Annheimstrú Annar hluti: Eylöndin Fyrri hluti.

Sköpun Markurs

Heimurinn var nú tilbúinn til búsetu fyrir sköpunarverk goðanna, og brátt var veröldin öll í blóma. Stríð þekktist ekki en brátt steðjaði að annað vandamál, offjölgun. Veröldin sem goðin höfðu skapað var ekki nógu stór til þess að halda viðhalda frjósemi íbúa sinna og hungursneyð vofði yfir. Markur greip fljótt inn í þessa framrás. Hann byrjaði á því að færa sálir nokkurra yfir í stóra krukku sem fylgismenn hans höfðu undir höndum. Því næst tók hann krukkuna og lagði álög á hana. Sálirnar í krukkunni urðu fyrstu draugarnir, nefndir náverðir, og sækja þá sem eiga að deyja.

Fyrsta stríðið

Þegar Annheimsbúar uppgötvuðu verk Markurs nýttu þau sér það til hins ýtrasta sér og sinni tegund til framdráttar og fyrstu stríðin hófust. Goðin vissu vart hvað var að gerast og hvað til bragðs ætti að taka en Markur tók sálir hinna dauðu og gerði fleiri og fleiri náverði. Eftir nokkur ár af stanlausri slátrun fannst Örþikusi vera nóg komið og skipti Annheimi í sex hluta, ein eyja fyrir hverja tegund og hvert goð. Þá setti Örþikus einnig tuttugu verndara á sína eyju, verndara sem gátu stjórnað náttúruafli Örþikusar og áttu að vernda eyjuna fyrir óvinveittum öflum. Hin goðin fóru að fordæmi Örþikusar og settu sína eigin verndara. Lísar tók sig þá einnig til og lagði á um að sálir hinna dauðu færu ekki til yfirráða Markurs heldur sameinuðust verndara þess guðs er sá dauði hafði treyst mest á. Markur líkaði ekki þessi afskipti Lísar af sinni sköpun og torveldaði hinum dauðu ferðina til verndara síns með því að búa til sérstakan veg sálanna.

Föngun Flamors

Í stríðinu mikla bar hæst deila fíróbra og dverga. Fíróbrur gengu hart að dvergum og allt benti til þess að dvergar myndu deyja út og það hefðu þeir gert ef Örþikus hefði ekki gripið inn í. Í loka orrustunni söfnuðust allar fíróbrur saman á einn stað og undirbjuggu sig fyrir loka atlöguna gegn dvergum, en Örþikus opnaði gat í jörðina og ofan í það féllu allar fíróbrur heimsins. Flamor trylltist er hann komst að þessu og ætlaði að eyða Örþikus en Örþikusi tókst að fanga Flamor inn í jörðina þar sem han berst um og reynir að sleppa. Eros sá þetta allt saman og vorkenndi Flamori og bauð honum að skapa með sér nýja tegund og Flamor gekk að því. Þar litu drekar fyrst heiminn. En við þessa sköpun fæddist önnur vera, Elektrika, dóttir Erosar og Flamors. Hún varð að eldingunni og þýtur um himinn Erosar og kemur stundum niður til Annheims til þess að freista þess aðfrelsa föður sinn Flamor.

Ísar

Markur sá hvernig vald Flamors og Erosar jókst með tilkomu Elektriku. Hann tók sig til og rændi afkvæmi Vands, Ísar, og gerði að sínu eigin og Ísar tók sér form íss. Vand reiddist mjög þessari hegðun Markurs en dóttir hans Lind róaði hann niður og sagði að Ísar væri enn sonur hans. Vand sætti sig við það.

Lýsing á vegi sálanna

Þegar við dauðans dyr kemur návörður og gefur þér val; að verða návörður eða fara veg sálnanna. Veljir þú hvorugt verður þú draugur, dæmdur til þess að lifa að eilífu án gleði eða ánægju. Farir þú veg sálnanna tekur vörðurinn fram krukku og setur í hana bút af heilanum og fer með krukkuna að upphafi himinsins. Þar umbreytist heilabúturinn í þinn aftur í líkama og þú getur gengið veginn. Aðrar verur að neðan geta séð þig sem stjörnu og á veginum færðu ýmsa ójarðneska vitneskju sem þú getur sýnt Annheimsverum í gegnum stjörnumerki. Á veginum gengurðu gegnum miklar þrautir, bæði líkamlegar og andlegar en allar byggðar á þínu lífi og erfiðustu verkefnin eru atburðir í þínu lífi þar sem þér mistókst. Á leiðinni fyrir hittir þú hina ógeðslegu ófreskjur af Vomlingakastala, sáltætur, sem reyna að hrekja þig af brautinni. Hægt er að forðast þær með því að hugsa ekkert illt á leiðinni og biðja til verndargoðs síns. Komi sáltæta skal berjast við hana með sverði Volmors, sverð sem er gert úr öllum greiðum og hjálp sem þú hefur veitt. Eiðsvik og lygar veikja sverðið hins vegar. Enign ferð er nákvæmlega eins fyrir hvern og einn, en í endann færðu val um að snúa aftur til Annheims eða ganga inn í verndara. Oft tekur þúsundir ára að komast af veginum.