Jæja, hér kemur annar kafli af Narada, vona að ykkur líka hann.


2.kafli
Sem er sá kafli þar sem rætt er um: Pirrandi spádóma, gamlar Brasilíur og keppni.

Yrja Ester starði á gömlu varúlfynjuna.
,,Heh?! Deyja! Ég held nú ekki! Ég ætla mér sko ekkert að deyja strax!”
,,Þú hefur engu um að ráða,” sagði Lupe róleg. ,,Þetta eru örlög ykkar.”
,,Ég hefði nú kosið að ráða örlögum mínum sjálf,” sagði Yrja fíld.
Myrkvi horfði á hana eins og hún væri einhver stórkostlegur asni.
,,Ertu skrítin? Maður ræður örlögunum ekki sjálfur! Þeim er stjórnað.”
,,Ha? Af hverjum?”
,,Bara stjórnað.”
Þau gátu ekki haldið áfram því að Lupe greip fram í fyrir þeim.
,,Þetta er ekki rétti tíminn til að ræða heimspeki,” sagði hún ákveðin.
,,Lúdýa og Myrkvi. Þið þurfið að fara til gömlu – Brastíu. Leitið að viskutrénu. Þar fáið þið öll frekari svör, þau sitt rétta sjálf og þið… annað.”
Lúdýa var á báðum áttum og þrjóskuleg á svip. Hún var nú bara almúgavarúlfur. Hví skildi hún vera ein þeirra útvöldu? Það var að segja, ef eitthvað væri að marka spádóminn. En þar vó upp á móti að Lupe gegndi æðstu og mikilvægustu stöðu í flokknum. Jafnvel mikilvægari en staða höfðingjans, svo að hún varð að hlusta á hana.
Madam Lupe leit á Yrju Ester og Myrkva.
,,Væri ykkur sama ef ég fengi að tala við hana í einrúmi?”
Myrkvi kinnkaði kolli og lét sig hverfa. Yrja Ester tók í fæturna á Brimari og dró hann með. Hún treysti ekki þessum risaúlfum. Enda treystir maður sjaldnast þeim sem hafa hæfnina til þess að éta mann í hádegismat með kleinuhringjum og tebolla.
Madam Lupe snéri sér að Lúdýu.
,,Lúdýa…” byrjaði hún, en fékk ekki færi á að klára setninguna.
,,Nei! Ég fer ekki! Þessi fjandans spádómur hefur gert nógu mikinn skaða svo að ég er ekki að fara að eltast við hann! Það er spádómnum að kenna að foreldrar mínir dóu!!!” Sagði hún reyðilega,
,,Það er þess vegna sem þú þarft að fara,” sagði Madam Lupe.
,,Ef þú gerir ekkert munu hundruðum, jafnvel þúsundum fleiri deyja heldur en hafa gert hingað til. Og þau hin geta ekki sigrað Nornameistarann án þín. Þetta verðið þið að gera saman.”
,,Og af hverju ætti ég að taka mark á þessum spádómi, bara vegna þess að þú segir að hann sé sannur?!”
Augnarráð Lupe myrkvaðist. ,,Talaðu ekki svona við mig, hvolpurinn þinn! Þú ert hundrað árum of ung til að vera með kjaft við mig!”
Lúdýa urraði.
Lupe róaðist ögn. ,,Viltu hlusta á mig? Viltu gera þetta? Þó ekki nema til að heiðra minningu Kalebs og Melcary?”
Lúdýa þagði. Svo sagði hún: ,,Segjum það, en vertu ekkert að binda miklar vonir við að við lifum þetta af.”


