Saga sem eg byrjaði að skrifa og vissi svo ekki hvort ég ætti að halda áfram.
———————————————————-


Það var alltaf svo kalt.
Ískalt, rennandi blautt, klístrað. Svartamyrkur í þokkabót, sem var svo þykkt að það var eins og það ætlaði að éta mann upp til agna. Sjúga úr manni lífið.
Ekki það að ég muni allt saman. Þetta var svo fljótt að gerast að þegar ég hugsa til baka, þá rennur þetta oftast bara allt saman í eitt helvíti.
Ég man ekki einu sinni nákvæmlega hvenær þetta gerðist. Ég var algjörlega búin að tapa tímaskyninu á þessum tíma. Það flökti allt saman bara fyrir mér; dagurinn í dag hefði þessvegna getað verið í gær. Jafnvel á morgun. En hver veit?
Allavega vissi ég ekki neitt. Ég hafði ekki hugmynd, ekki grænan grun um hvað var að ske.
Mér var aldrei sagt neitt, sama hvað gekk á. Ég þurfti alltaf að þefa allt uppi. Þurfti að skríða eftir öllum samtölunum, þar til ég rambaði á sannleikann. Eða eitthvað sem líktist honum.
Datt samt aldrei í hug að ég kæmist nokkurntímann svona nálægt sannleikanum, og hversu blákaldur hann getur verið.
Hvað gerðist áður skiptir svo sem engu máli. A.m.k stærsti hluti þess.
Það hefði ekki breytt neinu ef ég hefði fæðst annarsstaðar, fengið öðruvísi uppeldi, gengið í annan skóla, átt fleiri vini eða eitthvað þvíumlíkt.
Mér leið kannski ekkert fullkomlega vel, en ég gat ekki kvartað. Þetta var bara svona semí.
Það virðist kannski vera frekar sérstakt að ég muni ekki einu sinni hvar ég var þegar ég hitti hann. Ég man heldur ekki hvenær það var, af hverju ég var stödd þarna og hvort einhver var með mér. Ég man bara eftir honum.
Hann var með svo skrítin augu. Þau voru hálf litlaus. Alveg eins og mín.
Kannski man ég ekki eftir neinu nema honum, vegna þess að það skipti engu máli. Það hefði líka ekki breytt neinu. Hann var þarna, ég var þarna. Nóg.
Augun hans voru djúp. Þegar ég leit í þau, var eins og hann væri að reyna að toga mig til sín; eins og ég ætti að sökkva ofan í litleysuna til hans.
Ég hef alveg örugglega starað í augu hans einhvern tíma.
Rankaði við mér þegar hann var skyndilega kominn alveg upp að mér.
Það var eitthvað svo ógnvekjandi en um leið heillandi við hann; hann var alveg greinilega ekki eins og fólk er flest. Svo miklu, miklu meira.
Hann spurði hvað ég héti. Röddin var alveg ofboðslega falleg, en ég fékk samt hroll við að heyra hana. Þetta var svona rödd sem átti auðvelt með að skipa og fá allt uppfyllt.
Ég muldraði nafninu mínu út úr mér. Fjóla.
Hann brosti þegar hann heyrði það. Ég vissi ekki hvort ég ætti að vera himinlifandi yfir því eða dauðskelfd.
Ég man ekki eftir því sem fylgdi á eftir, hvort hann spurði mig að einhverju fleiru eða ekki, en allavega man ég að hann bað mig um að hitta sig seinna, áður en hann kvaddi.
Ég jánkaði því. Þegar hann fór, leið mér frekar undarlega. Ég hafði ekki hugmynd um hver þetta væri, en samt kannaðist ég rosalega við hann. Eins og ég hefði þekkt hann alla ævi.
Samt hafði hann ekki einu sinni sagt mér hvað hann héti.
Það var kannski ágætt að vita ekki alltof mikið. En hver veit?
Veit samt að það leið einhver tími áður en ég hitti hann aftur. Örfáir dagar.
Eins og áður, þá man ég heldur ekki hvar ég hitti hann í næsta skipti. Hef það samt á tilfinningunni að það hafi verið á sama stað.
