Athugasemdir höfunds: Jæja. Nú er komið að þeim parti sögunnar sem mig dreymdi, s.s afgangurinn af sögunni. Eins og fólk veit, þá eru draumar mjög oft dularfullir, eða þá eins og í þessu tilviki, uppfullir af bulli og vitleysu, sem er svo gaman að skrifa um. Ef fólk vill ekki lesa vísindaskáldskap sem bókstaflega nauð**r vísindunum út í ystu æsar, þá er þetta ekki þitt lestrarefni. Ég til mig ekki búa yfir neinni vitneskju hvað vísindi varðar og munu því allir hlutir sem ég segi frá ekki vera uppskáldaðir og líklega ekki fyrirfinnast.. Annars njótið :-)
Já og smá hluti sögunnar er á ensku. Ég set íslenska þýðingu í þar sem álit eru gefin ef einhver óskar þess.

Btw. Smá leiðrétting. Alvöru foreldrar Víðis eru fædd 1968 og 1965. Ég skrifaði óvart 1978 og 1975.

Úlfur í Sauðagæru: Orsakavöld.
Kafli 3 – Eitthvað öðruvísi.


Eftir því sem degi hallar,
meiri verður raun.
Upp úr djúpi Þings og vallar,
vellur sjóðheitt hraun.
Eru menn þar, sérhver seigur,
Hlaupið til og frá,
Margur maður dæmdur feigur
Eldur aftanfrá.

“Jæja hvernig var þetta?” spurði Reimar. Víðir hrukkaði ennið.
-“Njahh… ég er ekki svo viss með ‘Eldur aftanfrá’. Það virðist ekki passa. Hvað með eitthvað eins og ‘Eldur mun þeim ná’?”
-“Æi ég veit það ekki.”
-“Fyrir hvern ertu að gera þetta?”
-“Ég er ekki að gera þetta fyrir neinn. Mér bara datt í hug að gera ljóð. Mig langaði nú bara að prufa þetta til þess að vita hvort ég gæti samið eitthvað eða ekki.”
-“Ég skil ekki alveg um hvað þetta fjallar?.?” sagði Víðir í spurnartón. “Þetta hljómar eins og eitthvað sem myndi fyrirfinnast í íslenskum hetjumetal.”
-“Hmm… þegar þú nefnir það. Kannski ef ég myndi reyna að hafa þetta í eins konar þjóðhyggjustíl í stað…”
-“Strákar, hættiði þessu. Ég fæ hausverk. Það er loks komin helgi og það er algjör óþarfi að vera að spá í einhverju ljóði. Þú átt að gera það í skólanum.” sagði Sævar beiskur.
-“Ég er ekkert að gera þetta í skólanum. Þetta er sjálfstæð vinna.” svaraði Reimar.
-“Sjálfstæð vinna?” spurði Sævar án þess þó að ætlast svars. “Gildir einu. Ég verð samt að sýna ykkur þetta. Ég fann það í gær.”
Sævar var jafnaldri þeirra beggja þótt hann léti stundum ekki svoleiðis. Hann hafði óbilandi áhuga á stjörnufræði, íþróttum og svo yfirnáttúrulegum atburðum sbr. goðsagnir á borð við stórfót, geimverur, varúlfa og fleira í þeim dúr. Sævar átti það til að halda því síðasta út af fyrir sig þar sem að það þótti sjaldnast viðeigandi í hans aldurshópi. Í þetta sinn vildi hann þó sýna Reimari og Víði hvað það var sem hann hafði fundið.
Reimar og Víðir virtust þola vitleysuna í Sævari og hafa þeir verið vinir síðan í leikskóla. Reimar var frændi Sævars. Langa-amma Sævars og Langi-afi Reimars voru systkini. Reimar er yngstur þriggja bræðra. Hann er duglegur í skóla og sýnir flestu áhuga m.a. útivist, grafísk hönnun, heimspeki og fleira.
-“Ok. Hér er ég kominn með myndbandið. Ég þarf bara að ýta á play.”
-“Heimurinn heldur áfram.” hugsaði Víðir. Vinir hans höfðu í fyrstu ekki vitað hvað ætti að gera þegar að þeir fréttu að Erla hafði dáið. Það var eins og þeir hefðu forðast að horfa á hann of lengi fyrstu vikuna. Hlutirnir voru fljótir að falla aftur í sama farveg.
Grár óskýr maður bar við sjóndeildarhringinn. Hann færðist nær. Hann var óskýr eins og þegar maður reyndi að horfa á stöð tvö, áskriftarlaus, í gamla daga. Gul augun störðu beint áfram. Hann hljóp á bak við runna og heimurinn staðnaði.
-“Sko. Þetta sannar tilvist El Chubacapra.” sagði Sævar ákafur.
-“Hver fjandinn var þetta? Þetta myndband er alveg glórulaust.” sagði Víðir.
-“En… þetta hlýtur að vera ekta. Þetta myndband var tekið upp í Mexíkó. Mexíkanar hafa ekkert efni á tæknibrellum, er það?”
-“Þetta eru örugglega einhverjir háskólastrákar að reyna að vera fyndnir. Þeir hafa örugglega notað Adobe After FX eða eitthvað svoleiðis. Börn gætu lært að nota þetta. Jafnvel börn gætu gert svona myndbönd frá grunni,” sagði Reimar.
Sævar urraði: “Ég veit að þetta er til. Það er ekkert sem afsannar tilvist yfirnáttúrulegra afla.”
Reimar svaraði að bragði: “Það er heldur ekki neitt sem sannar þau.”
-“Eigum við ekki að koma okkur út. Ég get ekki setið hér inni klæddur í kuldagalla til frambúðar. Þú ætlaðir að sýna okkur þetta eina myndband áður en við færum.”


