Jæja tók mér langan tíma að koma þessum kafla frá mér. Ekkert sérstaklega mikið action í þessum kafla en ég lofa að 13. kafli verður miklu skemmtilegri ;)


12. kafli

Ég vaknaði við vekjaraklukkuna mína. Skóli. Já það var skóli. Ég dreif mig í föt og klæddi mig í langermabol til að fela sárabindin. Allur skólinn var án efa búinn að frétta af þessu, samt sem áður vildi ég ekki veifa því alveg framan í alla. Mamma bauðst til þess að keyra mig en ég afþakkaði boðið, það var algjörlega óþarfi að keyra þessa vegalengt. (Nema auðvitað ef þú varst í fínum kjól og á hælum).

Ég fann hvað það var byrjað að kólna, ég tók meira að segja vettlinga með mér. Það kæmi mér ekki á óvart ef það færi að snjóa bráðum, það var frostlykt í loftinu.

Ég dreif mig inn í skólann, það var bara fáránlegt að hanga úti í kuldanum. Bjallan hringdi brátt og ég flýtti mér mig í enskutíma. Ég tók mér sæti og varð vör við að margir litu á mig með miklu pískri. Góðar kjaftasögur voru eins og eldur í sinu. Ég andvarpaði, en hélt uppi mínu góðláta brosi í gegnum tímann.

Ég fann Emelíu á ganginum milli tíma þar sem hún reyndi að veiða út úr mér hver „heiti gaurinn“ hefði verið sem ég ákvað að svara ekki.

-Guð mig almáttugur, ég er nýja sirkusdýrið, sagði ég.

-Þú vissir að þú ættir von á þessu, of mikið af fólki kannast við þig og sögur breiðast hratt út. En hafðu ekki áhyggjur, þetta deyr út á nokkrum dögum…vikum, alveg pottþétt á ári!

-Vá þakka þér kærlega, sagði ég.

Emelía hló. –Engar áhyggjur, þú ert með mér og Antoni í næsta tíma.

Mér leið betur að hafa þau með mér í tíma, slúðrið skipti mig þá ekki jafn miklu. Rétt áður en kennarinn hóf kennslu hinkraði Alísa við borðið mitt áður en hún fékk sér sæti.

-Hæ, sagði hún.

-Hæ, sagði ég.

-Er allt í lagi með þig? Ég trú því ekki að ég hafi skilið þig eftir…

Ég gaf henni bros, það hefði ekki stoppað manninn með hattinn hvort eð var.

-Hafðu engar áhyggjur, það er í lagi með mig.

-…viltu koma og fá þér kaffibolla með mér á eftir eða eitthvað? spurði hún mig, hálf stressuð.

Ég var hissa en brosti svo ánægjulega. –Algjörlega.
Alísa fór og fékk sér sæt.

Emelía snéri sér við í sætinu. –Hvað var þetta?

Ég yppti bara öxlum.

-Ég hélt að þið væruð ekki vinkonur lengur?

-Hver veit? sagði ég. –Kannski tökum við upp þráðinn aftur.

Emelía yppti öxlum. –Það má vona það.

Skóladagurinn leið einstaklega hægt og það var endalaust skvaldur og slúður á floti. Það fólk sem umgekkst mig samt reglulega hafði bara áhyggjur af mér og vildi vera viss um að allt væri í lagi, það var fólkið sem þekkti mig bara af orðspori sem slúðraði mest.

Eftir skóla (loksins!) gekk ég út með Alísu og við röltum niður götuna í átt að nálægu kaffihúsi. Við gengum inn í hlýjuna og fundum okkur bás við gluggann. Ég var strax farin að sakna sumarsins.

Eftir að hafa pantað okkur rjúkandi heita kakóbolla og smá súkkulaðiköku kom Alísa spurningunni sem henni langaði að vita svarið við upp úr sér.

-Hvað gerðist eiginlega þarna, í baðherberginu?