Þegar ég gekk inn, stóð hann nákvæmlega á sama stað og sömu, djúpu augun tóku á móti mér. Ég féll umsvifis í leiðsluna; hann dró sál mína til sín, vildi að hún sykki í litleysuna og verða sín. Það var friðsælt að horfa í augun á honum, mér leið vel en samt leið mér illa um leið.
Ég hrökk upp við það að hann var kominn til mín.
Mér létti þegar ég sá að hann brosti örlítið. Hann var með virkilega fallegt bros, ekki svona bros sem fólk setur upp til að vera kurteist, heldur bros sem kemur ósjálfrátt.
Ég gat ekki annað en brosað á móti. Það streymdi einhversskonar hlýja frá honum, straumar sem fengu mig til þess að vilja vera nær honum; þeir hálfgert toguðu mig til hans.
Hann kynnti sig. Tók í höndina mína, leit í augun á mér og sagðist heita Steinar.
Mér varð sjóðheitt þegar hönd hans tók um hönd mína. Gæti vel verið að eitthvað af þessum straumum hafi farið inn í mig, mér leið frekar skringilega.
Hann var örvhentur. Veit ekki hvers vegna, en ég brosti dálítið við tilhugsunina innan í mér.
Það voru stólar og borð hjá honum og hann benti mér á að setjast. Ég hlýddi og tyllti mér beint á móti honum.
Hann hóf að spyrja mig einhverja spurninga. Man ekki eftir þeim öllum, man samt að hann vildi vita hvaða áhugamál ég hefði og hvað ég gerði á daginn.
Ég svaraði öllu, en var í leiðinni að hugsa um af hverju hann væri svona forvitinn um mig. Ég gat að sjálfsögðu ekki haft augun af honum á meðan hann spurði og ég svaraði, og það hefur áreiðanlega komið einhver svipur á mig, því skyndilega hætti hann í miðri setningu og rak upp snöggan hlátur.
,,Fyrirgefðu, hvernig læt ég,” hálf flissaði hann og brosti til mín. Mér hitnaði að innan.
Hann gerði sig aftur alvarlegan í framan.
,,Ég er að vinna að handriti og vantar innblástur. Ég geri mér fulla grein fyrir því hversu fáránlegt það er að fá eitthvað fólk út á götu til þess að segja mér frá sér, en þannig er það nú svo. Tíminn er að renna út, og þegar ég sá þig þá vissi nákvæmlega hvað það var sem mig vantaði.”
Hann brosti aftur til mín, og ég gat ekki annað en brosað á móti.
,,Ekkert vitlausara en annað.”
Ég horfði hugfangin á hann og sá núna hversu fallegur hann var.
Það er varla hægt að lýsa útlitinu. Ekki nema kannski það að hann var með dökkt, frekar mikið hár og skeggbrodda.
Hann hnipraði allt sem ég sagði hjá sér. Ég þurfti að ekki að hugsa mig um þegar hann spurði hver áhugamálin mín væru, en þegar hann spurði hvers vegna þau væru, þá þurfti ég að hugsa mig örlitla stund.
,,Ég hef gaman af ljóðum og bókmenntum vegna þess að það er eitthvað sem ég er góð í, og ég er ekkert lélegri en aðrir að teikna,” svaraði ég eftir dágóða stund.
Hann var hugsandi á svip á meðan hann skrifaði hjá sér og leit svo rannsakandi á mig.
,,Söngur?” Spurði hann.
,,Söngur?”
,,Söngur?”
Það kom dálítið fát á mig. ,,Já, reyndar eitthvað smávegis. Aðallega bara í einrúmi.”
Hann virtist ánægður með það svar.
Tíminn leið. Ég fékk nokkrar spurningar í viðbót, svaraði og hann hnipraði allt niður.
Við og við brosti hann. Honum fannst svörin mín greinilega ágæt og ég var ánægð með það.
Allra síðast spurði hann hversu gömul ég væri.
,,16 ára,” svaraði ég.
Það kom undarlegur svipur á hann, eins og hann tryði mér ekki, en skrifaði það samt niður.
Við töluðum eitthvað saman. Ég fann að mér líkaði vel við hann, þó svo hann hræddi mig dálítið. Hann bað mig um að hitta sig aftur og ég samþykkti það.
Síðan var hann horfinn.