“Hvernig virkar þetta aftur?” spurði Haddur, pirraður.
-“Eins og ég er margbúin að segja þér, þá hægrismellir þú…”
-“Já.”
-“…styður við ‘save attachment’…”
-“Allt í lagi.”
-“…ferð í browse…”
-“Mhm.”
-“…og velur disk drive E:”
-“Þarf ég að gera þetta við hvert einasta skjal?” spurði Haddur, nú aðeins rólegri.
-“Já.”
Ríkharður, kallaður Haddur, hamaðist á lyklaborðinu og músinni í fjórar mínútur áður en hann náði öllum skjölunum á sinn stað.
-“Já og á meðan ég man. Taktu afrit af póstinum og geymdu á diskadrifi F: ,”

Maður í svörtum frakka og straujuðum buxum gekk eftir Hjarrgötunni og talaði í símann.
-“Put me through to ‘Meller’, thank you.”
-“Please hold.” var sagt með bjöguðum enskum hreim.
Maðurinn virtist ekki verða var við kuldann sem blés á móti honum. Hríðin var að ágerast.
-“This is Meller. How can I help you?”
-“Drop the code Söger. It is I.” sagði maðurinn í jafn köldum tón og hríðin.
-“Ahh… well. Mister Gray. How are things?”
-“They could be better. I've already informed you about the incident, yes?”
-“I've read the report, indeed I have. A little too cryptic, I would say. I hope you can explain this to me.”
-“I'll try to put it short. You've sent me… mere 16 of your former staff members in the Swedish. The minimum here would consist of 20 people, correct?”
-“That it would.”
-“The facility here in Skarðsdalur needs it's full potential badly. So through difficult means, I hired 6 people without arousing suspicion from the local authorities.”
-“And..?”
-“Only one of them truly qualifies though the others are not far behind in their initial training.”
-“How does this relate to our problem. I mean… of course he panicked. He was being careful, if I am not mistaken?”
-“Oh but you might be. I have reason to believe that his misfortunate events were intended and that he, ‘Svanur’, is a traitor.”
Á hinum enda símans ríkti dauðaþögn. Eftir smátíma var svarað.
-“Then he is a convincing actor, isn't he? We have to be more careful. I suggest keeping an eye on him. We might be wrong, but best we tread lightly. I would like to ask why you suspect him. It would be better if I knew too.”
-“I usually know people for what they are, Söger.”
-“I see…”

“Eftir hverju ertu að bíða? Opnaðu þetta.” sagði Haddur við tölvuna. “Afhverju er þetta ekki að ganga?”