Svo ég snúi mér að þeim hinum rigndi spurningunum yfir Myrkva þegar þau voru komin úr heyrnarmáli.
,,Hvað var þetta spádómsdót sem þessi Lupe talaði um?” Spurði Yrja og setti Brimar frá sér undir tré.
,,Það spáði því víst einhver fyrir löngu að þegar allt væri á heljarþröm í Narada að þá kæmu fram einhverjar fjórar persónur af sitt hvorri tegundinni og frá sitt hvorum hluta Narada myndu annaðhvort bjarga öllu eða steypa okkur öllum í glötun.”
,,Og nú segir þessi Lupe – eitthvað að það séum við?” Spurði Yrja. ,,Einmitt!”
,,En hvaða gömlu – Brasilíu var hún að tala um áðan?” Spurði Yrja Ester.
,,Gömlu – Brastíu, ekki gömlu Brasílíu. Það er staður sem við þurfum að fara til.
,,Af hverju ættum við að fara eitthvað með ykkur?” Spurði Yrja Ester. Hún beið ekki eftir svari. ,,Og hvað og hver í fjáranum ertu?”
,,Ég heiti Myrkvi og er svartálfur og hamskiptingur,” svaraði hann.
,,Ha?” Sagði hún ráðvilt, og fann að þetta yrði ekki í síðasta sinn sem hún segði þetta.
Myrkvi fnæsti.
,,Veistu ekki neitt, eða?”
Það fóru bylgjur um feldinn og fjaðrirnar á honum. Hann tók að breyta um form og nú stóð í hans stað dökkhærður og kolsvartur strákur, að giska fjórtán ára. Yrja starði.
,,Vá!” Sagði hún. ,,En hverjir voru þessir talandi úlfar þarna áðan?”
,,Þá er það komið á hreint,” sagði Myrkvi. ,,Þú veist ekki neitt. Þetta eru auðvitað varúlfar! Þessi rauðbrúna er Lúdýa, vinkona mín og hin er seiðynja varúlfaflokksins. Hún er mjög vitur.”
,,Varúlfar?…” Hún reyndi að rifja upp það litla sem hún vissi um þá.
,,Eiga þeir ekki að vera allt öruvísi? Og eiga þeir ekki að vera allveg klikkaðir? Þú veist, bíta fólk og rífa það í sig?”
,,Ekki allir,” sagði Myrkvi. ,,Madam Lupe fann upp eitthvað við þessu, þannig að þau halda sönsum og eru eiginlega bara talandi úlfar. En hver eruð þið?”
,,Brimar og Yrja Ester.”
,,Skrítin nöfn.”
,,Ekki skrítnari en Myrkvi!”
,,Mér finnst þau nú ekkert asnaleg. Hef bara aldrei heyrt þau. Nöfnin, sko.”
Samtalið varð ekki lengra því að Lúdýa birtist í rjóðrinu.
,,Við þurfum að finna okkur svefnstað.” Sagði hún.
,,Svo að Madam Lupe hefur fengið þig til að skipta um skoðun?” Spurði Myrkvi.
Lúdýa svaraði ekki.
,,Við verðum að vera að minnsta kosti kílómeter frá þessu svæði. Vargur má ekki rekast á okkur.”
,,Af hverju?” Spurði Myrkvi.
,,Vegna þess að við, aðalega ég erum að strjúka.”
,,Af hverju?” Spurði Yrja Ester líka. ,,Og hver er Vargur?”
,,Hann er foringi varúlfanna í Rómúlusar – flokknum. Og við erum að fara vegna þess að við höfum margt að gera. Aðalega að lagfæra ykkur.”
,,Ha? Lagfæra?” Heyrðist í Brimari undir trénu.
,,Svo þú ert vaknaður? Segi þér það seinna,” sagði Lúdýa.
Brimar sá hana og aftur varð andlitið á honum uppfullt af ótta.
Lúdýa lét eins og hún sæi hann ekki og gekk af stað á sínum fjórum fótum.
Yrja stoppaði hana af.
,,Ekkert svona,” sagði hún og gekk í veg fyrir Lúdýu. ,,Hvernig vitum við að við getum treyst ykkur?”
,,Þið getið það ekki,” svaraði Lúdýa einfaldlega og hélt áfram. Myrkvi elti hana.
Yrja og Brimar litu á hvort annað.
,,Eltum þau,” sagði Yrja. ,,Við getum ekki gert neitt annað.”
,,Hvað er það sem við eigum að gera?” Hvíslaði Myrkvi að Lúdýu. ,,Við þurfum að finna Kasimír, fá far til gömlu – Brastíu og þar fáum við frekari upplýsingar. En ég veit að þetta hefur eitthvað að gera með Nornameistarann og konunginn.”
,,Ó, ég elska þetta líf! Svo að það verður kapp?” Spurði Myrkvi spenntur.
,,Hvað heldurðu?”


Bendið mér á hluti sem má laga, et cetera, et cetera.