Ég er ekki fullkomnlega sátt við þennan kafla en nennti ekki alveg að breyta honum…geri það þegar ég endurskifa alla söguna, haha.


13. kafli


Það beið handa mér óvæntur glaðningur í skólanum, þar sem ég gekk eftir ganginum. Ég þekkti hann aftanfrá, hávaxinn, dökkt, þykkt hár og andlit sem lýstist upp í yndislegu brosi þegar hann snéri sér við og sá mig.

-Baldur?! sagði ég undrandi þar sem hann stóð við stofuna mína.

-Elísabet! Gaman að sjá þig, sagði hann og gekk til mín.

-Vá, ég bjóst ekki við að sjá þig hér, sagði ég.

-Ég sagðist ætla að skipta um skóla manstu, sagði hann enn brosandi.

-Já það er rétt, sagði ég og kinkaði kolli. –En ég bjóst ekki við því strax.

Satt að segja hafði ég steingleymt því þar sem ég hafði haft nóg á minni könnu upp á síðkastið.

-Baldur! Velkominn í skólann, sagði Anton skyndilega fyrir aftan mig með Emelíu í eftirdragi.

-Hvernig líkar þér skólinn, nýnemi? spurði Emelía og klappaði Baldri á kollinn eins og hann væri 5 ára.

-Lítur ágætlega út hingað til, sagði Baldur. –En það er alltaf skrítið að byrja í nýjum skóla.

-Heyriði hvað segið þið um að við borðum saman í kvöld til að fagna komu Baldurs í skólann? spurði Anton.

-Mér lýst vel á það, sagði Baldur. –Eruð þið öll laus?
Ég kinkaði kolli hugsi. –Er í lagi ef ég myndi taka Alísu með?

Anton yppti öxlum. –Já já, því fleiri því betra.

-Frábært, sagði ég.

Ég var staðföst í því að umgangast Alísu meira á ný, vinna upp árin sem við misstum.

Ég talaði við Alísu í tíma og hún var svolítið smeyk við að umgangast vini mína sem hún þekkti ekki neitt, en var til í að láta reyna á þetta.

Við hittumst öll við veitingastaðinn um sexleytið og fengum okkur borð. Það var heldur vandræðalegt fyrst að hafa Alísu með okkur en eftir forréttinn fór hún að blandast betur inn í hópinn. Mér fannst sérstaklega gaman að hafa Baldur með, hann var svo skemmtilegur og við áttum mikið sameiginlegt.

Eftir matinn ákvöddum við að hanga aðeins lengur saman hjá Antoni þannig að við borguðum og fórum út.

Ég tók í hurðarhúninn á útidyrunum en hann bifaðist ekki. Var hurðin nokkuð læst? Ég sá Emelíu veifa höndunum óþolinmóð hinumegin við glerið og benti mér á að koma. Ég yppti öxlum og benti á hurðarhúninn.

-Er hurðin læst? spurði Alísa fyrir aftan mig og ýtti mér svo frá. –Leyf mér að prófa.

En hurðin haggaðist ekki hjá henni heldur, ég var við það að fara að kalla á starfsmann til að hjálpa okkur þegar ég leit út um gluggann. Sólin var að setjast, stór og rauð og hún litaði allan himininn rauðan með sér.

„…þar til sólin sest…“

Ég fraust í sporunum af ótta sem ég vonaði að væri ástæðulaus. Ég leit yfir veitingarstaðinn í ofsa. Hann sat upp á einu af tómu borðunum og veifaði glaðlega til mín eins og krakki. Það bætti ekki úr skák að hann sveiflaði löppunum fram og til baka þar sem hann sat eins og honum væri einstaklega skemmt.

-Ó nei, sagði ég upphátt.

-Hvað? spurði Alísa.

-Hann er hérna…

Við það hurfu seinustu sólargeislarnir bak við sjóndeildarhringinn og það varð óþægilega dimmt. Rafmagnsljósin á veitingastaðnum byrjuðu að blikka og fólk fór að ókyrrast.

Maðurinn með hattinn hoppaði kæruleysislega af borðinu og rölti yfir til mín.

-Alísa, taktu í höndina á mér, sagði ég skyndilega. Það hafði komið fyrir, þegar við vorum yngri, að Alísa sæi drauga betur ef hún var í snertingu við mig.

Hún hlýddi og kipptist við þegar hún sá drauginn. Manni á það til að bregða þegar manneskja birtist út úr engu.

-Er þetta hann? spurði hún.

-Já, þetta er hann, sagði ég.

-Elísabet, en gaman, þú tókst með þér vin, sagði hann og brosti ískyggilega.

-Einstaklega gaman, sagði ég með flötum tón.

-Gaman að fá að sjá þig loksins í eigin persónu, eða kannski meira þú að sjá mig, Alísa litla.

