Úff mánuður síðan seinasti kafli kom, ég ætti að sparka í sjálfan mig. Vona bara að þið séuð enn að lesa ;)


Ég fór varlega fram úr rúminu mínu þegar ég var viss um að Nathan hlyti að vera sofnaður. Hann hafði haft fyrir því að koma og athuga hvort það væri allt í lagi með mig, enda var ég hálfvegis í sjokki vegna Baldurs, en ég losnaði fljótt við hann. Nathan var mjög góður í sér en ég gat ekki leyft honum að stoppa mig hérna. Það var of mikið í húfi.

Gólfið var ískalt og ég dreif mig í sokka, buxur og henti peysu yfir náttbolinn sem ég var klædd í. Ég laumaðist fram og læddist niður og sá að Nathan var sofandi í sófanum. Eins hljóðlega og ég gat náði ég í lykla og fór í dúnúlpu og skó. Ég andaði léttar þegar ég lokaði útidyrahurðinni varlega.

Nóttin var hljóð og það var hætt að snjóa en það brakaði í hverju skrefi undan nýföllnum snjónum. Ég opnaði ískaldan bílinn og setti hitann á stað um leið og ég ræsti bílinn og bakkaði út úr stæðinu. Ég keyrði langt frá heimili mínu svo að ég gæti verið viss um að áhrif Nathans myndu ekki trufla mig. Ég lagði loks í stóru bílastæði sem var nú tómt, hér fyrir framan var stór almenningsgarður og lítið um fólk á nóttunni.

Ég gekk nokkra stund í gegnum garðinn og fór á afviknar gönguleiðir. Þegar ég sá ekki lengur í hús né bíla og allt var hljótt kallaði ég á Grím.

Ég heyrði andvarp og ég snéri mér snögglega við. Grímur stóð fyrir aftan mig.

-Ég var farinn að halda að þér væri sama um drenginn.

-Ég fékk skilaboðin þín, sagði ég. –Af hverju Baldur?

-En ekki Alísa, eða vinkona þín Emelía? sagði hann. –Af því að þær væru augljósi kosturinn og ég þekki hrifningu þegar ég sé hana.

Í staðin fyrir hans venjulega glott varð einhvernvegin dekkra yfir honum, eins og niðurbæld reiði.

-Hvað meinarðu? Ég er ekkert hrifin…, sagði ég en fann að mér hitnaði í framan.

-Ég þekki þig betur en þú veist Elísabet, ég sá nýjar tilfinningar brjótast fram og hvað var betra en að reita þig til reiði í gegnum unga ást?

-Það er rétt! sagði ég einbeitt á svip. –Ég ætla ekki að leyfa þér að meiða fleiri.

-Nú hvað ætlar þú eiginlega að gera í því? spurði hann og hló.

Ég ansaði engu. Var eitthvað sem ég gat gert?

-Ertu þá tilbúinn að gera það sem ég vill? sagði hann alvarlega.

Ég hikaði auðvitað, var þetta auðveldasta leiðin? Var ekkert annað í stöðunni en að gefast upp?

Grímur gekk nær og greip í handlegginn á mér en af einhverri ástæðu leit ég ekki á hann heldur á höndina sem hélt mér, eða sérstaklega hring á fingri hans. Gylltur hringur með mynd af tveim fjöðrum sem fóru í kross.

Undarleg tilfinning fyllti mig og ég leit loks upp til Gríms.

-Hvað..?

Svo hvarf sjón mín mér og vitund mín ferðaðist langt aftur í tímann.

Ég leit út um gluggann og andvarpaði þar sem ég horfði á mannfjöldann og hestvagnana keyra fram hjá. Hvenær skildi ég fá tækifæri á því að sjá hann aftur?

-Rebekka?

Ég snéri mér við og sá Grím, tilvonandi eiginmann minn standa í dyragættinni. Ég gat ekki neitað því að hann var góður kostur, myndarlegur, vel menntaður og átti von á því að erfa stórt land…en hann var ekki hjarta mínu næstur.
-Já? sagði ég brosandi og lyfti þungum pilsfaldinum aðeins þar sem ég gekk til hans.

Það var eitthvað sem fékk mig til að stoppa nokkrum skrefum frá honum, einhver kuldi í augum hans sem fékk mig til að hika.

Hann brosti til mín og það var rangt, mig verkjaði í hjartað.

-Rebekka mín, getur þú sagt mér hvað þetta hérna er? sagði Grímur og hélt uppi bréfi.

