Afsakið, hann er bæði stuttur og mögulega uppfullur af villum en betra gat ég ekki gert vegna tímaþröngdar.



,,Auðvitað hef ég heyrt um vampírur.’’ Sagði ég og lyfti annari augnabrúninni.
,,Nei nei, það er ekki það sama,’’ sagði hann og tottaði vindilinn. Reyklykt lagðist yfir herbergið. ,,Tilvist vampírna. Hefurðu heyrt að vampírur séu til?’’ spurði hann.
,,Nei, bara að þær hafi verið til.’’ Sagði ég og reyndi að muna eftir þeim skiptum sem mér hafði verið líkt við vampíru.
,,Jæja, þær voru til en eru það ekki lengur,’’ sagði hann og þetta ruglaði mig. Ég hnyklaði brýrnar. ,,Sjáðu til, þær verur sem lifa hér á landi eru ekki fullkomlega vampírur,’’ hélt hann áfram. ,,Þær geta vel verið úti í sólarljósi, hvítlaukur angrar þær ekki og ekki heldur silfur. Það má segja að þær séu mannlegar að öllu leiti fyrir utan eðli þeirra til að drepa og til að drekka blóð. Þær eru sterkari en allir menn og verð tvöfalt sterkari við blóð.’’
Hann gerði hlé á ræðunni og starði á mig í leit að einhverri tilfinningu en hann fann ekkert svo hann sneri sér aftur að sögunni.
,,Og þessar verur veiða hér á landi.’’
,,En maður heyrir ekkert um þetta í fréttunum,’’ sagði ég og var nú að velta fyrir mér hvort það væri að gera grín að mér.
,,Nei, enda geta þær líka dáleitt, það er þeim meðfætt. Þessar verur, þessar blóðsugur geta þurrkað út minni þeirra sem þau vilja. Og það er í okkar verkahring að hreinsa landið af þessum viðbjóði.’’
,,Og getið þið greint blóðsugur frá venjulegu fólki?’’ spurði ég.
,,Það er erfitt, Íslenskar blóðsugur eru með næstum hvítann húðlit en annars sést ekkert á þeim nema þær vilja það.’’
,,Og hvað lætur ykkur halda að ég sé ekki vampíra þar sem húð mín er nærri hvít?’’
,,Af því,’’ sagði Ólafur áður en Markús gat svarað. ,,Ég er hér. Ég get lesið hugsanir og þó hugsanir þínar séu undarlega tómar þá ertu ekki blóðsuga.’’
,,Nákvæmlega,’’ sagði Markús og brosti. ,,Ef þú værir blóðsuga þá værum við ekki að spjalla svona saman. En allavega,’’ sagði Markús og rödd hans varð aftur rödd sögusegjara. ,,Þessar blóðsugur lifa í þorpi sem við erum ekki ennþá búin að finna, einhversstaðar á landinu. Þó að blóðsugur séu fáar eru þær nú samt allavega tvöfalt fleiri en við hér á landi. Við erum aðeins um fimmtíu manns á meðan blóðsugurnar eru að þvi sem við teljum rúmlega hundrað.’’
,,Hvernig vitið þið að þeir séu rúmlega hundrað?’’ spurði ég.
,,Við höfum fangað blóðsugu áður, við þurftum að hafa hana á virkilega sterkum lyfum svo hún gæti ekki ráðist á okkur og við gátum yfirheyrt hana.’’ Sagði Ólafur og glettin augu hans urðu alvarleg í smástund.
,,Já, það var byrjunin á öllu sem við gerum,’’ sagði Markús og brosti út í annað. ,,Við skráðum niður þær blóðsugur sem hann minntist á, lifnaðarhætti þeirra og fleira. Það sem kom mér mest á óvart var að þau geta fjölgað sér eins og venjulega manneskjur.’’ Sagði hann og það virtist trufla hann mikið. ,,En svo varð blóðsugan of veikburða af öllum lyfjunum og dó. Síðan þá höfum við verið að vinna með gamlar skrár og höfum ekki fengið neinar nýlegar upplýsingar í yfir fimmtán ár!’’
,,Þótt við höfum náð einhverjum upplýsingum úr blóðsugunni þverneitaði hann að segja okkur hvar hinir búa þannig við erum ennþá í vanda,’’ sagði Valur annars huga en starði forvitinn á mig eins og flestir í herberginu.
,,Það sem við erum að reyna að segja,’’ sagði Markús og rauf þögnina. ,,Er að við erum borin ofurliði. Það eina sem er okkur í hag er að þeir geta ekki greint hver við erum og þeir vita ekki hvar Kofinn er.’’
,,Allt í lagi, en fyrst að Ólafur getur lesið hugsanir, afhverju gat hann ekki lesið hugsanir blóðsugunnar?’’ spurði ég.
,,Því í fyrsta lagi þá var hann ekki búinn að uppgötva krafta sína þá og í öðru lagi, þá hefði hann hvort eð er ekki getað það, hann er með fóbíu fyrir blóði.’’ Sagði Ingvi hæðnislega og flissaði. ,,Það líður yfir hann bara það að sjá blóð, hvað þá að kafa ofan í huga sem er fullur af blóði?’’
Ég kinkaði kolli. ,,Hvað meinarðu með að hann uppgötvaði mátt sitt?’’ spurði ég og hnyklaði brýrnar.
,,Hann var ekki búinn að fá máttinn sinn þá,’’ sagði Markús og hnykkti höfðinu svo til Möggu. ,,Hún Margrét hérna uppgötvaði sinn aðeins fyrir tveim árum. Við vorum í nokkrum vandræðum að ferðast á milli landshorna þegar hún var ekki, þar sem greinilega eru mátthafar frá mismundandi svæðum á landinu.’’ Hélt hann áfram og brosti til Margrétar sem brosti hikandi til baka. Hún var greinilega ekki sama máls að það væri heppilegt. ,,Hvenær uppgötvaðir þú máttinn þinn ef mér leyfist að spyrja?’’
