Þið eruð ágætt spark í rassgatið sem fær mig til að skrifa ;)


11. kafli


Nathan fór bráðlega aftur, hann ætlaði að hringja í mig þegar við gætum farið og hitt kærasta Ísabellu (aka Maríönnu), hann hét Eysteinn.

Kvölda kom og ég hafði bragðað á spítalamatnum og hann reyndist mér ekki vel. Ég hafði sagt mömmu og Bjarka að fara heim til að fá einhvern svefn. Þau þurftu bæði að vakna snemma á morgun. Mér leið ágætlega, í alvöru. Spítalinn var rólegur og þótt að einstaka andi rak nefið inn í herbergið mitt létu þeir mig í friði og ekkert sást af manninum með hattinn.

Klukkan var hálf átta þegar það var bankað á hurðina á herberginu mínu. Hjúkka kom inn og tók loksins blóðpokann, mér var svolítið illa við þessa snúru í handleggnum á mér.

-Það eru nokkrir vinir þínir hérna frammi, sagði hún loks. –Á ég að vísa þeim inn?

Mér fannst ég sá sólina á ný. –Já endilega!

Nokkrum mínútum seinna kom Anton, Emelía og Baldur inn með bros á vör, eða aðallega Emelía. Hún hélt sigri hrósandi á pítsukassa fyrir ofan höfuðið á sér, hún lagði hann frá sér á borðið og faðmaði mig innilega.

-Elísabet, það er svo gott að sjá þig.

-Já, hvers vegna…- byrjaði Anton en Emelía gaf honum illt augnaráð. Ég sá hana fyrir mér að segja þeim að haga sér vel og ekki spyrja mig neinna óþægilegra spurninga.

Ég hló. –Ég var ekki með sjálfri mér, setjist, setjist. Fæ ég eitthvað af þessari pítsu?

Emelía brosti út af eyrum þar sem hún opnaði kassann og yndisleg pítsulykt fyllti herbergið.

-Baldur var viss um að maturinn hérna væri ömurlegur þannig við keyptum pítsu, sagði Anton.

-Þú hafðir rétt fyrir þér, sagði ég við Baldur glaðlega þar sem ég fékk mér sneið.

-Það voru margir í skólanum sem vildi koma líka, sagði Emelía. –En mig grunaði að spítalinn vildi ekki fá marga í heimsókn.

-Það er rétt, þá hefðu líka verið miklu meiri læti og hjúkkurnar myndu henda ykkur út, sagði ég og hló. Pítsan var dásamleg.

-Ferðu skólann á morgun? spurði Baldur.

Ég hristi hausinn. –Nei ég þarf að vera hérna yfir nóttina og þau halda mér sennilega fram eftir hádegi.

-Æi, það er ömurlegt, sagði Emelía sem hafði sest upp í rúm til mín. –Ég skal lemja alla fyrir þig sem tala illa um þig.

-Já þvílíkt sjokk, sagði ég kaldhæðnislega. –Litla fullkomna Elísabet orðin biluð.

Emelía yppti öxlum. –Það gerir þeim gott, enginn er fullkominn.

-Svo mikið er víst, sagði ég og faðmaði Emelíu aftur.

Það var ótrúlegt hvað vinir mínir gátu gert, þeir náðu að lyfta öllum ótta og áhyggjum af mér og fylla herbergið af gleði og ljósi.

Nóttin var róleg, ég var mjög hissa yfir því reyndar. Spítalar voru svo rosalega fullir af draugum. Morguninn eftir leið mér miklu betur, ég var aum en ekki í miklum sársauka, ég myndi lifa það af.

Rétt fyrir hádegi þegar ég hafði ekkert betra að gera en að vafra í gegnum sjónvarpsstöðvar hringdi farsíminn minn. Ég mundi ekki eftir að hafa verið með hann en fann hann loksins í náttborðsskúffunni. Mamma hlaut að hafa sett hann þar. Þetta var óþekkt númer en það voru ekki margir sem komu til greina.

-Halló? sagði ég og svaraði.

-Hæ Beta þetta er Nathan, sagði röddin á hinum endanum. –Hvernig hefur þú það í dag?