Ég fann hvernig líkami minn fraus og ég fölnaði í framan en hjartað sló hraðar.

-Getur þú sagt mér hvað í andskotanum þetta á að þýða?! sagði Grímur hátt, krumpaði bréfið og fleygði því í jörðina.

Þetta bréf var eitt af mörgum, ég hafði alltaf falið þau vel, ég vissi ekki hvernig hann hafði komist yfir þau.

-Ég…ég…sko, ég skalf, ég kom orðunum ekki upp úr mér.

-Þú þarft ekki að útskýra neitt, sagði Grímur hættulega rólegur. Hann snéri sér við og læsti hurðinni. –Þú ert alveg eins og hinar tvær, svikul og blekkjandi hóra!

Hann greip í mig, hristi mig til og henti mér svo á gólfið.

-Hverjar aðrar? spurði ég svo skelkuð þar sem ég horfði á hann fyrir ofan mig með djúpri reiði sem ég hafði aldrei séð í þessum manni áður.

Hann leit á mig með brjálæðislegu angaráði og hló. –Hverjar aðrar? Það var Sonja og Viktoría, en þær sviku mig báðar og fengu því það sem þær áttu skilið.

Mér leist ekki á blikuna, hvers vegna hafði þessi hlið á hinum ljúfa Grím aldrei komið fram? Ég sem hafði verið hrædd við að særa hann af því að hann hafði alltaf verið svo góður í sér.

Skyndilega dró hann fram hníf úr jakkavasanum sínum en var samt sem áður einblíndur á mig. Allt í einu heyrðust einhver læti frammi á gangi og það var reynt með miklum látum að opna vel læsta hurðina.

-Rebekka?! Ertu þarna?!

Hjarta mitt tók kipp, þetta var hann. Hvað var hann að gera hérna? Vissi hann að ég var í hættu?

Grímur hló. –Nú, er ástmaðurinn kominn til þess að bjarga þér?

Hann gekk nær mér með hnífinn á lofti.

-Ég er hræddur um að hann muni finna þig allt, allt of seint.

Ég öskraði eins hátt og ég gat og reyndi að koma mér á fætur og flýja. Með snöggri hreyfingu réðst Grímur að mér og það mátti heyra það þegar pilsið rifnaði undan flugbeittum hnífnum. Grímur greip í mig og snéri mér snögglega á bakið og hélt mér niðri með löppunum. Ég mætti augum hans og sá ekkert mannlegt í þeim lengur.

Mikill hávaði heyrðist við hurðina, eins og einhver væri að reyna að brjóta hana upp með öllu afli og það fékk Grím til þess að lýta við þar sem hurðin stóð. Hnífurinn hékk laus í hendi hans og ég sló hann úr hönunum á honum.

Grímur leit reiðilega á mig og lét hnífinn vera sem lá nokkuð frá okkur á gólfinu og tók í staðin utan um hálsinn á mér með báðum höndum. Það var í fyrstu aðeins óþægilegt en svo kæfandi og loks mjög sárt þegar líkaminn byrjaði að mótmæla því að hann fengi ekkert súrefni. Ég barðist á móti og reyndi að losa hendur hans og klóra hann en ekkert gekk. Heimurinn byrjaði að dökkna í kringum mig en í örvæntingu minni þreifaði ég eftir hnífnum. Ég fann fyrir köldu stálinu og með seinustu kröftum mínum kom ég honum á loft. Blóð spýttist út um munninn á Grími þegar hnífurinn hitti heim.

Hurðin gaf sig loks með miklum hávaða. Ég ýtti Grím snögglega af mér þar sem ég reyndi mitt besta að ná að anda á ný. Súrefni hafði aldrei bragðast jafn vel.

-Rebekka! kallaði ljóshærði maðurinn í dyragættinni sem ég elskaði út af lífinu. Hann hljóp til mín og ég gerði mitt besta til að gera það sama.

Ég heyrði lágan smell fyrir aftan mig en í mínum eyrum var þetta eins og eina hljóð heimsins. Það fékk mig til að líta við. Grímur lá í blóði sínu á gólfinu en var með byssu í hendinni og svart opið á henni var stöðuglega beint að mér.

Hár hvellur, kúlan þaut af stað eins og meistari hennar skipaði en skyndilega var hann á milli mín og kúlunnar. Ég fann hvernig heimurinn hrundi í kringum mig þar sem maðurinn sem ég elskaði tók skotið og féll til jarðar.