Ég hikaði nokkra stund og hrærði í rjómanum sem var að bráðna ofan í súkkulaðið mitt.

-Þú getur sagt mér það, sagði hún og gaf mér upplífgandi bros. –Ég veit nú allt sem þú hefur gengið í gegnum í þessum málum.

Ég andvarpaði og renndi fingrunum í gegnum hárið á mér en brosti svo.

-Ætli það ekki, rétt ein og í gamla daga, sagði ég.
Augu Alísu lýstust upp í brosi. –Þannig, hvað gerðist?! Ég trúi því ekki að þú hafir verið að reyna að skaða sjálfan þig, sérstaklega þar sem þessi draugur hafði verið að trufla þig í tíma.

-Það er rétt, sagði ég. –Tekurðu eftir einhverri breytingu við mig?

Alísa hugleiddi það nokkra stund þar sem hún krullaði endann á lituðu hárinu með fingrunum. Svo leit hún undrandi á mig.

-Hálsmenið þitt!

-Rétt hjá þér, það er farið, ónýtt, sagði ég.

-Var þetta þá árás eða hvað? spurði hún.

-Það má segja það, sagði ég og drakk af súkkulaðinu til þess að reyna að hlýja mér að innan.

-Ekki var þetta draugurinn þarna…þessi hættulegi sem þú sagðir mér frá öllum þessum árum?

-Jú, þetta er hann og hann hefur óþægilega mikinn áhuga á lífi mínu, eða enda þess öllu heldur, sagði ég.

Alísa fölnaði. –Ég trúi þessu ekki! Að ég hafi ekki trúað þér eftir allt sem við höfðum gengið í gegnum saman! Mér líður hræðilega!

Ég yppti öxlum kæruleysislega þótt ég hafði grátið margar nætur yfir vinaslitum okkar þegar ég var yngri. –Þú sást hann aldrei og svo lét ég loka fyrir sýnirnar mínar… ætli þú hafir ekki bara verið sár…svikin.

Alísa horfði ofan í bollann sinn og kinkaði kolli. –Það er satt, mér fannst eins og þú hefðir svikið mig.

Augu okkar mættust og við brostum loks, það var enn gamla hlýjan milli okkar. Vinátta dó aldrei alveg.

-Þannig að þú ert farin að sjá allt aftur? spurði hún.
Ég kinkaði kolli.

-Vá ég veit ekki hvað ég á að halda, sagði Alísa. –Ég get ekki annað en verið glöð að vera ekki ein lengur…en mig hryllir við því að þessi draugur sé á eftir þér.

Ég yppti öxlum. –Ekkert sem er hægt að gera í því úr þessu, við verðum bara að lifa með þessu eftir bestu getu.

Alísa brosti innilega og kinkaði kolli.

Það var svo sannarlega eitthvað hughreystandi við að hafa aðra manneskju í þessum heimi sem sá það sama og þú, eða næstum allt. Manneskja sem vissi hvað þú varst að ganga í gegnum. Engin leyndarmál lengur.

Ég var glöð í bragði þegar ég gekk heim til mín, en það entist ekki meira en svona 5 mínútur eftir að ég kom heim.

-Halló! kallaði ég þegar ég opnaði hurðina og mamma svaraði mér innan úr eldhúsi.

Hún hafði verið í bakaríi og var að leggja út snúð og annað gómsæti á eldhúsborðið.

-Nammi, sagði ég og settist við borðið.

-Hvernig var skólinn í dag? spurði mamma.

-Allt í lagi, sagði ég þar sem ég réðst á súkkulaðisnúðinn, svöng þrátt fyrir kakóbollann.

Mamma settist á móti mér. –Það er nokkuð sem ég þarf að ræða við þig Elísabet.

Ég leit upp, ó nei, þetta var raddblærinn. Raddblærinn sem mamma notar á sjúklingana sína eða þegar hún þarf að segja eitthvað alvarlegt við börnin sín. Mér leist ekki vel á þetta.