-Mér líður ágætlega, sagði ég.

-Hann hefur ekkert látið sjá sig er það? spurði hann og var auðvitað að tala um manninn með hattinn.

-Neibb ég hef ekkert séð hann, sagði ég.

-Gott, en já heldurðu að þú getir komið með mér í dag og hitt Eystein?

-Kannski í kvöld, sagði ég hugsandi. –Ég kemst heim um eftirmiðdaginn en mamma hleypir mér varla út strax.

-Kemst þú út um átta?

-Ég skal gera mitt besta, sagði ég.

-Frábært, hvar á ég að ná í þig?

-Kannski aðeins frá húsinu mínu, en í sömu götu, ég finn þig.

-Flott, ég sé þig þá í kvöld, sagði hann.

-Bíddu veistu hvar húsið mitt er? spurði ég.

-Já, sagði hann.

-Ha? Af hverju?

-Af því bara, sagði hann og mér fannst hann hlæja. –Sé þig klukkan átta.

Svo lagði hann á.

Mér fannst þetta svolítið undarlegt þar sem ég lagði frá mér símann, hvernig vissi hann hvar ég bjó? En svo hugsaði ég betur út í það, það er til hlutur sem kallast símaskrá og internetið. Hann var meira að segja í lögreglunni þannig þetta gat ekki verið svo erfitt.

Mamma og Bjarki máttu komu að ná í mig um fjögur, mamma talaði stuttlega við lækninn á deildinni. Sennilega í sambandi við sálfræðing, læknarnir höfðu minnst á það daginn áður en ég hafði neitað. Þar sem ástæðan fyrir sjálfsmorðstilrauninni var ekki einhver innri barátta heldur barátta við draug. Já, segðu sálfræðingi það og þú getur kysst þinn fallega rass bless og fengið að sjá fjölskylduna þína á heimsóknartímum á geðsjúkrahúsinu.
Mamma gerði allt til þess að sjá um að mér liði vel, eldaði uppáhalds matinn minn og allt saman. Ég var enn frekar veikburða, þetta var eins og slæm flensa.

-Er í lagi ef ég fer til Emelíu í kvöld? spurði ég hana loks.

Hún hugleiddi það en svaraði svo játandi. –Hringdu bara í mig ef þú vilt að ég nái í þig.

Ég faðmaði mömmu og sendi svo skilaboð til Emelíu til að biðja hana um að segja að ég væri hjá henni ef mamma myndi taka upp á því að hringja.

Emelía svaraði þessu: Nú? Af hverju? Ertu að fara á stefnumót? Þú ert svo að fara að hitta einhvern!! Segðu mér frá því öllu saman seinna ;)

Ég tók mér hlýjan jakka og trefil, hægt og rólega var farið að kólna. Veturinn var ekki langt undan.

Ég gekk út fyrir garðinn minn og nokkrum húsum ofar í götunni sá ég bíl með ljósin á. Fyrst var ég ekki alveg viss hvort þetta var hann, en Nathan opnaði dyrnar og kom út. Hann brosti til mín og lagði hönd á öxl mér og leit á mig með rannsakandi augum.

-Það er gott að sjá að þér líður betur, sagði hann og opnaði bílhurðina fyrir mig.

Ég settist inn í hlýjan bílinn og hann settist í bílstjórasætið. Við keyrðum af stað og hann spjallaði við mig um venjulega hluti eins og skólann og fjölskylduna mína.

En þegar ég leit út um framrúðuna sá ég dökka veru framundan á veginum. Ég fékk hnút í magann og fylltist kulda.

-Hvað er að? spurði Nathan og leit á mig.

- Hann er kominn, sagði ég lágt.

Hann leit á veginn. –Svo þetta er hann. Ég hef sjaldan fundir fyrir jafn miklu myrkri samankomnu á einum stað.
Ég mundi hvað hann hafði sagt áður, hann gat ekki séð hann eins og ég gerði en gat fundið fyrir honum og kannski rétt svo séð útlínurnar. Nathan skipti um gír og jók hraðann.

-Hvað ertu að gera? spurði ég. –Við keyrum beint í gegnum hann!

