Felecia Yates - kafli 1a Já ég ákvað að senda inn fyrri hluta af kafla úr einni af sögunum mínum. Sagan er upphaflega skrifuð á ensku þannig ég býst við að það sé eitthvað um villur í textanum og þið megið alveg vera svo elskuleg að benda mér á það (ég er oft mjög blind á mín eigin skrif).
Ég ætla að benda á að þessi saga er fantasía/ævintýri og þeir sem fíla ekki þannig sögur ættu að sleppa því að lesa þetta.

1. kafli

Ég opnaði augun hægt er ég fann hitann af sólinni sem lá yfir andliti mínu. Augu mín mættu sterku sólarljósinu sem streymdi inn um gluggann, úr honum mátti sjá fagurt landslagið fyrir utan. Litlu skógarnir, grænu og vel grónu akrarnir fullir af blómum ásamt djúpblárri ánni sem dansaði milli hæðanna og féll loks í litlum fossi, ekki langt frá húsinu.

Rúmið mitt var mjúkt og notalegt, gert úr dökkum við en með skjannahvítum rúmfötum sem voru vandlega gerð með útsaumuðum sumarblómum á endunum. Sængurhimininn var einnig hvítur en með meira munstri af blómum og smáfuglum. Herbergið mitt var allt fullt af húsgögnum með þessum sama dökka viði en með mikið af hvítu efni og skrauti, rétt eins og rúmmið, til þess að standa upp á móti dökka litnum.

Hægt en örugglega settist ég upp í rúminu og teygði arma mína út í loftið. Ég var í engu nema hvítum blúndunáttkjól. Þar sem ég sat þarna og horfði á litla spörfugla hoppa um á gluggakistunni minni strauk ég hendinni í gegnum sítt og dökkrautt hárið á mér.

-Mali! Kallaði ég allt í einu og nógu hátt til þess að kallið bærist langt. Ég gaf þessu nokkrar mínútur en heyrði þá þungt skrjáf í pilsi, og kona um þrítugt kom inn um dyrnar. Hún var frekar bústin en samt sem áður fögur að sjá, í einföldum brúnum kjól og með skollitað hár sem hún batt í fastan hnút á hnakkanum.

-Varstu að kalla, lafði mín?

-Það er víst, svaraði ég. –Klæddu mig nú.

Án þess að bæta meiru við stóð ég upp og hún hjálpaði mér úr náttkjólnum og ég klæddi mig í undirföt og loks með hjálp Mali, lífstykki. Hún þrengdi lífstykkið svo mikið að ég náði nánast ekki andanum, en eftir smá stund gat ég andað ágætlega, gat ekki fyllt lungun alveg en þannig átti það að vera. Yfir lífstykkið kom grænn kjóll úr léttum bómull, enda mjög heitt úti. Hálsinn var V laga og ermarnar langar og blúndulagðar ásamt síðu og bylgjandi pilsi sem var ísaumað með fallegu munstri. Þar að lokum greiddi Mali mér og setti hárið upp í lausan hárhnút en leyfði þó fremstu lokkum að liðast lausir.

-Þá er þetta allt komið, lafði Felecia.

-Þú mátt fara, sagði ég með þreytulegan tón í röddinni og veifaði hendinni að henni lauslega.

Stuttlega eftir að hún fór fann ég skó sem pössuðu við kjólinn og fór út úr herberginu mínu. Við tók lítill gangur með nokkrum öðrum herbergjum og stórum stiga sem var úr marmara og með rauðu teppi. Ósköp makindalega gekk ég til borðstofunnar og allir þeir þjónar og þrælar sem ég rakst á létu eins og þeir væri ekki þarna, eins og góðum þjóni sæmir. Það var enginn nema faðir minn í borðstofunni, bróðir minn var að öllum líkindum einhverstaðar á fjárans hestræflinum sínum og móðir mín enn í rúminu.

-Ó góðan daginn elskan mín, ég sá þig ekki þarna, sagði faðir minn. Hann hét Anot Yates, þannig auðvitað bar ég einnig nafnið Yates en annars var fullt nafn mitt Felecia Yates. Ég var vanalega ávörpuð sem lafði Yates en sumir eins og Mali fengu þau forréttindi að kalla mig lafði Felecia.

