Þetta er saga sem ég hef verið að skrifa í þó nokkurn tíma núna, ég er komin með nærri því tíu kafla. Fyrsti kafli er svolítið langur, og ef ég fæ góða gagngríni á þennann kafla, þá sendi ég inn fleiri.

————-
Einu sinni var…

Svona byrja margar sögur. Allavegana margar gamlar ævintýrasögur um karl og kerlingu í koti sínu. Þetta er ekki þannig saga. Held ég. Eiginlega veit ég ekki hvernig saga þetta er. En ef þú vilt máttu lesa hana. Það er allt undir þér komið hvort sagan klárast eða ekki. Því að án lesanda er engin saga. Alveg eins og að það er enginn kokkur án eldhúss. Þannig að það má segja að þú sért kokkurinn. Nema að þú sért ekki svangur. Eða svöng.
Æ, það skiptir ekki máli. Lestu þessa sögu ef þú vilt.1.kafli
Sem er sá kafli þar sem þið kynnist: Rithöfundi með ofsóknaræði, varúlfum, hálf – Griffin og tveim, að því virðist, eðlilegum krökkum.


Golan þaut í laufunum trjáanna og í grenjum sínum bjuggust flest dýranna til svefns.
Það var miðnætti í búðum varúlfanna í Rómúlusarflokknum, Criiztela – eyðimörkinni, Narada.
Lúdýa Nótt Kalebsdóttir var fjórtán ára þegar hún tók fyrstu næturvaktina í flokknum sínum. Langt á undan öllum á hennar aldri. Eiginlega vissi hún ekki af hverju. Kannski út af því hverjir foreldrar hennar voru. Eða ekki…
Merkilegt, hvað hlutirnir voru stundum illa útskýrðir.
Varðgæslu? Er spurning sem er jafn auðvelt að svara og ásæðan er flókin. Ástæðan var, að um gjörfallt Narada voru varúlfar hataðir. Hataðir svo gjörsamlega að þeir höfðu verið reknir til Criiztelaeyðimerkurnar, og neyddir til að halda sig þar, ella dauðans matur. Sumum þótti refsingin ekki nógu góð, og áttu það til að ráðast á varúlfana um miðja nótt, ef það fann þau, og reyna að taka réttlætið í sínar hendur; Reyna að fækka varúlfum heimsins. Og hafði tekist vel til.
Fjandans óupplýsti heimur…
Hún horfði á fullt tunglið og hlustaði eftir hljóði. Ekkert heyrðist nema tíst í Rattarra sem stökk milli trjáanna í skóginum, en Rattarrar eru mjög líkir íkornum, bara stærri og með tvö skott.
Lúdýu, sem er í rauninni mjög hefðbundinn varúlfur miðað við þá venjulegu, hafði rauðbrúnann feld og gul, eða gulbrún augu.
Það þarf mikið til að fá hana til að brosa en hún er samt ekki fýluleg, hún er meira eins og vélmenni eða uppvakningur.
Núna hugsar þú líklega með þér: Hvað í fjandanum! Það eru ekki til neinir varúlfar! Eða: Sendið þann vitleysing sem skrifaði þetta á geðveikrahæli! Og eitthvað í þeim dúr. Já, þetta eru nokkurn veginn algeng viðbrögð. Hinsvegar, ef þér finnst ég svona klikk skaltu hætta að lesa og henda þessu niður í geymslu.
Ennþá að lesa? Jæja þá, áfram með söguna.
En sem sagt, þegar hér kemur að sögu er Lúdýa að klóra sér á bak við eyrað með afturlöppinni.
Og svo ég komi því á hreint þá eru varúlfarnir í þessari sögu ekki eins og bæklaðir froskar eins og einhver sagði nú svo skemmtilega hér um árið. Þ.e.a.s. þeir ganga ekki á tveimur fótum og hafa ekkert skott. Þeir líkjast ósköp venjulegum stórum úlfum, en trýnið á þeim er aðeins breiðara, þeir
geta talað og eru sambærilega greindir venjulegu fólki. Ef ekki greindari. Þar að auki ganga berserksgang þessa nokkra daga sem tungl er fullt á tuttugu og átta daga fresti.
Reyndar ekki allir. Sjáðu til, yfirseiðkona Rómúlusar flokksins hafði þróað galdur svo að þau héldu nokkurn veginn sönsum yfir tunglinu, en eitthvað nóg truflandi getur komið þeim gjörsamlega úr jafnvægi.