Sem við gerðum, ég fann kaldar hendur hans staðna á líkama mínum í nokkur andartök en svo var hann horfinn. Við keyrðum áfram en hann elti okkur ekki. Ég leit við og sá hann standa á veginum með blendnar tilfinningar á andlitinu. Ekki glottið sem ég var vön að sjá.

Nathan sleppti gírstönginni og tók í höndina á mér. Snerting hans fyllti mig af hlýju og öryggi en ég skildi ekki hvað hafði gerst.

-Af hverju er hann ekki að elta okkur?

-Hann getur það ekki, allavega ekki svo auðveldlega, sagði Nathan.

-Af hverju?

-Af því að þú ert með mér, hann og ég erum eins og andstæð öfl, hann getur ekki haldið sig lengi nálægt mér eða það skaðar hann.

-Hefurðu þessi áhrif á alla drauga?

Nathan yppti öxlum. –Suma, ekki alla. Ég sé þá samt ekki eins og þú þannig ég get ekki verið viss.

-Þetta er áhugaverður hæfileiki, sagði ég, hann var nánast eins og gamla hálsmenið mitt. –Viltu skipta?

Hann hló. –Kannski… bara fyrir þig.

-Þú veist að ég neyðist til þess að teipa þig við bakpokann minn eða eitthvað til að hafa þig nálægt, sagði ég.

Hann brosti. –Hafðu ekki áhyggjur. Ég held að það verði ekki vandamál.

Ég fann hvernig mér hitnaði í vöngunum.

Eftir nokkra stund stoppuðum við fyrir framan hús sem ég hafði sér áður. Þetta var húsið hennar Ísabellu. Þannig hún og Eysteinn bjuggu saman, damn þetta átti eftir að verða vandræðalegt.

Auðvitað kom hún til dyra. Fallegt andlit hennar og dökkar krullurnar voru eins og mig minnti. Ég mundi það núna að hún hafði sagst þekkja einhvern sem var skyggn, hafði hún meint Nathan? Hún brosti og faðmaði Nathan þegar hún sá hann en þegar hún sá mig fölnaði hún aðeins.

-Ég hef séð þig áður! Hvað viltu núna?!

Nathan klappaði Ísabellu á öxlina. –Slakaðu á, við erum hérna til að hitta Eystein.

-Hún vissi meira að segja skírnarnafnið mitt, sagði hún.

-Ó já í sambandi við það, mér að kenna, sagði Nathan og glotti þar sem hann gekk inn í íbúðina.

-Hvaaað? sagði Ísabella og elti hann.

Ég stóð í dyragættinni ekki viss hvað ég ætti að gera, ætti ég að fara inn?

Ég heyrði hluta af því sem Ísabella sagði pirruð –þú getur ekki bara sagt hverjum sem er…eyðileggur tilganginn í því að skipta um nafn…

Nathan virtist varla vera að hlusta á hana þar sem hann gekk aftur til mín.

-Ekki standa bara þarna, sagði hann og leiddi mig inn eins og barn. –Við erum hérna til að hjálpa þér, þú veist.

Ég muldraði eitthvað þar sem hann dró mig inn um dyrnar. Ísabella var ekki eins reið og ég hélt að hún myndi vera og varð fljótlega vinaleg aftur. Hún sagði okkur að fá okkur sæti meðan hún næði í eitthvað að drekka.

-Eysteinn fór út í nokkra stund, hann ætti að koma bráðlega aftur, sagði Ísabella.

Rétt eins og hún sagði kom maður fljótlega inn um dyrnar. Hann var með mjög stutt brúnt hár og gleraugu á nefinu, hann var hávaxinn með breiðar axlir en andrúmsloftið í kringum hann var ekki yfirgnæfandi heldur þægilegt. Hann ljómaði allur þegar hann sá Nathan sem stóð upp til að heilsa honum og gaf honum snöggt faðmlag. Strákar…mjög lúmskir með þessi faðmlög. Þeir virtust vera gamlir vinir.

Þeir gengu til mín og ég stóð upp úr sófanum.

-Eysteinn, þetta er Beta, sagði Nathan.

Eysteinn tók í höndina á mér. –Beta? sagði hann og lyfti annarri augnabrúnni.

