ætla að skella smásögu inn sem ég var að senda inn fyrir smásögu keppni í skólanum mínum.. langar endilega að þið gefið mér ykkar álit, hvort sem þau eru góð eða vond.. leiðréttið og hvað ykkur fynnst vanta

en já þetta er í fyrsta skiptið sem ég geri smásögu þannig ætla ekkert að búast við rosalegum dómum..

Von

Þetta er svo skrítið. Mér líður eins og þetta hafi allt gerst í gær. Þú og ég. Ég er eitthvað svo ringluð. Ég hef aldrei fengið svona skrítinn líðann, mér líður eins og ég hati þig, en elski þig í leiðinni. Öll þessi tákn þín og merki.. meintu þau ekkert? Er þetta bara eitthver stór miskilningur hjá mér? Ég veit ekki hvort ég sakni þín, eða hvort ég sakni persónuna sem ég hélt þú værir.

Þú hafðir mig, þú særðir mig, þú misstir mig. En samt sá ég alltaf einhverja ástæðu til þess að fara aftur til þín. Sama hvað, mig langar það ennþá eftir allt. Mig langar að ég fá aftur þessa hamingju sem ég kynntist áður fyrr með þér. Ég veit að ég get ekki gert allt, en án gríns, ég gæti gert allt fyrir þig.
Það varst þú sem byrjaðir þetta allt. Þú hafðir alveg eins getað sagt við mig að þú vildir ekkert með mig hafa, að ég væri einskis virði. En eitthvað fékk þig til þess að kýla á það.

Veðrið var æðislegt þennan dag. Ég og vinkona mín vorum búnar að plana að skemmta okkur þetta kvöld, svona því að sumarið var ný byrjað og skólinn ný búinn. Klukkan 21:00 kom vinkonan mín til mín og við gerðum okkur klárar. Við byrjuðum á því að fara á rúntinn, síðan á fyllerí og úr því að við vorum á fylleríi ákváðum við að fara í partý. Í þessu partýi voru ekki margir, ég, vinkona mín, þú og átta aðrir. Ég leit í kringum mig og sá þig sitjandi í sófanum. Dökkhærður, bláeygður og frekar dökkur í hörund. Ég vissi lítið hver þú varst. Ég settist á stól en vinkona mín í sófann. Ég tók eftir því hvað þú horfðir mikið á mig þetta kvöld. Eftir nokkra drykkjuleiki og spjall skelltum við okkur út. Þótt klukkan var að ganga tólf að miðnætti var veðrið æðislegt. Ég og vinkona mín skelltum okkur í annað partý með þér og nokkrum vinum þínum sem var ekki langt í burtu, en vinkona mín var ekki lengi þar og fór stuttu eftir að við komum þangað. Þú tókst svo í hendina mína og horfðir á mig. Mér fannst þetta frekar óþægilegt þar sem ég þekkti þig ekkert en lét það ekkert trufla mig. Kvöldið leið og með tímanum, við vorum nánast óaðskiljanleg. En svo var ég orðin frekar þreytt og ákvað að fara heim. Þegar ég kom heim fékk ég hringingu frá þér og við spjölluðum aðeins.

Næsta dag varst þú búinn að adda mer á msn. Þú baðst afsökunar hvernig þú varst í gær, sagðist ekki láta svona venjulega, og baðst mig svo um að hitta þig. Ég svaraði játandi. Um kvöldið sóttir þú mig og við tókum smá rúnt. Þú varst svolítið feiminn í fyrstu en ég náði yfirleitt að finna eitthvað til þess að tala um. Oft kom svona vandræðileg þögn inn á milli. En með kvöldinu vorum við byrjuð að spjalla allt á milli himins og jarðar. Ég fann hvernig neistarnir flugu. Þú skutlaðir mér svo heim. Þegar ég kom heim gat ég ekki hætt að hugsa um þig. Hvað þú værir sætur, fyndinn, heiðarlegur svo eitthvað sé nefnt.

Þremur dögum seinna bauðstu mer í vídeó. Við tókum á leigu spennu-hryllings mynd. Við lágum þétt saman og horfðum hrædd á hryllingsmyndina sem við leigðum. Þú hélst fast í höndina á mér, leist á mig og færðir þig nær og kysstir mig. Eftir það var ég hamingjusamari en ég hafði nokkurn tíman verið. Ekkert gat grandað þessari gleði sem ég fann fyrir, ég var búin að bíða svo lengi eftir henni. Þegar ég hélt utan um þig langaði mig aldrei að sleppa. Eftir þennan dag fórum við að hittast oftar og oftar. Því meira sem við vorum saman því hrifnari urðum við af hvor öðru.

Dagar og vikur liðu og við vorum búin að hittast nánast á hverjum degi eftir þetta vídeó kvöld. Ég gat ekki annað en séð að það yrði eitthvað meira á milli okkar því aldrei hafði ég verið jafn hrifin af manneskju og þér. Þegar ég kynntist þér vissi ég fyrst hvað ást væri. Þú varst endalaust að segja eitthverja fallega hluti um mig, hversu sæt og æðisleg ég væri.

En einn dagin fékk ég þetta sms frá þér. Þú sagðir að þú sæir engan vegin framhald af þessu sambandi okkar. Ég átti erfitt með að trúa þessu. Mér fannst erfitt að tjá tilfinningar mína til þín þar sem þú varst allt annarstaðar og átti erfitt með að skrifa tilfinningarnar mínar í sms-i. Ég var lengi að jafna mig á þessu og lokaði mig alveg. Fór að hreyfa mig meira en ég gerði og borðaði minna.

Tímarnir liðu og ég var nokkurnveginn búin að jafna mig, enda veturinn að fara að byrja. Fyrsta árið í fjölbraut, ég var semsagt busi. Busaballið var fullkomið. Ég er viss um að ég hafi aldrei skemmt mér svona vel. Ég kynntist fullt af fólki og eignaðist fullt af nýjum vinum.

Í lok nóvember var jólaballið haldið. Við stelpurnar vorum að fara að skemmta okkur. Mamma og pabbi leyfðu mér að halda fyrir partý heima hjá mér með því skilyrði að það kæmu ekki margir og það yrði gengið vel um. Við stelpurnar pöntuðum pítsu og héldum svo partý. Klukkan korter í ellefu skutlaði mamma okkur á jólaballið. Eftir ballið fór ég í eftir partý hjá vini mínum og sá þig þar. Þú labbaðir að mér og settist hliðiná mér. Ég fékk sting í magan og alveg niðrí tær. Allt í einu byrjuði heilinn minn að mynda myndir af mér og þér. Hvernig það var hjá okkur í sumar. Mér leið eitthvernveginn svo vel en samt eitthvernveginn svo óþægilega. Þú tókst utan um mig og byrjaðir að tala um hvað þú værir vitlaus að hætta að tala við mig. Ég fann þessa hamingju sem var í dvala vakna. Ég vonaði, og hélt, að þessi hamingja myndi endast að eilífu.

Daginn eftir, það var þá sem ég vaknaði. Ég hugsaði með mér, „nei, nei… gerðu það ekki..“ en áður en ég vissi af þá blasti við mér blákaldur raunveruleikinn.

Sú von varð að engu og lífið byrjaði aftur næsta morgun.