Enn nóg með það.
Skyndilega heyrði Lúdýa þrusk útundan sér. Hún leit rannsakandi augum þangað. Þetta var eitthvað miklu stærra en Rattarri. Hún hnipraði sig saman og stökk á hljóðið.
Það sem hún lent á var svarthærður svartálfur á aldur við hana sjálfa. Hann var með hátt enni, arnarnef og með augu ljósgrá augu, og frekar hörundsdökkur. Eyrun voru oddkvöss, eins og á flestum í Narada. Hann var u.þ.b. 1,72 sentimetrar á hæð.
Hann var í slitnum fötum sem hann virtist ekki hafa skipt um í dálítinn tíma og voru farin að lykta. Svo ekki sé minnst á hann sjálfan.
,,Mér þætti vænt um að þú færir ofan af mér,” sagði strákurinn og ýtti henni burt. Virtist ekki fatta að þetta væri varúlfur með nóg stórann kjaft til að bíta af honum höfuðið í heilu lagi.
,,Hvað ert þú að gera hér!” Sagði Lúdýa og starði á Myrkva Briem, vin úr austurhluta Narada. Lúdýa bjó í norðurhlutanum.
,,Líka gaman að sjá þig,” sagði Myrkvi og stóð upp.
,,Átt þú ekki að vera í fangelsi?” Spurði Lúdýa gáttuð.
,,Jamm, en ég slapp út.”
,,Hvernig?”
,,Kasimír hjálpaði mér. Og svo er ekki eins og að þetta uppreisnar - dæmi hafi verið eitthvað sem væri þess vert að setja mann í fangelsi. Málið er bara að konungurinn er alveg að klúðra öllu! Þessi fjandans harðstjóri! Eins og við eigum ekki nóg með Nornameistarann!”
Það var allt að verða vitlaust í landinu eins og stóð. Í suðri hafði Nornameistarinn svokallaði, illur seiðskratti sem fólk vissi reyndar ekki svo mikið um (ehemm, reyndar var ekki einu sinni vitað hvort hann, eða hún væri karl eða kona, eða fleiri en einn) tekið völdin og var einnig búinn að ná stórum parti af vesturhluta landsins. Það væri bara tímaspursmál um hvenær hann myndi ná norður- og austurhlutanum.
Konungur Narada, skógarálfur um fimmtugt, af góðum ættum og allt það, gerði margar misheppnaðar og lélegar tilraunir til að hindra árásir Nornameistarans en virtist þess í stað færa allt upp í hendurnar á honum. Hann var sem sagt að klúðra málunum svo um munaði. Og hann hafði ekki verið neinn fyrirmyndar konungur áður en hlutirnir byrjuða að fara úr böndunum.
Fólkið var löngu hætt að þola hann og stjórn hans og höfðu þó nokkrir stofnað til uppreisnar. En, eins og svo oft gerist var uppreisnin brotin á bak aftur og þeir sem náðust voru sendir beint í svartholið. Þannig hafði farið fyrir Myrkva sem hafði verið jafn mikið á móti kóngi og svo margir aðrir og tekið þátt í uppreisninni. Fjórtán ára og strax kominn í fangelsi! En hann hafði þó sloppið.
Lúdýa andvarpaði. ,,Þú ert stundum algjör asni. Hefurðu séð hermenn konungsins? Amma mín hefði átt auðveldara með þá en þú.” sagði hún.
Hann varð móðgaður á svipinn. ,,Þú átt enga ömmu.”
,,Nei, en það þýðir ekki að hún hefði ekki átt auðveldara með að ráða við þá en þú.”
Hann fékk ekki tækifæri til að svara, því að það heyrðist sprenging, og einhver ósýnilegur kraftur fleygði þeim til jarðar. Það varð grafarþögn í skóginum. Svo heyrðust raddir þaðan sem Lúdýa hafði heyrt í Myrkva.
,,Hvað var nú þetta?!” Sagði hún, og brölti á fætur, og leit á Myrkva.
,,Ja, þú getur allavega verið viss um það að í þetta skiptið var þetta ekki ég.”
Lúdýa leit í áttina að hljóðinu. Raddirnar heyrðust enn og gerðu enga tilraun til að leynast.
