Úlfur í sauðagæru: Orsakavöld

Kafli 5 partur 3

Athugasemd: Jeij. Ég er kominn erlendis frá og ætla mér að halda áfram með söguna. Þessi síðasti partur kafla 5 verður með svipuðu stílsniði og ég reyndi að tileinka mér með og frá fimmta kafla. Ef ykkur finnst pirrandi og vitið sjaldan hvenær er verið að svissa eða skipta á milli atburða, staðsetninga eða persóna, þá hef ég tvöfalt bil sem skilur eftir sig auða línu á milli. Ég kem til með að skila innleggum með lengra millibili heldur en í byrjun þar sem að ég er á bólakafi í verkefnum og hvaðeina. Vonandi getið þið lesendur góðir ennþá notið sögunnar. BTW. Ef ykkur finnst eitthvað ruglandi í einhverjum hluta sögunnar, hikið þá ekki við að spyrja.
-Kv. Skandalabrandur.

Sævar veifaði þeim í burtu og dró sig inn í tjaldið. ,,Hví var ég að dröslast með þeim í þessa ferð. Ég skil ekki svona fólk sem fær eitthvað út úr því að ganga um í ‘guðsgrænni náttúrunni’ um hávetur þegar að grös og gróska drukkna í hvítum snjó. Tími hins veraldlega heims á að vera löngu liðin undir lok þar sem að mannkynið fer að kanna tækni og vísindi í þaula nú til dags,” hugsaði Sævar og varð hissa yfir því hversu háfleygur hann var í sínum eigin hugarheimum. Hann vippaði upp fartölvunni sinni og kveikti á henni. Hann opnaði niðurhals möppu µtorrentisins síns og fór í gagnasafn sem einfaldlega kallaðist ‘Videos and documents related to paranormal research’. Þetta var þráhyggja, hann gerði sér alveg grein fyrir því. Hann opnaði skrána ‘Mark Wesize and popular myths’.
Reimar stóð álengdar og beið eftir því að Víðir hætti að engjast. Hann sagði með hálfgerðum pirringi í röddinni, “Þetta er alltaf sama sagan með þig.”
-“Hvað meinar þú?” spurði Víðir nefmæltur.
-“Hvað meina ég? Þú veist hvað ég á við. Þessi þrjóska þín, þessi ofaukna óþarfa þrjóska þín á eftir að drepa þig einn daginn. Í hvert einasta skipti sem þú veikist, hvort heldur sem það er hvef, flensa eða lungnabólgan hitt í fyrra, þá lætur þú alltaf eins og allt sé í besta lagi. Þú mátt ekki ofkeyra þig svona. Það er ekki veikleiki að segja við sjálfann sig, ‘hingað og ekki lengra, nú slappa ég af’!”
-“En veiki er einungis það sem fólk lætur úr henni verða. Ég gef ekkert eftir einhverjum örverum sem ákveða það hvernig mér á að líða eða ekki.”
-“Þú veist það jafnvel og ég að það eru ekki þessar örverur sem segja þér hvernig þér á að líða eður ei. Þetta er almenn hreinsun líkamans að bregðast við eins og hann gerir. Þess vegna þarf hann fulla orku í því að sinna þeim hlutum sem þarf þegar svona steðjar að. Ég meina… fjandinn hafi það, að sjá þig. Þú ert nú búinn að vera slappur í hvað..? Tvær vikur? Þú ert rauður í framan, maður sér það úr órafjarlægð að húðin á þér er þurr og dauð, þú ert lítillega bólgin í nefinu, hvítan í augunum á þér er gulleit og þú stendur hér, engist og ælir og segir mér að veiki sé einungis það sem fólk lætur úr henni verða! Þú ert að magna hana svo mikið upp að þú gætir eflaust gengið af þér dauðum og skreytir hana síðan með hræsni!”
Víðir ætlaði að segja eitthvað en skellti kjálkunum saman aftur svo hratt að það heyrðist er tennurnar skullu saman. Hann áttaði sig ekki á því sem Reimar meinti, en hann vissi að þegar Reimar var reiður, þá var það yfirleitt af því að hann hafði rétt fyrir sér.
-“Guð minn fuc**ng almáttugur. Þú átt að finna þetta á þér. Það á ekki að þurfa að reka á eftir þinni eigin heilsu. Það mætti halda að þú værir geðveikur.” sagði Reimar í aðeins rólegri tón.
Víðir fékk ósjálfráðan kipp í hægri öxlina og fann fyrir kláða í hnakkanum. "Geðveikur. Huh…

