Mér er heitt.
Ekki of heitt, bara svona mátulega heitt.
Mér líður aldrei illa, ég hef allt sem að ég þarf í þessu littla afmarkaða svæði sem ég bý í.
Ég er varinn frá öllu illu sem heimurinn hefur uppá að bjóða. Þó svíf ég eins og í lausu lofti sé, og enginn getur snert mig.
Ég er skilyrðislaust elskaður af öllum sem nálægt mér koma, enginn dæmir mig fyrir að vera það sem ég er, engir fordómar, ekkert hatur.
Ég fæ athygli 24 tíma sólahringsinns, það veit alltaf einhver að ég er þarna og ég þarf aðeins að gefa frá mér lítið spark og allir hópast að mér og dást að mér.
Tilvera mín er fullkomin.

Ég er fóstur.

Í eðli mínu er ég hamingjann.
Ég gef frá mér undrun og þakklæti og tek lítið fyrir það í staðin.
En brátt mun ég yfirgefa heimili mitt, öryggið sem ég hef búið við allt mitt stutta líf.
Ég mun stíga inn í heim gjörólíkan þeim heimi sem ég þekki.
Kaldan heim óöryggis, haturs, biturðar og gagnrýni.
Þó glittir stundum í það eðli okkar sem við fæðumst með, frumeðlið. Það er ást, hamingja, sátt og samþykki. Samþykkja annað fólk og samþykkja heiminn. Því miður lifir heimurinn í annari og myrkrari veruleika en ég mun gera mitt að mörkum, eða kannski segi ég það bara, ég veit ekki.
Ég veti ekki neitt nema að nú ert ími til að taka fyrsta skrefið…