Jæja loksins er ég búin með þennan kafla, seinasti kafli er annars hér: http://www.hugi.is/smasogur/articles.php?page=view&contentId=6641111

Þið sem nennið að lesa þetta njótið vel! :)


5. kafli

Ég stóð fyrir framan spegilinn inn á stelpnaklósetti ásamt Emelíu og var að bæta við maskara á augnhárin.

-Ætlaru að taka Anton með þér á ballið? spurði ég.

-Ég veit það ekki…ætti ég að gera það? spurði Emelía á meðan hún rann bursta í gegnum sítt hárið á sér.

-Það vita allir að það er eitthvað á milli ykkar, þannig af hverju ekki?

Emelía varð svoldið vandræðaleg. –Helduru að honum finnist ekkert óþægilegt ef ég spyr hann fyrst? Er ekki alltaf ætlast til þess að strákarnir bjóði stelpunum, ekki öfugt?

Ég hætti að setja á mig maskara og leit á hana. –Þið eruð bæði hrifin af hvort öðru, ég sé enga ástæðu til þess að þú ættir að þurfa að bíða eftir því að hann bjóði þér út. Svo er þetta bara skólaball, ég held að þetta sé tilvalið tækifæri.

Það fékk Emelíu til að kinka kolli brosandi. –Hvað um þig? Ætlar þú að finna þér herra fyrir ballið?

Ég yppti öxlum. –Ég veit það ekki, ég hafði hugsað mér að fara bara sjálf, við hittumst öll á ballinu hvort eð er.

Til að segja þér sannleikann þá hafði ég bara ekki orkuna í það að hugsa um stefnumót, herra eða aðra manneskju. Ég var búin að jafna mig nokkurnvegin eftir skólaferðina en ég var enn ekki orðin róleg. Ég svaf með ljósin kveikt og hoppaði við hvern skugga. Mér fannst eins og ég væri 5 ára aftur og hrædd við drauginn undir rúmminu mínu. Það hafði verið draugur þar, en það er önnur saga.

-En þú gætir fengið hvaða strák sem er til að fara með þér! Spurði Símon þig ekki um daginn? Hvers vegna sagðiru nei?

-Ég vildi ekki að hann héldi að ég væri hrifin af honum eða eitthvað. Og já já ég er viss um að ég gæti platað einhvern með mér en ég hef bara ekki verið í stuði fyrir strákavesen þessa dagana, sagði ég.

-Er enginn þarna úti sem þú ert hrifin af, ekki einu sinni pínu?

-Neibb, sagði ég.

-Vá, sagði Emelía. –Ég er vanalega alltaf hrifin af einhverjum.

Það fékk mig til að hlægja. –Þú meinar Anton þessu seinustu þrjú ár eða svo?

Emelía ýtti duglega við mér.

-Varlega góða mín, sagði ég. –Ég vil ekki lýta út eins og skrímsli með maskara um allt andlitið!

Emelía hló. –Þar sem þú ætlar ekki að ná þér í herra held ég að það skipti engu máli.

Skyndilega heyrðist bjallan hringja dauflega hér inn á klósetti.

-Tími! sagði Emelía og greip töskuna sína. –Ég verð að ná góðu sæti, hvert ert þú að fara?

-Í ensku, sagði ég. –Sé þig í hádegishléinu.

Emelía dreif sig fram en ég hékk nokkra stund enn og greiddi fingrunum í gegnum ljóst hárið á mér. Allt í einu sá ég dökka veru fyrir aftan mig í speglinum, ég hélt fyrst að Emelía hefði gleymt einhverju, en þegar ég snéri mér við var enginn þar. Ég var alein á klósettinu. Ég leit aftur í spegilinn en það var ekkert þar. Með hraðan hjartslátt hristi ég hausinn að sjálfri mér og kom mér í tíma.

Enskutímar voru alltaf ágætir, við vorum að lesa ljóðið um Lafðina af Shallot. Ég hafði alltaf verið hrifin af þessu ljóði, mér fannst það svo sorglegt þegar lafðin fór í bátinn vitandi örlög sín. Enska var skemmtileg þegar við vorum að lesa bókmenntir. Allavega nógu skemmtilegir til þess að ég náði að sökkva mér í það í stað þess að velta því fyrir mér hvaða skuggi þetta hafði verið sem ég sá inn á baði.

