Ef langa bið tókst mér loksins að drulla mér í að búa til “Hvernig verða mínar sögur til?” grein eftir að ákveðin stjórnönd hérna ýtti mér út í það. Allavegana (mig langaði óstjórnanlega mikið að skrifa anyways þarna) þá er þetta mjög einfalt. Annað hvort þá koma hugmyndir til mín þegar ég er ekki að gera neitt og hef ég því fjárfest mér í lítilli A6 bók sem ég geng með um í vasa mínum flestum stundum. Athafnir sem teljast sem ekki neitt eru t.d. að vera milli svefns og vöku, venjulegar samræður við vini og félaga, vafra um á netinu, sitja í kennslustundum eða frímínútum og annað í þeim dúr.

Þegar ég fæ hugmynd að sögu er það ekki beint saga eða plot heldur bara aðstaða sem einhver er í og yfirleitt byggjast sögurnar mínar í kringum einhverja eina setningu eða atvik. Persónur og slíkt eru aukaatriði enda hef ég ennþá ekki lagt í ritsmíðar af almennilegri stærðargráðu en það mun koma og trúið mér, þá munu einhverjir litríkir karakterar líta dagsins ljós. Mikill meirihluti saganna er skrifaður þannig og með því hugarfari að hvaða mannvera sem er gæti búið til óskarsverðlaunakvikmynd úr henni. Flestar eru lausar við allt yfirnáttúrulegt en auðvitað ekki allar.

Hinn leiðin sem sögur nota til að koma til mín er í gegnum tónlist. Ég er nánast alltaf að hlusta á tónlist. Ég vakna, fer í skólann, kem úr skólanum og hlusta á tónlist það sem eftir lifir dags. Flest lögin eru mjög emotional og mörg instrumental en þetta er samt ekkert þunglyndisdrasl. Þegar ég vil búa til sögu þá finn ég eitthvað lag eða einhver lög sem ég veit að fá mig til að skrifa, skelli þeim saman á playlist og hlusta á listann eða lagið á repeat, með autt word skjal fyrir framan mig, bíð hreinlega eftir hugmyndunum.

Þær koma yfirleitt ekki bara af sjálfu sér. Það sem gerist er að ég hlusta á lagið og ég ímynda mér að ég sé að búa til kvikmynd, ég hef einhver lög sem ég ætla byggja myndina út frá, ég byrja ekki á myndinni heldur byrja ég á tónlistinni. Ég hugsa, við hvaða atriði myndi þetta lag passa eða hvaða aðstæður? Allt í einu dettur mér eitthvað í hug svo ég skrifa það niður. Ég hlusta áfram og skrifa alltaf niður þegar mér dettur eitthvað í hug. Á endanum er ég kominn með helling af hugmyndum og þá er bara að pikka úr það sem maður ætlar að nota. Á endanum byrja ég loksins að skrifa í kringum þennan atburð eða atvik sem mér datt í hug og þá held ég áfram að hlusta á lagið eða listann til að aðstoða mig. Veit að þetta hljómar virkilega asnalega en svona virkar þetta hjá mér. Tónlistin kemur mér í þá vímu sem ég þarf að vera í til að geta skrifað. Ég ætla sýna ykkur dæmi um lag sem kemur mér af stað og segja ykkur hvað ég hugsa þegar ég hlusta á það. Þetta eru reyndar bara örfáir punktar en samt svolítið. Og viljiði vera svo græn að gera eins lítið grín að mér og þið getið?

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=-CqqdjyG6lM
0:00 - 0:30 Ég fer að hugsa um litla bróður minn og fjölskyldu mína. Bý til aðra fjölskyldu sem svipaðri formúlu sem ég get leikið mér að.
0:30 - 0:45 Tvær myndir koma ljóslifandi upp í hausinn á mér. Gaur að labba í rigningu niðrí bæ einhverstaðar. Seint um kvöld. Af einhverjum ástæðum líður honum illa, hann vill gleyma hlutum. Hin myndin er náungi sem situr hjá líki, alblóðugu, veit ekkert hvort ég á að hafa manneskjuna einhvern nákominn honum eða einhvern sem hann var að myrða.
0:45 - 1:35 Einhver sem var að fá slæmar fréttir eftir að hafa verið rosalega ánægður og þetta virkilega eyðileggur daginn og vikuna fyrir honum. Getur líka verið einhver fáránlega ánægður eftir að hafa loksins fengið stelpuna/strákinn sem hann vildi. Kaflinn getur bæði táknað sorg og gleði.
1:35 - 2:20 Eini kaflinn sem virkilega kveikjir á mjög litlu hjá mér. Allt virðist bara líða áfram, ekkert gerist, allt er fullkomið. Hef stundum náð að tengja partana saman í heila sögu en hún er of fáránleg til að láta hana fylgja með.
2:20 - 3:20 Þessi kafli er endurtekning á öllu hinu, eða meira svona blanda af öllu þessu.

Önnur lög sem virka vel (mæli mikið með því að þið tékkið þá þessu, skora á alla að reyna að búa til sögu með einhverju af þessum lögum)
The Tempest - Pendulum
9,000 Miles - Pendulum
New Slang - The Shins
Endlessly - Muse
Yellow Ledbetter - Pearl Jam
Viðrar vel til loftárása - Sigur Rós
Árabátur - Sigur Rós
The Bachelor Remix - RJD2
Iced Lightning - RJD2
My Immortal - Evanescence
Cementery Gates - Pantera
The Funeral - Band of Horses
You are the one - Shiny Toy Guns
Elements of Life - Tiesto
Atom Heart Mother - Pink Floyd
Halelujah - Jeff Buckley
Perfect Day - Lou Reed
Hoppípolla - Sigur Rós

Vá, þetta varð alltof langur listi hjá mér en já, ég skora á alla að reyna og vona að ykkur hafi þótt þetta ekki of leiðinleg lesning. Gangi ykkur vel með skrif ykkar í framtíðinni.