Hérna koma fyrstu tveir kaflarnir af smá skáldsögu sem ég skrifaði fyrir nokkru.
————————
1.Kafli

Ég tók í bílshurðina og hún opnaðist, ég settist inn og svipaðist um eftir einhverju verðmætu. Þetta var nýr BMW það hlaut að vera eitthvað verðmætt í honum sem hægt var að stela, ég sá eitthvað klink í öskubakkanum eitthvað um 400 krónur en annars var ekkert þess virði að stela í bílnum. Ég gekk í burt frá BMWinum frekar fúll vegna þess að ég var búinn að ganga á milli bíla í allt kvöld og það eina sem ég hafði uppúr því voru kvenna sólgleraugu sem enginn myndi nokkurn tíman kaupa. Þegar ég var að ganga frá BMWinum fékk ég skemmtilegustu og heimskustu hugmynd sem ég hafði fengið lengi, ég sneri við og settist aftur inn í BMWinn. Ég kíkti undir og sá vírana, ég hafði heyrt einhverstaðar að maður ætti að setja rauða og gula vírinn saman svo ég gerði það. Ég lá í bílnum í alveg örugglega 10 mínútur að reyna að tengja framhjá þegar bankað var á rúðuna. „Góðan daginn“ Sagði gráhærður lögregluþjónn.
Ég gat ekki sagt eitt einasta orð, ég gat ekki hreyft mig, núna var ég 15 ára og tekinn fyrir að reyna að stela bíl, einni viku eftir að ég var rekinn úr skólanum og kærður fyrir líkamsárás.
„Gjörðu svo vel að stíga út úr bílnum“ sagði lögregluþjónninn.Ég var ekki alveg í sambandi við veruleikann þarna, ég var fastur í þeim hugsunum hvað ætti eftir að gerast næst, hvað mamma ætti eftir að gera og hvað ef ég væri núna tekinn af henni eins og barnaverndarnefnd var búin að hóta.
„Vinsamlega stígðu út úr bílnum“ sagði lögregluþjónninn og var farinn að hækka róminn, en ég hreyfði mig ekki.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki snúið við þetta ákveðna mars kvöld. Sæti ég núna, 15 árum seinna í gæsluvarðhald? Af því það kvöld breyttist líf mitt heilann helling, allt útaf því að ég hélt að ég gæti tengt framhjá og stolið rándýrum BMW. Og svo hugsa ég líka hvað ef ég hefði getað stolið BMWinum, væri ég þá í verri stöðu núna? Væri ég í betri stöðu núna? Ég er búinn að vera í gæsluvarðhaldi í 19 daga og er bara búinn að hugsa um þetta, það er eitt af því sem gerist þegar maður er gjörsamlega einangraður frá umhverfinu. Ég veit ekkert hverjir af vinum og kunningjum mínum eru komnir inn, það er ekkert verið að segja mér það.
Ég tala daglega við lögreglumanninn, hann segist ekki geta verið viss um hvað ég fái langan dóm, hann segir að ég gæti vægt dóminn með fíkniefnasöluna ef ég segi frá samstarfsaðilum mínum. Og það er það sem ég hef mestar áhyggjur af, þeir virðast hafa ranga hugmynd um hvar ég stend í þessu máli, ef einhver með þá vitneskju um hvað ég átti mikinn hlut í máli og tekur þessu og kjaftar mig veit ég að ég fái langan dóm.
Eins og er þá er ég ekki búinn að segja löggunni neitt, og held því enn fram að ég sé alveg blásaklaus. Ekki þó að ég sé bjartsýnn um að verða sleppt, þetta hrundi allt og frekar fljótt og ég held að enginn hafi nokkra hugmynd um hvað þeir vita mikið.

Ég byrjaði í dópsölu stuttu eftir að ég fékk bílpróf, ég þekkti strák sem hét Bragi og var einu ári eldri en ég og hann og bróðir hans voru að selja gras og þeir tóku mig inn með eftir að það fór að vera meira að gera hjá þeim.
Þegar við vorum í grasinu vorum við aðallega að selja vitlausum krökkum og tókum alveg svakalega álagningu og vorum að græða fullt, eða okkur fannst það á þessum tíma.
Með tímanum fórum við að selja sterkari efni, þegar ég var orðinn 19 ára vorum við farnir að selja gras, hass, spítt, e og landa. Að vísu vorum við að selja fyrir einhvern Einar sem var þá stór dópsali. Stuttu eftir að við byrjuðum að vinna fyrir Einar var bróðir Braga tekinn. Síðan eftir það fengum við Bragi vinnu á barnum hans Einars, sem var náttúrulega bara cover fyrir dópsöluna.
Á þessum tíma vorum við allt of kærulausir, við djömmuðum alla daga sem við vorum ekki að vinna og meira segja suma daga sem við vorum að vinna og þá daga sem við vorum að vinna reyndum við að vera búnir sem fyrst svo við gætum farið að djamma.
Við vorum 3 að selja fyrir Einar, Ég, Bragi og strákur sem hét Hörður. Ég var yngstur og Hörður elstur, hann var líka dópisti, við Bragi héldum okkur frá því og má segja að dópsalan hafi verið ágætis forvörn fyrir okkur af því að við sáum hvað það gat gert við fólk. En Hörður var byrjaður í dópi áður en hann byrjaði að selja.
við vorum búnir að vinna á barnum í þrjá mánuði þegar það var bankað uppá heima hjá mér og ég var tekinn í handjárnum út í bíl. Bragi og Hörður voru líka teknir. Okkur var öllum boðið að kjafta frá Einari en við neituðum allir. Ég og Bragi fengum 3 ár en Hörður 5 vegna þess að hann var sá eini sem hafði áður verið dæmdur fyrir glæp tengdan fíkniefnum og hafði verið umsvifameiri en við í allskonar glæpum.