,,Athugum þetta!” Sagði hún og leit á Myrkva. Í stað hans var kominn griffinn, með dökkan fjaðraham sem tók við af dökkum ljónsfeldinum. Augun voru allveg jafn grá, en virtust hafa einhverskonar rafstraum í sér, eins og eldingu.
Goggurinn var ótrúlega líkur mennska nefinu hans. Hann sperrti klærnar, sveiflaði ljónsrófunni og glotti til hennar. Svo læddust þau að hljóðinu.


Á Suðurgötu 45, Keflavík, Íslandi, í hinum hversdagslega heimi hrökk Yrja Ester Magnúsdóttir upp við vælið í vekjaraklukkunni sinni. Hún leit sifjuð á klukkuna. Hún var 8:17. Og skólinn byrjaði 8:10!
,,Jesús María! Ég er orðin of sein aftur!”
Hún stökk upp úr rúminu og greip bláar íþróttabuxur, grænan bol með dauf bláum málningarblettum sem höfðu aldrei nást allmennilega úr eftir að hún hafði verið að mála eldhúsið með mömmu sinni, krumpaða, rauða flíspeysu og sitt hvora sokkasortina. Svo fór hún fram á gang og henti sé í gulu skóna sína og dúnúlpu. Einhver hefði getað villst á henni og regnboganum í þessari múnderingu.
Mamma hennar og pabbi vöktu hana aldrei, því að þau þurftu að vera komin í vinnuna klukkan hálf sjö.
Svo flýtti hún sér út í rökkvaðan nóvember morguninn og fór á hraðferð upp í skóla.
*
Fimm mínútum seinna var hún komin niður í skóla og læddist niður ganginn. Hún opnaði varlega stofuhurðina og læddist inn að sætinu sínu sem var aftast í stofunni og var nokkuð heppin því kennarinn var að tala í símann og snéri frá henni. Hann gáði heldur aldrei hvort allir væru mættir eða ekki. Hún smeygði sér í sætið við hliðina á Brimari vini sínum.
Hann gaf henni hornauga.
,,Þú ert skrautleg,” hvíslaði hann og leit á fötin hennar. (Hann sjálfur var klæddur í gallabuxur og bláa hettupeysu, sem á stóð: What doesn't kill me will probably try again.)
,,Komst ekki í neitt annað. Ég…”
,,…svaf yfir mig aftur, já ég veit.” Svaraði hann og ranghvolfdi í sér augunum.
Kennarinn, Ormur (og það nafn hæfði honum svo sannarlega) var búinn í símanum. Hann var með ljóst hár sem flasan hrundi úr í skýjum, með rottulegt lítið nef og mjög horaður. Hann var þekktur fyrir að hafa sent krakka til skólastjórans vegna þess sem hann kallaði “ókurteisi og vanvirðingu við kennara.”
Og skólastjórinn var ekki maður sem kæmist í sögubækurnar fyrir að vera einn af betra fólkinu í heiminum. (Reyndar gekk hann um með svipu við beltið bara til að hræða krakkana og orðrómur um refsingar sem fengju hnakkahárin á þér til að rísa voru líka í gangi.)
Svo að eins gott að vera ekkert sérlega sjálfstæður persónuleiki á þeim bænum.
Tíminn leið fullkomlega viðburðalaust eins og venjulega og innan skamms voru komnar frímínútur.
Brimar og Yrja Ester, sem voru alltaf saman, flýttu sér eins og þau gátu út, áður en Mafían kæmi.
Þau voru ekki nóg fljót. Allir nema þau voru farnir út og Mafían birtist.
Mafían var gengi af níundu og tíundu bekkingum sem töldu sig eiga skólan þegar kennararnir sáu ekki til. Fyrirliði þeirra var níundu bekkingur, sem sagt ekki elstur. Hann var með blásvart hár. Sumir sögðu að það hefði verið ljóst upphaflega og hann litaði það reglulega vegna þess að honum þætti það ekki mafíósalegt að vera með ljóst hár, og það vildi hann líka vera fyrir alla muni. Augun í honum voru grá-blá og minntu á augun í hákarli. Hann var frekar lávaxinn miðað við aldur og gekk venjulega í svartri stutterma skyrtu og svörtum gallabuxum. Ef það var of kalt var hann í svörtum fóðruðum leðurjakka og risastórum, svörtum, þykkbotna skóm (nr. 43 – 44.) Hann hét (eða var allavega kallaður) Don. Og hann var svo heppinn að vera sonur skólastjórans.