-Góðan daginn faðir, sagði ég elskulega þar sem ég tók mér sæti á móti honum.

Vel út látinn morgunverður var á borðum, nýir ávextir og brauð beint úr ofninum og mikið af góðum ostum og einnig heitur morgunverður eins og beikon og pylsur. Ég hafði ekki það mikla matarlist og það var ómögulegt að borða mikið í lífstykki. Þannig að ég át einhver egg og eina brauðsneið.

-Hvernig er móðir mín, ennþá svona veikluleg? spurði ég.

Faðir minn andvarpaði og mætti augnaráði mínu. –Ég er hræddur um það, ef þetta heldur svona áfram verð ég að ná í lækninn.

Ég kinkaði kolli og afsakaði mig frá matarboðinu og fór aftur upp. Í stað þess að beygja til vinstri í herbergið mitt fór ég til hægri og fann herbergi móður minnar. Ég bankaði létt og heyrði lágt ‘komdu inn’ svo að ég opnaði hurðina.

-Ó, elskan mín, þetta ert þú. Ég er glöð að þú kíktir á mig. Mér þykir fyrir því en ég er svo slöpp og þreytt núna, sagði móðir mín.

Hún leit mjög veiklulega út, hún sat með mikið af koddum undir sér með opna bók. Húðin hennar var náföl og dökk augun gljágandi. Koparlitað hárið sem var vanalega svo fallegt var matt og límt við andlitið hennar sem gljáði af svita. Ég gekk að glugganum og setti á hann rifu svo að ferskt loft kæmist inn.

-Ó, móðir þú ert svo föl og veikluleg, hvað eigum við til bragðs að taka? sagði ég og settist á stól í herberginu.

-Æ, ekki hafa áhyggjur vina mín, þetta verður allt í lagi. Þetta er bara spá pest, ekki hafa áhyggjur, sagði hún og brosti og teygði sig í höndina mína.

Ég tók sóttlega hönd hennar í mína og leit í augun á henni og reyndi að gefa henni bros. En það reyndist erfitt. Augu mín leituðu niður á háls hennar sem var nú alveg ber þar sem hún hafði hreyft sig. Ég fann hvað hjartað í mér fór að slá hraðar og ég fékk hnút í magann eins og einhver hefði kýlt mig. Á hvítleitri húðinni voru smá sár, hringlaga eins og hún hefði verið stungin með prjónum. Þetta var að gróa en þarna voru þau. Mín fyrsta hugsun voru vampírur en þær voru ekki til! Já auðvitað eru þær ekki raunverulegar, ekki vera svona mikill kjáni Felecia! Þú ert að leyfa nætursögum þrælanna að hlaupa með þig í gönur. En samt, þá varð ég að spyrja.

-Móðir, hvað er þetta? sagði ég og benti á hálsinn á henni.

Mjög skjótt fyrir veika manneskju lagði hún lófa yfir sárin, og hló svo svolítið stressuð.

-Þetta er ekkert, vina mín. Bara einhver skordýr sem bitu mig. Þessar ljótu litlu pöddur. Þær hafa ekki náð til þín er það nokkuð?

Ég hristi hausinn. Pöddur, hvað annað ætti það svosem að vera?

-Jæja móðir góð ég vil ekki halda þér frá bókinni þinni. Ég held að ég fái mér smá göngutúr í þessu góða veðri.

-Gerður það elskan mín, móðir mín sagði með hughreystandi brosi.

Sem ég gerði. Ég tók ekkert með mér nema silki sjalið sem faðir minn hafði keypt fyrir sunnan þegar hann var það á seinast ári. Jæja, næstum ekkert annað. Ég tók með mér vel yddaðan blýant og teikniblokk. Þessi var næstum full af dýrum en ég teiknaði mest af landslagi og plöntum en stundum dýr og fólk. Ég gekk fyrst eftir aðalveginum sem liggur að húsinu okkar og er eini almennilegi vegurinn í margra kílómetra. En svo beygði ég fljótt af honum á lítinn stíg sem leiðir upp eina hæð sem er vaxin af birkitrjám. Ekki alveg svo mikið að það væri hægt að kalla þetta skóg en næstum. Efst á hæðinni mátti sjá húsið mitt, meira stórhýsi en hús í rauninni. Mikið af ökrum og litlum bæjum voru ekki langt frá og mikið af litlum lækjum runnu í gegnum sveitina. Nokkuð af kindum, kúm og hestum voru á beit í fjarska og mikið af fólki að vinna landið.

