Athugasemd: Svolítið langt síðan síðast. Btw, þessi kafli gæti orðið svolítið ruglandi. Meðan ég man. Nú ætla ég að hafa þannig að þegar persónur hugsa eitthvað, þá birtist það skáletrað innan gæsalappa en annars mun stíllinn vera hinn sami. Ég biðst líka afsökunar á því hversu fáránlega stuttur þessi kafli er. Ég varð hins vegar að gera þetta svona þar sem að efni næsta parts verðu að hanga allur saman til þess að eitthvað vit sé í honum (að mínu mati).

tveimur mánuðum fyrir heilsugæsluskoðun Víðis

Katrín sat í leðurstólnum sem var við hliðina á borðinu með öllum tímaritunum. "Séð og heyrt frá Febrúar?,“ hugsaði hún og setti blaðið aftur í bunkann. Hún hreyfði fæturna upp og niður, svipað eins og þegar trommuleikarar spila á ‘double-kicker’ og lét pening renna á milli fingranna. Hún hataði nálar. Mamma hennar lagði hendur á læri hennar og gaf henni merki um að sitja kyrr.
-”Nr. 49“ var kallað hásri röddu.
-”Án efa er þessi manneskja með hálsbólgu,“ hugsaði hún. Hún leit á miðann sinn. ”52… Djöfull á ég eftir að vera hérna lengi. Hvert númer virðist taka marga mánuði..“ Samt hlakkaði í henni. Hún var að fara ásamt fjölskyldu sinni í frí til Afríku.
-”Nr.50“
Daginn áður hafði mamma hennar, bróðir, faðir og tvær litlar systur farið á heilsugæsluna til þess að fá bólusetningu gegn einhverjum hitabeltissjúkdómum eða einhverju álíka.
-”Nr.51“
Hún hafði komið með en það varð einhver misskilningur og maður sem kallaði sig Grettir sagði að Katrín þyrfti að koma á morgun. Hún fékk hroll þegar að hún hugsaði um hann. Hann var hávaxinn í svörtum jakka og hann hafði haldið á sérstaklega fallegum gráum hatti undir hendinni. Hún leit í kringum sig. Kona í ullarpeysu með trefil sat skjálfandi á beinunum og las fréttablaðið. Lítill drengur með skurð á enninu var að stafla einfaldri röð af minnstu legokubbunum eins hátt upp í loft og hann gat. Maður með latex hanska var að benda afgreiðslukonunni á eitthvað blað sem hann hafði tekið úr hillunni fyrir aftan hana og hann saup síðan á einhverjum gulleitum vökva.”Plís ekki segja mér að hlandprufur fari svona fram!,“ hugsaði hún mér sjálfri sér og brosti. Brosið hvarf tafarlaust og hún fékk ímyndaðar hellur fyrir eyrun.
-”Nr 52.“ var kallað.
Mamma Katrínar stóð upp og ýtti henni á undan sér. Náunginn sem hafði talað við afgreiðslukonuna rétt áðan kom með blað og benti mömmu Katrínar á það.
-”Þú ert Herbjörg Grímlaugsdóttir ekki rétt?“
-”Jú, það er ég.“ svaraði hún.
-”Ég þarf að biðja þig um að kvitta hér.“
-”En ég kvittaði í gær.“
-”Jú sjáðu til, það er búinn að líða dagur á milli en hafðu engar áhyggjur. Þetta er einungis öryggisatriði og þetta kemur ekki til með að kosta þig neitt meira.“ sagði náunginn og setti upp ósannfærandi bros.
Herbjörg kvittaði þegjandi og hljóðalaust og þeim tveim var vísað inn í gult og lítið herbergi.
-” F*** hvað ég hata nálar,“ hugsaði Katrín.