-Could not open file ‘T-skyrlsa.docx’ because *docx isn't compatible with Office 2003. Would you like to download the compability pack?

Nokkrum mínútum seinna gafst Haddur upp á því að reyna að opna skjalið. “Ég tala bara við hana Sólveigu þegar að hún kemur til baka á eftir.” Sneri hann sér nú að myndunum og opnaði picture0001.jpeg. “Guð minn almáttugur!” missti hann út úr sér Hvers konar… Hverjum dettur svona í hug. Þetta er… bara sjúkt.“
Á skjánum blasti við hárlaus tilraunamús. Bleik á hörund, krumpuð og marin. Hún var dauð. Maðurinn í hvíta sloppnum sem hélt á henni í lófanum benti með vísifingri hægri handar á trýnið á henni. Nefið á henni var æðabert og mikið styttra heldur en á flestum músum sem Haddur hafði séð. -”Helvítis mýsnar sem Sigríður litla frænka á eru fallegar miðað við þetta."
Það sem hann tók eftir á myndinni var að það vantaði skottið. Illa gróinn stúfur stóð rétt upp úr við aftanverðan búkinn þar sem skottið átti að vera.
-”Guð minn almáttugur! Hvern andskotann ertu að skoða?” spurði rödd fyrir aftan Hadd.
-”Ó hæ Sólveig.” þegar að Sólveig yggldi brúnirnar og starði á Hadd sagði hann: “Þetta er ein myndanna sem ég fékk í tölvupóstinum.”
-”Ég er… orðlaus!” sagði hún hálf-reið
-”Hehe… ég líka. Ég fæ ekki eitt orð út úr tölvunni. Hún vill ekki opna skrána.”
-”Þetta er ekki fyndið Haddur.” sagði Sólveig bitur.
-”Fyrirgefðu.” sagði Haddur, en bætti síðan við: “Getur þú eitthvað fengið út úr henni?”
-”Leyfðu mér að sjá.”