2.Kafli

Núna er ég búinn að sitja í gæsluvarðhaldi í 22 daga og það er ekki búið að segja mér neitt, ég veit ekkert hvað er í gangi úti og hef ekki hugmynd um hverjir aðrir eru komnir inn, það eina sem ég veit er að ég verð með öllum líkingum í gæsluvarðhaldi í 8 daga í viðbót. Kári lögga talar við mig á hverjum degi og reynir alltaf að fá eitthvað uppúr mér en ég spila ennþá sakleysis spilið.

Ég sat aðeins 2 ár af þessum 3 sem ég var dæmdur, fékk að klára þetta síðasta á skilorði útaf góðri hegðun. Hörður og Bragi höfðu hinsvegar ekkert verið að haga sér vel og sátu áfram inni.
Daginn eftir að ég kom út hringdi Einar í mig og sagði að hann gæti haft einhverja vinnu fyrir mig.
Á meðan ég var inni hafði ég heyrt að Einar hafi orðið talsvert umsvifameiri og farið að vinni fyrir eða með einhverjum bræðrum, Stefáni og Gunnari. Og sagði sagan að þeir væru stærstu dópsalar landsins og yrðu það lengi.
Ég hitti Einar um kvöldið á barnum hans Einars, hann sat með manni sem ég hafði ekki séð áður. „Blessaður elsku kall“ sagði Einar þegar hann sá mig. „Sæll“ sagði ég. „Fáðu þér sæti, vantar þig ekki einhverja vinnu?“ spurði Einar. „Jú helst, hefurðu eitthvað fyrir mig?“ spurði ég. „Nei en hann Gunnar vantar einhvern til að gera hitt og þetta fyrir sig“ „Hvað hefur hann í huga?“ spurði ég „Hefurðu einhvern tíman unnið í kóki?“ spurði Gunnar. „Nei“Svaraði ég. „Mig vantar einhvern til að keyra austur á land og sækja smá kók og koma með aftur í bæinn. Ert þú til í það?“ „Hvað er þetta mikið kók og hvað fæ ég borð? Ég kom út í gær og er á skilorði, geri þetta ekkert frítt“ sagði ég. „Nei ég ætlaði aldrei að biðja þig um að gera þetta frítt, en ég var að hugsa um að borga þér svona tvær af því þetta eru 6 kíló svo ef þú næst ferðu inn í 10 ár. Ég get látið þig fá skammbyssu ef þú villt, þá ef löggan stoppar þig þá getur þú bara skotið hana, en þú ræður“ sagði Gunnar. Ég var ekki viss hvaða hluta mig brá mest við, 2 milljónir, 6 kíló eða þetta með skammbyssuna. En samt leyst mér bara helvíti vel á þetta, tveggja daga ferð, vopnaður, adrenalín alla leiðina og með skammbyssu. „Já, hvenær á ég að sækja þetta?“ spurði ég. „Þetta kemur á laugardaginn kl 8 og þú verður að sækja þetta frá 9 til 10“ sagði Gunnar.
Ég lagði af stað um föstudags kvöldið á svörtum BMW sem var 450 hestöfl og ekki á sínu eigin númeri þannig ég ætti ekki að vera í vandræðum með að stinga lögguna af en aftur á móti var þetta grunsamlegasti bíll sem ég gæti mögulega verið á. En hann var með falið hólf undir sætunum til að geyma dópið.
Þegar ég var að keyra austur kom mér virkilega á óvart hvað ég var rólegur yfir þessu, ég hafði alltaf búist við því að þegar ég væri með ólöglega skammbyssu að sækja kókaín ætti nokkuð æstur en ég var alveg rólegur.
Ég kom austur klukkan hálf átta föstudagsmorgun og lagði bílnum rétt hjá höfninni. Klukkan var 10 mínútur yfir 9 þegar ég fór niður á höfn. Þarna voru tveir strákar sem höfðu komið með þetta með einhverju skipi. Eftir að allir voru búnir að ganga úr skugga um að allt væri rétt lét annar þeirra mig fá tösku, ég opnaði töskuna og sá 12 poka með hvítu í. Tilfinningin sem ég fékk við að horfa á kókaínið var alveg einstök. „Þetta er ok“ sagði ég og gekk í burtu, ég vissi að þetta gæti verið eitthvað allt annað en kók en ég hefði ekki geta sagt um það þótt ég hefði smakkað það en hann Gunnar hafði ekki áhyggjur af því, hann sagði að ef þetta væri ekki ekta fengju hausar að fljúga.
Á leiðinni í bæinn var ég með skammbyssuna við hliðina á sætinu, þannig ef löggan stoppaði mig skyti ég þær báðar og farið beint í bæinn. En ég var ekki stoppaður
Þegar ég kom í bæinn var komið kvöld og ég keyrði bílinn í bíla geymsluna sem ég átti að skilja hann eftir með dópinu í, ég læsti og fór síðan á barinn hans Einars þar sem ég lét Gunnar fá lyklanna og hann lét mig fá 2 milljónir króna.
Ein milljón króna eru 200 fimmþúsund kallar, þannig 2 milljónir eru 400, það er ekki jafn þykkt og manni finnst 2 milljónir vera, en þetta eru þrátt fyrir það 2 milljónir og það er fínasti peningur fyrir 24 tíma akstur.


——————-

vona að ykkur líki við þetta.