Ég varð fyrir dálitlum vonbrigðum að hann hafi ekki kvatt eins og hann gerði síðast.
Steinar. Steinar. Steinar.
Nafnið bergmálaðist í hausnum á mér.
Enn liðu einhverjir dagar, og nafnið var kyrrt. Ég hugsaði ekki um neitt annað. Það komst ekkert annað að hjá mér; ég var í sífellu að hugsa um hver hann væri eiginlega.
Ég sagði engum frá honum. Ég hafði hvort sem er engan til þess að deila því með.
Það var ekki fyrr en sama dag og við hittumst aftur, að ég fór að hugsa um það hversu gamall hann væri. Hann hlyti að vera eitthvað eldri en ég.
Það skipti mig svo sem engu máli. Það kæmi engum við.
Augu hans tóku aftur á móti mér. Ég sökk djúpt ofan í þau og fann hlýjuna frá honum streyma um mig.
Hann tók aftur í höndina á mér. Það var þétt handartak og svo þæginlegt að ég hefði helst ekki viljað sleppa. Hefði helst viljað fá að halda í höndina allt kvöldið.
En hann sleppti. Sá hann brosti dálítið þegar hann sá hversu vonsvikin ég varð.
Við settumst aftur og hann sagðist vilja segja mér aðeins frá sér.
Hann bjó einn og var að gera handrit að einhversskonar harmleik (hvernig sem ég átti að tengjast því?), auk þess að hann væri tónlistarmaður; spilaði á gítar, söng og samdi texta ásamt nokkrum félögum sínum.
Ég hlustaði heilluð á hann segja frá. Hann fór að vísu ekkert út fyrir þetta, talaði mikið um það hvernig tónlist þeir væru að semja og hvernig harmleikurinn væri.
Þegar hann hafði talað dálitla stund, vildi hann vita aðeins meira um mig sjálfa.
Ég hikaði dálítið, en sagði honum svo frá því að ég byggi hjá föður og móður, ætti engin systkini, gengi í skóla og ætti fáa vini.
Það kom smá vorkunnarsvipur á hann, og það var í fyrsta sinn sem hann fór í taugarnar á mér.
Ég hef aldrei þolað það að það sé hugsað um mig “Æji, aumingja Fjóla.”
Það hefði mátt halda að hann hefði skynjað það eða eitthvað, því svipurinn hvarf snögglega og í staðinn var alvarlegi svipurinn kominn.
Við töluðum dálítið meira saman þetta kvöld. Áður en hann fór fékk ég að vita að hann væri að nálgast tvítugt.
Hann tók aftur í höndina mína þegar hann kvaddi. Svo þæginleg tilfinning.
Eftir þetta kvöld, hittumst við nokkrum sinnum í viðbót áður en hann bauð mér að koma heim til sín.
Ég get enganveginn munað hvar íbúðin hans var, en ég man vel að hún var frekar lítil en gömul og virðuleg. Allt var svo fallegt þarna inni, þetta var nákvæmlega eins og ég vildi hafa það. Dökkt, gamalt, látlaust. Mikið af bókum og teikningum.
Hann benti mér á að setjast í sófa og ég hlýddi á meðan hann fór inn í eldhús.
Eitt andartak hvarflaði það að mér að hann hafði tælt mig heim í einum tilgangi, en á þessu augnabliki var mér nákvæmlega sama hvað hann vildi gera við mig. Ef hann vildi troða sér inn í mér, þá mátti hann það fyrir mér. Ég hefði ekkert á móti því…
Hann kom til baka með tvo bjóra og rétti mér annan. Ég afþakkaði.
Það var eins og hann hefði áttað sig, sneri við og náði í kók handa mér. Ég tók við því.
Hann settist við hlið mér.
,,Hvernig líður þér svo?”
Við fórum að tala saman. Það var ótrúlegt hversu auðvelt mér fannst að tala við Steinar. Ég er venjulega mjög lokuð manneskja og á í erfiðleikum með að tala við þá sem ég þekki lítið, en mér leið eins og hann hefði alltaf verið þarna.
Ég gat ekki annað en virt hann fyrir mér á meðan hann talaði. Þetta var pottþétt fyrsti karlmaðurinn sem ég hafði orðið svona hrifin af. Einu hrifningarnar hjá mér í gegnum árin entust örstutt, og það voru flest allt stelpur.