Í rauninni var hann alveg óskaplega grunnur persónuleiki…
Honum á hægri hönd var Hugi, lávaxinn, fölur og vesældarlegur með skítabrúnt hár og litlaus augu sem var of stutt á milli. Hann sá um það að njósna um aðra krakka í skólanum fyrir Don.
Til vinstri við Don var kærastan hans, Kristín. Og henni fannst hún alltaf hafa sérstök forréttindi fyrst að hún átti svona hátt settan kærasta.
Hún gat sem sagt traðkað á öðrum í skólanum (ekki í bókstaflegri merkingu samt, hitt er allveg nóg) enda alltaf með tvo sterklega tíundu bekkinga á bak við sig eins og lífverði.
Hún gerði sér engan veginn grein fyrir því að hún var Don ekki sérstök á neinn hátt, frekar en hinar tuttugu og sjö kærösturnar sem hann hafði átt. Þegar vælið í henni væri farið að fara í taugarnar á honum myndi hann bara finna sér aðra sem væri kannski örlítið verr gefnari.
,,Jæja, jæja. Busar á svæðinu okkar?” Sagði Don og hallað undir flatt og krosslagði handleggina, og starði á þau.
Brimari fannst það svolítil rangsögn, þar sem þau voru búin að vera í skólanum í átta ár. Þá hlaut Don að hafa verið busi í fyrra líka, og þá var hann löngu byrjaður að láta eins og skíthæll.
,,Það er brot á Reglunum. Og hvað á að gera við svona aumingja, Hugi?”
,,Ég legg til barsmíða, herra.”
,,Viss um það?” sagði Don, einhver óheilbrigð eftirvænting í rödd hans.
,,Ég held að það sé of gott fyrir þau. Þau eiga eitthvað verra skilið. Eins og…”
,,Eins og hvað?” Sagði rödd á bakvið hann. Don snéri sér við. Á bak við hann stóð gráhærður, gráeygður maður með krosslagða handleggi. Hann var í grárri skyrtu og gráum buxum, hann var eiginlega bara allur grár. Hann hét Þröstur og var eðlis – og efnafræðikennari í skólanum. Stundum Kallaður Grámann.
,,Ehemm, ég var bara að grínast, kennari.” Sagði Don auðmjúkur.
,,Við vorum bara að spjalla við þau hérna.”
,,Kannski það, en eigið þið ekki að vera einhverstaðar annarstaðar?”
Mafían lét sig hverfa og krakkarnir önduðu léttar.
,,Takk, kennari,” sagði Brimar með öndina í hálsinum.
,,Það var ekkert, Brimar. Þessi strákur á það skilið að fá rækilega sett ofan í sig. En heyrðu annars, ekki segja skólastjóranum að ég sagði þetta. Mig langar að halda í starfið mitt.”
,,Það er það minnsta sem við getum gert,” sagði Yrja Ester.
,,Hvaða reglur skildi hann annars hafa verið að tala um?” Sagði Brimar.
Yrja Ester yppti öxlum, og þau drifu sig út.

Eðlilega hefði fullorðinn maður ekki orðið hræddur við að verða rekinn fyrir slíkt, en skólastjórinn gat eyðilagt feril Þrastar svo gjörsamlega að hann gæti ekki fengið vinnu sem götusópari, hvað þá meira. Hann hafði góð sambönd og gat látið ásaka kennara fyrir allt mögulegt. Allt frá því að vera ekki hæfur í starfið, upp í það að selja eiturlyf til nemenda.
Svo að það var kannski ekki skrítið…

***

Yrja Ester og Brimar voru að læra á skólabókasafninu þegar þau fengu bæði högg á hnakkann. Og þau vissu allt of vel hver þetta var.
,,Látið okkur í friði, strákar!!” Sagði Yrja Ester.
,,Tæmið vasana!” Sagði Don skipandi röddu við þau. Á bak við hann stóðu lífverðirnir hans fjórir, krepptu hnefana og voru illilegir á svipinn.
,,Og af hverju ættum við að gera það!?” Sagði Brimar og reyndi að hljóma hugrakkari heldur en hann raunverulega var. Brimar var svona 1,68, með mjög ljóst hár og djúpblá augu og hátt enni. Yrja Ester var hinsvegar rúmlega 1,70 með skollit hár og brún augu, og gekk með gleraugu á kartöflunefinu.
