Stelpa horfir útá sjóinn. Veltir fyrir sér hvernig lífið getur verið svona ósangjart. Hún hafði verið hjá Finni, og fjölskylda hans sagði henni fréttirnar. Í gær var hún hamingjusamasta stelpa í heimi, en í dag var því öllu svipt af henni. Af hverju hún?. Hún fann hvernig tárin byrja að vætla niður kinnarnar.
Af hverju þurfti hann að fara, ohh bara að hann hefði ekki farið hjólandi á fótboltaæfingu. Hún hefði þá í það minnsta fengið að sjá hann brosa aftur fengið að hlusta á smitandi hlátur hanns einu sinni enn. En í staðinn hafði Finnur hjólað yfir götuna, hann tók ekki eftir græna volvonum. Hún reyndi að ýmindasér hverni þetta hafði atvikast. Hafði hann séð allt líf sitt á örskotstundu? Eða hafði það bara verið allt svart, eins og það hefði verið slökkt á ljósi?. Hún gat ekki ákveðið sig hvort það var.
Hún ákvað að fara til Ingunnar klukkan var ennþá ekki nema níu, hún hafði staðið þarna í kuldanum í hálftíma. Það byrjaði að rigna, hún byrjaði að hlaupa af stað.
Ingunn tók á móti henni gáttuð

- ,,Lísa! Hvað gerðist?‘‘

hafði hún sagt algjörlega hissa yfir því að hún skildi birtast á dyraþrepunum hennar á sunnudagskvöldi og eiginlega grátandi, eða hefur í það minnsta verið nýbúin að því.

-,,Ég var heima hjá Finni‘‘

stamaði Lísa á milli ekkasoganna.

,,Ég veit það‘‘ sagði Ingunn rólega ,,gerðist eitthvað??‘‘

bætti hún svo strax við. Lísu byrjaði að svima hún sast í stólinn sem var inní andyri og svaraði Ingunni ekki strax, hún var fegin því að Ingunn var bara ein heima, foreldrar hennar voru á leiksýningu sem liltla systir hennar Ingunnar fór með aðalhlutverkið, Ingunn nennti alls ekki að fara að horfa á líka.

,,Finnur lennti í slysi‘‘

tókst Lísu loks að segja,
,,ha?‘‘

var það eina sem Ingunn sagði.

,,Hann lennti í bílslysi… Hann dó‘‘

Sagði Lísa og fór að hágráta. Hún gat ekki setið þarna í anderinu hjá Ingunni og bara grátið en samt sat hún í rauðahægindastólnum sem fastast. Ingunn kom ekki upp einasta orði.

,,Það getur ekki verið ég sá hann í skólanum í dag‘‘

sagði hún steinrunnin í framan.

,,Hann var að hjóla á fótboltaæfingu, grænn volovo sá hann ekki það var víst rigning og þoka, Guðmar og Tinna voru að segja mér það áðan Tinna, þú veist mamma hans grét allan tíman‘‘

sagði Lísa loks og þurkaði tárin af kinnunum. Hún var eiginlega alveg hætt að gráta.
Lísa fékk frí næsta dag í skólanum, hún gat hreinlega ekki farið bara í skólann og látið sem ekkert sé þegar besti vinur hennar var að… deyja.
Það kom frétt um slisið í kvöldfréttum sjónvarpsins

,,Það varð banaslys á Hringbraut í Keflavík. Þrettán ára gamall strákur lést eftir að hafa hjólað yfir götuna, fólkið í bílnum; kona á þrítugsaldri og fjögurra ára stelpa létust einnig samstundist. Strákurinn sem lést hét Finnur Árni Jónsson og mæðgurnar hétu Jóhanna Sigurðsdóttir og Elva María Daníelsdóttir.‘‘

Fréttaðulurinn sýndi enginn svipbrigði.