Í einn dag var ég svona en loksins náði ég aðeins að hreyfa mig og opna rifu á augun. Dauft ljós skein niður úr steinlofti. Ég leit betur í kringum mig og sá að ég var í nokkurs konar helli. Þarna út í horninu lá mamma og var einnig að ranka við sér, en Matti var hvergi sjáanlegur. Ég flýtti mér eins og ég gat að mömmu.
,,Er allt i lagi með þig?’’ Spurði ég þegar mamma náði að opna augun. Hún kinkaði kolli. ,,Hvar erum við?’’
,,Hjá þeim,’’ sagði mamma titrandi röddu og horfði óttaðslegin á steinveggi-na. ,,Þetta eru fangaklefarnir þeirra.’’
,,Þeirra, þá meinarðu…’’ Sagði ég og starði nú líka óttaslegin í kringum mig.
,,Já, ættingja hans Matta.’’
Ég fann hvernig óttinn barst um allann líkama minn. Ég hnipraði mig saman við hliðina á mömmu. Hún andaði þungt og nuddaði aðeins stórann magann.
Mínúturnar liðu og ekkert breyttist, enginn kom, það heyrðist bara kjökur úr öðrum klefum og skruðl þegar fólkið hreyfði sig. Eftir um það bil einn og hálfann klukkutíma gerðist loksins eitthvað. Dyrum var hrundið upp við annan endann á ganginum, þann sem var nær okkar klefa og það heyrðust í djúpum karlmannsröddum.
,,Ég var búinn að gleyma hvað það er gaman að horfa á þetta!’’ Sagði önnur röddin og hló tryllingslega.
,,Ég finn nú dálítið til með honum,’’ sagði önnur röddin aðeins mjóróma. ,,Sástu öll örin sem hann er með? Ég væri ekki til í að vera hann!’’
,,Hann getur sjálfum sér um kennt. Í hvaða klefa eigum við að láta hann?’’
,,Látum hann bara í sama klefa og mannverurnar sem voru með honum.’’
Það birtust tveir menn fyrir framan klefann okkar og þeir drógu Matta á milli sín, sem virtist vera á mörkum þess að vera rænulaus og vakandi. Annar maðurinn var frekar feitur og stór með samvaxnar augnabrýr og gulbrún augu. Hinn maðurinn var mjósleginn og sterklegur með ljóst hár. Þeir opnuðu klefann og hentu Matta inn og lokuðu svo strax á eftir sér og gengu aftur að dyrunum og lokuðu á eftir sér.
Mamma flýtti sér að Matta sem lá á gólfinu fyrir framan rimlana. Hann hafði lent illa, beint á maganum en undir honum sást lítill blóðpollur. Mamma sneri honum á bakið svo sást í nokkra nýja skurði á bringu hans, sem blæddu úr. Mamma andvarpaði og reyndi að vekja Matta sem var máttlaus og sveittur. Blautt hárið límdist við fölt andlit hans og augu hans voru kvik undir augnlokunum.
Mamma hagræddi honum aðeins og reyndi að láta fara vel um hann en það var ómögulegt á hörðu grjótargólfinu. Hún reyndi að vekja hann en hann kipptist bara til og muldraði eitthvað sem við skildum ekki. Það var ekki fyrr en mamma prófaði að gefa honum dálítið af blóðinu sem hafði runnið úr sárum hans að hann vaknaði. Hann kveinkaði sér þegar hann hreyfði sig og þreifaði á sárunum.
,,Djöfullinn, þetta er sárt!’’ Sagði Matti og settist upp en datt strax niður aftur.
,,Ekki hreyfa þig, ég ætla að binda um þetta.’’ Sagði mamma og leit í kringum sig til að finna eitthvað til að binda með. ,,Það er ekkert hérna sem við getum notað, við erum með of fá föt til þess að við megum við því að nota þau!’’
Mamma beit í vörina á sér og horfði áhyggjufull á sárin á bringu Matta. Hann var búinn að loka augunum og andaði hratt.
Allt í einu heyrðist í hurðinni við enda gangarins og fótatak. Fyrir framan klefan birtist ung kona með sítt ljóst hár sem var næstum hvítt og heiðblá augu. Hún var í kjól í stíl og hélt á fötu og tuskulörfum.
