Þetta er byrjun af sögu sem ég hef verið að leika mér að skrifa eftir að ég var eitthvað að hlusta á lagið you belong with me (með Taylor Swift) já svo ef þið hafið tíma þá myndi mér finnast vænt um að heyra hvort þetta sé algert bull eða hvort það sé eitthvað varið í þetta ! x)

———————————————————–

“Hahaha, ég hafði ekki hugsað út í það en það er afar rökrétt”
“já, finnst þér ekki” Við gengum eftir ganginum að næsta tíma einsog við gerum alltaf. Ég og besti vinur minn.
“nei hæj sykurpúði!” Tara knúsaði Alex aftan frá og lét okkur báðum bregða. “U, hæj Tara” svaraði Alex hissa.
“hvað voruð þið Emma að tala um” sagði hún með sinni gelgjulegu rödd og gaf okkur furðulegasta svip sem ég hef á ævi minni séð. “við vorum að tala um bókina sem við erum að lesa fyrir sögu tíma” svaraði ég henni.
“það er, u, skemmtilegt” sagði hún og gaf mér svip sem sagði ‘þú ert alger auli og ég nenni ekki að tala við þig’.
“já það var það reyndar” sagði Alex mér til varnar og brosti til mín.
“mmm” muldraði Tara annars hugar. “en þú, sæti-pæti ætlar að koma með mér í kvöld er það ekki?” sagði hún og potaði í nefið á Alex. Ég hristi hausinn og gekk í burtu. Ég nennti ekki að vera með þeim og ég var greinilega ekki velkomin miðað við svipinn sem ég fékk frá Töru.

Ég og Alex höfðum verið vinir síðan í leikskóla. Við höfðum alltaf verið Emma og Alex, bestu vinir í öllum heiminum. En ekki lengur, núna var það Alex og Tara, sætasta parið í öllum skólanum.
Ég gat samt als ekki skilið af hverju hann var með henni. Þau áttu ekkert sameinginlegt. Hún var grunnhyggin, heims og leit út nákvæmlega einsog allar vinkonur hennar.
Hann var sætur, klár, góður og fyndin. Hún átti hann ekki skilið.

Það var komið kvöld, ég sat í herberginu mínu og reyndi að skrifa eitthvað í ritgerðinni sem átti að skila í næstu viku. “Emma, það er komin gestur ég sendi hann upp!” var kallað af neðri hæðinni.
Hurðin á herberginu mínu opnaðist og Alex gægðist inn.
“hæ, u, hvað ertu að gera hér?” spurði ég hissa. Hann hafði ekki komið í heimsókn í rúmlega viku þó við höfðum verið vön að eiða öllum stundum eftir skóla saman.
“ne bara að kíkka í heimsókn” hann settist í rúmið mitt.
En þetta var ekki eins. Það var vandræðaleg þögn sem hafði aldrei myndast áður á milli okkar. Eitthvað var breitt.
“eitthvað sérstakt?” spurði ég til að brjóta þessa yfirþyrmandi þögn.
“ég ætlaði eiginlega að spyrja þig um eitt, sambandi við Töru” sagði hann vandræðalega og strauk hendinni í gegnum hárið. Hann gerir það aðeins þegar hann er óöruggur, ég þekti hann svo vel að ég gat vel séð að honum leið ekki vel að vera hér.
“nú” ögn af pirringi slapp með þegar ég svaraði honum. Mér líkaði ekki vel við Töru og var kannski ekki rétta manneskjan til að spyrja um ráð.
“þú ert, u, stelpa svo..” hann renndi hendinni aftur í gegnum hárið. Ég reisti eina augnabrún. “svo þú tókst eftir því?” spurði ég kaldhæðnislega.
“Emma”
“já?” ég var orðin virkilega pirruð en ég var ekki alveg viss af hverju.
“hvað heldurðu að hún vilji í afmælisgjöf, getur kannski spurt hana eða eitthvað?”
“ha-ha, þessi var góður” sagði ég þunglyndislega og pírði augun framan í hann. Það sauð í mér og ég hafði ekki hugmynd um af hverju.
“hættu þessu Emma, hvað er að þér?” sagði hann og var orðin pirraður líka.
“ég bara veit ekki, kannski útaf því að þú hefur ekki talað við mig í viku og núna fyrst í dag þegar við náðum að tala kom kærastan þín og hálfpartin henti mér í burtu einsog rusli gærdagsins sem var farið að lykta!” ég var staðin upp og öskraði á hann einsog hálfviti.
“róleg Em!” hann stóð upp og ég varð enn pirraðri því hann var rúmlega 10cm stærri en ég.
“EM ?, síðan hvenær var það nafnið mitt?”
“Vá Emma ég nenni þessu ekki!” hann hristi hausinn og gekk að hurðinni. “gaman að tala við þig” hann skellti hurðinni á ég stóð eftir, ein.
“fyrirgefðu Alex!” ég þaut að hurðinni. Tár voru farin að leka niður kinnarnar mínar.
“Emma, ég veit ekki hvað er að þér eða af hverju þér er svona illa við Töru en ef við ætlum að halda áfram að vera vinir verðurðu bara að sætta þig við það að hún er kærastan mín!” Hann leit ekki á mig fyrr en hann var komin að hurðinni þá snéri hann sér að mér og ég reyndi að halda tárunum í skefjum.
“bless, Emma” Hann skellti á eftir sér og ég hafði ekki mátt í fótunum til að fara á eftir honum svo ég stóð kyrr, og horfði á hurðina.

-

Ég átti erfitt með sofnað um nóttina. Ég lá og hugsaði langt fram á nótt.
Ég vissi að ég hafði tekið þessu öllu alltof alvarlega en hann hafði verið allt lífið mitt, við vorum bestu vinir en ekki lengur núna hafði hann hana. Hana, hvað var svona merkilegt við hana, var það ekki ég sem þekti hann inn og út, vissi öll hans leyndarmál ? Hvað sá hann í þessari skinku, já hún var kannski falleg en var það virkilega það eina sem skipti hann máli?. Vill hann frekar vera með henni heldur en mér?
Eitt svikult tár lak niður kinnina mína við þá hugsun, hann vil frekar vera með henni, honum þykir vænna um hana heldur en mig…

———————————————————-

takk fyrir að lesa og endilega hlustið á you belong with me það er mjög gott lag og ef þú vilt finna hvernig “tilfinningin” í sögunni er þá, já hlustið á lagið og þið fattið ! ;)
Annyka