Rútan skrölti áfram og hristist öll og skalf. ”Einhvern veginn efa ég að þessir rútubílstjórar séu á löglegum hraða,“ hugsaði Vigdís og bölvaði honum í sand og ösku þar sem að blýantsstrokur hennar hlupu um allt blaðið í hristningnum. Hún gaf frá sér lágt urr, kuðlaði saman blaðinu og kom því fyrir í ruslahólfinu á bakhlið sætisins fyrir framan hana. Hún tók upp bókina ‘The great hunt’ eftir Robert Jordan og opnaði hana frá því þar sem hún var stödd. ”Ah, kannski ég reyni að teikna þennan Rand náunga þegar að ég kem á áfangastað,“ hugsaði hún.
-”G-getur þ-þú lána-a-að mér buh-buh-blaðið fyrir a-aft-aft“ stamaði piltur á svipuðum aldri og hún við hliðina á henni. Vigdís rétti honum fréttablaðið áður en að hann náði að klára.
-”Takk fu-fyrir,“ sagði hann og laut höfði skömmustulegur.
-”Ekkert mál,“ sagði hún.
-”Ég sá að þú-þú varst a-að teikna my-mynd. Æ-ætlar þ-þ-þ-þú að ger-gerast listmál-a-ari?“
Þrátt fyrir að stamið var byrjað að fara í taugarnar á henni svaraði hún nokkuð eðlilega: ”Já, ég hef stefnt á það og einnig grafíska hönnun.“ hún bætti síðan hikandi við: ”Fyrirgefðu framhleypnina í mér, en af hverju stamar þú svona.“
-”É-ég er virki-i-lega bílhræ-hræddur og ég er b-búinn að d-dre-ekka mikið af k-kaffi o-og fá mér e-eina kæruleysistö-töflu hjá lækninum,“ sagði hann og varð ennþá skömmustulegri.
-”Það er bara eðlilegt. Manneskjum er ekki ætlað að ferðast svona hratt, þessi bílstjóri keyrir glannalega og það eru engin belti í þessari rútu, líkt og þetta væri gamall strætó.“
-”Æ-ætli þa-það ekki. É-ég hei-eiti I-Ingvar.“
-”Gleður mig að kynnast þér. Ég heiti Vigdís.“

Reimari varð starsýnt á fjöllin. Hann sneri baki í Víðir. ”Hann er í afneitun, ekki spurning. Ég skil ekki fólk sem skilur mig ekki og fólk sem ég skil ekki skilur ekki mig. Vesen,“ hugsaði Reimar.
Víðir stóð spölkorn frá honum og horfði í snjóinn. Hvítt. Hvítt var það eina sem fyllti vit hans. Litur hreinsunar. Hann barðist við að halda aftur af hósta sem hreiðraði um sig í hálsinum til þess eins að halda þögnina. ”Kannski er það rétt sem Reimar segir. Kannski þarf ég hreinsun, bæði á líkama og sál,“ hugsaði hann. Hvíti liturinn hélt áfram að fylla sjón hans þangað til að birtan byrjaði að vera óþægileg, hann missti út úr sér hóstann og…
Ægilegur hvellur barst til eyrna hans og hann fann fyrir því hvernig bergmálið skall á sér. Hann kipptist við og leit upp. Hann horfði á alla tindana í kring og velti því fyrir sér hvort að skyndilegt berghrun hefði orðið eða þá, þetta fyrirbæri sem hann mundi ekki nafnið á, þegar að vatn seytlast niður í sprungur á grjóti, frýs og sprengir það. Víðir horfði lokst í áttina að Reimari: ”Kannski veit hann hvað… hver fjandinn?,“ hugsaði Víðir er hann sá Reimar missa fótana og detta fram fyrir sig. Annar hvellur hvað við og hvíti liturinn breyttist hægt og rólega í gráa slykju sem breyttist síðan í svart er jörðin kom fljúgandi upp á móti honum.
Í tjaldinu rétt hjá sat Sævar með heyrnatólin á hausnum og heyrði ekkert. Hvítir litir dönsuðu á skjánum við svartan bakggrunn og gamall þybbinn maður benti á hitt og þetta sem áhorfandanum ætti að þykja athyglisvert. ”Mark Wesize rúlar feitt!“ hugsaði Sævar.