Glöð í anda dró ég að mér ferskt og tært lofið og settist fyrir neðan stórt birkitré og hóf að rissa upp umhverfið. Ég hlustaði á vindinn í háu grasinu og tístið í fuglunum. Þetta var lífið, engar áhyggjur, ekkert erfiði, bara að lifa í ró og næði. Lítið vissi ég um lífið þá og hve fagrir og rólegir hlutirnir gátu verið rétt fyrir storminn.

Nóttin féll og himininn var laus við hvert einasta ský. Ég sat við opinn gluggann minn og horfði á blikandi stjörnurnar. Þær voru svo margar og vetrarbrautin var mjög greinileg þessa nótt og hvít birta nánast fulla tunglsins lýsti upp á og læki. Allt var slökkt og hljótt, allir farnir til rekkju, jafnvel þrælarnir. Ég hafði vaknað um miðja nóttina og stjörnurnar höfðu bara verið svo heillandi að ég gat ekki annað en farið fram úr og horft á þær. Ég hafði ekki einu sinni kveikt á kerti, en þar sem augun mín vöndust myrkrinu fljótt var það í lagi og ég sá stjörnurnar miklu betur fyrir vikið.

Allt í einu heyrði ég eitthvað hljóð frammi á gangi. Ekkert sérstaklega hátt, ekkert sem hefði vakið mig hefði ég verið sofandi. Hljóðlega læddist ég af gluggasyllunni og opnaði hurðina mjúklega. Var einhver annar vakandi? Ég sá ekkert frammi og heyrði ekkert. Ekkert hljóð, ekkert. Ég stóð þarna í hurðinni mínútu í viðbót og þá heyrði ég aftur eitthvað. Þetta hljómaði eins og lág rödd, eða raddir. Létt á tá læddist ég fram á gang. Hljóðið virtist ekki koma að neðan svo að þetta hlaut að vera á þessari hæð. Ég stoppaði í sporunum. Hvaða áhyggjur voru þetta? Þetta voru örugglega bara móðir eða faðir að fara milli herbergja. Þau voru með sitt hvort herbergið og sváfu stundum í sitt hvoru lagi þótt þau væru oftast saman. Ég byrjaði að snúa við en þá heyrði ég greinilega eitthvað frá svefnherbergi móður minnar, en þau sváfu vanalega í herbergi föður míns… Ég læddist alveg að hurðinni og lagði annað eyrað upp að henni. Ég heyrði lágt snökt og karlmannsrödd sem hljómaði hvorki eins og faðir minn né neinn annar sem ég vissi um.

Ég tók ákvörðun sem átti eftir að breyta mjög miklu. Ég vissi það bara ekki ennþá. Hægt, svo löturhægt snéri ég hurðarhúninum og opnaði dyrnar. Ég stóð frosin í dyrunum og reyndi að sortera úr því sem ég sá. Móðir mín lá í rúminu en yfir henni gnæfði svartklæddur maður með hatt svo að ég sá andlitið varla. Maðurinn tók eftir mér en móðir mín lá sem sofandi í rúminu. Maðurinn hafði verið með andlitið þétt við háls hennar, var móðir mín að halda fram hjá föður mínum? En þá sá ég dökkan vökvann sem rann niður háls móður minnar og kinn mannsins. Augu hans lýstu í myrkrinu og því fylgdi undarleg tilfinning að mæta þeim. Ég fann fyrir öskri í hálsinum en augu mannsins héldu mér fastri. Líkami minn vildi ekki hreyfa sig og svo fór allt að dansa fyrir augunum á mér. Lág rödd hvíslaði í eyrað á mér. Hún sagði mér að fara út og loka dyrunum. Ég gerði svo. Svo sagði hún mér að fara í herbergið mitt, upp í rúm og sofa. Áður en ég vissi hvað ég var að gera var ég sofnuð.
kveðja Ameza