Við töluðum allt kvöldið og langt fram á nótt. Steinar hafði spurt mig hvort ég þyrfti að vera komin heim á sérstökum tíma, en ég sagði eins og var, þeim var alveg sama.
Hann kippti sér lítið upp við það.
Þegar okkur var báðum farið að syfja, spurði hann mig hvort hann ætti ekki að skutla mér heim.
Ég veit ekki neitt um bíla og hef því ekki hugmynd um hvernig bíllinn var. Man heldur ekki hvernig hann var á litinn, gæti samt vel trúað að hann hafi verið rauður.
Hann faðmaði mig áður en ég fór.
Ég fékk það á tilfinninguna að “fyrsta koss” tilfinningin væri svona, sem ég hafði að vísu upplifað en án þessarar rosalegu tilfinningar sem allir vilja meina að fylgi.
Ég vildi ekki sleppa honum, ég vildi vera kyrr þarna í faðmi hans. Mig langaði ekki heim, það var hvort sem er ekkert að gera þar. Þau höfðu engan áhuga á mér.
Tíminn leið. Við hittumst nokkur kvöld, og síðan fór hann að bjóða mér oftar heim til sín.
Ég hafði íhugað það að bjóða honum heim, en gat ekki hugsað mér það.
Fékk minnimáttarkennd þegar ég bar húsin okkar saman, auk þess sem ég nennti ekki að fara að útskýra fyrir mömmu og pabba hver hann væri.
Þeim væri örugglega alveg sama þótt ég væri að hitta hann. Þeim var sama um allt sem ég gerði. Skipti engu máli.
Ég varð alltaf hrifnari og hrifnari af Steinari. Hann sýndi mér textana sýna og leyfði mér að heyra lögin sín, og ég er ekki frá því að hann hafi verið byrjaður að sýna mér áhuga.
Einhverntímann fékk ég að hitta félaga hans. Ég man lítið eftir þeim, en þeir voru allir ágætis grey eða þannig. Mjög góðir tónlistarmenn.
Ég man samt hvenær ég fór að elska Steinar.
Það var kvöldið sem ég brast í grát heima hjá honum. Ég hafði verið að tala um eitthvað sem mér hafði liðið illa yfir, og réð ekki við mig.
Það var í fyrsta sinn sem ég var hugguð frá því ég var með bleyju eða eitthvað. Mér leið svo vel hjá honum, þegar hann tók utan um mig fann ég hlýjuna streyma frá honum og ég hætti grátinum nærri samstundis.
,,Get ekki lifað án þín.”
Síðan kyssti hann mig.
Það leið…langur tími. Ég kynnti hann fyrir mömmu og pabba, sem leist ágætlega á hann, þrátt fyrir það að hann væri eldri en ég. Þeim var sama, rétt eins og ég hafði giskað á.
Ég man ekkert mikið. Þetta endaði samt með því að eftir að ég kláraði skólann, flutti ég inn til hans. Meðan ég fór í lengra nám, fylgdist ég með honum skrifa fleiri handrit. Harmleikurinn hans var settur á svið og það jók frægð hans.
Okkur leið vel. Hann talaði aldrei um fortíð sína. Ég ákvað að vera ekkert að spyrja, ég var hvort eð er ekkert forvitin.
Steinar var yndislegur. Hann hjálpaði mér helling með námið, studdi mig í gegnum allt og var besti vinur sem ég hefði nokkurntímann getað óskað mér.
Svo gerðist það. Síðasta sem ég man frá okkur.
Það var kvöld þegar ég sagði honum frá því að ég væri ólétt. Ég var hálf hikandi við það, vissi ekki hvernig hann myndi taka því.
Mér til mikillar skelfingar kom þungur svipur á hann við fréttirnar. Þögn.
Ég var farin að klökkna, skíthrædd um að hann vildi mig ekki með barni. Hann hefur greinilega tekið eftir því; hann reis hratt upp og leit í augun á mér. Ég sökk ofan í augnaráðið og var í gömlu leiðslunni um stund. Rankaði við mér þegar hann var að faðma mig.
Mér stórlétti.
Kannski hefði ég eytt því ef ég hefði vitað hvað hefði leitt í för.
