Annheimstrú Fyrsti Hluti: Í upphafi Þetta er fjölgyðistrúarbragð sem ég er að semja fyrir minn eigin ævintýraheim sem er í mótun. Mig vantar endilega betra nafn á þetta trúarbragð.


Í upphafi
Í upphafi var það einungis Allur hinn eini. Í milljónir ára velktist hann um sjálfan sig, dýrð hans ólýsanleg enda var hann heimurinn og ekkert til þess að líkja við. En jafnvel í sínum óviðjafnanlega mikilfengleika leiddist Öllum og skipti sér í sex hluta: Örþikus, Flamor, Eros, Vand, Lísar og Markur.

Fyrstu árþúsundin lék allt í lyndi og goðin þekktu ekki hugtök á borð við reiði og öfund. En einu goðanna, Markur, leiddist þessi tilbreytingarlausa tilvera og hóf að vekja tortryggni meðal hinna goðanna með rógburði og lygum. Brátt breyttist tilvera goðanna úr áhyggjulausu sambýli yfir í róstusemi og tortryggni. Ástandið hefði ófrávíkjanlega breyst í stríð milli þeirra ef Lísar hefði komið með málamiðlun og lagt til að goðin ættu að hafa eitthvað sem gæti sameinað þau, sköpunarverk sem gæti leitt þau burt frá lygunum sem lágu í kringum þau. Þá hófst sköpun fyrstu verunnar. Örþikus lagði til líkamann, Eros lagði til hreyfigetuna, Lísar lagði til samviskuna, Vand lagði til hæfileika til sjálfslæknunar og Flamor kveikti sjálfan lífsneistann. Markur hinsvegar þráaðist við að taka þátt í þessum leik en loks lét hann eftir og gaf verunni sjálfsbjargarviðleitni. Þegar veran var að verða tilbúin gat engu goðanna komið sér saman um útlit ætti að vera og leit út fyrir að ósættið myndi aftur leiðast út í stríð. En þá lagði Vand til að hvert og eitt goð ætti að taka sína veru og móta útlit hennar að vild.

*Og þannig varð það að hvert goð gerði veru eftir sínum þönkum; Örþikus gerði dvergana, Vand marfólkið, Lísar gerði álfana, Eros mótaði vængherjana, Flamor þá fíróbrur og að lokum lauk Markur við smátröllin. Menn urðu til sem hin ómótaða tegund. Þegar goð birtist í Annheimum (Það kallast hinn veraldlegi heimur) tekur það á sig mynd þeirrar tegundar er það skapaði.

En lífverur þessar er goðin höfðu skapað gátu ekki dvalist í ólýsanlegri tilveru goðanna og því bjuggu þau til veröld fyrir sköpunarverk sitt. Örþikus lagðist niður og varð að jörðinni, Vand vafði sig utan um hann og varð að öllu vatni og sjó, Eros stóð yfir þeim sem himininn og vindar, Flamor gerðist eldurinn sem hin æðri dýr geta notast sér til framdráttar, Lísar varð að ljósinu sem leiðir allt líf en Markur umbreytti sér í myrkrið.


*Dvergar eru um metri á hæð, eða svona 120 cm. Þeir eru fremur þykkir um sig, skeggmiklir og brúnaþungir. Augu þeirra sjá jafnt að nóttu sem degi enda mikilvægt þar sem þeir verja yfirleitt meirihluta ævi sinnar í göngum neðanjarðar. Hendur þeirra eru nokkurn veginn skóflulaga og nýtast vel til graftrar, þó svo að þeir kjósi fremur verkfæri. Á hnúum þeirra, hnjám og olnbogum er þykkt lag af steinkenndu beini.
Marfólkið er svona tveir metrar á hæð. Þeir hafa fjögur augu, hreistraða húð, fjórar hendur og fjóra stóra arma sem notast sem fætur og loks háf á bakinu. Þeir geta lifað hvort sem er í láði eða legi, en ef þeir eru veikir fyrir þurrki og þurfa að drekka u.m.þ.b. 4 l á dag annars deyja þeir.
Álfar Lísar eru venjulega 10cm metra háir en geta stækkað sig upp í tvo metra. Þeir eru með vængi og lýsir af þeim langar leiðir. Hallir þeirra eru vel faldar innan um tré og annan gróður og ómögulegt að komast þangað inn nema með leyfi frá álfi.
Vængherjar Erosar eru tveggja metra háir, með gogg, hala með stél á endanum og tvenn pör af leðurkenndum vængjum og hálf gagnsæja húð sem samt sem áður er besta vörn gegn hita eða kulda sem til er. Þeir sjá best af öllum lifandi verum.
Fíróbrur eru risavaxnar slöngur, 14m langar frá hala til hauss, spúa eldi og brennisteini úr vitum sér og bit þeirra drepur samstundis. En hinir fyrstu galdrar koma frá þeim, en allar rúnir og galdrastafir eru sem munstur á hreistri þeirra. Fíróbrur blanda nánast aldrei geði við aðrar tegundir.
Smátröllin eru viðbjóðslegustu og viðurstyggilegustu verur í Annheimum. Engin tvö skrímsli eru eins nema að drápsþörfinni. Sum þeirra eru risavaxin, önnur minni en svo að við getum séð, mörg með fleiri en þrjá hausa og hvert andstyggilegra en það næsta.