Söknuður.

Ég skrifaði þessa smásögu fyrir íslensku verkefni í fyrra, ég var þá á næst síðasta ári í menntask. (Fékk A+)

Þessi saga endurspeglar helst ást, og þá er ég að meina ást sem einstaklingar deila með hvor öðrum sem eru lífsförunautar og eru svo heppnir að hafa fundið sálufélaga sinn.

Svefn kemur ekki auðveldlega á næturnar. Sumar nætur, kemur kemur hann bara alls ekki. Þegar hann svo loksins kemur er hann alltaf hvíldarlaus. Draumar mínir eru alltaf helteknir af ásóknum, sérstökum ímyndum, ímyndum sem líkjast henni alls ekki og þó ímyndum sem furðulega geta ekki verið af neinum öðrum. Jafnvel góðu draumarnir eru draumar sem ég frekar vildi ekki hafa. Þetta eru draumar sem eru fullir af nærgætnu umhyggju hennar og hennar fallega brosi, af undrinu í augum hennar þegar hún starði á mig, af þessum hvísluðu “ég elska þig” þegar hún hélt að ég væri sofandi… minningar svo raunverulegar að þegar að ég vakna frá þessum draumum finnst mér eins og að ég hafi misst hana alveg upp á nýtt.
Það er liðið svo langt síðan hún dó. Eða er það? Stundum er ég svo þreyttur að ég man bara ekki eftir því. Ég veit að mér líður eins og það hafi gerst í gær, en í örvæntingu í leit eftir því að ná tökum á raunveruleikanum, segir minn hugur mér að það hafi liðið langur tími síðan. Langur tími í líflausu völundarhúsi. Langur tími að lifa bara alls ekki.
Ég veit ekki hvernin fólk getur ætlast til þess að ég lifi í raun áfram. Ég reyni að skilja þegar það segir mér að það sé mikilvægt að reyna að halda áfram með líf sitt. Í hjarta mínu langar mig helst til að öskra á þau. Mig langar til að segja að það sé ekki hægt.
Hún var líf mitt.
Hún var mér allt.
Hún stal hjarta mínu og tók það með sér í gröfina. Aldrei aftur mun ég gefa það í burtu, af því að ég hef það ekki lengur til að gefa. Jafnvel í þessu hugarfari veit ég að líf án ástar er ekkert líf í raun, svo að ég get bara komist að þeirri niðurstöðu að það er ómögulegt… ómögulegt fyrir mig til að lifa aftur.
Við áttum okkur lítinn leynistað, lítið afdrep á skógi vöxnum akri bak við húsið okkar, þar sem lá gamalt mosgrafið tré í honum miðjum, sem var nákvæmlega nógu stórt fyrir okkur bæði til að sitja á. Við ráfuðum í gegnum skóginn í átt að okkar sérstaka stað án þess að segja neitt, bíðandi þeirrar ánægju sem var í vændum að vera saman, haldast í hendur eins og skólakrakkar. Við elskuðum röku morgnana á vorin. Haustið var í uppáhaldi hjá mér, þegar fallin gullituð og appelsínugul laufblöð fylltu leið okkar eins og litríkt og mjúkt teppi. Árstíðarnar skiptu litlu máli samt. Bara einföld ánægjan að mjaka okkur í gegnum trén í fullkomnum samhljómi við hvort annað – það var ástæðan fyrir því að við fórum þangað. Þegar við vorum þar, mundum við sitja saman á mosgrónna bekknum okkar , undir glitrandi stjörnunum og verndandi trjánum, og tala í lágum kvíslandi tón við hvort annað um þá hluti sem voru okkur næst hjartanu. Þá góðu og þá slæmu. Við töluðum saman í marga klukkutíma stundum, og eftir að við vorum búin að tala, mundu varir hennar alltaf rata á mínar með óendanlegri blíðu sem óhjákvæmilega gáfu leið fyrir bjartri, ákafri ástríðu sem aðeins þeir sem eru svo lukkuleigir að finna sálufélaga sinn eru svo heppnir að geta nokkurtíman upplifað.
Ég fór þangað í dag, þetta var í fyrsta skipti eftir lát hennar sem ég kom þangað. Ég hafði þó reynt að fara einu sinni áður, fyrir um það bil ári síðan, en skref mín skrikuðu og fætur mínir urðu einsog blý þegar ég kom nær skóginum. En í gær, dreymdi mig draum um að ég væri með henni aftur á leynistaðnum okkar, og um leið og tók að birta fór ég þangað í dag. Ég flaug niður stíginn og í gegnum skóginn, fætur mínir léttir og öruggir í fyrsta skiptið síðan hún dó. Allt þetta út af því að í hjarta mínu geymdi ég von um að ég mundi finna hana þar.
Auðvitað, gerði ég það ekki. Ég hafði verið öruggur um það að ég mundi finna fyrir nærveru hennar þar með mér. Þegar ég kom þangað með svo háar væntingar sem fylltu hjarta mitt, fannst mér eins og að ég lifði aftur, en aðeins í augnablik.
Ég sat í hásæti okkar, á þeim stað sem ég hafði alltaf setið á, eins og ég væri að skilja eftir nógu mikið pláss við hliðina á mér fyrir hana til að sitja á, á sínum rétta stað. Ég beið í eftirvæntingu eftir því að finna fyrir henni þar, að finna anda hennar þar með mér. Ég grét út til hennar. Ég leitaði í sál minni eins og sú leit mundi vekja þau tengsl aftur, nú þegar ég var hér á okkar heilaga og sérstaka stað. En það gerðist ekki neitt. Trén sem umkringdu mig virtust vera að beygja sig niður til mín í samúð, eins og þau skildu, eins og þau gætu séð að hún væri ekki þarna, að ég var einn, og að það sem eftir var af hjarta mínu var að brotna.
Tár byrjuðu að renna niður kinnar mínar. Í augnablik hafði mér liðið eins og ég hefði verið lifandi aftur. Óánægja gægðist hægt og rólega aftur inn í hjarta mitt, þegar ég gerði mér það ljóst að restin af anda mínum byggðist algjörlega á sjálfblekkingu. Hvað hafði komið fyrir mig? Sorg mín hafði tekið mig svo yfir sig að ég var orðinn með óráði. Ég var viss um það að ég væri að verða geðveikur, og í raun var mér alveg sama. Allt sem mér var sama um var það að ég var að týna viti mínu einn, aleinn, án hennar. Kaldhæðnin í því var mér ekki gáta, því það var eins og partur af mér væri úti að horfa á mig sjálfan, róleg hlið af mér sem hélt í það litla vit sem ég átti eftir í líkama mínum.
Ég brotnaði niður og grét óstjórnlaust. Þegar ég hafði grátið þar til að ekkert var eftir af mér nema þessi hræðilegi tómleiki sem ég hafði þekkt svo vel. Það var þessi hinn partur af mér sem togaði mig aftur á fætur, og rólega ýtti mér aftur inn á mitt heimili. Aftur í rúmið mitt, þar sem ég mundi sofa órólegur einu sinni enn. Það er að segja, ef ég mun sofa nokkuð.

Eddig