Ballið sem ég og Emelía höfðum verið að tala um var annað kvöld og var skólaball með hljómsveit. Það var alltaf skemmtilegt. Ég var nú þegar búin að finna kjólinn sem ég ætlaði að fara í.

Dagurinn leið hratt og áður en ég vissi af var ég komin heim og var að vafra í tölvunni minni. Ég opnaði Google og skrifaði Alice Donna Baldvinsdóttir. Eftir að ég náði að flokka í gegnum bloggsíður og ungbarnamyndir fann ég gamla fréttagrein. Þarna var hún, falleg, ung stelpa um 13 ára gömul. Hún var með svart hár, smekklega klædd og dökk lifandi augu. Fyrir neðan myndina var skrifað með stórum stöfum: HORFIN. Þar fyrir neðan var smá grein um hana og fjölskyldu hennar og hvar hún hafði sést seinast. Hvað skildi hafa komið fyrir hana? Hafði hún rekið sig í og dottið í brunnin, hafði hún verið myrt? Var hún ekki að flýja undan einhverjum ef það mætti marka draumana mína?

Ég fór niður í eldhús og fór í gegnum bunkann af dagblöðum sem hafði safnast upp á borðinu. Loks fann ég greinina um fundinn á líkama hennar. Líkamsleifar fundust í skólaferðalagi! Ég las í gegnum greinina en fann ekkert sem gæti gagnast mér. Ég leitaði aftur í hrúgunni og fann nýrra blað. Þar var grein um líkamsleifarnar og eitthvað um að dauðarorsökin hafði verið fallið niður brunninn, þar fór mín kenning, og að það væri hætt að rannsaka málið. Það var búið að jarðsetja hana í kirkjugarðinum hérna í bænum.

Ég skellti mér í skó og jakka, kirkjugarðurinn var ekki langt frá, ég gæti tekið strætóinn þangað. Það tók mig hálftíma að komast þangað. Þetta var einn af eldri kirkjugörðunum í bænum, einstaklega grænn og mikið af trjám út um allt sem gáfu garðinum mikla friðar tilfinningu. Ég gekk í gegnum óreiðukenndari hluta kirkjugarðsins sem var einnig eldri parturinn og endaði loks í skipulagðari og nýrri hlutanum. Það voru nokkrar nýlegar grafir hérna og voru flestar fylltar af blómum og krönsum en ein þeirra stóð alveg auð. Ég fékk sting í hjartað við að sjá það og gekk þess vegna út við jaðar kirkjugarðsins og týndi upp nokkrar baldursbrár sem stungu þar hausnum upp úr grasinu. Svo gekk ég að gröfinni og lagði vöndinn undir krossinn sem bar nafn hennar: Alice Donna Baldursdóttir, fædd 1917, lést 1930. Þau höfðu fundið út hvenær hún fæddist. Ég settist við krossinn nokkra stund.

-Mér þykir fyrir því sem kom fyrir því, hvíslaði ég.
Hvað var þetta með okkur mennina að tala við grafir? Grafir voru gerðar fyrir hina lifandi ekki hina dauðu. Nema auðvitað þú gætir talað við hina dauðu…sem kom svosem fyrir.

Ég fann fyrir köldum gusti leika um mig og fann fyrir návist hennar, eins og hendur hefðu verið lagðar á axlirnar á mér. Hún var ekki sterk, en ég vissi að hálsmenið mitt lokaði á hana að hluta til. Rödd hennar var eins og gusturinn, lág og ef þú lagðir eyrun ekki nógu vel við gætir þú misst af því sem hún sagði.

-Takk fyrir að finna mig…, sagði blærinn.

-Hvað gerðist eiginlega? sagði ég án þess að snúa mér við.
-…ég var að flýja frá stjúpföður mínum…hann var brjálaður…ég datt í brunninn, rakst í…sá ekkert ljós lengur…

-Mér þykir fyrir því, sagði ég.

-Ekki…ég er meðal vina núna…

Með því kom sterkur vindgustur og hún var horfin og eftir lá hreint og friðsælt andrúmsloft. Hún var farin af þessari tilvist.

Ég þurrkaði mér um augun og stóð upp. Þessu var lokið, Alice hafði fundið frið.

