Þetta gerðists fyrir dálitlu síðan. Ég ætla ekki að nefna hvar og ekki nefna hvenær.
Þessi aðgangur sem ég sendi þetta af er heldur ekki minn aðgangur heldur vinkonu minnar, svo kannski ekki vera að búast við svörum frá mér, en jú, getið svosem reynt að spurja eitthvað. En ég lofa ekki að svara.

Sumar ferðir fara bara alls ekki alltaf eins og maður planar þær. Þessi saga mín er dæmi um þannig ferð.

Þannig var það að ég var tekin af lögreglunni í kvöld.
Þannig var það að við vorum fimm saman í bíl.
Bíllinn var troðinn af dóti vegna þess að við vorum að fara upp í sveit í útilegu. Útilegu alla leið niður á lögreglustöð.
Við vorum stoppuð rétt fyrir utan bæinn á leið okkar upp í sveit. Blá ljós and shit.
Ökumaðurinn okkar stöðvar bílinn sem við erum í og gengur að lögreglubílnum eins og vanjulegt er.
Við sitjum eftir fjögur inni í bílnum og vitum ekkert hvað er að ske. Héldum að það væri verið að láta hann blása þar sem það var útihátíð þarna skammt frá og eflaust margir sem drekka áður en þeir fara af stað. Heimskulegt, en fólk getur verið heimskt.
Við sátum og biðum og fyrr en varir kemur lögreglumaður, einn tveggja til okkar og sest undir stýri.
Hann spyr okkur hver við vorum að fara og hvort það væri partí þar. Við svöruðum hvert við ætluðum og sögðum að það væri ekkert að ske þar, ekki nema bara að við ætluðum að tjalda upp í sveit, hafa það rólegt. Nóg komið af þessum helvítis fyllibyttuhátíðum þar sem fólk gerir ekkert nema að drekka sig í hel.
Á leiðinni spurðum við hvað væri í gangi. Svörin sem við fengum voru að þau þurftu að tala betur við ökumanninn okkar.
Við skildum ekki hvað var í gangi en bíllinn var keyrður inn í bílskúr lögreglunnar, á meðan það var að gerast hringir síminn minn, það var mamma að spurja hvar ég væri.
„Fokk, hvernig.. hvað á ég að segja?“ var bara það sem ég hugsaði, „Errh, ég er niðri á lögreglustöð.“
Mamma fékk áfall. Hún fór að ofanda, vá hvað það fékk mig til að líða mikið betur, eða þannig.
Næst var leitað á okkur. Nöfnin okkar voru tekin niður sem og kennitölur og okkur skipað að fara inn í klefa.
Ég var eina stelpan í bílnum svo ég var beðin um að bíða meðan lögreglukona kom á staðinn til þess að leita á mér.
Strákarnir voru teknir inn og leitað á þeim.
Lögreglukonan kom og sagði mér að standa frammi í bílskúr meðan fíkniefnahundurinn þefaði af mér.
Bílinn sem við komum í var þá ennþá lokaður, ekkert búið að opna hann og leita í honum.
Hundinum fannst ég ekkert lykta neitt spes þar sem hann hafði ekki mikinn áhuga á því að þefa af mér.
Þetta var falleg helgi, veðrið var fallegt og rosalega gott. Sólin skein í fyrsta skipti í marga daga.
Það sem var ekki alveg eins fallegt var ég eftir að lögreglukonan hafði leitað á mér.
Skipað mér að fara úr hverri flík á fætur annari, taka það sem ég var með í hárinu úr því og hrista hausinn yfir beddann.
Lögreglukonan snerti mig svosem ekki, leitaði vel í fötunum mínum og var frekar fruntuleg við mig þegar hún var að segja mér að fara inn í klefann.
Hún reyndar talaði eitthvað um að hringja kannski í lækni útaf einhverju sem hefur greinilega ekki orðið neitt úr, því ekki ennþá hef ég orðið þess vör að fá heimsókn frá lækni, haha.
Eftir leitina sagði hún mér að ég mætti klæða mig en á meðan tók hún veskið mitt og símann, fór út og læsti mig inni í klefanum en hafði opinn lítinn glugga sem var á veggnum, ekkert stórt, bara svo ég myndi ekki kafna. Eða eitthvað.
Það var heitt þarna inni. Ekkert smá.
Ég var hálfklædd og sat á beddanum og faðmaði að mér fæturna. Þetta var óraunverulegt. Það vantaði bara undirspilið fyrir að þetta væri úr einhverjum dramaþáttum. Tónlistin bara missti af sínu merki um innkomu, leikstjórinn sagði aldrei stopp, vélarnar hættu aldrei að rúlla og ég hélt því bara áfram að leika. Fyrir utan að ég var ekkert að leika, það voru engar vélar, leikstjóri eða tónlist, þetta var allt að gerast í alvörunni. Þó óraunverulegt væri.
Lögreglumaður kíkir inn um gluggann sem hafði skellst með miklum látum og næstum verið valdur þess að ég fengi hjartaáfall þá og þegar. Ég öskraði þegar hann skelltist en sat síðan lengi inni og skammaðist mín fyrir að hafa öskrað, mér fannst það vera einhverft og að það væri pottþétt lögreglumenn að horfa á mig í öryggismyndavélum og hlæja að mér.
Ég hafði ímyndað mér að um þetta leyti myndi ég liggja undir berum himni að njóta sveitaloftsins, með vindinn í hárinu og ekki heyra í neinu í kring um mig, en hvar var ég?
