Sorgarsaga líf míns

Góðan dag hér fyrir neðan munu koma smá kafli um það sem ég hef verið að gera og um afmælisdaga og aðra hátíðisdaga.



Ég kom alblóðugur úr úr móður minni, hún hafði þjást því ég var þar inni lengur en mér var boðið. Hún brosti þegar ég kom í heiminn en ekki mín vegna heldur af því hún var í vímu eftir öll verkjalyfin.

Vikurnar liðu. Dag einn klæddu foreldrar mínir mig í kjól og leyfðu gömlum karli að hella vatni yfir hausinn á mér, kallin kallaði mig Pétur Sigfússon. Ég varð hræddur og byrjaði að gráta, seinna þann dag byrjaði heimili mitt að fyllast af fólki, gömlu fólki og yngra fólki. Það var ekki skemmtilegt þannig að ég fór og lagði mig og þegar ég vaknaði aftur þá var allt fólkið farið.

Mínutur urðu að klukkustundum, klukkustundir urðu að dögum, dagarnir urðu að vikum, vikurnar urðu að mánuðum og mánuðir urðu að árum.

Á öðrum afmælisdegi þá gat ég gengið fullkomlega og og borðað með gaffli.

Þriðja árið labbaði mamma með mig á litla staðinn þar sem allir krakkarnir koma saman yfir daginn mér fannst mjög gaman að leika við alla krakkana sem þar voru.

Fjórða og fimmta árið liðu hjá án þess að nokkuð marksvert gerðist.

Um mánaðamótin ágúst/september árið 2000 byrjaði ég í skóla faðir minn sagði að það yrði skemmtilegt en hann laug. Í byrjun júní ári seinna hélt ég að ég væri búinn með skólan þannig mín skólataska endaði í ruslinu og foreldrar mínir neyddust til að kaupa nýja fyrir annan bekk, annars gerðist ekkert skemmtilegt það ár.

Þegar ég var átta ára þá var ég með vinum mínum, við vorum úti að leika okkur á hjólum, einhvern veginn tókst mér að stinga puttanum á milli teinanna í gjörðinni svo í dag er ég aðeins með níu putta.

Veturinn eftir níu ára afmæli mitt þá fékk ég skíði í jólagjöf, ég var mjög duglegur að renna mér í brekkunni bak við húsið mitt þannig að ég fékk að fara upp í fjöllin með fjöldskyldu minni, þegar ég var búin að vera þar í smá stund þá varð ég svo þyrstur að ég ákvað að sleikja klakann af einhverju járni því hefði ég nú betur sleppt því að tungan festist við þann staur, starfsfólkið þurfti að koma með heitt vatn til að leysa mig það var sárt og varð til þess að ég missti hluta af bragðskyni mínu.

Það var í fimmta bekk. Heimilisfræði, ég var að skera ávexti með beittum hníf það væri ekki frásögufærandi ef ég hefði ekki misst hnífin, hann skoppaði af borðinu og stakkst djúpt inn í lærið á kennaranum.

Nýtt ár, nýr skóli og ný vandamál, það var í sjötta bekk þegar faðir minn fór út í búð og kom ekki aftur hann klessti á flutningabíl og dó samstundis var mér sagt. Ég sakna hans.

Í sjöunda bekk þá byrjaði sú fallegasta stelpa sem ég hafði nokkur tíman séð í bekknum mínum, við byrjuðum saman og lífið var ljúft í fyrsta sinn en eins og elding úr heiðskýru lofti þá hætti hún með mér og eins og það hafi ekki verið nógu slæmt þá byrjaði hún með þessum svarta gaur.

Áttundi bekkur. Fjórtán ára. Fermingin mín það versta sem gat gerst var að engin af mínum fáu vinum ákváðu að mæta þannig sá dagur fór í að tala við ættingja mína.

Ég var fjórtan ára þegar ég fékk áhuga fyrir tölvum og forritun, ég gat vakað allar nætur og spjallað við netvini mína þá einu sem lömdu ekki niður allar minar hugmyndir. Krakkarnir í skólanum kölluðu mig skrítinn og ég missti smátt og smátt samband við móður mína.

Samræmduprófin eru það eina sem ég man eftir úr tíunda bekk, ég tók öll prófin og var með hæstu meðaleinkunn á landinu svo ég gat ráðið í hvaða skóla ég vildi fara í og ég valdi Iðnskólann í Hafnarfirði.

Í framhaldskóla var ég staðráðinn í að byrja upp á nýtt enda þekkti mig engin þar, ég byrjaði á því að halda stórt partí á afmæli mínu, það var best hve margir mættu og ég var í sviðsljósinu allt kvöldið. Meðal gjafa sem ég fékk var bílpróf og bíll frá ömmum minum og öfum.

Ég var í framhaldsskóla í fjögur ár og þar kynntist ég mörgum skemmtilegum persónum.
Þegar ég útskrifaðist með meistarabréf í húsasmíði var ég tuttugu ára og ákvað að fara sem skiptinemi en þegar maður er kominn á þann aldur eru ekki miklar líkur að einhver vilji taka við manni þannig að ég fór til Danmerkur og þegar ég kom þangað þurfti ég að ferðast með lestum og strætóum í marga klukkutíma þar til ég kom á leiðarenda, þar tók ekkert betra við því nokkrum vikum eftir að ég kom út var kortinu minu stolið og það var algjörlega hreinsað. En útaf því ég fór á Hróarskeldu sem var æðislegt og kynntist nokkrum hressum Dönum og Svíum. Það var alveg hápunktur ferðarinnar.

Eftir að ég kom heim þá fluttist ég út á land og fór að vinna fyrir lítið húsasmíða fyrirtæki það var þá sem ég kynntist fyrri konunni minni Guðbjörgu.


Við giftum okkur þremur árum seinna eða þegar ég var 24 árs og hún 23 ára.
Þegar árin liðu fór ég að taka meira og meira eftir því að hún var alltaf að eyða peningum en það komu ekki fleiri hlutir í íbúðina okkar þannig að dag einn ákvað ég að elta hana og þá sá ég hana vera að kaupa sér dóp þannig að ég skildi við hana, flutti í bæinn og stofnaði mitt eigið matvöru fyrirtæki.

Þegar ég var 45 ára þá ákvað ég að selja fyrirtækið og öll mín hlutabréf græddi nokkrar milljarða á því. Af því ég hafði ekki mikið að gera á daginn datt mér sú snjalla hugmynd i hug að bjóða mig fram sem forseta Íslands, ég sigraði í kosningum með yfirburðum, þessi fjögur ár liðu hratt margir hlutir sem eg þurfti að gera en allt var það nú skemmtilegt en eftir að hafa sitið í forsetaembætti þá var komið að kosningum á ný en því miður var enginn sem bauð sig fram á móti mér. Á þessum seinni fjórum árum fór ég til margra landa í kurteisis heimsóknir og það var í Bretlandi sem ég varð ástfanginn á nýjan leik, hún hét Amanda og var gullfalleg hún var systir drottningarinnar og ég gatt verið nokkuð viss um að hún væri ekki á kafi í dópi. Við giftum okkur árið 2043

Þegar ég var 53 þá hætti ég sem forseti og flutti með minni heittelskuðu til Flórída og þar munum við búa saman þangað til dauðinn skilur okkur að.
[url=http://www.hugi.is/forsida/functions/user.func.php?action=logout][color=red]TheRaggi er stjórnandi hér[/color][/url]