Grímur var nú þegar horfinn þessum heimi, þetta hafði verið hans seinasta verk og ég vonaði að hann gyldi illa fyrir það í næsta lífi.

Ég kraup niður og sjón mín var óskýr af tárum. Græn augu litu upp til mín og brostu sínu hægláta brosi.

-Nei, andaði ég og greip í hann eins og ég gæti einhvernvegin stoppað dauðann í sporunum.

-Ekki nú, ekki hér, hvíslaði hann. –En við verðum saman á ný.

Hann fór og ég sat ein eftir í brostum heimi á blóðugu teppi.


Ég kom út úr þessari upplifun og varð Elísabet á ný. Aðeins nokkrar sekúndur höfðu liðið. Grímur hélt ennþá í mig og var við það að segja eitthvað, en þetta var ekki sami maðurinn lengur í augum mínum. Ég vissi hver hann var.

Grímur hikaði og leit í augun á mér undrandi en hló svo. –Ég trú þessu ekki, þetta er alveg ótrúlegt, ég er ekki frá því að þú þekkir mig.

Ég hristi hönd hans af mér og bakkaði frá honum, ég þurfti ekki að óttast hann lengur, ég gat losnað við hann núna! Ég þurfti ekki að fórna mér til þess að passa upp á ástvini mína, leiknum var lokið.

Eins og hann hefði getað lesið þetta úr andlitinu á mér elti hann mig. –Ó nei góða mín, þú ert ennþá mín.

Um leið og hann ætlaði að grípa í mig aftur kom sterk birta yfir allt svæðið eitt augnablik. Mér fannst skyndilega eins og þetta væri maðurinn sem ég hafði séð í sýninni en eftir að birtan hvarf sá ég að þetta var Pétur, tvíburabróðir Eysteins og núverandi draugur.

-Ekki skrefinu lengra, sagði hann afar rólega við Grím.

Grímur nánast urraði. –Ég er búin að bíða mörg ár, áratugi og ég er ekki að fara að láta lítinn hvolp eins og þig standa í vegi fyrir mér.

-Mér er margt til listanna lagt, sagði Pétur jafn rólegur.

Ég tók eftir því að birtan sem hafði umlykið hann þegar hann birtist var enn til staðar, það var eins og líkami hans lýstist lítillega upp, nánast eins og sterk ára í kringum hann. Þetta hafði ég aldrei séð í kringum drauga áður, svona sterka áru rétt eins og á lifandi manneskju. Ég hafði fundið fyrir mætti og styrk anda en ekkert á þennan hátt. Þetta var eitthvað óvenjulegt, jafnvel meðal drauga.

-Það er eitthvað undarlegt við þig, sagði Grímur rétt eins og hann hefði verið að hugsa það sama og ég. –Ertu viss um að þú sért venjulegur andi?

-Andi, já, sagði Pétur. –Venjulegur, nei.

Um leið og hann sleppti orðinu stökk hann í áttina að Grími og greip sem fastast í hann. Grímur æpti, meira af undrun en einhverju öðru og reyndi að losa sig. Bardagi milli drauga, ég hafði séð það einu sinni áður, átti það til að rústa umhverfinu ágætlega mikið.

-Elísabet! sagði Pétur og leit við þar sem hann hélt Grími föstum með nánast logandi höndum af orku. –Drífðu þig heim! Farðu aftur til Nathans!

Ég hikaði en kinkaði loks kolli. Það var ekkert sem ég gat gert til þess að hjálpa Pétri, ef hann þyrfti einhverja hjálp þá. Ekki að hann gæti dáið aftur.

Ég hljóp til baka eins hratt og ég gat og dreif mig upp í bíl. Ég gat ekki vitað hve lengi Pétur gæti haldið Grími. Pétur virtist hafa einhverja merkilega orku, en Grímur var búinn að eyða mörgum árum, öldum jafnvel í biturð og hatri sem var hættulega máttugt ef þú kunnir að notfæra þér það.
Ég gaf í og brunaði í gegnum snjóinn heim á leið, kannski óþarflega hratt í sumum beygjunum miðað við hálkuna. En ég var viss í minni sök núna, við gátum losað okkur við Grím en það þyrfti að gerast sem fyrst, núna í nótt.

