ég átti að gera smásögu í íslensku… ákvað að setja hana hénra inn ;)

______

Eftir að Matti dó hafði Rósa dreymt hann á hverri nóttu. Þetta byrjaði allt 3 mánuðum eftir að hann dó.

Það var þriðjudagskvöld og hún var að elda uppáhaldsréttin hans. Rósa tók reyndar ekki eftir því. Hún hafði eldað þennan rétt í 5 ár á þriðjudagskvöldum, kjúkling í karrý. Þetta var gamall vani hjá henni. Hún var að setja karrýið í pottinn þegar hún heyrði uppáhaldslagið hans í útvarpinu. Bubbi Morteins lék á gítarinn sinn við textann af Rómeó og Júlíu. Rósa táraðist þegar hún heyrði þetta og áttaði sig á hvað hún væri að elda. Þau höfðu alltaf eldað þetta saman, hún skar alltaf laukinn en á meðan skar Matti kjúklinginn. Hún ætlaði að fara að skera hann en þegar hún ætlaði að taka hnífinn úr hnífa standinu, var hann ekki þar. Hún leit á kjúklinginn sem var búið að skera í mátulega litla bita. Hnífurinn var við hliðina á honum og það sást vel að það var nýbúið að nota hann í hrátt kjúklinga kjötið. Hún leit í kringum sig en sá engan. ,,Matti” kallaði hún inní íbúðina. Hann birtist í dyragættinni á eldhúsinu. Hann benti henni að koma til sín. Rósa labbaði að honum en þegar hún var komin að honum hvarf hann eins skjótt og hann hafði komið
Eftir þetta dreymdi hana hann allar nætur. Hann bað hana alltaf að koma til sín en hvarf síðan alltaf þegar hún var komin að honum. Matti reyndi líka alltaf að segja eitthvað en hún skildi hann ekki. Þetta gekk svona öll kvöld í 3 mánuði. Eina nótt vaknaði hún kófsveit eins og vanalega eftir draumana um Matta. Hún hafði skilið hvað hann var alltaf að reina að segja. Hann vildi fá hana til sín.
Hann hafði birst í hvítum stuttermabol, og jakka sem hann hélt upp á, pabbi hans hafði átt hann og hann hafði ert hann af honum þegar hann dó fyrir 10 árum. Hann var í bláum gallabuxum og svörtum skóm. Hann stóð við stórt hlið, það var stór gyllt hurð, en það voru rimlar á ská. Það eina sem var fyrir innan hana voru ský, hvít ský. Hann opnaði hliðið og sagði við hana ,,komdu til mín, komdu til mín, komdu til mín annað kvöld.” svo hvarf hann inní hliðið og allt varð svart. Hún hrökk upp og skildi þetta loksins, hann vildi fá hana til sín, hann vildi fá hana til sín í himnaríki.

Hún vissi ekki hvernig hún átti að gera þetta. Hún þráði ekkert heitar en að vera aftur með honum. Hún gat ekki haldið svona áfram. Í hálft ár hafði hún ekki geta brosað, hlegið eða haft gaman að neinu. Það var ekkert eins þegar Matti var ekki hjá henni. Hún ætlaði að hafa þetta almennilegt. Hún kveikti á kertum um alla íbúðina. Setti síðan lítil kerti í stóran hring á gólfið.
Hún vissi að ef hún mundi ekki skilja eftir miða þá mundu allir halda að hún hefði verið myrt. Hún hafði ekkert að segja. Enda vissi hún að enginn mundi koma að henni fyrr en kannski eftir 2 daga. Nágrannarnir mundu kannski finnast skrítið að sjá enga hreyfingu í húsinu og mundu líta við. Hún ákvað þess vegna að skilja hurðina eftir opna. Hún tók úr lás og lokaði aftur, fór að miðanum og skrifaði 5 orð.
Rósa tók hníf úr skúffuni og setti diskinn með laginu Rómeó og Júlía í tækið. Hækkaði í botn. Svo lagðist hún í miðjan hringinn og sagði ,, Ég er að koma elskan mín” Svo stakk hún hnífnum fast í brjóstið svo ekkert stóð upp úr nema skaftið. Hún fann ekki fyrir sársauka, heldur hamingju. Hún var að fara að hitta Matta sinn aftur. Allt varð hvít og hún sá einhvern ganga að sér. Hún þekti hann strax. Rósa brosti og svo var allt svart.