Alveg að koma, bara örlítið meir… Hún hraðar á ferðinni og finnur að hann herðir takið á mjöðmunum á henni og þeytir henni áfram síðasta spölinn. Líkaminn hennar spenntist upp, hryggurinn sveigist aftur… Raddböndin rifna og allt verður hvítt.

Hún kemur aftur til sjálfrar sín við að sterkleg hönd strýkur niður eftir bakinu á henni og hún finnur að hún liggur máttlaus ofan á eigandanum. Hún lyftir kynninni aðeins upp af bringunni á honum til að kyssa hann létt á munninn, og leggst svo niður aftur. Hann strýkur hendinni rólega í gegnum hárið á henni, nýtur þess að láta það renna milli fingranna og kitla handarbakið á sér.

- Þetta var aldeilis, segir hann glettinn. Hún brosir máttleysislega framan í hann og rúllar sér síðan af. Þau liggja þarna í svolitla stund, hlið við hlið, og hlusta á þögnina. Ungir og naktir líkamar þeirra örmagna í svindaþrunginu andrúmsloftinu.

Loks snýr hún höfðinu að honum og segir:

- Finnst þér þetta skrýtið?

- Hvað? Hann lítur við.

-Bara, sagði hún. Þetta. Að vera með einhverjum öðrum. Hún lítur aðeins undan til þess að forðast augnsamband við hann.

- Þú átt við, finnst mér skrýtið að sofa hjá annarri stelpu daginn eftir að ég hætti með kærustunni minni til þriggja ára?

- Já. Ég á við það. Henni finnst erfitt að dæma af tóninum í rödd hans hvert svarið verður.

Hann snýr sér á hliðina, tillir hendi undur hökuna á henni og lítur beint í augun á henni. Þessi grænu, hafdjúpu augu sem virðast vita svo margt.

- Nei, hvíslar hann eins og orðið sjálft gæti eyðilaggt stundina. Mér finnst eins og síðustu þrjú ár hafi verið skrýtin, en ekki þetta. Hún virðir hann fyrir sér í svolitla stund. Slétt ennið, greinilegar augnabrýrnar, hrjúfar kinnarnar og karlmannsleg kinnbeinin. Svo brosir hún. Hún hlær, hún skellihlær. Hann skilur allt í einu ekkert í henni og horfir á hana efins.

- Hvað… vorum við eiginilega að… pæla? Hún kemur orðunum varla upp fyrir hlátrinum. Loks virðist hann átta sig og skellir sjálfur upp úr.

- Ég veit það ekki! Ég veit ekki af hverju þetta fór svona. Hann finnur hláturinn ferðast um sig allan, finnur hvernig þungur líkaminn hans léttist og loks svífur hann á hvítu skýi upp úr rúminu.

- Hvernig datt okkur í hug að eyða þremur árum af lífi okkar með þessu fólki? Af hverju þau? Af hverju ekki við? Hún var líka komin á skýið og nú þeyttust þau um loftið með kalda jörðina fyrir neðan sig. Hlátur þeirra glumdi um heiminn fyrir neðan sem var grár og óraunverulegur. Þau voru í eigin heimi, þar sem ekkert var til nema hann og hún og skýið.

Svo var eins og skýinu væri kippt undan þeim og þau hröpuðu langt langt niður í rúmið aftur. Blákaldur raunveruleikinn blasti við.

- Eigum við aftur? spurði hún.

Hann spyrnti sér upp á hana, greip í hendurnar á henni og hélt henni brosandi niðri.

- Nú fæ ég að vera ofan á.