Jæja ég ætla að setja seinni hlutann af kaflanum inn, ég bara vona að einhver nenni að lesa þetta xD

Áframhald 1. kafla

Ég vaknaði upp með viðbragði. Ég blikkaði augunum til að sjá allt skýrar. Hvar var ég? Ég leit í kringum mig. Já ég var í rúminu mínu eins og alltaf. Samt sem áður var eitthvað undarlegt. Hvað gerði ég í gærkvöldi? Ég mundi ekkert nema eitthvað eins og hreyfingar í þoku, eins og draumur sem þú manst næstum því en hann hverfur alltaf um leið og þú manst eftir honum.

Ég yppti öxlum. Mig hlaut að hafa dreymt eitthvað skrítið, það gerðist stundum. Eins og á hverjum öðrum morgni kallaði ég á Mali sem klæddi mig og ég snæddi morgunverð með föður mínum. Móðir mín var enn of veik til að fara úr rúminu. Það var Sunnudagur í dag, svo að ég var klædd betur en vanalega. Ég var í dökkbláum kjól úr flaueli með nákvæmum og fínum skreytingum með silfurþræði og hatt í stíl. Heppilega fyrir mig var engin sól í dag þar sem himininn var hulinn skýjum sem hljóta að hafa komið upp undir morgun. En ég þakkaði fyrir svalari sumardag, það þýddi að ég myndi ekki bráðna í messu. Þar sem það var messa í dag bar ég einnig silfurkrossinn minn, glæsilegur gripur sem amma mín gaf mér áður en hún féll frá. Móðir mín varð eftir en bróðir minn, Eric, sem ég sá sjaldan þökk sé hestinum hans sem hann reið á um sveitina og pirraði bændurna. Við þrjú sátum í vagninum með tvo hvíta hesta sem drógu hann og tvo þjóna. Þannig að við fórum til messu.

Vagninn hristist þar sem við riðum yfir ójafnan veginn. Litla kirkjan var ekki langt frá, hún var í litlum bæ skammt frá húsinu okkar. Stundarlengd seinna komum við að bænum. Flest húsin þar voru hvít eða fölgrá og í miðju bæjarins var lítið torg með gosbrunni. Kirkjan var nálægt torginu svo að við fórum úr vagninum þar.

Bróðir minn var snöggur að hoppa út úr vagninum, enda aðeins fimmtán ára og mjög líflegur.

-Vá loksins erum við komin, ég var orðinn þreyttur á að sitja kyrr, sagði hann og teygði úr sér. Hann kom auga á unga stúlku á hans aldri ekki langt frá og með glotti hljóp hann til hennar.

Ég andvarpaði þar sem ég steig út úr vagninum með hjálp föður míns. Ég leit yfir torgið og sá mikið af andlitum sem ég þekkti. Mikið af þessu fólki kom alltaf reglulega í kirkju og sumir voru gamlir fjölskylduvinir. Eins og Dale fjölskyldan, þau stóðu þarna á torginu og veifuðu glaðlega til okkar. Þau voru eldra par sem áttu son á mínum aldri og tvær yngri dætur, Eric til mikillar skemmtunar. Matthew Dale, sonur þeirra mætti augnaráði mínu og brosti. Dale fjölskyldan átti ekki heima í bænum frekar en við heldur bjuggu rétt fyrir utan bæinn. Við gengum að kirkjunni og Eric varð okkur samferða á ný. Við mættum Dale fjölskylduna á leiðinni þangað.

-Góðan daginn, Anton, lafði Felecia og Eric, sagði lafði Dale og kinkaði kolli til okkar þar sem hún heilsaði okkur. Hún mátti kalla okkur með skírnarnafni þar sem fjölskyldurnar voru búnar að þekkjast í mjög langan tíma.

-Góðan dag sömuleiðis, ég heilsaði þeim öllum og faðir minn og bróðir gerðu það sama.

Við héldum áfram för okkar í átt til kirkjunnar.

-Má ég bjóða þér arm minn, Lafði Yates? Matthew spurði mig.

Ég brosti elskulega. –Endilega, Matthew.

Ég hafði sagt Matthew í lengri tíma að kalla mig með skírnarnafni, en hann gerði það aldrei. Hérna voru allar stelpur og giftar konur kallaðar lafði, ja það er að segja allar frjálsar konur. Lafði var helst notað samt yfir aðalsættina meðan almúginn notaðist meira við ungfrú og frú. Karlmenn voru kallaðir herra, lávarður og svo framvegis eftir stöðu þeirra, en voru samt sem áður sjaldan titlaðir svo meðal jafninga. Það var hinsvegar talin almenn kurteisi að titla konu ávalt sem lafði.

-Hvernig hefur þú það, Lafði Yates? spurði Matthew mig og mér fannst ég týnast í skærum bláum augum hans.

-Ég hef það gott. Hversu oft hef ég beðið þig um að kalla mig Felecia?

-Bara nokkrum sinnum, Lafði Yates.

Matthew. Hann var góður maður. Hann hafði líka verið það sem barn, hlaupandi um eins og brjálæðingur með hinum strákunum en hann sá alltaf til þess að vera góður við stúlkurnar. Hann var góður vinur, og hver veit? Hann gæti orðið eitthvað meira í nálægri framtíð.

Við gegnum inn í kirkjuna sem var nánast full. Við áttum okkar föstu sæti í þriðju röð. Við úr Yates fjölskyldunni og Dale fjölskyldan höfðum setið saman svo lengi sem ég man eftir mér. Með Matthew mér við hlið byrjaði messan. Mér til undrunar fann ég hönd Matthew á minni í miðri messu, ég roðnaði lítillega og þorði ekki að hreyfa mig. Ég mætti augum hans og brosti lítillega til baka.

En bráðlega beindist athygli mín að nokkru öðru. Án þess að vera að hugsa um neitt sem tengdist seinustu nótt sá ég brot úr minningu minni. Með því, allt í einu mundi ég allt sem hafði gerst seinustu nótt. Þar sem ég vaknaði og var að horfa á stjörnurnar. Þar sem ég heyrði eitthvað undarlegt hljóð og sá móður mína með manninum. Ég fann hvernig andardráttur minn varð grynnri og líkami minn kólnaði. Með vasaklútinn minn fyrir munninum gekk ég hröðum skrefum út á ganginn, í miðri messu. Ég beindi athygli minni að því að anda, það var ekki gott að lenda í geðshræringu í lífsstykki. Það gerði andardráttinn erfiðann.

Þetta var þvílíkt áfall, hvað ætti ég að gera? Átti ég að segja föður mínum frá þessu? Ræða þetta við móður mína? Hvað átti ég að gera?

Ég róaðist eftir nokkrar mínútur og gekk aftur inn í kirkjuna. Skórnir mínir gáfu frá sér háa smelli þar sem ég gekk inn og nokkrir snéru sér við. En ég var róleg núna þannig að ég tók mér sæti aftur og einbeitti mér að messunni.

Eftirá tók faðir minn hönd mína í hans þar sem við gengum út úr kirkjunni.

-Hvað er að Felecia? Hvers vegna hljópstu út úr kirkjunni?

-Ó, hafði engar áhyggjur pabbi, ég var bara með smá svima. Ég þurfti bara ferskt loft, ekkert annað, sagði ég með veikum hlátri.

-Ekki hræða mig svona barn, fyrst móðir þín og nú þú…

-Ekki hafa áhyggjur, mamma mun ná sér, sagði ég hughreystandi.

-Ég vona það innilega, sagði Anton alvarlega.

Ég vonaði það líka.



Takk fyrir að lesa ;)
kveðja Ameza