Alísa hrökk við þegar hann sagði nafnið hennar. –Hver ert þú eiginlega og hvernig þekkir þú mig?

-Nafnið er Grímur, stúlkukind, og ég hef fylgst með þér síðan þú varst barn, enda besta vinkona elsku Elísabetar, sagði hann rólega.

Grímur? Hét hann Grímur? Hvers vegna í ósköpunum hafði mér aldrei dottið í hug að spyrja hann til nafns?

-Jæja nú þekkja allir alla, þá er komið að eftirréttinum, sagði hann og fletti skyndilega í gegnum matseðil sem lá á nálægu borði. –Þið hefðuð átt að fá ykkur súkkulaðikökuna, hún er einstaklega girnileg. En hún hefði sennilega eyðilagst í látunum.

-Hvaða látum? spurði ég ósjálfrátt.

-Þessum, sagði Grímur og leit upp úr matseðlinum og á mig.
Húsið byrjaði að titra lítillega eins og í jarðskjálfta en svo töluvert harkalega. Húsgögn byrjuðu að hrynja og fljúga um veitingastaðinn og fólk öskraði og fór að hlaupa út. Sem betur fer virkaði hurðin núna, ég var farin að hafa áhyggjur að Grímur ætlaði að taka allt þetta fólk niður með mér.

-Drífum okkur, sagði ég og reif í Alísu og hljóp að hurðinni.

Ég var skrefinu frá því að komast út og Alísa rétt á undan mér þegar hurðin lokaðist aftur og læstist. Ég hamaðist á hurðarhúninum nokkra stund en svo greip Grímur fast í mig.
-Þú ert ekki að fara neitt, litli fugl.

Ég sá Alísu út undan mér berja á dyrnar en mé sýndist annars flestir komnir út úr húsinu.

Ég barðist gegn Grími sem hélt mér ennþá fast, beit og klóraði en ekkert gekk. Hlaut að líta undarlega út fyrir utanaðkomandi fólk. Grímur hélt bara fastar í mig og mér fannst eins og hann væri kaldur sem klaki og kuldinn byrjaði að síast inn í mig og hrekja hlýjuna í burtu. Loks henti hann mér harkalega á gólfið og stuttu seinna flugu nokkur húsgögn ásamt þungu borði í átt til mín.

Ég var föst undir borðinu og öðrum húsgögnum og hann stóð sigri hrósandi ofan á borðinu og horfði niður til mín.

-Tsk, tsk, ef bara þú hefðir dáið seinast, þetta var svo falleg sjón þá, sagði hann. –En ég verð bara að sætta mig við þetta í staðinn.

-Hvað? spurði ég óttaslegin og fann hvernig adrenalínið byrjaði að flæða um æðar mínar.

-Nú grafa þig lifandi, sagði hann eins og það væri augljóst. –Það mun taka langan tíma og ég sé til þess að það finni þig enginn…næstu klukkustundirnar.

-Þú ert brjálaður! sagði ég.

Grímur hló.

-Er sérstaklega gáfulegt að segja svona lagað við manninn sem hefur líf þitt í höndum sér? Ættir þú ekki að vera að hrósa mér frekar?

-Myndi ég græða eitthvað á því? spurði ég meðan ég barðist við að anda almennilega, þetta var nokkur þyngd á lungunum á mér.

Hann virtist hugsa sig aðeins um. –Nei.

-Jæja hættum þá þessu blaðri og förum að gera eitthvað í þessu.

Í örvæntingu minni reyndi ég að komast undan borðinu en endaði bara á því að meiða sjálfan mig.

-Sjáðu loftið hérna fyrir ofan, sagði hann og ég leit upp. –Þetta, er það seinasta sem þú munt sjá.

Um leið og hann sleppti orðinu byrjaði húsið að hristast aftur og stórar sprungur mynduðust í loftinu fyrir ofan mig. Það sem ég man að þaut í gegnum hausinn á mér var að ég þakkaði fyrir það að það væri eingin efri hæð. Fyrst duttu bara litlir bitar úr loftinu en loks kom allt loftið niður. Ég bað til guðs að þetta væri ekki það seinasta. Sársauki.

Skyndilega komst ég til meðvitundar, eða ég var allavega vör við sjálfan mig. Svart, allt var svart og ég gat ekki hreyft mig. Það tók við mér ískaldur ótti. Ég var dofin og útlimir mínir blóðlausir og stirðir, ég átti erfitt með að anda.

Skyndilega sá ég ljósglætu fyrir ofan mig. Er þetta það? Ljósið við endann á göngunum?

En svo var ekki því loks heyrði ég raddir og opið fór að stækka. Ryk og duft féll niður á mig en loksins sá ég andlit.

