir mat. Juan myrti landdrottinn þegar hann rak hannburt af landareign sinni vegna skulda. Juan óttaðist víti. Juan bað frelsarann um fyrirgefningu. Juan heyrði aldrei í honum. Juan flúði Mexíkó. Juan óttaðist víti enn. Juan særði fram skrattann. Juan gerði samning við Skrattann. Juan þyrfti aldrei að fara til vítis ef hann sækti sálir þúsund er Skrattinn bæði um. Juan fór lengi um og veiddi fyrir Skrattann. Juan missti líkama sinn en flutti sál sína yfir í annan ónotaðan líkama. Juan . Juan flutti sál sína yfir í annan ónotaðan líkama. Juan flutti sál sína yfir í annan. Juan flutti sál sína yfir í annan. Juan flutti sál sína yfir í annan

Juan vaknaði aftur þegar ævi hans var öll þotin framhjá. Hann gat ekki hreyft líkamann og var of máttvana til þess að nýta hæfileika sinn til læknunar. Juan tókst rétt að lyfta öðru auglokinu og sá hvar Apepminon stóð í rúminu og veifaði rýtingnum við andlit Arnolds sem var með andlitið stirnað af hræðslu. Ég verð að finna nýjan líkama fljótt, ellegar ég verð tepptur hér að eilífu, hugsaði Juan og varð litið á Arnold. Hann tók ákvörðun sem hann hafði aldrei tekið áður og nýtti síðustu krafta sína til þess að sk´jotast yfir í líkama Arnolds. Juan reyndi að smeygja sér inn í hverja frumu en sál Arnolds var þar fyrir.

,, Hvað í, hvað er í gangi?‘‘ sagði rödd innan líkama Arnolds, rödd Arnolds sjálfs.

,, Ekki streitast á móti, ég mun bjarga okkur frá þessum viðbjóði!‘‘ svaraði Juan sem var óvanur því að taka yfir fullhraustan og lifandi líkama sem þegar innihélt sál.
,, É-ég, hvernig get ég treyst þér?‘‘ Juan skynjaði að Arnold væri mjög undrandi á þessu og deildi minningum sínum með honum.

,, Ég sver það við samning minn við Satan, að leyfa þér að halda þessum líkama eftir að ég hef sigrað Apepminon ef þú leyfir mér bara að nota líkamann þinn til þess að sigra þennan djöful nefndan Apepminon!‘‘ Arnold vissi að þennan samning gat Juan ekki rofið án þess að rjúfa samning sinn við Kölska og fara samstundis til vítis. Án frekari hugsunar eftirlét Arnold Juan stjórn líkamans. Það fyrsta sem Juan tók eftir var fés Apepminon grettandi sig enn meir en venjulega.

,,… og þessvegna vill Djöfullinn losna við þig!‘‘ sagði Apepminon sem greinlega hafði verið að útskýra eitthvað meðan Juan hafði fært sig yfir til Arnolds. Juan tók eftir því að Apepminon var allur byrjaður að hristast og þá sérstaklega hausinn. Ónei, hugsaði Juan sem hafði heyrt um þessa aðferð Apepminon. Rýtingurinn sem hann hafði verið að veifa var til einskis ætlaður, kjálkar Apepminon myndu sjá um að gleypa líkama Arnolds og kremja. Nú þegar var munnur skepnunnar byrjaður að teygjast til og frá, slefið úr kjaftinum brenndi göt á rúmteppið. Juan var fljótur að hugsa, rótaði í gegnum minningar Arnolds og fann loks eitthvað gagnlegt. Hendi mannsins í rúminu skaust undir rúmið og dró fram rykfallna veiðibyssu. Höndin slengdi byssunni í höfuð Apepminon sem féll aftur á bak af undrun. Líkami Arnolds stökk upp á ofurmannlegum hraða og barði skrímslið í höfuðið með byssuskaftinu aftur. Því næst snerist byssuhlaupið að höfði Apepminon. Tvö skot hlupu af sem bergmáluðu gegnum nótt Lundúna. Juan sá að þetta hafði ekki meitt Apepminon hið minnsta, einungis gefið honum tvær auka holur í höfuðið. Skepnan öskraði reiðilega og réðst gegn Juan með því að stökkva á hann með klærnar á undan sér. Klærnar stungust í bringu líkamans sem féllaftur upp að veggnum. Þá tóku hendur Arnolds um vinstri hönd Apepminon og brutu framhandlegginn. Apepminon öskraði og ætlaði að klóra höfuðið af búki Arnolds en líkaminn beygði sig niður og kýldi með gífurlegum krafti í maga Apepminon og því næst hófu þær skrímslið á loft og köstuðu að glugganum. Glugginn brotnaði undan þunganum og féll Apepminon út um hann en tók Juan og Arnold með sér. Meðan á fallinu stóð einbeitti Juan sér hið ýtrasta. Apepminon vissi ekki sitt rjúkandi ráð en hendur Arnolds gripu um fingur vinstri handarinnar og braut einn af. Svo heyrðist hár dynkur og Juan fann hvernig nokkur bein brotnuðu í líkama hans. En Juan hafði lent ofan á í þessari baráttu og meðan Apepminon lá undir sér notaði hann afbrotnu nöglina og skar höfuðið af Apepminon. Juan andvarpaði og leyfði líkama Arnolds að leggjast á kalda götuna. Blóðið streymdi úr sárunum á bringunni og snjórinn kringum Juan var rauður.

,, Hvenær fæ ég líkama minn aftur?‘‘ spurði Arnold.

,, Leyfðu mér fyrst… að finna annan líkama… og lækna þennan,‘‘ svaraði Juan. Svo fer ég á eftir þér, Myrkrahöfðingi.



Ég er búinn að vera með þessa sögu í hausnum í meira en ár, og feginn að losna við hana.