-Elísabet, sagði ég og brosti.

-Indælt að kynnast þér, sagði hann með góðlátu brosi. –Það er líkt Nathan að gefa þér gælunafn, hann á það til.

Ég kinkaði bara kolli og settist aftur. Eysteinn settist við hlið Ísabellu og þau brostu til hvort annars eins og þau ættu besta leyndarmál í heimi.

-Jæja Nathan, skemmtilegheit eða vandræði?

Nathan brosti. –Ég er hræddur um að það séu vandræði, ekki í sambandi við vinnuna mína í þetta skiptið.

Eysteinn beið eftir því að hann héldi áfram.

-Við, eða öllu heldur Beta hérna þarf á hjálp þinni að halda, vitneskju þinni um hið dulræna.

Eysteinn leit undrandi á mig og svo aftur á Nathan.

-Er hún..?

-Já hún er skyggn eins og ég en samt ekki, segðu honum hvað þú getur gert Beta.

Mér leið hálf óþægilega undir augnaráð þeirra. –Sko…síðan ég var barn hef ég séð fólk og hluti sem eru ekki þarna. Mestmegnis hluti sem þú myndir flokka sem drauga og anda. Sumir reyna að ná sambandi við mig en aðrir eru bara þarna, á ráfi.

Sem fékk mig til að líta snögglega á fimmtu manneskjuna í herberginu sem var að ganga stefnulaust um herbergið. Ég hafði ekki sýnt honum neina athygli en hann virtist ekki vilja neitt hvort eð er. Ég hafði séð hann þegar Eysteinn kom en gert mér nógu fljótt grein fyrir því að hann var andi. Hann leit alveg eins út og Eysteinn, hárið aðeins síðara og hann var ekki með gleraugu en andlitið var alveg eins. Bróðir, eða tvíburi. Draugurinn hinkraði við hlið Eysteins þar sem hann lagði hönd á öxl hans og leit beint í augun á mér. Ég kinkaði lítillega kolli til hans og hann til baka. Þögult samkomulag.

-Þetta er mjög áhugavert og mjög ólíkt hæfileikum Nathans, sagði Eysteinn. –Hvað er það sem þig vantar hjálp með?

-Nathan sagði mér að þú gætir kveðið niður drauga.

Ég sá hvernig Eysteinn fölnaði og bróðir hans kipptist við og leit undrandi á mig.

-Af hverju viltu það? spurði Eysteinn, röddin nú köld.

-Ég þarf að losna við draug…sem er að reyna að taka líf mitt.

Það fékk bræðurna til að lýta á mig.

Eftir nokkra pásu sagði Eysteinn: -Ég sé hvað ég get hert.
Ég gaf Eysteini smáatriðin um manninn með hattinn, hvað hann hafði gert mér og hvað hann var að reyna að gera núna.

-Er þetta allt sem þú veist um hann?

-Já, sagði ég.

Eysteinn andvarpaði. –Þetta á eftir að vera svolítið erfitt, til þess að kveða niður draug vantar mig auðkenni manneskjunnar, draugsins. Ég þarf að fara í gegnum nokkrar bækur fyrir þetta, hann virðist einnig vera mjög máttugur.
Ég kinkaði kolli.

-Gerðu mér greiða, skrifaðu niður allt sem þú manst um hann, hvernig hann er, hverju hann klæðist, hvernig hann talar, allt sem getur tengst tímabili hans og persónu.

-Ég geri það, sagði ég.

-Jæja þá, það er farið að kvölda, sagði Eysteinn. –Ég hef samband við þig um leið og ég hef eitthvað í höndunum og þú skall reyna að finna eins mikið út og þú getur.

Við fjögur stóðum upp og ég og Nathan gengum til dyra. Ég þakkaði þeim fyrir allt saman og Nathan kvaddi og lofaði að heimsækja þau brátt aftur.

Við tvö fórum aftur í bílinn og þegar hann keyrði af stað spurði ég spurningarinnar sem hafði brunnið á vörum mínum allt kvöldið.

-Átti Eysteinn tvíbura?