,,Vegna þess að ef þið gerið það munu vinir mínir tveir hérna fyrst berja ykkur í klessu og svo læsa ykkur niðri í ruslatunnu. En hin ástæðan er að þið komuð illa fram við mig þarna áðan og ef þið hafið eitthvað nothæft á ykkur er það mitt.” Sagði Don og lífverðirnir hans létu braka í hnúunum á bak við hann.
Yrja fnæsti innra með sér. ‘Alltaf með svo mikla sýndarmennsku!’ Hugsaði hún.
Brimar kreppti hnefanna. Svo byrjuðu þau að tína upp úr vösunum. Gleraugnahulstur, bréfaklemmu, klink, tómatsósubréf…
‘Hvað í ósköpunum er ég eiginlega að gera með tómatsósubréf í vasanum?’ Hugsaði Brimar, og þrátt fyrir þessar slæmu aðstæður fór hann nærri því að hlæja að sjálfum sér.
Tómatsósubréf! Skyndilega fékk Brimar hugmynd.
Hann hallaði sér að Yrju Ester og hvíslaði: ,,Þegar ég segi, hlaupum við!” Svo greip hann tómatsósubréfið og sprengdi það í andlitið á Don. ,,Hlaupum!”
Þau stukku út bókasafnsdyrnar og upp stigann upp á efstu hæð. Þau þutu eftir ganginum og að hurðinni sem vissi að brunastiganum. Þau heyrðu í Don og lífvörðunum fyrir aftan sig. Yrja Ester kippti upp hurðinni og ætlaði að stökkva niður stigann en þess í stað stökk hún út í tómið.
Því að fyrir kaldhæðni örlagana var nefnilega verið að laga stigann og því hafði hann verið tekinn í burtu vegna þess að nokkrir höfðu dottið niður vegna ótraustra þrepa. En hversu fárálegt er það að krakki á flótta þurfi endilega að opna akkúrat þessar dyr?
Brimar hafði ekki heldur tekið eftir þessu og stökk á eftir henni. Í gegnum huga hans þaut: ‘Ehehe… Þetta er vandræðalegt…”
Jörðin kom æðandi á móti þeim. En þeim gafst varla tími til að öskra því að skyndilega birtist svarthol rétt við gangstéttina og gleypti þau.
***
Lúdýa og Myrkvi gægðust í gegnum runnana. Í rjóðrinu stóðu tvær verur, ekki svo ólíkar einhverskonar álfum en voru með kringlótt eyru.
Stelpa með skollitt hár, brún augu, gleraugu og kartöflunef en strákur með ljóst hár og sæblá augu, sem virtust þessa stundina óendanlega ringluð. Þau voru bæði klædd í ótrúlega furðuleg föt.
,,Eigum við ekki að líta nánar á þau?” Spurði Lúdýa.
,,Heldurðu ekki að þetta gætu verið útsendarar konungsins eða Nornameistarans? Nú eða þá hvort tveggja?”
,,Þá er það bara betra.” Sagði Lúdýa og gekk inn í rjóðrið. Stelpan leit upp. ,,Jesús minn Kristur!!!” Sagði hún og varð á svipinn eins og hún hefði séð náætu.
,,Hver er það?” Spurði Myrkvi. Strákurinn leit líka á þau og öskraði.
Lúdýa leit á Myrkva. ,,Hvað er að þeim?”
,,Sú staðreynd að þú ert með nógu stóran kjaft til að gleypa heilu hausana er ekkert sérlega uppörvandi.” Sagði Myrkvi.
,,Þú ert nú ekkert sérlega huggulegur heldur! Svona hálfur og hálfur!” svaraði hún á móti.
Yrja Ester stóð sjálfa sig að því að flissa. Það var auðvitað algjört fásinni af henni, en þetta var í raun svolítið fyndið. Þrátt fyrir að þetta væri eitthvað sem myndi líklega éta þau.
Brimar hefði líklega sjálfur farið að hlæja, hefði ekki verið svona upptekinn að stara skelfingu lostinn á tennur og klær sem hefðu gert tígrisdýr öfundsjúk.
Einhver viðundur að rífast um hvort þeirra væri hræðilegra. Ekkert sem maður sér í daglegu lífi. Nema kannski á viðundrasýningu.