“Við erum næstum komnir. Vá hvað þessar lyftur fara hægt!” sagði Sævar. Hann var með annann fótinn í festingu á snjóbrettinu sínu, hinn hékk laus.
-”Við hverju býstu. Þeir þurfa að hleypa fólki í lyfturnar neðst, þeir mega ekki hafa of mikinn hraða á.” sagði Reimar. Hann var sá eini af þeim þremur sem var á skíðum.
-”Ég hefði átt að muna eftir gleraugunum. Þessi snjór blindar mig ekkert smá!” sagði Víðir og kipraði augun.
-”Bahh… hver þarf gleraugu. Manstu, við vorum aldrei með gleraugu þegar að við vorum minni.” þeytti Sævar út úr sér og slefdropi flaug í andlitið á Reimari. “Helvítis..!”
-”Að vísu jú. Ég þarf víst bara að venjast þessu aftur. Þetta er allt svo… bjartara heldur en mig minnti.”
-”Hey strákar, tími til kominn að færa stöngina upp.” sagði Reimar annars hugar.
Strákarnir fóru úr lyftunni. Sævar og Víðir festu hvor sinn fótinn aftur í sína festingu.
-”Eruð þið ekki að verða tilbúnir!” hrópaði Reimar 5 metrum norðan við þá. Ég hef ekki farið á skíði í heilt ár.
Þeir fóru niður brekkuna á mígandi siglingu. Reimar og Sævar héldu stanslaust áfram að metast um hvort betra væri að vera skíðakappi eða snjóbrettagaur. Víðir hélt sig utan þeirra samræðna. Í fyrsta sinn sem hann renndi sér, þá hafði hann verið á skíðum. Hann ákvað að færa sig yfir á snjóbretti af því að honum leist betur á þá hugmynd að hafa bara eitt stórt bretti sem erfiðara væri að brjóta. Hann komst seinna að því að hann hélt betra jafnvægi á bretti. Reimar hins vegar var fæddur til þess að fara á skíði. Hann var sá eini þeirra sem náð hafði að fara í ‘backflip’ í fjallinu.
-”Það er bara heimska að hafa tvö skíði. Ef eitt festist þá fótbrýtur þú þig!” sagði Sævar.
-”Ugh… ég er búinn að segja þér, að það eru alveg jafn miklar líkur á því að fótbrjóta sig á bretti.”
Eftir um átta eða níu ferðir fóru strákarnir í skálann. Strákarnir pöntuðu sér heitann mat. Víðir og Sævar fengu sér hamborgara og franskar, en Reimar lét sér nægja samloku.
-”Mig verkjar í fæturna” sagði Reimar og teygði úr sér.
-”Haha! Það er svona að vera á skíðum. Mig verkjar ekki neitt.” laug Sævar.
Reimar gaf frá sér hnuss. Víðir át í hljóði. Það var eitthvað öðruvísi. Eitthvað smávægilegt smáatriði sem hann gerði sér ekki fulla grein fyrir. Kannski var það fólkið. Par við hinn enda salarins að kasta frönskum í hvort annað, hlæjandi. Gamall maður að drekka kaffið sitt og lesa Moggann. Ungur maður, tveim borðaröðum frá þeim að skrifa eitthvað niður og borða grænmetispasta til skiptis. Tveir strákar á aldur við þá að borða pylsur. Kannski var það ekki fólkið. Kannski var ástæðan sú að allt var svo bjart. Hann sá allt svo vel. Jafnvel gostappann í horninu undir afgreiðsluborðinu þar sem lítið ljós komst að. Snjórinn var allt of bjartur líka.
-”Sævar, Víðir.” sagði Reimar skyndilega. Hann virtist hissa á því að hafa talað svo snöggt sem hann gerði. “Þið vitið að ég fer ekki í skólann í næstu viku vegna þess að verið er að rannsaka fíkniefnamálið sem kom upp.”
-”Já, var það ekki einhver fáviti á fjórða ári sem kom freðinn í sögu. Einar eða hvað hann nú heitir.”
-”Jújú, en ég var að spá…” Víðir missti störuna sem hann hafði fengið og Sævar ók sér til í sætinu, “…hvort við ættum ekki að prófa nýja tjaldið mitt.”
-”Hvaaaað?!?” sagði Sævar hissa.
Víðir gaf Sævari olnbogaskot og benti honum á að allir inni í salnum störðu á hann. Þegar fólkið missti áhugann hélt Reimar áfram: “Ég fékk mér um daginn þið vitið… svona, Thermo-tent sem margir nota við kaldar aðstæður svo sem á norðurpólnum eða eitthvað svoleiðis.” Reimar þagnaði og hélt ekki áfram. Hann skammaðist sín smá fyrir það sem hann sagði.
-”Er það ekki svolítið… creepy?” sagði Sævar, við það að fara að hlæja.
-”Æi þroskastu maður.” sagði Víðir. “Þetta gæti orðið áhugavert og við hefðum eflaust gott af því að fara út oftar en í eitt og eitt skipti.”
-”En við erum úti núna. Uppi í fjalli.” sagði Sævar.
-”Þú veist alveg hvað ég á við maður.”
Reimar horfði undrandi á Víðir, “Ætli hann sé eitthvað pirraður. Hann virðist ekkert vera með sjálfum sér upp á síðkastið. Ég svosem ljái honum það ekki.” hugsaði Reimar.
-”Allt í lagi, en óþarfi að vera svona æstur.” sagði Sævar.
-”Ég ætlaði mér það ekkert.” sagði Víðir, “Mig klæjar svona kuldakláða í tærnar, þú veist, þegar að manni hitnar aftur. Það er svolítið pirrandi. Allt of sumt.” laug Víðir.
-”Hvað finnst ykkur?” spurði Reimar.
-”Mér finnst hugmyndin ágæt, en ég er þó ekki viss.” sagði Sævar.
-”Ég er stórhrifinn!” sagði Víðir. Honum leist vel á þessa hugmynd. Hann hafði gaman af því að tjalda. Þeir þrír áttu það stundum til að tjalda þegar þeir voru kannski 5 eða 6 ára. Nú, tíu árum seinna gætu þeir tekið það skrefinu lengra og tjaldað langt frá mannabyggðum, um miðjan vetur. “Við þyrftum samt að fá leyfi hjá foreldrum okkar.” sagði Víðir, hikandi.
-”Þeim er áræðanlega sama. Þú hefur sjálfsagt ekki hugmynd um hvað foreldrar þínir hafa gert á árum áður. Þau hljóta að hafa verið jafn uppátækjasöm og við þegar þau voru lítil!”
-”Jú, ætli það ekki.” sagði Víðir. Skyndilega varð honum aftur hugsi: “Það er eitthvað hérna inni sem smellur ekki saman. Eitthvað.”