Hún opnaði klefann og kraup niður við hlið Matta og byrjaði að þrífa sárin.
,,Hver ert þú?’’ Spurði mamma og horfði tortryggin á hana.
,,Elísabet,’’ sagði hún án þess að líta upp. ,,Þú mátt ekki segja neinum að ég sé að gera þetta, annars eigum við öll ekki eftir að geta sagt Blóð áður en við drepumst.’’
Matti opnaði augun í rifur og brosti lítilega.
,,Elísabet?’’
,,Já, ekki hreyfa þig, ég er að binda um þessi fjandans sár, þeir spara aldrei kraftana þessir vitleysingar!’’ sagði Elísabet pirruð. Mamma hnyklaði brýrnar og horfði spyrjandi á Matta..
,,Litla systir mín.’’ Sagði hann og kveinkaði sér þegar Elísabet vafði lörfunum um sárin.
,,Og sú eina,’’ sagði hún og batt hnút á sárabindið svo Matti gat sest upp. ,,Lúsífer er ekki búinn að tala um neitt annað en þig og hvað þú ert mikill óþverri. Enginn hlustar lengur á hann, hann er að klikkast!’’
,,Honum líkt,’’ sagði Matti og starði aðeins á Elísabetu. ,,Síðast þegar ég sá þig varstu pínulítil! Bara fimm ára!’’
,,Það var alltaf ég sem þurfti að sjá um sárin á þér þegar þú varst í dái, þau bara vildu ekki gróa!’’
Mamma var búin að draga sig í hlé og fylgdist bara með samræðum systkinana en loksins minntist Elísabet á mömmu og mig.
,,Svo, er þetta hin fræga mannvera sem þú stakkst af með?’’
Matti hló aðeins en kinkaði svo kolli.
,,Og þetta er dóttir mín sem ég fann út að ég ætti fyrir nokkrum mánuðum.’’ Sagði Matti og benti á mig en ég hunsaði hann. ,,Henni likar ekki sérlega vel við mig.’’ Bætti hann við og gerði heiðarlega tilraun til að brosa.
,,Það virðist vera ansi vinsælt að hata þig núorðið.’’ Sagði Elísabet og andvarpaði. ,,En þú mátt eiga það, þú ert góður í að fela þig því þeir eru búnir að vera að leita af þér síðan mamma dó en þú fannst ekki fyrr en þessi hrokafulla kona kom með þig. Lúsífer eignaði sér reyndar allann heiðurinn.’’
,,Er búið að ákveða eitthvað?’’ spurði Matti niðurdreginn og benti mömmu á að koma. Hún settist við hliðina á honum og Matti tók utan um hana.
,,Þú veist það,’’ sagði Elísabet og forðaðist að horfa á hann. ,,Það verður gert á morgun og núna verður það gert snöggt, bara losna við öll vandræðin. Þú átt ekki eftir að geta varið þig.’’
,,Geturðu hjálpað okkur?’’ sagði Matti lágri röddu og gaut augum á mig.
,,Því miður, ég hef ekki það vald.’’ Sagði hún og leit niður. ,,Ég verð að fara.’’
Og svo stóð hún upp, tók fötuna með vatninu og dreif sig út úr klefanum og lokaði á eftir sér. Matti andvarpaði.
,,Þar fór það.’’ Sagði Matti niðurdreginn. Mamma nuddaði magann og hún var með tár í augunum. Það lagðist þögn yfir klefann. Matti starði fram fyrir sig og mamma titraði af innbældum gráti. Ég titraði af kulda og hungri og ég fann hvernig vonleysið yfirtók mig. Ég myndi deyja eftir nokkra klukkutíma, allt útaf Matta og hans líkum. Ég horfði á hann reyna að hugga mömmu en það var vonlaust þar sem hann var greinilega líka búinn að gefast upp. Ég hafði aldrei séð hann svona varnarlausann, svona vonlausann.
Tíminn leið og þögnin varð þrúgandi, það eina sem heyrðist var skrjáf í hinum föngunum og ekka frá mömmu. Ég reyndi að gráta ekki en tárin runnu samt niður þrátt fyrir það.