-Elísabet, þú veist að þú getur alltaf komið og talað við mig um hvað sem er, byrjaði hún. –Hvað sem er að angra þig og ef þú vilt ræða þetta atvik…

-Ég er í góðu lagi mamma, sagði ég fljót að reyna að bakka mig út úr þessu umræðuefni.

-En þrátt fyrir það, hélt hún áfram. –Þá vegna reglu spítalans í sambandi við svona atvik og vegna þess að ég hef áhyggjur á þér…

Reglur spítalans, bíddu, bíddu, bíddu hver var þetta að fara?

-Þá verður þú að fara í að minnsta kosti 10 tíma hjá sálfræðingi, sagði hún.

Ég missti snúðinn á diskinn. Þetta var mín versta martröð, okei ekki alveg, það voru geðlæknar og að vera lokuð inni á sjúkrahúsi allt mitt líf, en sálfræðingur var ógnvænleg byrjun.

-Ertu ekki að grínast?! spurði ég.

-Nei, mér er alvara, fyrsti tíminn er á eftir, sagði hún.

-Ertu biluð mamma? Ég ætla ekki til sálfræðings, það er ekkert að mér, ég hef ekkert að segja við einhvern kall út í bæ!

-Elísabet, sagði hún rólega en ég fann fyrir alvarlega undirtóninum í röddu hennar. –Þú þarft á hjálp að halda og það mun róa mig mjög mikið ef þú gerir þetta fyrir mig.
Ég beit pirruð í vörina á mér til að stoppa mig frá því að segja eitthvað til að særa móður mína.

-Okei, ég skal þá gera það! sagði ég pirruð og hélt áfram að éta snúðinn minn.

Hálftíma seinna sat ég fúl í bílnum þar sem mamma keyrði mig til sálfræðings. Hún kom með mér inn og við sátum hljóðar fyrir framan dyrnar hjá sálfræðingnum. Mamma vildi vera viss um að ég færi þangað inn og myndi ekki svíkjast undan.

Eftir nokkra stund fór maður út úr herberginu og loksins kom kona fram á miðjum aldri.

-Elísabet?

Ég andvarpaði og stóð upp. Mamma sagðist bíða í bílnum.
Ég gekk inn í herbergið, stórir gluggar vísuðu út í notalegan garð, þægilegur sófi og stóll stóðu við gluggann en svo var skrifborð og bókahillur einnig staðsett þarna inni.

-Sæl Elísabet, sagði konan. –Ég er Marta, gjörðu svo vel að fá þér sæti.

Ég gaf henni aumt bros og settist svo í sófann.

-Ég sé að þú ert hérna að læknisráði, en hvað um það, byrjaðu bara á því að segja mér svolítið um sjálfan þig.

-Uh, ég heiti Elísabet og er 18 ára nemandi, bý hjá fjölskyldunni minni…

Mig langaði nánast að bæta þarna inn í „…og ég sé drauga“.

-Líður þér vel í skólanum? spurði Marta.

-Já já, skólinn er ágætur, sagði ég og reyndi ekki að sýna hversu óþægilegt mér fannst að vera þarna.

-Gengur þér vel í skólanum? spurði Marta. –Færðu góðar einkunnir?

-Já frekar, lágar einkunnir hafa ekki verið vandamál hingað til, sagði ég.

Hún neyddi mig til að spjalla aðeins meira um skólann og vini mína en ég efa stórlega að hún hafi fundið eitthvað þar sem gat bent til sjálfsmorðs. Ég var ekki lögð í einelti, ég átti góða vini, ég átti auðvelt með námið, skólinn var alls ekki stóra vandamálið í lífi mínu.

Loks snéri hún sér að öðru. –Hvað er fjölskyldan þín stór?

-Bara ég, mamma og Bjarki stóri bróðir minn, sagði ég á meðan ég reyndi að láta klukkuna ganga hraðar með viljanum einum saman.