-Það var rétt hjá honum, það er einhver hérna! kallaði andlitið.

Fleiri raddir heyrðust og fólk byrjaði að grafa mig út, hægt og rólega svo að ekkert myndir hrynja á mig frekar.

-Þetta verður allt í lagi, við munum ná þér út, sagði einhver þarna úr hóp lögreglu, sjúkraliða og slökkviliðs.
Þýddi þetta að Grímur hafði látið sig hverfa? Af hverju? Ég var ennþá lifandi.

En þá sá ég andlit sem ég þekkti og skildi að Grímur hafði ekki viljað fara, heldur neyðst til þess.

Nathan var hérna.

-Elísabet? sagði hann, andlitið áhyggjufullt. –Heyrirðu í mér?

Ég ætlaði að kinka kolli en gat það ekki alveg. –Já, sagði loksins með lágri og rámri röddu.

Hann brosti en augun voru ennþá áhyggjufull. Hann teygði sig niður og strauk mér um kinnina.

-Þetta er allt að klárast, vertu bara róleg.

Eftir margar langar mínútur var búið að ná öllu hlassinu af mér, ég var einstaklega máttlaus og ekki alveg í sambandi við umheiminn. Ég var ekki viss hvort ég væri meidd eða ekki.

Ég ætlaði að setjast upp en sjúkraliðar komu fljótlega til mín og sögðu mér að hreyfa mig ekki. Þeir settu svo á mig appelsínugula hálshlíf og lögðu mig á sjúkrabörur. Mér leið eins og ég væri stórslösuð, sem ég var farin að efast um að ég væri.

Það var nokkur mannfjöldi þarna og ég sá vini mína út undan mér. Alísa hljóp upp að börunum.

-Guð Elísabet, hún var tárvot með maskara út um allt.
-Róleg, sagði ég. –Ég er ekki að deyja.

Emelía bættist við þrátt fyrir mótlæti sjúkraliðanna. –Elísabet þú verður að fara að hætta þessu, þetta er farið að verða vandræðalegt.

-Á ég að hringja í mömmu þína? spurði Alísa áður en ég gat svarað Emelíu.

-Nei, sagði ég og illur grunur læddist að mér. –Segðu strákunum að það sé allt í lagi með mig, ég hringi í ykkur þegar ég losna…

Sjúkraliðarnir náðu loksins að koma mér upp í bílinn og Nathan hoppaði einnig uppí. Hentugt að vera lögga.

-Hvert farið þið með mig? spurði ég sjúkraliðana.

-Niður á spítala auðvitað, á bráðamóttökuna, sagði annar þeirra.

O, ó, það var það sem ég hélt. Hún elskuleg móðir mín var…á vakt…á spítalanum. Andskotinn.

Sjúkraliðinn fór að spyrja mig að ýmsum spurningum eins og hver ég væri, hvað hann héldi á mörgum fingrum og svo framvegis sem ég svaraði eftir bestu getu. Mér var farið að svima heldur mikið þótt að ég hreyfði mig ekki og hausinn á mér var að springa. Fyrir utan það fann ég ekki fyrir neinu.

Sjúkraliðinn skoðaði augun á mér með litlu ljósi, ekki sérlega þægilegt ef þú vilt mitt álit á málinu, og lét mig hreyfa tærnar og álíka.

Bílinn stoppaði og bakhurðin opnaðist. Áður en sjúkraliðarnir rúlluðu mér inn tók Nathan í höndina á mér.

-Ég fer ekki frá þér núna, sagði hann. –Ég þarf greinilega að passa betur upp á þig.

Það fékk mig til að brosa.

Sjúkraliðarnir voru varla komnir með mig inn um dyrnar þegar ég heyrði í rödd sem ég þekkti alltof vel.

-Elísabet María Ásudóttir!

Mig langaði helst að skríða ofan í holu, móðir mín gat ekki verið ánægð að sjá mig á spítala eftir að hafa rétt skriðið út af honum um daginn. Mamma kom þarna þrammandi í hvíta læknasloppinum sínum og fékk sjúkraliðana til að hika.

-Hvað í ósköpunum kom fyrir þig? sagði hún og horfði ströng á mig. Ekki sama ljúfa manneskjan og þegar ég lenti í „atvikinu“. Mamma sem læknir var allt önnur manneskja. Ég held því fram að hún sé með klofinn persónuleika.

-Ég tek við henni hérna, sagði hún við sjúkraliðana og tók við skýrslunni minni. Hún leit yfir hana og svo á mig.

-Hrundi hús ofan á þig? Nú mátti sjá smá áhyggjulínur í kringum augun á henni.

-Já, sagði ég rám.

-Hver ert þú? spurði hún allt í einu Nathan sem hún virtist hafa verið að taka eftir.