Ég var í lokuðum klefa niðri í bæ að deyja úr hita, ég reyndar fékk það að ég heyrði ekki neitt í kring um mig, það er ekki eins ef þú ert innilokaður eins og ef þú ert úti á algerlega beru svæði.
En já, lögreglumaðurinn kíkti inn um gluggann og sagði: „nei, ertu ennþá hér?“ og opnaði síðan fyrir mér.
Ég klæði mig í það sem ég var ekki komin í og fer fram.
Ég var eldrauð í framan og mér fannst ég vera niðurlægð þegar ég kom fram og sá með-farþega mína, tveir þeirra sátu á bekk í og þriðji stóð stjarfur og sagði ekki orð.
Ég sá líka að pabbi var kominn niður á stöð.
Ég mátti fara, fyrst af þeim öllum vegna þess að ég hafði ekki átt neinn farangur í bílnum, eina sem ég þurfti var síminn minn og veskið mitt.
Ég fékk það og lögreglukonan fékk að heyra frá honum pabba mínum, hann var að segjast vilja vera viðstaddur ef það yrði leitað á mér, greyið vissi bara ekki að það hefði verið leitað á mér svona 10 mínútum fyrr.
Pabbi spurði einmitt hvort það mætti leita á okkur án þess að tala við forráðamenn þeirra sem ekki væru orðnir 18.
Lögreglukonan sem hafði leitað á mér sagði að það mætti leita á okkur í leyfisleysi ef það hafi fundist tæki og tól í bílnum sem bentu til notkunar á ólöglegum efnum.
Bíddu bíddu. Hún sagði að það hefði fundist. En ef maður les til baka það sem ég skrifaði þá var bíllinn óopnaður rétt áður en það var leitað á mér. Eftir eða á meðan það var leitað á stákunum.
Var þá ekki leitað á okkur í leyfisleysi? Bara svona, ef ég má spurja.
Strákarnir sögðu mér síðar að þau hafi verið rétt nýbyrjuð að leita í bílnum þegar ég fór.
Sem þýðir að hún leitaði ekki bara í leyfisleysi á mér heldur laug hún einnig um það að það hafi nokkuð fundist í bílnum.
Aftur, má það?
Við pabbi löbbuðum heim og ég hringdi í vinkonu mína og sagði henni þetta allt, sagði henni að það yrði ekkert úr útilegunni og þannig.
Við pabbi löbbuðum heim og þau hvöttu mig til að skrifa atburðarrásina niður, það eru svona fyrstu 420 orðin af þessu. Ég hætti að skrifa þetta vegna þess að ég fékk sms frá vini mínum.
„úff… sit ennþá hérna, einn og fæ ekki að vita hvar strákarnir eru.“
Ég sendi til baka: „Wtf i alvöru? Ertu ekkert búinn að heyra? Ekkert?“
Þá fékk ég: „nope… sit barna i sama sæti og reyni að vera þolinnmóður. Ég veit ekki hvort strákarnir séu farnir eða eitthvað. –nafn á gaur sem var með okkur- var handtekinn sagði löggan og ég má eiga von á að þurfa vera hérna fram á nótt er mér sagt, þó ég hafi ekki gert neitt ólöglegt…“
Þá hætti ég að skrifa og keyrði með pabba niður á lögreglustöð.
Um leið og ég kom inn sagði ég að ég myndi sko alls ekki láta hann bíða einan á lögreglustöðinni yfir nótt, ekki sjéns. En þegar ég segi þetta segir einn lögreglumaðurinn að hann megi sækja dótið sitt og fara.
Það var búið að halda honum þarna í rúmlega tvo tíma og honum sagt að hann þyrfti að vera þarna fram á nótt, en svo þegar ég kem má hann allt í einu fara, það er heimskulegt.
Ég bauð vini mínum að gista heima hjá mér þar sem hann var utan af landi.
Vinkona okkar og kærasti hennar bönkuðu uppá heima hjá mér þegar við sátum með pabba og mömmu við eldhúsborðið heima hjá mér.
Fokk, þau vissu ekkert og það hafði enginn látið hana vita af öllu þessu.
Við buðum þeim upp til okkar, bara svona að útskýra allt.
Vinkona mín fékk síðan símtal frá kærustu annars stráksins sem hafði verið farþegi í bílnum. Hún sagði að hann hefði hringt í hana til að segja að þeir væru tveir komnir út.
Sem þýddi að við vorum öll komin út nema ökumaðurinn.
Vinkona mín fór og sótti þá. Annar gisti hjá ættingjum sínum hérna í bænum, hinn fór með vinkonu minni og kærasta hennar á eitthvað sem var í gangi hérna í nágrenninu.
Ökumaðurinn fékk loks að fara út rétt um miðnætti, sem var meira þrem tímum eftir að við höfðum verið stöðvuð.
Ég vildi deila þessari sögu með ykkur um fyrsta og eina skiptið sem ég hef farið „í fangelsi“. Mér fannst þetta vera fullmikið umstang í kring um 5 ungmenni sem voru ekki einu sinni á sakaskrá.

Ég veit þetta er langt og ef til vill leiðinleg lesning, en ef þú ert komin þetta langt að vera að lesa síðustu setninguna get ég varla trúað að það hafi ekki verið neitt sem hélt þér við efnið. Svo ég ætla bara að þakka þér fyrir að lesa þetta og biðja þig að sleppa því að vera með leiðindi, það væri allavega vel þegið.