Hann hét nafni eins og annað fólk.
Hann var fæddur eins og annað fólk.
Hann leit út eins og annað fólk.
En hann var ekki eins og annað fólk.

Honum var gefið nafnið Xanax í upphafi, en í gegnum aldirnar hefur hann breytt um nafn til að falla inn í það þjóðfélag sem hann lifir hjá að hverju sinni.
Núna kallar hann sig Gunnar, því seinustu 50 árin hefur hann lifað á Íslandi, í annað sinn á ævinni, og núna er árið 2015.
Gunnar er ca. 2200 ára gamall, þó hann sé sjálfu ekki viss, því hann hætti að telja í 300.
Þetta er Gunnar, og hér er saga hans.

Hann fæddist í Grikklandi til forna og síðan hann fékk sjálfstæða hugsun hefur hann leitað að tilgangi alls.
Hann var venjulegur maður til þrjátíu ára aldurs, hann var lærður af fínum ættum og nokkuð virtur fyrir skoðanir sínar á heiminum. En hann var stunginn bana sári í stríði og þegar dauðinn kom til hans þá leit Gunnar í augun á honum og sagðist ekki fara fyrr en hann vissi svarið við tilgangi alls.
Og ekkert svar hafði dauðinn, sem tók hans til skaparans, og aftur spurði Gunnar hvert svarið væri við tilgangi alls, og ekkert svar hafði skaparinn.
Og því gengur Gunnar nú enn á yfirborði jarðar meðal lifenda og leitar að svarinu sínu.
Fyrstu hundrað árin ferðaðist hann um land sitt og talaði við aðra fræði menn og rökræddi við þá, en ekkert fékk hann svar, svo hann fór að leita utan landsteina.
Allt frá Atlantis til Japans, Frá Prússlandi til Nýja heimsins leitaði hann og hvergi var svar að finna.
Það eina sem hann fann voru mismunandi þjóðir með mismunandi skoðanir og álit og hvert þeirra var heimskulegt samanborið við annað.
Það var svo loksins árið 2015 þegar hann gekk í gegnum reykjavík í annað skiptið í 1000 ár. Þá flaug í gegnum huga hans, svo ljóslifandi, svarið sem hann hafði leitað að. Gunnar brosti og tár rann niður kinn hans og hann var kallaður til skaparans.
Og skaparinn spurði Gunnar hvert svarið væri.
“Gakktu á yfirborði jarðar sem maður í 2200 ár og þá veistu svarið”
Meira sagði gunnar ekki, hann sagði ekkert eftir það.

Það var árið 2016 í grikklandi þar sem maður birtist eins og þruma úr heiðskýru lofti. Maður þessi kallaði sig Rastic og hann leitaði að svarinu við tilgangi alls.
Rastic vissi að hann ætti 2200 ára för fyrir höndum, Xanax sagði honum það.