26.mars 2009 Gustav Gunnarssen Erfðafræðirannsóknir
Íslenskur texti. [Þýtt úr Sænsku]

Í þarsíðustu skýrslu minni talaði ég um neikvæða svörun í erfðaefni músa þegar þau þær fengu sprautu af lausn sem innihélt erfðaefni T925, skýrt af manninum sem einangraði og breytti því, Harold Söger. Eftir síendurteknar tilraunir þar sem breytur voru mismunandi hverju sinni fengust áhugaverðar niðurstöður. Mestu tilsvararninar á móti lausninni áttu sér stað eftir því hve mikið af stofnfrumum annarra músa voru sett í lausnina. Fengust þrjár afgerandi niðurstöður. Í tilviki eitt, þegar ekkert af stofnfrumum voru hafðar í lausninni, þröngvaði T925 sér inn í frumur músanna. Erfðaefnið umrædda kom sér inn í hinn svokallaða ‘Nucleus’ sem inniheldur meðal annars ‘Nucleolus-inn’ og ‘chromosome-ana’ sem sjálfir innihalda erfðaefnið. Niðurstaðan varð sú að fyrsta klukkutímann drápust flestar frumur músanna sem innihéltu T925 áður en þær náðu að fjölga sér. Afkomendur T925 frumanna virtust innihalda sama erfðaefni en sama dánartíðni frumna fylgdi þeim. Að lokum varð stöðnun og mýsnar dóu, sbr. Mynd 1, 2 og 3.

Í tilviki 2 þegar að 30 % af lausninni innihélt stofnfrumur annarra músa, varð T925 óvirkt þar sem að allar stofnfrumurnar komu í stað dauðra fruma. Mýsnar lifðu en engar breytingar urðu á hegðun né erfðaefni þeirra.

Í tilviki 3 þegar að 11% lausnarinnar innihélt stofnfrumur kom annað á daginn. Sama ferli átti sér stað í fyrstu og í fyrsta tilviki. Hins vegar þegar önnur kynslóð frumna kom fram, urðu undantekningarlaust stökkbreytingar milli stofnfrumanna og venjulegra fruma sem innihéltu T925 erfðaefnið. Stórar breytingar urðu á músunum bæði í hegðun og útliti. Nánari lýsing geymist þar til síðar svo og myndir þar sem að ekki hefur verið veitt samþykki til þess að opinbera niðurstöðurnar ennþá.

Frá snemma í byrjun febrúar og til þessa dags í dag, hafa alls 300 mýs verið sprautaðar með sömu eða breyttri lausn. Meðaltal 300 einstaklinga gefur:
Ef % jafnt og hlutfallið P , (T925/stofnfrumur) þá er:
Lausn = mengi P1 og P2, þar sem P1<P2
Lausn = [10.259% , 13.713%] sameiginlegt meðaltal allra einstaklinga sem uppfylla tilvik 3.
Lausn = ]-&#8734;% , 10.258%] sameiginlegt meðaltal allra einstaklinga sem uppfylla tilvik 1
Lausn = [13.714% , &#8734;[ sameiginlegt meðaltal allra einstaklinga sem uppfylla tilvik 2


“Skilur þú eitthvað í þessu? Þetta hljómar ekki eins og….þetta hljómar eins og bull. Allt þetta er bull.” sagði Haddur.
-”Ég er ekki viss.” sagði Sólveig. “Ég held við ættum að láta Erik líta á þetta. Kannski veit hann eitthvað.”