Nokkrir klukkutímar í viðbót og svo heyrðist í hurðinni við enda gangarins og nokkrir menn birtust. Í fararbroddi var hávaxinn og þybbinn maður. Hann var í skrautlegustu fötunum af þeim öllum og sérstaklega illkvitnislegur á svip. Aftast var Elísabet og Lúsífer. Elísabet laut höfði og forðaðist að horfa í augun á Matta en Lúsífer glotti við að sjá hvað við vorum vonlaus.
Við vorum tekin úr klefanum og leidd eftir ganginum. Matti barðist ekki einu sinni um, hann bara leyfði þeim að taka sig. Það var eins og múrinn sem hann hafði byggt utan um sig til að verja sig og harkan sem hann hafði alltaf í sér væri gufuð upp, allt farið og maður gat lesið uppgjöfina úr andliti hans. Þá gafst ég endanlega upp og leyfði þeim að taka mig án þess að ég streittist á móti.
Mennirnir þögðu líka og leiddu okkur framhjá mörgum klefum á leiðinni að hurðinni við hinn endann. Ég leit til hliðar og sá 2 til 3 menn í hverjum klefa sem voru með bitsár og skurð eftir hnífa. Margir voru meira að segja dauðir. Ég hryllti mig. En svo leit ég inní klefann við endann rétt áður en við komum að dyrunum og sá þar unglingsstrák með skærgræn augu og skolllitað hár ég hægði aðeins á mér af undrun. Stefán starði líka á mig en svo hrinti einn mannana mér í gegnum hurðina svo ég varð að halda áfram. Við fórum í gegnum þrjá sali og þá vorum við komin í risastórann sal, virtist vera einhvers konar samkomusalur, það var búið að raða viðarstólum upp að veggjunum og í miðju salarins voru þrjár fötur. Annars var salurinn tómur.
Mennirnir létu okkur krjúpa niður við föturnar svo það var ein fata fyrir neðan hvert okkar. Ég kyngdi kekkinum sem kom í hálsinn þegar ég áttaði mig á tilgangi fötunnar. Mamma var aftur byrjuð að tárast og nuddaði í sífellu á sér stórann magann. Matti þagði eins og áður og starði annars hugar fram fyrir sig. Það var einn maður fyrir aftan hvert okkar og restin af mönnunum settust á viðarstólana nema maðurinn sem hafði verið í fararbroddi. Hann stillti sér upp fyrir framan okkur og gaf mönnunum merki sem voru fyrir aftan okkur. Þeir brugðu hnífunum sinum á háls okkar og héldu þeirri stöðu þannig við gátum ekki hreyft okkur.
,,Matteus Akademus Imper,’’ byrjaði maðurinn fyrir framan okkur. ,,Þú hefur verið ásakaður um svívirðilegt brot gegn ættbálki þínum. Þú hefur gerst sekur um hræðileg svik og hefur því miður ekki enn tekið út verðskuldaða refsingu þína. Þú hefur sloppið í rúm fjórtán ár. En ekki lengur.
Þú sveikst ættina og fórst með þessari mannveru. Og það sem er ennþá verra, þú saurgaðir ætti með því að eignast blendingskrakka! En við bindum enda á þetta núna í dag. Blóði ykkar verður úthellt og það drukkið í blóðveislu í kvöld – ‘’
Hann komst ekki lengra því allt í einu heyrðist rosalegur hávaði frá einhverju öðru herbergi nálægt salnum. Maðurinn hvæsti að verði sem stóð við dyrnar að athuga þetta. Hann flýtti sér útum dyrnar og í átt að hljóðinu. Og svo hélt maðurinn áfram og þrumaði yfir honum og hversu hræðilegann glæp hann hafði framið og refsinguna sem hann fengi.
,,Og þar með er ævi ykkar á enda.’’ Lauk hann svo og gaf mönnunum merki. Þeir hertu takið á hnífunum. Mamma hristist af ekka, Matti starði jafn frosinn og áðan, eins og hann væri ekki einu sinni þarna. Það var eins og hann bara beið eftir að hnífurinn skæri í sundur slagæðarnar.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.