,,Ég hef verið með þennan mátt frá því ég man eftir mér,’’ sagði ég og reyndi að muna lengst aftur og reyna að finna þann tíma sem hún hafði ekki verið með máttinn. Hún fann ekki neitt.
,,Og foreldrar þínir eru venjulegir segirðu?’’ spurði Markús og hnyklaði brýrnar. Það heyrðist næstum í honum vera að brjóta heilann.
,,Mamma mín er venjuleg, ég man ekkert eftir pabba mínum.’’
,,Það er þá möguleiki að faðir þinn hafi verið mátthafi.’’ Sagði Markús en það var vorkunn í augum hans. ,,Eitt í viðbót áður en ég leyfi þér að fara aftur heim til þín,’’ sagði Markús og brosti vinalega. ,,Kofinn er hús fjölskyldu minnar en ég leyfi þeim mátthöfum sem hafa ekket heimili, sem er reyndar of oft, að búa hér. Ef þig vantar samastað þá kemurðu hingað, allir meðlimir mega það.’’
,,Er ég nú orðin meðlimur?’’ spurði ég.
,,Ekki nema þú viljir það,’’ sagði hann en brosti hvetjandi til mín. Hann vildi greinilega frekar að ég myndi taka þátt í þessum hóp.
,,Allt í lagi.’’ Sagði ég og hugsaði með mér að þessi hópur hafði verið óvirkur í mörg ár þannig það myndi ekki skaða að vera með. Það var líka ný uppgötvun að ég væri ekki sú eina sem væri með mátt og ég vildi ekki henda þeirri staðreynd í burtu.
,,Frábært!’’ hrópaði Markús upp og ég gerði mig líklega til að ganga út úr herberginu en Markús yrti aftur á mig. ,,Reyndar er ég forvitinn um eitt,’’
Ég sneri mér við og beið eftir að hann segði meira. Hann hallaði höfðinu undir flatt og starði á mig með augnaráði sem öllum öðrum myndi finnast óþægilegt að vera undir.
,,Mátthafar eru flokkaðir í tvo flokka, Þaðeru annars vegar Gerendur eins og þú,’’ sagði hann og veifaði hendinni til mín. ,,Og hinsvegar skynjendur eins og Ólafur og ég. Ég skynja tilfinningar og ég hef aldrei hitt nokkra manneskju eins og þig,’’ sagði hann og ég vissi að hann vissi að ég hefði ekki tilfinningar.
,,Sem þýðir,’’ sagði Ólafur og leit á Gylfa og glotti. ,,Að þú ert að sóa tíma þínum í þessa stúlku Gylfi minn. Þú getur ekki haft tilfinningar fyrir einhverri sem hefur engar.’’
,,Hvað þá?’’ spurði Gylfi og starði á mig. Ég kinkaði kolli til að staðfesta það sem Ólafur sagði en þrátt fyrir það virtist Gylfi ekki trúa því.
,,Hve lengi hefurðu verið svona?’’ spurði Markús og virtist einbeita sér að einhverju.
,,Hef alltaf verið svona.’’
,,Meinarðu þá að þú hafir aldrei fundið fyrir gleði, sorg, ánægju eða bara tilfinningum yfirhöfuð?’’ spurði Markús stóreygur.
,,Næstum því,’’ sagði ég. Tilfinningarnar sem ég fann fyrir þegar ég spilaði á hljóðfæri voru sem sandkorn í huga mér en samt eitthvað. Mér fannst það meira en nóg þó að stundum yrði það yfirþyrmandi.
,,Næstum því?’’
,,Ég spila á hljóðfæri, það eru einu stundirnar sem ég finn fyrir einhverju.’’ Sagði ég.
,,Forvitnilegt.’’ Sagði Markús hugsi. ,,En jæja, ég ætla nú ekki að halda þér hérna lengur. Við höfum samband við þig.’’ Sagði hann og kvaddi mig. Ég fór ásamt Gylfa og Möggu úr herberginu og Magga fór með okkur Gylfa aftur í göngin. Það var orðið dimmt og byrjað að rigna. Hún fór um leið og við snertum jörðina.
,,Svo, ég get engan veginn fengið þig á valentínusarballið?’’ spurði Gylfi og virtist ennþá vera skilningssljór.
,,Nei.’’
,,Jæja, það er allt í lagi, allt í lagi…’’ sagði hann dauflega. ,,Ég fékk máttinn minn fyrir ári,’’ sagði hann svo eftir þvingandi þögn. ,,Fyrir alla lukku var það Markús sem ég festi óvart en ekki einhvert grunlaust fólk. Svo það var bara fyrir slysni að ég var uppgötvaður. Þetta var þegar ég kunni ekkert að nota máttinn.’’ Sagði hann og hló dauflega.
,,Jamm. Bæ.’’ Sagði ég og sneri mér við. Ég átti ennþá eftir að fara í Hlíðarkaup fyrir mömmu og talandi um hana þá var hún örugglega búin að hringja á löggurnar. Það væri líkt mömmu minni.
Á meðan ég gekk upp brekkuna í átt að búðinni velti ég fyrir mér þeim afleiðingum sem þessar breytingar gætu haft á líf mitt.


Já, þið megið kvarta ef þið viljið en ég virðist ekki geta sleppt takinu á Blóðfórn þar sem sá endir sem þið fenguð að heyra var alls ekki sá endir sem var ætlaður sögunni.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.