Hann fann fyrir ógurlegum sársauka í viðbeininu og klakinn á móti honum var þakinn blóði. Hann var vankaður og er hann þreifaði á hnakkanum fékk hann sársaukasting niður eftir allri hryggsúlunni. Þverhníptir klakaveggir reistu sig til himins beggja vegna og örlítið ljós komst inn að ofan. Hann leit til vinstri og sá hvar klakaveggirnir enduðu í samskeyti en til hægri breikkaði bilið á milli þeirra. ”Hvar er ég? Hvernig komst ég hingað?.“ Hann komst loks á fætur og hélt eftir sprungunni. Eftir marga klukkutíma komst hann loks inn í örsmáan en dimman helli úr ís. Hann tók eftir því að á einum stað var ísinn ljósari og beinlínis gaf frá sér ljós. ” En af hverju ætti þetta að lýsa þegar að..?“ hugsaði hann og hugmynd laust niður í kollinn á honum. ”Ísinn hlýtur að vera þynnri þarna og hinum megin við hann er ég frjáls.“ Þrátt fyrir mikinn sársauka í öxlunum reiddi hann hnefana á loft og hóf að berja ísinn. Ísinn gaf eftir og landslag með gróðurlausum hólum kom í ljós…
Í litlu svefnherbergi staðsett í viðbyggingu hvítu erfðarannsóknarstofunnar vaknaði herra Grádal með stuttu andkafi. Hann settist síðan hægt upp og klóraði sér í andlitinu. ”Hvernig get ég treyst á sjálfan mig þegar að hugur minn er minn versti óvinur?“ minnti hann sjálfan sig á. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann dreymdi þennan draum. ”Þrjú ár… Þrjú ár og engin svör í allan þennan tíma!“ urraði hann með sjálfum sér. Hann mundi þó sérstaklega vel eftir ísnum.

Á sama tíma langt í burtu voru Víðir, Reimar og Sævar að væflast í gegnum væga snjókomu í leit að hvíldarstað. Þuríður, mamma Reimars, hafði skutlað þeim mestmegnis af leiðinni en þeir ákváðu að labba frá útskotinu við veginn þremur kílómetrum suðvestur við þá núna. Víðir kipraði augun og hugsaði:
-”Kannski er þetta ekki svo góð hugmynd. Okkur á eftir að leiðast frekar mikið hérna í tvo daga.“ Hann brosti þó með sjálfum sér. Hann hafði hlegið óstjórnanlega þegar að hann sá hversu þreyttur Sævar var þegar að hann kom sex um morguninn til Reimars. Sævar lét það þó lítið á sig fá og svaf í bílnum. Nú burðaðist Sævar með gnægð matar í bakpoka, Reimar hélt á tjaldinu og Víðir hélt á svefnpokum þeirra þriggja. ”Eða kannski er þetta frábær hugmynd eftir allt saman.“

Grádal var kominn í ermalausa skyrtu og snyrtilega straujaðar gallabuxur þegar að bankað var á dyrnar hjá honum.
-”Kom inn fyrir,“ sagði hann.
Maður í rúllukragapeysu opnaði hurðina og gekk í áttina að Grádal. Maðurinn rétti Grádal útprentun af stækkuðu landakorti þar sem búið var að draga hring utan um lítið svæði. Maðurinn hreytti út úr sér: ”Hér hefur þú það. Nú er komið að þér.“ Hann labbaði síðan út úr herberginu og lokaði hurðinni á eftir sér.
-”Eðal náungi hann Lars. Hann skjallar ekki fyrir manni eins og djöfulsins fábjáninn sem ég kom fyrir á heilsugæslunni. Helvítis sleikja sem sá ‘fábjáni’ er.“ Nú vissi Grádal hvar Víðir var. Lars hafði greinilega staðið morgunnvaktina með prýði. ”Nú er bara að koma með fullkomna áætlun. Ég á ekki að þurfa að drepa vini hans. Það vekur of mikla athygli. Öll hin skiptin voru auðveldari upp á það að koma mátti fyrir ‘gildrunni’.“ Í öll hin skiptin hringdi náunginn á heilsugæsluskoðuninni á heppilegum tíma er hann fékk merki frá Grádal og sagði þeim að koma sem fyrst vegna áríðandi niðurstaðna eða óheppilegra atvika sem leiðrétta þyrfti á heilsugæslunni undir eins. Það gekk alltaf upp. Herra Grádal var yfirleitt staddur fyrir utan hús fórnarlambanna og hann var tilbúinn með klóroformið og Volkswagen. Hreint og fágað. Nú hins vegar þurfti hann að finna leið til þess að láta manneskju hverfa við hliðina á tveimur vitnum án þess þó að drepa þau.
Ekki eins og í öll hin skiptin.“

Heiðar sat við stofuborðið og var að drekka viskí í kaffi. Stórir baugar voru undir augum hans og hann skalf. Harpa var farinn í vinnu og Vigdís var ennþá sofandi. Hann sjálfur hafði hringt inn veikur vegna þess að hann þurfti andlega hvíld. ”Benedikt.“ Næstum upp á hvern einasta dag hugsaði hann með einum eða öðrum hætti um þetta nafn. ”Því þurfti hann að grafa upp þetta nafn? Benedikt!" hugsaði Heiðar og hvolfdi í sig kaffinu.

Endir fyrri parts kafla 5.