9 mánuðum síðar eignuðumst við lítinn strák. Hann fékk ekkert nafn strax, en hann var sláandi líkur Steinari.
Steinar virtist himinlifandi yfir syninum og það gladdi mig mjög svo.
Svo man ég ekkert.
Það er eins og einhver hafi þurrkað út minningarnar. Leikið sér að þurrka hér og þar og tæmt allt þegar hingað er komið. Allt nema einn blett.
Áður en ég er í svörtu myrkri, þá man ég eftir því að ég er að horfa á mig í spegli; tárvot og blóðug á höndunum.
Eftir það er ég í svarta myrkri, ligg á köldu gólfi og heyri bara hjartsláttinn í mér.
Allt er í svart hvítu.
Ég finn hræðsluna grípa um mig. Mér er ískalt og finn klístur í kringum mig.
Veit ekki hvort ég á að þora að koma upp hljóði, en ég geri það samt.
Ég rek upp öskur.
Ekkert svar.
Ég öskra hærra. Lengur. Ég öskra, og öskra og öskra af öllum lífs og sálarkröftum.
Þögn.
Öskrin mín fara að rýrna.
Þá tek ég upp á því að berja í allt í kringum mig. Það er eins og ég sé stödd í litlum klefa með dýnu og sæng á gólfinu.
Ég held áfram að öskra, þótt röddin sé orðin dálítið hás, og berja í vegginn.
Eftir nokkra stund er ég orðin dauðþreytt og læt mig síga á dýnuna.
Þá opnast hurðin.
Það er kona. Klædd í hvítan slopp.
Hún virðist vera róleg og bendir mér á að elta sig. Ég stend hikandi upp og elti hana fram.
Konan mælir ekki orð frá vörum, og ég ákveð að þegja líka. Á meðan við göngum einhvern gang, tek ég eftir því að ég er komin í einhverja hvíta nátttreyju.
Það læðist að mér illur grunur. Þetta er eins og beint upp úr einhverri lélegri hryllingsmynd.
Við komum loks inn í herbergi, sem ég næ ekki að greina vel í myrkrinu. Þó sé ég stóla.
Hún bendir mér á að setjast. Ég hlýði.
Hún sest líka og brosir til mín.
,,Svo þú hefur ákveðið að koma til þín loksins?”
,,Ha?”
Ég er eitt spurningarmerki.
Konan tekur upp sígarettur og kveikir sér í. Réttir mér, ég afþakka. Efa líka að það megi reykja hérna.
,,Ég heiti Elva.”
,,Fjóla.”
,,Ég veit.”
Það er örlítil þögn. Síðan get ég ekki haldið mér saman lengur.
,,Fyrirgefðu, en hvar er ég? Og hver ert þú?”
Elva andvarpar. Kannski ekki í fyrsta skipti sem hún á svona samtal.
Síðan byrjar hún að tala. Og ég hlusta.
Samkvæmt henni er ég búin að vera hér, á einhverju hæli, í nokkur ár.
Ég fékk áfall eftir eitthvað sem hún er greinilega að reyna að komast hjá að segja, gerði eitthvað af mér og fékk annað áfall sem varð til þess að ég varð lokuð inni.
Þrjú ár. Ég er búin að dúsa hér, í einhverju áfalli, í heil þrjú ár, án þess að vita af því.
Ég fæ skyndilega kipp.
,,Hvar er Steinar?!”
Ég er orðin dálítið æst.
Elva sussar nánast á mig.
Ég finn reiðina gjósa í mér.
,,Ég á eiginmann og son! Viltu gjöra svo vel að segja mér hvar þeir eru?!”
Elva drepur í sígarettunni og stendur svo upp.
,,Ég get ekki sagt þér það núna. Ég þarf að ræða við fleiri, því miður. Ég get væntanlega sagt þér það seinna í dag.”
Mig dauðlangar að slá hana, en læt það vera. Ég stend líka upp.
Hún fylgir mér inn í einhvern sal og fer síðan.
Þar inni er mikið af fólki í alveg eins náttreyjum og ég.
Af hverju er ég hér?
Þetta er allt saman veikt fólk. Hvað er ég að gera hérna? Hvað kom fyrir?
Mér líður eins og það sé ekkert að mér. Nema ég er farin að sakna Steinars. Og litla.
