Ég hlusta, ég heyri, en ég get ekki svarað. Ég sé gelgjurnar sem flissa og halda að þær verði vinsælar þegar strákarnir káfa á þeim, og vildi geta sagt þeim að þær verði ekkert vinsælar heldur stimplaðar mellur. Ég sé strákana sem þykjast vera kærastar stelpna og svíkja þær svo, og vildi að ég gæti sagt þeim að það endi með því að þeir verði einmana og innantómir. Ég horfi á Brundmund, og langar að segja honum hversu mörg hundruð sinnum óhamingjan sem hann lætur dynja á krökkum sem eiga bágt mun skella á honum. Ég horfi á Saurmund, og langar að segja honum að hann muni standa uppi sem sigurvegari einn daginn. Ég horfi á Sindra og mig langar að gráta, og langar að spyrja hann hvernig hann hafi geta breyst í svo mikið skrímsli á því að hanga með Brundmundi. Hann var alltaf þessi sterki, klunnalegi og örlítið heimskulegi, en þó góðlegi strákur. Málið var bara hvað hann bar það vel. Það var alltaf hann sem mig dreymdi um, sá sem mig langaði að liggja með undir stjörnuhimni til eilífðar, og hvísla að honum - Ég elska þig. En ég get ekki talað. Ég á mér samt þann draum að hann beri sama hug til mín, og að við þurfum nánast ekkert að tala saman, við skiljum bara. Ég sé að Brundmundur og Sindri fara með Saurmund inn.
Bjallan hringir, ef ég gæti talað myndi ég segja skólastjóranum að fá bjöllu með fallegri tónlist, ekki þessu frekjulegu dríííngngngng dríííííííngngngng hljóði. Mig grunar hvað sé í gangi með Brundmund, Sindra og Saurmund, svo ég bíð á ganginum. Ég sé ekkert nema Sindra þegar þeir hlaupa framhjá. Ég sé bara ekki sólina fyrir honum. Brundmundur kastar fötunum í gólfið. Ég sé stax hver á þau, og fer með þau inn á klósett. Ég opna lásinn með hundraðkalli, og þegar ég sé Saurmund nakinn þarna get ég ekki annað en dáðst að líkama hans, hann er með svo fallega lagaða vöðva, og svo stæltur, hann gæti vel ráðið við Brundmund, en Sindri er alltaf til staðar og passar að Brundumundur fái ekki svo mikið sem skrámu. Ég skil vel hvað Brundmundur öfundar Saurmund, þar sem Saurmundur er svo miklu fallegri og betur vaxinn, verst að enginn annar skilur það. Saurmundur er eins og Baldur í ásatrúnni, sem er svo góður að geta ekki gert öðrum mein, og Brundmundur er Loki, sem öfundar, og vill losna við hann.
Þegar hann lítur svo upp dofnar áhugi minn á honum, hann er allur í kúk. Ég þurka hann af, því að það væri ekki möguleiki að hann gæti gert það sjálfur, hann skelfur svo mikið. Þegar kúkurinn er farinn sé ég hvað hann er í raun fallegur, ég er ekki viss um hvað ég eigi að gera svo ég geng bara út.
Í tímanum sé ég hvað Brundmundur og Sindri virðast skemmta sér vel við að reyna káfa á stelpunum tveimur sem sitja fyrir framan þá. Það er ekki að sjá að það séu neinar hommahugsanir í gangi hjá Sindra, né heldur samviskubit gagnvart Saurmundi sem situr skjálfandi úr hræðslu inni á klósetti.
Ég gæti þess að vera eins vel til hafður í partýið og ég get, í vonlausri von um að Sindri sjái eitthvað við mig, en hann gerir það ekki, hann hefur örugglega ekki einusinni skoðun á mér. Mér finnst þessi partý virkilega barnaleg, þau gera grín að Saurmundi, og nú ætlar Brundmundur að svíkja Kamillu. Ég vildi geta sagt eitthvað, varað Kamillu við. Engum hafði dottið í hug að gera það, ekki einusinni stelpunum sem þykjast vera bestu vinkonur hennar. Ég sé Saumund koma, ég virðist vera eina mannseskjan sem tekur eftir því að hann fer upp stigann í átt að herbergi Brundmunds.
Ég gat ekki annað en litið undan þegar Brundmundur kom sigrihrósandi niður, og ég gat ekki annað en skammast mín fyrir að þekkja þessa krakka sem klappa fyrir honum. Svo kom þögn. Ég áttaði mig á því að Kamilla stóð efst í stiganum, hún gekk niður til Brundmunds, en hann ýtti hanni frá sér, hún var til einskis nýt fyrst að hann var búinn að ríða henni og fannst það ekki gott. Ég er viss um að það hafi verið honum að kenna, hann getur ekki ætlast til þess að kynlífið sé gott ef maður veit að maður er að fara dömpa manneskjunni svo fimm mínótum seinna. Þar sem ég sit við glugga sé ég að Kamilla hleypur út, en sest svo á tröppurnar og horfir tómum, tárvotum augum út í loftið. -Áfram með partýið! segir Brundmundur.