Nathan tók í höndina á henni. –Nathan heiti ég og er frá lögreglunni, ég er einn af þeim sem grófu dóttur þína upp.

-Þú hefur þakkir mínar en þú mátt fara núna, sagði hún.
Nathan hikaði og leit á mig.

-Ég þarf að taka skýrslu hjá dóttur þinni varðandi slysið.
Mamma leit á hann hugsi nokkra stund. –Jæja þá, þú getur beðið í setustofunni, ég hef nóg að gera.

Nathan kinkaði kolli og stefndi í átt að setustofunni en mamma hóaði í einhverjar hjúkkur og við vorum brátt á hreyfingu.

-Hvert erum við að fara?

-Þótt að þú virðist vera í ágætu standi ætla ég að senda þig í skann til að athuga hvort það sé allt óskaddað í hausnum og bakinu á þér, sagði mamma og klappaði mér aðeins á höndina.

Eftir allar athuganir kom í ljós að ekkert var brotið eða illa skaddað en ég ákvað mér til mikillar gleði að kasta upp tvisvar bara svona upp á flippið. Ég var semsagt með ágætis heilahristing, marin og með nokkra skurði.
Ég sat inni í sjúkraherbergi þar sem ungur læknir var að sauma mig saman á nokkrum stöðum, þar á meðal ennið á mér. Ég tók upp símann minn og sendi skilaboð á Alísu og Emelíu.

„Bara heilahristingur, allt ok, tala við þig seinna.“

„Bara heilahristingur“ er samt alveg ágætlega óþægilegt. Mér fannst eins og hausinn á mér væri að rifna og að ég væri með 50 kg stein á hausnum á mér.

Nathan kom inn þegar læknirinn var að klára og var í sífellu að gjóa augunum að nýlegum örunum á úlnliðunum á mér. Ég leit bara illilega á hann.

Læknirinn forðaði sér brátt út og skildi mig og Nathan ein eftir.

-Mamma þín rak mig inn til að taka „skýrsluna“, sagði Nathan.

-Ágætt, sagði ég. –Hvernig fannstu mig?

-Mamma þín sagði mér stofunúmerið, sagði Nathan kjánalega.

-Nei ekki núna, heldur þegar ég var undir þakinu, sagði ég.

Nathan hikaði. –Ég komast að því að þú værir í hættu og kom mér eins fljótt og ég gat til þín, en þá var skaðinn þegar skeður.

Svaraði ekki spurningunni um hvernig hann fann mig eða hvernig hann vissi að ég var í hættu.

-En ef þú hefðir ekki komið þá hefði Grímur ekki farið af svæðinu og ég ekki fundist, sagði ég.

-Grímur?

-…já, Alísu datt í hug að spyrja drauginn til nafns, sagði ég vandræðalega.

Nathan gat ekki annað en hlegið. –Ekki eitthvað sem þér hefði dottið í hug.

-Eiginlega ekki, sagði ég og geispaði.

Móðir mín kom inn í herbergið án þess að banka.
-Elísabet, ég verð að biðja þig um að vera hérna yfir nótt, ég losna ekki af þessari vakt og svo er ég að fara á þessa ráðstefnu annað kvöld, þú valdir þér góðan tíma til að slasa þig.

-Hvar er Bjarki? spurði ég.

-Hann fór út úr bænum í nokkra daga…æ, með þessari stelpu þarna.

-Æ já, sagði ég. Bjarki var með þessari stelpu og við vorum ekki alveg viss hvort þau væru formlega saman eða hvað, hún hafði allavega aldrei komið heim til okkar. –En gerðu það leyfðu mér að fara heim, þú veist að ég þoli ekki spítala.

Hún vissi bara ekki alveg af hverju.

Mamma andvarpaði en leit svo skyndilega á Nathan og mældi hann með augunum.

-Þú! sagði hún. –Get ég treyst þér til að koma dóttur minni öruggri heim?

-Uh, já án efa, sagði Nathan.

Mamma snéri sér aftur að mér. –Þú verður að hringja í Emelíu og fá hana til að sitja yfir þér!

Því fylgdi ræða um hvíld, vatn, vekja mig reglulega og þannig lagað.

Mamma kyssti mig loks á kinnina. –Ég verð komin heim undir morgun.

Svo var hún farin að sinna skurðaðgerð.

Hjúkkan sem fylgdi okkur út fékk mig til að sitja í hjólastól. Mér leið eins og asna en var of veikburða til þess að nenna að mótmæla, hvað þá labba. Hún keyrði mig upp að bílnum hans Nathan og hjálpaði mér inn.

-Er allt í lagi með þig? spurði Nathan þegar hann settist í bílstjórasætið og setti bílinn í gír.

Ég kinkaði kolli og við keyrðum út í myrkrið, heim á leið.
kveðja Ameza