Ég sest dálítið frá öllum.
Litli er ekki einu sinni kominn með nafn. Ekki svo ég viti allavega.
Ég fylgist með fólkinu í kringum mig.
Allt í einu kem ég auga á þau.
Litlausu augun.
Ég sekk ofan í þau. Það getur aðeins einn átt þau. Er hann hér?
Ranka við mér þegar einhver stendur fyrir framan mig.
Steinar.
Ég stekk upp og hendi mér á hann.
Hann er kaldur viðkomu. Engir hlýjir straumar.
Við horfðumst í augu. Ég sekk ofan í þau, en þau soga mig ekki jafn mikið að sér og áður.
Skyndilega hrekk ég við og sé að hann er líka í náttreyju. Eins og ég.
,,Steinar?”
Hann er fölur. Hann er eitthvað svo…dauður. Tómur.
,,Fjóla.”
Hann tekur í hönd mína og leiðir mig fram. Ég finn ekki jafn mikið af straumum.
Við göngum lengi, uns við stoppum einhversstaðar.
Þar sleppir hann mér og horfir á mig. Þögn.
,,Hvað ertu að gera hér? Af hverju er ég hér? Og hvar er litli?!”
Ég er að fá móðursýkiskast eða eitthvað þannig. Mér líður illa.
Hann brosir pínu.
,,Litli hefur það fínt.”
Þögn.
Ég slæ hann. Ræð ekki við mig.
,,Af hverju erum við hér?!”
Ég er byrjuð að tárast af geðhræsingi.
Hann sussar á mig og byrjar að strjúka mér hægt um bakið. Það róar mig.
,,Viltu vita af hverju ég er hér?”
Ég kinka kolli.
Hann skælbrosir skyndilega. Það er hálf óhugnalegt. Fallega brosið á ekki við núna.
Síðan kemur það.
,,Ég reyndi að myrða.”
Ég hrekk við. Steinar? Myrða?
,,Hvern?”
Nú brosir hann ekki lengur. Svipurinn er orðinn hálf sorgmæddur.
,,Þig.”
Ég fæ sting í hjartað. Segðu að mér hafi misheyrst…
,,Þig?” hvísla ég.
Hann hristir höfuðið og bendir á mig sjálfa. ,,Þig, elskan.”
Mér verður óglatt. Ég veit hvort ég á að öskra eða fara að hlæja eða gráta eða…
Ég stífna algjörlega upp. Steinar heldur áfram að strjúka mér.
Það er þögn. Ég verð að segja það.
,,Af hverju?” hvísla ég. Tárin er byrjuð að renna.
Hann andvarpar. Honum líður greinilega ekki vel heldur.
,,Útaf litla, elskan.”
Ég fæ enn meiri sting í hjartað. Ég veit ekki hvort ég á að láta hann strjúka mér, en það er svo þæginlegt. Auk þess líður mér nógu illa.
,,Hvað með litla?”
Steinar strýkur mér áfram og er farinn að raula.
,,Það er allt í lagi með litla, elskan. Hugsaðu ekki um hann.”
,,Hvar er hann?”
Steinar hættir að strjúka mér. Það er eins og hann hiki við að halda áfram, en ákveður að strjúka meira.
,,Hann er farinn, ástin mín.”
Ég æli.
Það líður smá stund. Þögn.
Síðan öskra ég: ,,FARINN?!”
Steinar er leiður á svipinn. Sé engin tár, en hann er niðurdreginn.
,,Elskan, við fáum hann aftur. Litli strákurinn okkar kemur aftur, við þurfum bara að bíða..”
Ég finn reiðina springa.
,,HVAÐ MEINARÐU? HVAR ER HANN?”
Steinar hristir hausinn.
,,Hann er dáinn. Litli er dáinn.”
Augun mín galopnast og ég öskra. Ég get ekkert annað en öskrað og fer að berja í vegginn.
Steinar fylgist með mér um stund.
Ég ber, öskra, lem, slæ, sparka. Ég grenja og grenja, þar til ég dett í gólfið, hágrátandi.
Hann sest hliðina á mér og tekur utan um mig.
,,Þetta er allt í lagi, elskan. Við fáum hann aftur, ég bað þá um að passa hann. Við þurfum bara að ná í hann.”