-Ertu ekki í sambandi við föður þinn?

Ég hristi hausinn og hún skrifaði eitthvað niður hjá sér. Það var án efa hægt að rekja öll mín vandamál til föðurleysis.

-Er hann látinn eða er mamma þín skilin? spurði hún varlega.

Ég yppti öxlum. –Ég held að hann sé á lífi, hann fór þegar ég var ungabarn.

-Þannig þú hefur engar minningar um hann? spurði Marta.
Ég kinkaði kolli.

-Saknar þú þess að hafa engan föður, hefurðu aldrei viljað komast í samband við hann?

Ég hugsaðu um þetta nokkra stund, ég hafði nú aldrei saknað þess sem ég hafði aldrei þekkt. Móðir mín var sterk og hafði séð um allt sem mig vanhagaði um og bróðir minn hafði passað upp á mig líka. Ég vissi lítið sem ekkert um föður minn, mamma talaði lítið um hann. Ég hafði enga þörf til þess að troða einhverjum inn í fjölskylduna sem var ekki partur af henni.

Þannig að ég svaraði eftirfarandi spurningu neitandi. Sálfræðingurinn var samt lengi að gefast upp á þessu umræðuefni.

Þessi klukkutími var tilgangslaus, hún spurði mig ekki einu sinni út í „atvikið“ eins og mamma kallaði það. Ætli hún hafi ekki verið að vinna sig upp í það, enda átti hún 9 klukkustundir inni hjá mér, guð minn almáttugur.

Mamma spurði mig út í tímann og ég svaraði stuttlega. Þetta var ekki góð hugmynd, ég þurfti eiginlega að finna upp á góðri ástæðu fyrir sjálfsmorði. Ég hallaðist að stundarbrjálæði eða hryllilegu kvíðakasti, eða ég gæti sagt að strákur hefði dumbað mér… Oh ég veit ekki.

Klukkan var orðin 5 þegar við komum heim, ég þurfti að læra jippí jej. Ég náði mér í kókdós úr ískápnum og fór svo upp með skóladótið mitt.

Ég greip fast í hurðarhúninn til þess að öskra ekki þegar ég opnaði hurðina inn til mín og ég var fljót að loka á eftir mér. Hjartað í mér hamaðist ótt og títt þar sem ég horfði á manninn með hattinn liggja makindalega á rúminu mínu. Hann leit helst út fyrir að vera sofandi, ef draugar svæfu.

-Hvað ertu að gera hérna? hvæsti ég.

Hann lyfti hattinum aðeins eins og til a sjá mig betur. –Saknaðir mín?

-Já, af því að ég sakna þess svo mikið að hafa morðingja á eftir mér, hreytti ég í hann.

-Ó Elísabet, þú hljómar alveg eins og … þú, sagði hann.

-Ha? sagði ég, skildi ekki alveg hvað hann átti við með því.

Hann stóð upp og sveif alveg upp að mér.

-Skiptir engu kæra Elísabet, sagði hann og tók undir hökuna á mér svo að ég liti beint í augun á honum. Köld og tóm.

-Þú ert svo falleg og ákveðin, rétt eins og áður.

Ég sló hendur hans frá mér og bakkaði.

-Ekkert að óttast væna mín, næsta lota hefst ekki strax.

-Næsta lota? spurði ég.

-Já, sagði hann. –Næsti bardagi okkar hefst ekki nú. Þú vannst þann fyrsta en stríðið er ekki búið. Kannski ég blandi fleirum í málið…

-Ha! Ekki dirfast…

Hann lagði fingur að vörum mér. –Suss, bíddu þar til sólin sest á morgun.

Ég leit illilega á hann.

-Vertu sæl, hvíslaði hann í eyrað á mér og hvarf.

Mér var kalt, að innan sem að utan. Ég var músin í holunni og hann var kötturinn.



Takk fyrir að lesa :)
kveðja Ameza