Erik nuddaði á sér ennið þungt hugsi. Haddur rauf þögnina loksins og sagði: ”Jæja, hvað leggur þú til? Ég er uppiskroppa með hugmyndir.“
-”Legg ég til? Ég veit mjög lítið um hvað þetta mál snýst. Kannski ef þú útskýrir það fyrir mér vel og vandlega.“
-”Ugh… allt í lagi. Það er sænskur djöfull að nafni Harold Söger sem okkur grunar um tilraunir á mönnum. Eflaust erum við nú að horfa á tilraunir sem hann hefur gert á músum. Interpol óttast að hann sé að gera einhverjar vafasamar tilraunir á mönnum eftir að lögreglan í Sundsvall fann illa leikinn og uppdópaðan róna. Það var ekkert athugavert við þetta í fyrstu, en þegar að lögreglan bað heilbrigðisstofnunina þar á bæ að finna út á hverju þessi maður var, s.s. Heróíni, Amfetamíni eða hvað þeir gætu hafa grunað hann um, komu einkar óvenjulegar niðurstöður. Það var kraftaverk að hann væri á lífi þegar þeir fundu hann þar sem að boðefnaframleiðsla í blóðinu í honum var upp úr öllu valdi og hann framleiddi einum of mikið af einhverju ensími eða eitthvað. Við nánari skoðun kom í ljós að hann tilheyrði engum blóðflokki manna hér á jörð sem þeir vildu kalla blóðflokk P. Síðustu orð þessa róna var : “Drepið Harold Söger,”
-“Hv-hvað?!? Eru þetta ekki frekar ónákvæm sönnunargögn til þess að fylgja eftir?”
-“Nei eiginlega ekki. Þetta var ekki einsdæmi. Á næstu mánuðum fundust fjórir aðrir útigangsmenn með sömu einkenni en aðeins einn þeirra, eins og sá fyrsti, talaði.”
-“Hvað sagði hann?”
-“Við fáum ekki að vita það. Strákarnir úr stóru lögguni segja samt að það sé nóg til þess að leggja hann undir virkilega stóran grun en þar sem að allar atlögur gegn honum í formi úttekta hafa mistekist, þ.e, allt sem hann gerir er innan löglegra marka, eða svo sýnist.”
-“Þetta er asnalegt. Þið eigið nú að minnsta kosti að fá heimild til þess að leita hjá honum?”
-“Leitarheimild?”
-“Já. Leitarheimild.”
Haddur neri á sér gagnaugað og ók sér til í stólnum og sagði síðan:“Vandinn við þetta Erik minn, er sá að á einum teningi má finna fleiri hliðar en eina…” Erik ætlaði að segja eitthvað en Haddur þaggaði niður í honum með bendingu. “… og það er ekki á mínu valdi eða lögreglunnar á Íslandi í heild að brjótast inn á þessa stofnun. Það er einhver reglugerð sem Interpol setti í gang um leið og grunurinn kom upp. Þetta er allt saman upplýsingaflæðisstjórnun á mannfjöldann.”
-“Haddur. Ég er ekki af þeirri kynslóð sem skilur þá íslensku sem þú talar. Viltu útskýra. Þér er velkomið að vera með orðalengingar.”
Haddur ók sér aftur til í stólnum og blótaði setunni þegar að hún segi niður. "Helvítis skrifborðsstól úrhrak!“ hugsaði hann.
-”Jæja?“
-”Ókei, ókei. Þú veist hvernig maður heyrir oft frá því hvernig lönd eins og Kúba eða eitthvað annað eru að halda upplýsingum frá fólki. Hlustaðu vel. Það sem ég segi þér er ekki fyrir allra eyru og ég yrði dreginn í gálgann ef upp um þetta kæmist.“
-”Haddur. Þú veist að ég myndi aldrei segja frá…“
-”Gildir einu. Allaveganna. Það er meðalmikil athygli beind að öðrum löndum utan flestra Evrópulanda svo og Bandaríkjanna varðandi upplýsingaleynd. Þetta er gert vegna þess að lönd í Evrópusambandinu og Sameinuðu Þjóðunum leyna að sjálfsögðu stórum málum sem gætu skert trúverðugleika þeirra á margan hátt. Útsendarar frá þessum stofnunum, s.s. SÞ og ESB, njósna og grafa upp hneykslismál til þess að styrkja sína stöðu á Alþjóðamarkaði. Ég veit ekki hvernig Harold Söger passar inn í þetta dæmi en eflaust eru þeir að leyna tilveru aðgerða hans á einn eða annan hátt.“
-”Þannig að leitarheimild myndi draga athygli óbreyttra borgara þar sem að það er skráð á fjölmörgum stöðum eða whatever.“
-”Ekki alveg svo, en þó einhverja athygli.“
-”Þannig að við ætlum að bíða eftir því að finna illa útleikið og uppdópað fólk með blóðflokkin P hér á landi og ráðast þá til atlögu?“ sagði Erik kaldhranalega. ”Kerfið er gallað gamli vinur. Kerfið er gallað.“

