Nýr kafli. Aðallega vegna þess að ónefn manneskja myndi fara að leita mig uppi, leggja byssu á höfuð mér og segja mér að skrifa ef ég færi ekki að setja upp nýjan kafla ;)



10. kafli
Ég opnaði augun. Ég dró andann. Ég var á lífi. Ég var enn hluti þessa heims.

Ég pírði augun að skæru ljósinu og eftir nokkra stund þegar hausinn á mér var búinn að venjast því að vera á lífi tók ég eftir hvítum veggjum spítalans í kringum mig. Lyktin af sápu og spritti tók á móti skilningarvitum mínum.

Seinast þegar ég hafði verið á spítalanum hafði ég verið 11 ára og afi minn hafði verið við það að deyja. Ég hafði hingað til forðast spítala þar sem þeir áttu það til að vera fullir af dulvitslegum atvikum. Ég fann ekki fyrir neinu núna. Ég var bara…tóm. Kannski hafði þetta sjokk bara komið útaf því að menið brotnaði, kannski hafði ég verið að sjá seinustu 5 árin á nokkrum mínútum og ég var orðin venjulegri núna. Ég sá nú ekki drauga 24/7.

Ég tók fljótlega eftir því að ég var ekki ein í herberginu, á hörðum stól sat bróðir minn með grettu á andlitinu þar sem hann las eitthvað leiðinlegt tímarit. Ég hreyfði mig en gaf frá mér hljóð þegar sársauki breiddist út um allan líkamann. Ég tók eftir því að úlnliðirnir á mér voru í sárabindum og blóðpoki merktur O- var tengdur mér. Skyndilega gerði ég mér grein fyrir því hvað ég hafði verið nálagt því að deyja. Hvað hafði ég verið að hugsa? Ég var asni að leyfa manninum með hattinn að leika sér svona að mér.

Bróðir minn tók eftir því að ég var vakandi og hljóp til mín.

-Asninn þinn! sagði hann og sló mig næstum á höfuðið en virtist hugsa betur út í það. –Hvað varstu að hugsa?! Þú hræddur líftóruna úr okkur mömmu!

Ég ansaði engu en tók hönd hans í mína, ánægð með að geta fundið fyrir hlýjunni sem streymdi frá honum, lifandi púlsinum. Reiðin hvarf úr andliti bróður míns og hann beygði sig niður til að faðma mig þétt upp að sér.

-Ekki gera neitt svona lagað aftur, allt í lagi?

Ég kinkaði kolli, ég treysti mér ekki til þess að tala þar sem augu mín voru farin að fyllast af tárum.

-Hvar er mamma? spurði ég loks með brostinni röddu.

-Hún er frammi, ég held að hún sé að tala við einhvern lækna gaur, ég skal ná í hana.

Hann þrýsti hönd mína og gaf mér hughreystandi bros um leið og hann fór fram. Aðeins nokkur sekúndum seinna voru handleggir móður minnar utan um mig. Hún spurði mig ekki út í hvað ég hafði verið að hugsa eða gera, hún var bara glöð að ég væri ennþá hérna.

Ég komast bráðlega að því að ég hafði verið meðvitundarlaus í tæpa tvo daga og læknarnir vildu halda mér hérna yfir nóttina. Móðir mín var meira segja of ánægð að ég væri í lagi að hún reifst ekkert við samstarfsmenn sína. Fjölskyldan mín var hjá mér allan daginn mér til mikillar gleði.

Seinni part dags bankaði lögregluþjónn á dyrnar og talaði aðeins við móður mína.

-Elskan mín, sagði mamma loksins. –Lögreglan vill spyrja þig nokkurra spurninga ef það er í lagi þín vegna.

Ég kinkaði kolli, skildi samt ekki alveg hvað lögreglan vildi. Mamma og Bjarki fóru fram á meðan.

Ég þekkti manninn sem gekk inn, þetta var Martin, maðurinn sem hafði yfirheyrt mig þegar ég fann lík Alice.

-Gaman að rekast á þig aftur, sagði hann þar sem hann settist á stól við rúmstokkinn. –Ég veit ekki hvort þú manst eftir mér…

-Ég veit hver þú ert, sagði ég stuttlega. –Hver er eiginlega tilgangur þessa?