,,Þið ættlið vonandi ekki að éta okkur?!” Spurði Yrja Ester þegar þau hættu að rífast.
,,Það fer eftir því hver þið eruð?” Sagði Lúdýa.
,,Hvað meinarðu?”
,,Númer eitt, þið eruð frá konunginum og við spyrjum ykkur hvað þið viljið og við munum veita ykkur glóðarauga og kannski nokkra skurði og sendum ykkur svo aftur til hans,” (skelfingarsvipurinn á Brimari magnaðist.)
,,Númer tvö, þið ætlið ykkur ekkert illt og við leifum ykkur að fara,” (það brá fyrir létti í svip Brimars.)
,,Númer þrjú, þið eruð frá Myrkarameistaranum og ég skal með glöðu geði rífa upp á ykkur kviðinn með klónum og rétta ykkur innyflin ykkar.”
Það brá varla fyrir neinum tilfinningum í rödd hennar þegar hún sagði þetta, en ef hlustað var vel mátti heyra örla fyrir skyndilegum ofsa, sem hvarf svo allveg.
Við hliðina á sér heyrði Yrja Ester dynk. Hún leit til hliðar á sá Brimar meðvitundarlausan á jörðinni.
Yrja leit hugsandi á þau. ,,Ég held við veljum númer tvö.”

Engum gafst færi á að svara því að skyndilega birtist annar úlfur í rjóðrinu og steig yfir hinn meðvitundarlausa Brimar.
Lúdýa laut höfði fyrir henni – því þetta var líka kvenúlfur.
,,Madam Lupe.”
Þetta var gömul og beinaber varúlfynja með hvítan og gráan feld. Lupe glotti.
,,Vertu ekki að þessu, barn. Jæja, já. Þið eruð öll hér. Þetta ætti þá að ganga.”
Lúdýa hrukkaði ennið eins og varúlfum einum er lagið. ,,Madam, um hvað ertu að tala?”
Lupe glotti meira. ,,Ég er að tala um spádóminn góða mín.”
Lúdýa varð orðlaus. Svo kom hún loksins upp hljóði. ,,Spádóminn? SPÁDÓMINN? Þessi fjandans spádómur hefur ekkert hjálpað og mun aldrei gera! Hvernig ættu einhverjar eldgamlar kerlingabækur að hjálpa okkur núna?! Og hvað kemur spádómurinn okkur svo sem við?!”
,,Hann kemur ykkur ákaflega mikið við,” sagði Madam Lupe. ,,Það vill svo til að þið eruð hin fjögur útvöldu.”
Lúdýu rámaði óljóst í texta spádómsins. Hann var eitthvað á þessa leið:

Fjögur,
sem sameinast
til björgunar
eða tortímingar.
Logi, dropi,
himinn, jörð,
yfirfara dýpstu skörð.
Fjögur ólík yfiröfl
mega sigra illan mörð.

Hver svo sem spáði þessu var ömurlegt skáld. “Mega sigra illan mörð?” Ég meina það!
Yrja Ester var með lokuð augun. Þetta virkaði allt svo óraunverulegt en samt ekki. Tveir talandi úlfar og eitthvað sem virtist vera hálfur risaörn og hálft ljón! Hana minnti að það kallaðist griffin. Hún var ekki sú týpa sem las ævintýrabókmenntir. Hún andvarpaði. Kannski voru þetta bara ofskynjanir. Kannski var hún á sjúkrahúsinu í dái eftir fallið niður á gangstéttina. Með helminginn af beinunum brotin og þyrfti að vera í hjólastól það sem eftir væri æfinnar.
Hmm… En huggulegar hugsanir…
Myrkvi var álíka hissa og Lúdýa, en hann var samt viss um að Lupe væri ekki að ljúga. Hún var jafn virt í flokknum hennar Lúdýu og höfðinginn og hafði einu sinni grætt á honum vinstri handlegginn eftir bardaga við Snákdreka, sem voru blanda af slöngu og sporðdreka. Ja, að vísu hafði ekki allveg verið hægt að bjarga honum. Hann hafði misst litlafingur. En það skipti hann svo sem ekki miklu máli. Hann hafði aldrei verið neitt sérlega handlaginn.
Madam Lupe hélt áfram. ,,Meginmálið er að annað hvort sigrið þið Myrkrameistarann og komið á friði…” Hún hikaði. ,,Eða deyjið.”