Það var aðfangadags kvöld í Firringsgötu í húsi einu þegar einmana kerling sat ein við matarborðið.
‘’Bara ef ég væri ekki ein um jólin’’,sagði kerlingin upphátt,einhvað sem hún hafði verið að hugsa allan morgunn,en enginn var þar til að heyra. Það var ekki fyrr en pósturinn kom með pakka sem var svo stílað á fjölskyldunna á kjallara hæðinni,íbúð sem kerlingin leigði ungu pari með tvö börn að reyna fóta sig í lífinu.Kerling vildi bara hjálpa þeim og nú hafði hún ekki einungis tækifæri til að leigja þeim húsaskjól heldur að skila jólapakka sem hafði fyrir ólukku ratað til kerlingarinnar á efri hæð. ‘’Örlög’’ sagði hún og fylltist öll af sæluvarma.Hún skildi skila pakkanum til réttra aðila.
Hún fór í því snarasta að mála sig í framann og púðra,hún ætlaði ekki að líta út eins og einhver kerling.Fór svo í kápuna og háhælastígvélin og gekk út.Rok og regn sló hana í andlitið og hún barðist við að síga niður stigahandfangið án þess að detta.En svo þegar kerlinginn var kominn niður í kjallaratröpunnar í skjól fór hún að hugsa,hvað ef þau bjóða mér ekki inn? Hún varð þá leið við þessa tilhugsun en herti svo hugann fljótt,hún ætlaði að skila gjöfinni því það væri hennar skilaboð af himnum ofan að hún,einmana kerling ætti að færa þessari fjölskyldu jólapakkann.
Hún bankaði á dyrnar.
Skyndilega mundi hún að um hádeigið þá hafði hún verið að sötra nokkra kaffibolla við gluggan sinn þegar hún hafði séð parið setja krakkana í bílbelti og bruna burt.
Hún gekk hægt upp tröpurnnar niðurlægð.En svo þegar hún kom að jólakransinum við útidyrahurðina sína með eina hendinna í kápunni að leita að lyklunum áttaði hún sig á því að hún hafði gleymt lyklunum á húsinu sínu í hinni kápunni.Greyið kerlingin. Hún brotnaði niður,alein og einmanna.Og það um jólin.
Þar lá hún á hörðu stéttinni og grét í rignignunni,það lak málning niður andlitið hennar og hún reyndi að halda í sér grátinum en þá ýldi hún eins og hundur sem eigendur vildu ekki hleypa inn.Nú voru jólin orðin að martröð og ekkert gat orðið til þess að greyið kerlinginn skildi fá að eiga gleðileg jól.
En svo heyrðist einkhvað í fjarsksa,hún hætti að gráta og til að hlusta.Þetta voru menn á rölti og voru greinilega að skemmta sér.Hún þurrkaði tárin,hún var ekki ein.Hún hljóp að þeim.Hún nálgaðist þá með höndina uppá lofti,fagnandi.Þeir hrópuð yfir sig ánægðir,nú höfðu þeir dottið í lukkupottin.Hún sá þá á klæðnað þeirra að þetta voru úti gangsmenn og hikaði smá en svo þegar hún sá glottandi svip þeirra og spékoppa þá gat hún ekki staðist. ‘’Gleðileg jól’’ öskraði einn af gleði með hendurnar og höfuð beinandi að drottni í þakkar skini.
Þessi jól reyndust svo vera eitt af bestu jól sem kerling hafði nokkuð tímann átt,hún drakk og spjallaði við mennina svo reyndist gjöfin sem fjölskyldunni var ætluð vera vínflaska sem hún deildi með nýju vinum sínum.Já það voru sko jól í Firringsgötu.