-Ég var einfaldlega á vakt þegar ég heyrði af þessu atviki, ég er bara hérna til að fá nokkra hluti á hreint.

-Ertu ekki í rannsóknarlögreglunni? Að tala við litla stelpu er varla hluti af starfslýsingunni?

Hann hló og yppti öxlum. –Hvað get ég sagt, þú virtist vera heldur áhugaverð lítil stúlka. Þú og Nathan virðist hafa einhverja tengingu ekki satt?

Ég yppti bara öxlum kæruleysislega, sá strax eftir því vegna sársaukans sem skaust í gegnum líkama minn.

Martin horfði á mig nokkra stund en sagði ekkert. Ég var viss um að hann vissi að Nathan hafði einhverja undarlega hæfileika þar sem hann vann með honum, en af hverju hann var að pæla í mér vissi ég ekki.

-Jæja komum okkur að efninu, þú þarft ekki að segja mér einhverja sorglega sögu af hverju þú gerðir þetta ég þarf bara að vita eitt. Stelpan þarna, Alísa, hún var seinust með þér og kom til baka í tíma án þín. Fékk hún þig til að gera þetta?

-Uh nei, sagði ég hissa á því að hann væri yfirhöfuð að spyrja þessarar spurningar.

-Gaf hún þér einhver lyf eða annað áður en þetta gerðist?

-Auðvitað ekki!

-Þér leið ekki vel þegar þið tvær fóruð inn á bað, hvað var að þér?

-Mér svimaði bara aðeins, sagði ég.

-Þú ert ekki að nota nein lyf að neinu tagi?

-Nei! Guð það var ekkert þannig að hafa áhrif á hugarástand mitt, og Alísa hafði ekkert með það að gera, hún var þegar farin!

-Þannig það var eitthvað að hafa áhrif á hugarástand þitt?

-Ha-?

En ég þurfti ekki að svara þessari spurningu vegna þess að það var bankað á hurðina. Hurðin opnaðist og andlit gægðist inn með strákslegt glott. Þetta var Nathan. Ég var einstaklega hissa að sjá hann. Ég var búin að gleyma því hve mjúk þessi grænu augu voru en það sem mér brá mest við að sjá var áran hans í nokkrar sekúndur. Hún var í nokkrum sterkum litum og yfir höfði hans og öxlum var þykkur gylltur litur. Eiginlega eins og hárið á honum. Sýnin hvarf eftir nokkra stund, þetta var undarlegt, ég sá mjög sjaldan árur, ég var meira svona drauga manneskja.

-Er ég að trufla þig Martin? sagði hann á vinalegum nótum.

-Það má segja það, sagði Martin og gaf honum illt augnaráð.

Nathan brosti bara. –Ég myndi kunna að meta það ef þú hættir að níðast á vinkonu minni hérna.

Martin leit á mig og svo aftur á Nathan.

-Það er ekkert sem þú þarft að vita meira er það Martin? Gefðu mér nokkrar mínútur með henni.

-Minntu mig aftur á af hverju ég geri það sem þú biður mig um? sagði Martin og stóð upp.

-Vegna þess að þú elskar mig, sagði Nathan og klappaði honum á öxlina þar sem Martin gekk út. Það fylgdi þeim andrúmsloft sem aðeins traustir vinir til margra ára höfðu.

-Ekki hafa áhyggjur af honum, sagði Nathan og settist. –Honum langar bara að vita hvort þú getir gert eitthvað „hókus pókus“ eins og hann kallar það.

-Af hverju?

Nathan yppti öxlum. –Hann veit hvað ég get gert og honum myndi án efa ekki finnast verra að hafa annan eins gagnlegan.

Hvernig gat nokkuð af þessu verið gagnlegt?

-Jæja, sagði Nathan og leit yfir mig þar sem hann tók eftir hverju smáatriði, hverjum marbletti. –Lentirðu í smá veseni?

-Hvers vegna ertu svona viss um að ég vildi ekki bara drepa mig?

Nathan hló lítillega og leit út í einhverja fjarlægð. –Af því að ég vissi það.