Þetta hafði verið það eina sem mér hafði líkað vel við hæfileikan minn sem barn, að hjálpa öndunum. En það var ekki nærri því alltaf svona auðvelt, þeir voru ekki allir jafn góðhjartaðir eins og Alice…eins og maðurinn með hattinn.

Það sem eftir lifði dagsins leið hratt og brátt tók næsti skóladagur við. Eftirvænting lá í loftinu í skólanum, það voru allir spenntir fyrir ballinu. Umræðuefni þessa dags fór allt í klæðnað, hárgreiðslu og þess háttar. Ballið átti að byrja klukkan átta og fram til miðnættis, ekki lengur en það því miður, en það var gallinn sem fylgdi alltaf skólaböllum.

-Hey Elísabet, má ég koma til þín fyrir ballið? Við getum klætt okkur saman og málað hvor aðra, sagði Emelía.

-Já það væri fínt, sagði ég. –Það er hvort eð er enginn heima hjá mér í kvöld, eigum við kannski að borða saman líka?

-Klárlega, sagði Emelía brosandi.

Þannig að eftir skóla komum við við heima hjá Emelíu til að ná í dótið hennar og fórum svo beint heim til mín. Mamma var á kvöldvakt og Bjarki var að fara að hanga með vinum sínum í kvöld.

Við pöntuðum okkur vorrúllur og núðlur sem við borðuðum og fórum svo upp til mín að pæla í fatnaði.

-Jæja hvar er þessi dýrlegi kjóll sem þú varst að segja mér frá? sagði Emelía.

Ég opnaði fataskápinn minn og teygði mig í herðatréð sem hann hékk á. Hann var dökkblár en samt sem áður fallega tær blár tónn. Hann var hnésíður með þröngt mitti og pils sem féll í bylgjum, ermalaus og með reimar í bakinu.

-Hann er æðislegur! sagði Emelía og tók hann af herðatrénu og mátaði hann við sjálfan sig. –Hvar fékkstu hann eiginlega?

-Mamma keypti hann þegar hún fór á ráðstefnuna í seinasta mánuði, sagði ég.

-Hún hefur virkilega góðan smekk, sagði Emelía. –Passar hann alveg?

-Eins og sniðinn á mig, sagði ég og brosti.

Emelía sýndi mér einnig kjólinn sinn, eldrauður og hættulega stuttar að mínu mati. En hann fór henni einstaklega vel og sýndi vel langar lappirnar.

-Ætlaðir þú að hitta Anton bara á ballinu? spurði ég þar sem við stóðum við spegilinn hjá mér, ég var að krulla á mér hárið, gefa því smá meiri liði en vanalega.

-Jah reyndar sagði ég honum að koma og ná í okkur hingað, sagði hún og brosti. –Hann er á bíl.

-Huh ekki kvarta ég ,sagði ég. –Aldrei slæmt að fá far á hælum.

Emelía hló. –Það er svo sannarlega satt.

Ég var að setja á mig varalit þegar ég sá eitthvað dökkt hreyfast í speglinum. Ég snéri mér snögglega við en sá ekkert.

-Hvað? spurði Emelía og leit á mig.

-Ekkert sagði ég, mér fannst ég heyra eitthvað.
Hvað var þetta eiginlega? Þetta var alveg eins og í skólanum um daginn. Alice var farin, þetta gat ekki verið hún. Var þetta einhver nýr? Einhver sem vildi endilega koma og bögga mig? Aldrei var friður.

Hjartað í mér hamaðist samt sem áður og ég hálf beið eftir því að eitthvað myndi stökkva út úr skuggunum. Ég kláraði að mála mig, en mér leið ekkert sérstaklega vel að horfa í spegilinn lengur.

Skyndilega mátti heyrast flaut fyrir utan og ég hrökk í kút.

Emelía leit út um gluggann og veifaði. –Anton er kominn!
Ég dró djúpt andann og brosti til hennar. –Frábært, við skulum koma okkur þá.

Við pössuðum að taka yfirhafnirnar okkar og veskin og vorum þá tilbúnar að takast á við kvöldið.

-Sælar dömur, sagði Anton þegar Emelía renndi sér í framsætið og ég afturí.

Emelía brosti hálf feimnislega til Anton og Anton brosti á móti. Rosalega voru þau krúttleg.

-Gaman að sjá þig svona herramannslegan Anton, í almennilegum klæðnaði, sagði ég.