Ég græt og græt. Steinar er greinilega orðinn algjörlega vitskertur. Eða er ég það kannski?
,,Ég vil fara heim.”
Ég rétt næ að grenja setningunni úr mér.
Steinar er byrjaður að fella tár.
,,Drap ég litla?” kemur úr mér. Ég kvíði svarinu.
Steinar lítur á mig.
,,Nei.”
Ég anda léttar. Örlitli byrði létt.
,,Hver?”
Steinar horfir enn á mig.
,,Þegar þú ferð inn í holuna, brennur hjartað burt.”
Ég skil ekki. Ég græt meira. Mig langar að hverfa. Burt. Molnast niður í frumeindir. Verða að dufti, ösku. Láta henda mér upp til himins og ná í litla. Vera hjá honum, með Steinari. Eins og það var alltaf. Áður en…
,,Hvað gerðist?”
Röddin mín er orðin hás af grátinum og öskrunum.
Steinar segir fyrst ekki neitt. Hann horfir bara út í loftið, hugsi á svip, eins og hann sé að velta fyrir sér hvort hann eigi að segja mér frá. Eða veit hann það?
Loks andvarpar hann og lítur á mig, þungur á brún. Ég verð hálf hrædd við þennan svip.
,,Viltu sannleikann eða lygina?”
Ég er ekki í skapi fyrir svona svör. Mig langar mest að slá hann aftur, en hann er með svo reiðilegan og þugan svip að ég þori því ekki.
,,Hvað heldur þú?” Ég næ allavega að hvæsa þessu úr mér.
Við horfumst í augu. Hann virðist pirraður, en ég er enn pirraðri. Þögn.
,,Segðu mér, Steinar!”
Röddin er orðin pínu örvæntingarfull. Mig langar að öskra aftur, en er of hás.
Hann byrjar að tala og ég hlusta.
Eins og oft, byrjar hann á því að rekja frá byrjun; fer að lýsa því fyrir mér hversu fallegur litli var þegar hann fæddist. Hann gengur frekar langt í lýsingunum, eins og ég hafi ekki verið á staðnum. Litli hafi verið borinn í þennan heim án minnar hjálpar.
Hann talar og talar um litla strákinn okkar. Loks kemur hann að því.
Segir frá því að það hafi allt byrjað vel. Við hugsuðum bæði um litla og allt lék í lyndi, þangað til litli fór að þurfa meiri athygli frá mér. Ég var farin að gefa mér lítinn tíma fyrir Steinar og það pirraði hann. Smá saman minnkaði athygli Steinars og litli var farinn að fá alla athyglina. Steinar fór að finna fyrir öfundssýki.
,,Svo ég kæfði hann í svefni.”
Ég stífna upp. Ég get hvorki hreyft legg né lið.
Steinar horfir á mig, leiður á svip. Hann færir sig örlítið frá mér áður en hann heldur áfram.
,,Þú getur ekki skilið. Hugsaðu þér ef að ég hefði hætt að sýna þér áhuga og einbeitti mér bara að litla. Hvernig liði þér þá? Að vera alltaf í 2. sæti, alltaf? Geta aldrei verið ein með mér?”
Ég ræð ekki við mig. Ég stend upp og slæ hann í andlitið. Fast.
Hann kippir sér ekkert upp við það, starir bara tómur á mig.
Við horfumst í augu um stund. Ég slæ hann aftur. Og aftur. Og aftur. Síðan byrja ég að gráta. Ég leggst í gólfið og byrja að öskra hástöfum. Hann horfir bara á mig, dauðari en sjálfur Drakúla greifi. Hvað er að?!
Ég grenja og öskra. Næ að snúa mér að honum og fer að öskra á hann hvað sé eiginlega að honum. Þögn.
Ég öskra og öskra, þangað til ég hnipra mig saman og græt bara.
Hann horfir núna kaldur á mig. Virkilega kalt augnaráð. Stingandi. Fráhrinandi.
,,Ég gróf hann út í garði. Fékk þá til þess að passa hann, ef við vildum fá hann aftur. En þú vildir ekki hlusta á mig. Svo ég reyndi að drepa þig líka, svo við gætum verið saman aftur. Bara við þrjú.”