Hann leit á mig aftur. –Svo skil ég líka persónuleika þinn Beta, þú gætir verið hrædd en líf er dýrmætara en svo í þínum augum. Fyrir utan það sá ég líka að hálsmenið þitt er horfið og ég gerði ráð fyrir að það hefði brotnað.

Ég andvarpaði. –Já, svo fór allt til fjandans.

-Ég geri ráð fyrir að sérgrein þín er að sjá drauga og anda ekki satt?

Ég var hissa, ég hélt að það væri augljóst. Hann talaði um þetta eins og það væri fleiri tegundir af skyggnigáfu…

-Já, hvað meinarðu… gerir þú það ekki? En þú sagðir sjálfur að…

Nathan lyfti upp hönd til þess að stoppa mig af. –Já ég hef mína eigin hæfileika en það er ekki að sjá anda. Ég sé þá rétt svo sem skugga af öðrum heimi en ég get ekki átt nein samskipti við þá né séð þá greinilega.

-Þeir eru nánast eins og raunverulegt fólk fyrir mér, sagði ég. –Og þeim finnst einstaklega gaman að bögga mig. En hvað er það sem þú getur gert ef þú sérð ekki drauga? Hvar ertu að gera svona spes í löggunni?

Hann brosti bara og ég sá það í augunum á honum að hann ætlaði ekki að svara mér hreint út. –Ég er mjög góður í því að finna fólk.

Ég krosslagði hendurnar fúl, ekkert gaman að honum, hann vissi hvað ég gat gert. Hvers vegna mátti ég ekki vita hvað hans hæfileiki var? Hreint ekki sanngjarnt.

-En þrátt fyrir það, ætlarðu að segja mér hvað gerðist? Ég sé þá kannski ekki jafn vel og þú en ég get samt hjálpað þér.

-Þú veist, ég er búin að vera með þessa bölvun síðan ég var krakki, sagði ég.

–Það er ástæða fyrir því að ég lét loka á þetta.

Ég sagði honum hvernig ég hafði upphaflega hitt manninn með hattinn, hvernig hann hafði reynt að skaða fjölskylduna mína og fá mig til að gera ýmsa hluti fyrir hann.

-Og nú er hann kominn aftur, hálsmenið mitt hélt honum í burtu en það veiktist með hverjum deginum. Loks í fyrradag brotnaði það með hans hjálp. Hugur minn var týndur, ég var að drukkna í sýnum og tilfinningum. En það sem er virkilega óhugnanlegt er að þegar ég er orðin svona „venjuleg“ aftur geta máttugir draugar snert mig eins og venjulegar manneskjur. Þar á meðal maðurinn með hattinn. Að lokum fékk hann mig til að skera sjálfan mig… Mér finnst enn ekki eins og ég hafi gert það, þetta er allt eins og draumur. Hann vildi taka líf mitt svo að hann gæti átt mig sjálfur. Hann á það til, hann er búin að fanga þó nokkra drauga sem eru fastir undir stjórn hans.
Nathan brosti ekki lengur.

-Þetta hljómar illa, hvernig færðu drauga vanalega til þess að fara úr þessari vídd?

-Beini þeim að ljósinu, stundum þarf ég að hjálpa þeim með eitthvað til þess að þeir séu tilbúnir að fara af þessari tilvist.

-Þessi maður er ekki svo einfaldur er það?

-Ég efa það stórlega, ekki nema að hann vilji fara þegar hann nær að drepa mig.

-Beta, hefurðu hugleitt að losa þig við hann með því að kveða hann niður?

-Ha? Er það mögulegt? Ég hélt alltaf að það væri bara vitleysa, sagði ég.

-Ég hef aldrei reynt það, viðurkenndi Nathan. –En ég á vin sem veit mjög mikið þess efnis, það er þess virði að láta reyna á það.

-Ætli það ekki.

-Þú þekkir reyndar kærustuna hans, sagði Nathan og glotti.
Ég var hissa. –Ha? Geri ég það?

-Já, kærastan hans er Ísabella María og þú varst að leita að henni um daginn.



Takk fyrir að lesa, skiljið endilega eftir comment :)
Btw ef þú er einnig búin að lesa alla hina kaflana ertu hér með búin að lesa 22.080 orð af þessari vitleysu eða 60 word bls.
kveðja Ameza