Þetta er sá heimur sem ég þekki þó ég viti ekki lengur hvort ég þekki hann, því ímynd mín af öllu hefur verið brotin upp og splundrast í milljónir agnalítilla bita, líkt og þegar kristalglas fellur á kalt og tilfinningalaust gólfið.
Ég stend við gluggan heima og mæni út í svartnættið og spyr sjálfan mig hvað liggi að baki raunveruleikanum, hvort hann sé til eða hvort heimspekingurinn berkley hafði rétt fyrir sér; “Það sem ég sé ekki, er ekki.”
Þetta fyllir mig hræðslu um að ekkert sé, að ég sé aðeins ímyndun sjálfs míns eða fljótandi tilfinningar í eilífu tómrúmi.
Ég er í sálarflækju og allt sem er og er ekki hræðir mig, og stundum fell í í fósturstellingu á gólfinu og græt tárum sem ég veit ekki hvort eru.
Á þetta að gerast fyrir mig, afhverju er þetta að gerast fyrir mig?
Þegar ég geng niður götur borgarinnar og horfí á flókin andlit fólksins, og veit að á bakvið hvert andlit liggur margslunginn og flókinn persónuleiki sem á engann sinn líkann, þá léttir til í brjósti mér og smá bros leikur um varir mínar.
En sú von hverfur og brosið felur sig í myrkrinu þegar ég sé reglur lífs míns brotnar.
Ég reyni að leiða þessa hugsun frá mér, en ég get það ekki, ég bara get það ekki. og þegar dagar líða verða draumar mínar ranveruleikinn og ótti minn vex.
Er ekkert það sem það er?
Stundum er ekkert í kringum mig og ég er ekki til, og þá leggst ég niður, því ég er ekki.
Og þegar ég vakna í hverjum morgni í hvítu herbergi mínu á vitfirrðingshælinu, þá er ég sannfærður um hvað er. og ég veit að það er ekkert!
því líkt og frægur maður sagði: “Heimurinn er vitfirrðingshæli þar sem vistmenn ráða för”
og hann hafði rétt fyrir sér því í þessum marglungna heimi tómleikans sit ég og er ekki til og aðeins ég er fullkomlega hamingjusamur því ég er ekki að hlaupast eftir lífsfyllingu, starfi, falskir von, því ég veit hvað er, og það að það er ekkert.