Hann fann úlpuna þrengjast upp að hálsinum og þrýstast þétt upp að bakinu niður að mitti. Hann kveinkaði sér annað slagið er fæturnir drógust yfir ójöfnur í snjónum. Hann gat ekki snúið sér við eða hreyft sig. Hann var lamaður. Hann fann fyrir hendinni sem hélt þéttingsfast um kragann og dróg hann með sér. ”Hver fjandinn..?" hugsaði Víðir. Hann var alveg dofinn í hausnum og það að reyna að hugsa ágerði aðeins höfuðverkinn. Hann lokaði augunum og myndir dönsuðu fyrir vitum hans.
Hann hætti að klóra sér í kringum nasirnar og þreifaði uppi í munni sér. Hann renndi fingrunum yfir yfirborð efri gómsins og lét síðan puttan síga á staðinn þar sem að tennurnar höfðu losnað. Hann fann fyrir litlum oddi þar sem hann missti fyrstu tönnina. “Er ég að fara að taka tennur í þriðja sinn?” hugsaði hann og mundi eftir því að hafa lesið um einhvern franskan konung sem tók tennur þrisvar á ævinni. Það myndi skýra afhverju honum var svona illt í kjaftinum.
Maðurinn hætti að draga hann í smástund og skipti um hendi. Víðir rankaði við sér í smástund áður en þreytan náði honum aftur á sitt vald.
…hann rauk upp eftir að hafa engst um í kæfisvefni. Þetta hafði verið að gerast við hann alla vikuna. Hann vaknaði upp við hjartsláttartruflanir og brjóstsviða. Sjónin datt út og kom aftur inn í takt við öran púlsinn. Hann reis alveg upp. Stuttu eftir hrundi hann í gólfið vegna ótrúlegs sársauka sem átti sér upptök í neðanverðum hryggnum og gekk niður eftir aftanverðum fótleggjunum.
Honum var troðið í aftursætið og bundinn. Hann streyttist ekkert á móti þar sem að allir útlimir hans voru jafn líflausir og dauðir fiskar. Hann var ennþá mjög dasaður og áttaði sig ekki á því hvar hann var.
…hann var búinn að vera góður allan daginn þar til að enn ein sársaukafull hóstakviðan gerði vart við sig. Hann var feginn því að hann gæti yfirleitt haldið þessu niðri þó að það gekk ekki upp í þetta skiptið. Honum hefði tekist nánast fullkomnlega að leyna því fyrir öllum hversu illa honum liði. Hann vildi ekki enda upp á sjúkrahúsi eins og í fyrra þegar að Heiðar komst að því að hann væri illa haldinn af lungnabólgu. Víðir viðurkenndi ekki fyrir sjálfum sér né neinum öðrum að hann hafi einhvern tíma verið veikur. “Andinn er mitt síðasta virki, aldrei mun hann falla. Því veiki og vosbúð er einungis það sem þú vilt gera úr því,” er mottóið sem hann hefur stöðugt haldið í og heldur enn. Kviðan varð enn ágengari og reif í innanverð lungun við hvert einasta skipti sem hann gaf frá sér hóst. Hann hélt fyrir munnin. Þegar að hann tók hendina frá munninum voru agnarsmáir blóðdropar ásamt frussi á lófanum.
Víðir galopnaði augun. Hann gat rétt svo hreyft fingurgómana. Hann var í bíl og á ferð, svo mikið var víst. Hann mundi eftir öllu því sem hann hafði séð á meðan hann svaf. "Guð minn góður. Þetta er rétt hjá Reimari. Ég er fárveikur.“
-”Herra Víðir geri ég ráð fyrir,“ sagði tilfinningalaus og tóm rödd sem blandaðist í hljóðin frá bílvélinni. ”Velkominn til hins nýja veruleika.“
Víðir gat einungis hreyft fingurgómana og blikkað augunum.
-”Ég heiti herra Grádal."