Anton kinkaði kolli. –Talandi um herramenn, þú hefur ekki tekið neinn með þér?

-Æ, veistu ég hef verið að hugleiða það að gerast samkynhneigð, sagði ég kæruleysislega.

Anton leit afturí til mín meðan hann skipti um gír. –Virkilega?

Ég sló hann aftan á hnakkann. –Auðvitað ekki kjáninn þinn.
Anton yppti öxlum. –Maður veit aldrei.

Stuttu seinna mættum við upp í skóla. Við gengum inn um aðalinnganginn og hengdum upp kápurnar okkar. Skólinn var allur út í blómum og kertaljósum, frekar hallærislegt en samt frekar fallegt, fékk mig til að brosa. Við gengum í gegnum hópinn og heilsuðum nokkrum vinum okkar á leiðinni.
Fólk var nú þegar byrjað að dansa í salnum við diskó tónlist en hljómsveitin var ekki enn komin í hús. Ég gat ekki annað en brosað þegar ég tók eftir því að Anton tók í höndina á Emelíu til þess að leiða hana í gegnum fjöldann. Hvernig gat ég ekki glaðst yfir því að sjá tvo góðvini mína saman?

Eftir hálftíma eða svo af spjalli og gosdrykkju kom hljómsveitin sem fyllti húsið af fagnaðarlátum og allir fluttu sig yfir í salinn. Tónlistin hófst og við týndum okkur í takti tónlistarinnar. Þetta var góð hljómsveit, þeir kunnu að halda uppi stemmingunni og spiluðu ekki aðeins lög eftir sjálfan sig heldur einnig vel þekkt lög frá öðrum hljómsveitum. Kvöldið leit út fyrir að verða mjög gott.

Nokkrum gosdrykkjum og klósettpásum seinna fór allt á niðurleið. Við vorum að dansa með hóp af vinum eins og áður þegar ég fann fyrir skyndilegum hausverk. Ég hristi það af mér en því fylgdi undarleg köfnunartilfinning, mér fannst eins og eitthvað væri fast utan um hálsinn á mér og þrengdi að. Ég hóstaði og hóstaði og fór að svima, ég missti jafnvægið og féll á gólfið.

-Elísabet, er allt í lagi með þig? spurði Emelía sem hjálpaði mér á fætur.

Ég hristi hausinn og barðist við að ná andanum aftur og benti á útidyrnar. Emelía kinkaði kolli og hjálpaði mér út úr salnum þar sem loftið var ekki jafn mettað af svita. Loks náði ég andanum aftur.

-Hvað gerðist eiginlega? spurði Emelía.

Ég svaraði henni ekki strax þar sem augu mín leituðu yfir salinn, mér fannst öll hreyfing hægjast og hljóðið dofnaði. Þar sem ég hafði dottið var óhugnanleg ímynd. Úr loftinu hékk ung stelpa í hengingarlykkju og hún vaggaði hægt um lofið. Augun voru lokuð og hún var í skólabúning sem hafði verið hætt að nota nokkrum árum fyrr.

Þessi sýn varði samt sem áður í 5 sekúndur í mesta lagi, ég blikkaði augunum og allt varð eðlilegt á ný. Tónlistin fyllti vitund mína á ný og allt hreyfðist.

Ég snéri mér að Emelíu. –Ekkert, ég rann bara á þessum hælum. Ég ætla að kíkja inn á bað hvort ég hafi nokkuð rispað á mér lappirnar.

Emelía kinkaði kolli og ég sagði henni að fara bara aftur inn í sal.

Ég lokaði mig inn á klósetti. Ég dró upp hálsmenið mitt eina ferðina enn, það var orðið hryllilega viðkvæmt. Ótrúlegt að það væri enn að loka á eitthvað af hryllingnum. Hvernig myndi þetta vera þegar það brotnaði loks? Ég vildi ekki hugsa út í það.

Ég hafi ekki úthald í að dansa mikið lengur þannig ég fór snemma heim. Mamma var komin heim og ég kinkaði kolli við spurningum hennar, jú það hafði verið æðislega gaman. Ég henti mér á rúmmið mitt, líkamlega en þó helst andlega þreytt. Mundi þetta nokkurn tíman enda?



Pínu langt, eh?
Athugasemdir (og leiðréttingar!) eru vel þegnar :)
kveðja Ameza