Ég sá að Nathan stóð í dyrunum heima hjá mér þar sem ég keyrði upp að húsinu. Ég leit upp til hans þar sem snjór byrjaði að falla aftur úr dökkum skýjunum hér að ofan. Ég stóð nokkra stund og horfði á hann þar sem hann stóð áhyggjufullur en einnig með ásakandi augnaráð og krosslagðar hendur. Hann var sláandi líkur honum…þeim sem ég sá í sýninni. Ég vissi reyndar ekki hvað ég átti að halda um þessa sýn, hafði þetta verið raunverulegt, hafði þetta gerst í alvöru? Þrátt fyrir að yfirborð huga míns vildi afneita því sem ég sá, vissi ég innst inni að þetta hafði allt gerst, endur fyrir löngu.

Þessi grænu augu…þau voru þau sömu.

-Elísabet? sagði hann með ótvíræðni rödd þar sem ég gekk í gegnum blautan snjóinn upp á tröppurnar.

Ég var viss um að hann væri að fara að skamma mig, gífurlega og mikið. Ég átti það skilið, þetta hafði ekki beint verið besta hugmyndin sem ég hafði fengið í gegnum tíðina.

Hann andvarpaði og leit út fyrir að vera einstaklega þreyttur.

-Ég hefði átt að vita að þú myndir reyna að hafa samband við hann aftur…ekki hræða mig svona, sagði hann.

Ég var hissa, þetta voru ekki þau viðbrögð sem ég hafði búist við.

-Komdu inn, sagði hann og gekk inn á undan mér.

Ég elti hann og lét mig falla á sófann og fór svo að klæða mig úr skónum. Nathan hallaði sér upp við vegginn.

-Hvað gerðist eiginlega? spurði hann. –Ég bjóst ekki við að sjá þig aftur…og ég hafði ekki hugmynd um hvar þú værir.

Ég leit undandi á hann. –Ég hélt að þú ættir að vera svo góður í því að finna fólk?

Nathan brosti þreytulega og settist hjá mér. –Það kemur fyrir að hæfileiki minn svíki mig.

Ég kinkaði kolli. Þessir hæfileikar voru ekki eitthvað sem var auðvelt að stjórna eða reiða sig á þegar það skipti máli.

Ég sagði honum alla söguna. Jæja allt í lagi núna var ég að ljúga, ég sagði honum að ég hefði farið að hitta Grím og reynt að gera samning við hann (eða eitthvað, það hljómaði svolítið illa að ég hefði farið þangað til að gefast upp og deyja). Að Grímur hefði ráðist á mig og Pétur komið. Ég ákvað að geyma það að segja honum frá sýninni, ef einhvern tíman.

-Ég vona að það sé allt í lagi með Pétur, sagði Nathan hljóðlega og leit ósjálfrátt út um gluggann.

-Það er eitthvað undarlegt við hann, sagði ég og var hugsað til baka þar sem hann stóð með lýsandi áruna.
Nathan leit á mig. –Hvað áttu við með því?

-Ég var ekki vör við það þegar ég sá hann áður en núna var hann greinilega ólíkur öllum öðrum draugum sem ég hef séð, það var ákveðin ára í kringum hann.

Nathan var hugsi nokkra stund meðan snjónum kyngdi niður fyrir utan stofugluggann.

Græn augun litu loks upp til mín. –Pétur var ekki eins og venjulegt fólk, hann var eins og við.

Ég stóð upp og setti skóna mína á sinn stað og hengdi raka úlpuna upp á snaga. Gæti það verið að fólk sem bar með sér einhverskonar hæfileika í lifandi lífi yrði öðruvísi draugar? Að einhver hæfileiki fylgdi þeim í dauðann? Það var auðvitað ekki það mörg af okkur og jafnvel þótt að það væri stór hópur af fólki með hæfileika sem myndu láta lífið þá væru litlar líkur að mörg þeirra yrðu draugar. Að verða draugur var minnihluta hópur.

Ég hristi hausinn til þess að losa mig við þessar pælingar, þetta skipti ekki öllu máli núna.

-Þetta eru áhugaverðar upplýsingar, sagði ég. –En við verðum að losa okkur við Grím, núna í nótt.

-Elísabet, við höfum rætt þetta, við erum ekki með nógu mikið af upplýsingum um hann Grím til þess að geta kveðið hann niður.

Ég hristi hausinn. –Það var rétt, við vorum ekki með nægar upplýsingar en núna er ég með allar þær upplýsingar sem við gætum þurft að hafa um þennan mann!

Það var kominn tími til að senda Grím yfir móðuna miklu í eitt skipti fyrir öll.
kveðja Ameza