Nathan leit undrandi á mig og sársauki skaust yfir andlit hans eitt augnablik. –Já, sagði hann hægt. –Hefur þú hitt hann?

-Nei, sagði ég og hristi hausinn. –Allavega ekki í þessu lífi, hann var í íbúðinni, hann fylgir Eysteini.

Það kom Nathan einnig á óvart. –Ég tók aldrei eftir neinu.
Ég yppti öxlum. –Nærvera hans er ekki sterk, hann vill ekki vekja á sér athygli eins og sumir draugar gera. Ég er samt farin að halda að þú virkir eins og hálsmenið mitt, draugar sem vilja ekkert illt virðast ekki hverfa í kringum þig.

Nathan var týndur í hugsunum sínum.

-Hvað hét hann? spurði ég varlega.

-Pétur.

-Þekktust þið þrír lengi?

-Við vorum saman í skóla sem krakkar, við kölluðum okkur skytturnar þrjár, sagði Nathan og brosti sorgmæddu brosi.

-Mér þykir fyrir því, sagði ég. –Hvenær lést hann?

-Fyrir tveimur árum.

Ég hafði ekki þekkt Pétur en sorg flæddi samt í gegnum mig, það var erfitt að missa vin sem slíkan. Mig langaði að vita hvernig hann dó en mér fannst ekki viðeigandi að spyrja að því. Ég vildi ekki vekja upp sársaukafullar minningar.

Við keyrðum restina heim í þögn. Nathan stoppaði rétt hjá húsinu mínu og ég fór út.

-Elísabet, sagði Nathan þegar ég var komin út.

-Já? sagði ég og beygði mig niður svo að ég sæi Nathan í gegnum opna rúðuna.

-Ég skal láta þig vita um leið og Eysteinn finnur eitthvað út úr þessu. Ekki vera hrædd við að hringja í mig ef eitthvað er að, eða ef þú vilt bara hitta mig.

Ég fann hvernig ég brosti. –Ég geri það, takk fyrir alla hjálpina.

Mamma var að horfa á sjónvarpið þegar ég kom inn og hún brosti til mín.

-Hvernig hefur Emelía það?

Það tók mig smá stund að fatta að ég hafði átt að vera þar.

-Ó hún hefur það fínt, eins og alltaf.

-Satt, hún hefur alltaf verið glaðleg stelpa, sagði mamma.

Ég kinkaði kolli og fór upp til mín. Bjarki var inn í herbergi að hlusta á háværa tónlist og var að spila í tölvunni. Ég fór ekki inn til mín, klukkan var aðeins 10 og ég var ekkert þreytt. Ég settist við píanóið og opnaði það. Ég renndi fingrunum yfir það og byrjaði að spila frá minni, jafnvel þótt úlnliðirnir mínir kvörtuðu. Ég las bara nótur til þess að læra lögin, þegar það var búið gleymdi ég þeim ekki. Fögur tónlistin fyllti húsið og ég spilaði í klukkutíma eða lengur, þar til ég fann fyrir náveru einhvers.

Ég hélt bara áfram að spila og hann hélt bara áfram að fylgjast með mér. Þegar ég sló seinustu nótuna var hann þegar horfinn.

Ég vissi virkilega lítið um hann, hann leit út fyrir að hafa lifað um 1800-1900 en ég þekkti tísku þessa tíma ekki nógu vel. En hann hlaut að hafa verið ríkur miðað við klæðnaðinn. Hann hafði aldrei gefið mér vísbendingu um dauða sinn og hann bar ekkert á sér sem gæti gefið til kynna nafn hans eða persónu.

Ég andvarpaði og gekk inn til mín. Ég gat ekki beint spurt hann hvort hann vildi koma og fá sér kaffibolla og spjalla um fortíð sína. Þetta væri miklu einfaldara ef hann væri ekki að reyna að drepa mig. En þar sem hann hafði ekki reynt neitt við píanóið sofnaði í örugg þessa nótt.



Fyrstu 11 kaflarnir eru btw skrifaðir upphaflega á ensku og heita margar persónurnar öðrum nöfnum þar, finnst súper kjánalegt að breyta þeim. Eins og Baldur var Brian og Eysteinn var Edward.
kveðja Ameza