Víðir var einn heima um kvöldið. Garðar frændi hans hafði verið lagður inn á sjúkrahús eftir að þrír piltar gengu í skrokk á honum. “Við fórum á spítalann til þess að sjá hvernig honum líður,” var ritað með rithönd Hörpu á miða sem hékk á ísskápnum.
“Hverjum dettur í hug að ráðast á gamlann mann?” sagði Víðir við sjálfann sig. Klukkan var “01:26.” Víði datt í hug að fara í sturtu. “Klukkan er margt en þetta er ekki fjölbýli eins og hjá honum Ásbirni frænda.” Hann ákvað að þvo sér. “Djöfull virkar þessi kuldagalli vel. Ég svitnaði og svitnaði þrátt fyrir kuldann í fjallinu.”
Víðir steig úr sturtunni og greip handklæðið sem hékk uppi við hliðina á henni. Hann steig út úr sturtuklefanum og vatn seytlaði niður eftir líkamanum á gólfið og dropaði úr hárinu á honum. Hann þerraði sig algerlega, vöðlaði handklæðinu saman og hengdi það aftur upp. “Ég nenni ekki að fara með þetta alla leið niður í óhreina þvottinn.” Víðir gekk að vaskinum og greip tannburstann sinn. Eftir að hann var búinn að tannbursta sig tók hann hárið frá augunum og leit í spegilinn. “Gaahhh!”
Víðir tók eftir því að rauðir flekkir voru út um allann líkamann. Hann sveið er hann kom við þá. “Shit hvað ég er með slæm útbrot eftir gallann,” hugsaði Víðir. Víðir dreif sig að glugganum er hann heyrði óhljóðin í árgerð 87' Toyota druslunni hans Heiðars. Nokkuð af fólki var á gangstéttinni. Það var á leiðinni úr miðbænum. Víðir tók eftir mörgum útúrdrukknum vitleysingum, hlæjandi, með kannski einn vininn áfengisdauðann á öxlinni. Skyndilega hljóp ungur maður í grænni dúnúlpu með derhúfu í burtu um leið og Víðir leit á hann. Hann sá rétt glitta í andlit mannsins.
-”Víðir minn,” heyrðist kallað fram úr anddyrinu.Víðir sneri sér við og tók á rás í herbergið sitt. Hann fór í föt eins fljótt og hann gat til þess að fela útbrotin. Nóg var nöldrið í Hörpu án þess þó að þyrfti að bæta við samtali um útbrot. “Við erum komin heim. Ef þú hafðir áhyggjur af honum Garðari þá getum við sagt þér að það er allt í lagi með hann. Hann er nefbrotinn en karlinn er harður af sér.”
Víðir gekk niður og spjallaði við þau. Hann bar á borð hugmynd Reimars um það að tjalda. Harpa tók það ekki í mál fyrr en að Heiðar eyddi rúmu kortéri í það að sannfæra hana um að Víðir hefði gott af þessu.
-”Og hvenær hafið þið hugsað ykkur um að fara?”
-”Hinn daginn.” svaraði Víðir.
Eftir að hafa hlýtt á fyrirlestur frá Hörpu um hversu varlega þyrfti að fara í svona ferðum fór Víðir upp í herbergi til sín og lagðist í rúmið. Hann var dauðuppgefinn eftir daginn. Hann fékk það á tilfinninguna um að eitthvað væri að. “Eitthvað passar ekki. Eitthvað við þennan dag passar ekki. Eitthvað er öðruvísi. Eitthvað smávægilegt smáatriði. Eitthvað. En hvað?”

Endir kafla þrjú.