Þau voru upp á hólnum sem þau kynntust, nákvæmlega ári síðan. Hann sakleysislegur MR-ingur á þriðja ári og hún ekki svo saklaus stelpa í 10. Bekk. Hann hafði verið með henni í skóla en þá var hún bara krakki, hann þroskaður ungur maður. Hann hefði aldrei talað við hana áður en heyrt nóg.

Þennan morgun hafði hann verið að labba heim frá vini sínum sem hann dó hjá, eftir langt djamm.
Hún lá bara þarna á hólnum, lesandi bók. Það var eitthvað ákveðið kæruleysi í fasi hennar, eins og henni væri sama hvað væri að gerast í heiminum, svo lengi sem hún fengi að njóta góða morgun veðursins og bókarinnar.
Hann labbaði til hennar og honum til undrunar þá settist hann á teppið hjá henni. Hann vissi ekki hvað hann var að gera, það var ekki hans stíll að vera frakkur.
Meira svona hlédrægur og bíða eftir að hlutirnir gerðust fyrir sig. En þarna sat hann, á teppinu hjá sætustu stelpunni í 10.Bekk, stelpunni sem allir voru að tala um.

Hann hafði aldrei heyrt jafn mikið slúður um eina manneskju eins og þessa, til dæmis þá var hún víst öll í kókinu. En eins og allir vita þá er kók dýrt svo hún seldi víst sjálf, það fannst honum samt ólíklegt. Stelpan var aðeins í 10.bekk.

Ekki nóg með þessar dóp sögur, heldur átti hún víst að vera ólétt eftir einn af stærstu dópsölum Íslands og hann var víst ekkert lamb að leika sér við, og ef eitthver snerti hana þá var hann víst grimmur. Þar að auki voru allar kynlífssögurnar, hann hafði til dæmis heyrt frá vini sínum að hún sé rosalega villt í rúminu, hafi þetta í blóðinu og hún sé til í allt.

Allavena komnar tvær ástæður fyrir því að hann ætti ekki að tala við hana, honum líkaði ekki eiturlyf og honum langaði ekkert sérstaklega að vera barinn. Sjálfur hafði hann ekki byrjað að drekka fyrr en sumarið eftir 10.bekk. Hann var ekkert voða hrifinn af því að missa stjórn á sjálfum sér, geta ekki hugsað skýrt og verið skynsamur. Allt í einu mundi hann eftir stelpunni sem hann sat við hliðina á, hún hafði líka tekið eftir honum og horfði bara á hann í gegnum dökku sólgleraugun. Hún tók þau niður og pírði augun.

„hæ“ sagði hún og þagði
„hæ“ sagði hann og brosti, vá, hún var að tala við hann!
Svo horfðu þau bara á hvort annað, eins og ekkert væri eðlilegra. Hann lagðist svo á hliðina á henni og fljótlega byrjaði spjallið að flæða. Þau gátu talað um allt, þau gátu sagt hvor öðru allt. Það breytti engu að þau þekktust ekkert, því þau gerðu það, á einu hæ-i þá þekktu þau allt í einu hvort annað fullkomlega.
Þau lágu á bakinu og nutu veðursins. Hann fékk að heyra allt um slúðrið af henni, satt eða ósatt og hann fór að skilja afhverju hún þurfti að láta eins og henni væri alltaf sama. Hann sagði líka frá sér, fjölskyldu sinni og skólagöngu. Á hálftíma þá var hann viss um að hann væri orðinn ástfanginn, hann vildi að þau gætu legið þarna að eilífu, hann vissi hvað þetta væri væmið að hugsa svona en réði ekki við sig. Honum langaði að kynnast henni allri, hann vildi hlusta á fallegu röddina hennar eins lengi og það tæki fyrir hana að segja sögu sína frá fæðingu.

Hún var ekki ólétt, og hún var ekki í kókinu eða að selja. En hún var í eiturlyfjum, það viðurkenndi hún. Hún var samt ekki haldin fíkn, en stundum var hún hrædd um að hún væri of nálægt í að stefna í það. En henni fannst of gaman í þessu til að hætta, þar að auki var mamma hennar með þetta framan í henni á hverjum degi. Svo hún átti erfitt með að standast freistinguna.
Þetta fannst honum svo hræðilegt að heyra að það nísti hjarta hans.

Hann bauð henni heim með sér, og nokkrum dögum seinna voru þau óaðskiljanleg. Dagarnir liðu eins og vængjasláttur fiðrildis. Þegar 6 mánuðir voru liðnir þá leit hann á hana þar sem hún var að smyrja sér brauðsneið í eldhúsinu hans, foreldrar hans elskuðu hana og hún var nánast farin að búa þarna, ekki það að mamma hennar hafi jafnvel tekið eftir því, helvítis fávitinn sá.

Hann horfði á hana með aðdáun, hún var svo fullkomin. Með sýnar mjúku línur, dökkt, liðað hár niður á mitti. Dökkblá augu, stundum sást ekki einu sinni blái liturinn, með löngum, svörtum augnhárum. Drifhvíta brosið sem fékk hann alltaf til að brosa, umkringt rauðum, kyssilegum vörum. Litla, krúttlega nefið sem honum fannst svo fallegt en henni svo ljótt. Hann brosti.
„viltu flytja inn til mín?“
Hún leit á hann, alvarleg. Horfði djúpt í augun á honum. Hann sá brosið koma í augun áður en varirnar fóru að sýna það.
„myndirðu í alvöru vilja það?“
„auðvitað, búin að tala við mömmu og pabba, þau eru fullkomlega samþykk, þau vita hvernig mamma þín er“
„ég er búin að ræða þetta við mömmu“ sagði hún og fór svo að hlæja að undrunarsvipnum á honum „ ég ætlaði að flytja út, ekki endilega til þín, langaði alltaf að losna úr þessu umhverfi“

Hann gekk til hennar og tók utan um hana og kyssti varirnar sem hann var búinn að þrá að kyssa síðan hann kyssti þær seinast.
„ég elska þig svo mikið“ sagði hann
„elska þig líka alltof mikið“ sagði hún og horfði upp á hann stórum augum.

Þarna lágu þau á hólnum brosandi og hlæjandi, óviss um framtíðina en viss um að þau yrðu alltaf saman. Óafvitandi um lífið sem sífellt stækkaði, en myndi aðeins vekja ánægju í lífi þeirra.