Veitingastaðurinn í fjöllunum 2. hluti 1. Partur sögunnar




Hann færði sig nær henni. “Komdu hérna, ég ætla þér ekki neitt illt,” hvíslaði hann. Hún öskraði upp yfir sig og hljóp lengra inn í eldhúsið. Við henni blasti maður liggjandi í blóðpolli sem lak úr honum sjálfum. Hann hóstaði blóði og barðist við að reyna að halda iðrunum inni í sér. Ríta kastaði nærrum því upp þegar hún sá manninn. Yfir honum stóð kokkur staðarins, stór og mikill, klæddur í hvítan bol og gráa svuntu sem hann bar fyrir neðan mitti, blóðið huldi næstum því allan bolinn en lak af svuntunni. Hann var búinn að höggva mikið í manninn með kjötexinni sem hann hélt á í hægri hendinni. “Mikið ert þú sæt stúlka,” sagði kokkurinn með ógeðis röddu. Hún öskraði upp fyrir sig og leitaði til hægri. Ekkert var þar nema stór skápur. Blindgata. Hún komst ekkert áfram. Kokkurinn gekk hægt nær henni með kjötexina í hægri og brosti viðbjóðslegu brosi. Hún öskraði og reyndi í örvæntingu að klifra upp á skápinn en ekkert gekk, kokkurinn náði henni og tók utan um hana með stórum og ljótum lúkunum. Hún reyni að brjótast á móti en ekkert gekk, hann var bara miklu sterkari en hún. Hann lagði hana niður á stálborð við hliðina á og tók upp stóra sprautu. Augun á Rítu víkkuðu og hún barðist enn meira um þegar hún sá sprautuna. Hreyfingar hennar hættu þó snögglega stuttu eftir að sprautan stakkst inn í hálsinn á henni.

“Hvar ætli Ríta sé,” sagði Elsa áhyggjufull. “Hún skilar sér, hún er nú orðin sextán ára.”
“Æj, ég ætla að fara að leita að henni.”
“Slakaðu á, Elsa mín, hún getur alveg farið sjálf á klósettið.” Þegar Jóhann hafði rétt svo sleppt síðasta orðinu birtist þjónninn. “Hvernig smakkast maturinn?”
“Hann smakkast vel. Hvað er þetta annars?” Þjónninn svaraði honum ekki heldur glotti bara og snéri sér að Elsu. “En þinn?”
“Minn smakkast vel líka, en hefðurðu nokkuð séð dóttur mína?”
“Já, ég hitti hana áðan, hún var á leiðinni út…virtist ekkert vera neitt of glöð.”
Elsa virtist vera hissa og stóð upp frá borðinu. “Afsakið mig, ég ætla út að ná í Rítu,” sagði hún og fór út. Það var byrjað að kólna allverulega og einstaka snjókorn sáust falla niður úr skýjunum. Hún gekk niður að bílaplaninu og leitaði að bílnum. Hann var ekki þar sem Jóhann hafði lagt honum. Hún leit í kringum sig en hvergi sá hún bílinn. “Skrítið,” hugsaði hún með sér,” Ríta fór nú varla neitt á bílnum.” Hjartað var byrjað að berjast hratt innan í brjósti Elsu. Hún var byrjuð að hreyfa sig hratt, snéri sér í hringi í örvæntingu sinni. Bílinn var horfinn. Hún heyrði í hurð opnast og leit við til að sjá hver þetta væri. Hún sá þjóninn ganga út um bakdyrnar, jafn sjálfsöruggan og vanalega. “Ég fann hana, komdu með mér inn í eldhús, hún liggur þar.” Elsa elti manninn í blindni sinni innum bakdyrnar. Þau komu inn í eldhúsið, stórt og bjart. “Við fundum hana úti í skógi á ráfi, ekki láta þér bregða þegar þú sérð hana.” Elsa öskraði upp fyrir sig þegar hún sá Rítu liggjandi á eldhúsborðinu, meðvitundarlausa. Hún var bara í nærfötunum og því sáust stórir skurðir á innanverðum lærunum og margir aðeins minni á báðum handleggjum. Það vantaði á hana þrjá fingur og stórt stykki úr lærinu hennar hékk flaksandi utan á lærinu. Elsa fórnaði höndum, tók Rítu í faðm sér og grét. “Svona, svona…þetta verður allt í lagi.”
“Hv…hvað gerðist?” spurði Elsa. “Ég held að það hafi verið eitthvað í líkingu við þetta,” sagði þjónninn og stakk sprautu á kaf í hálsinn á Elsu. Hún féll á gólfið með miklum skell og tók nokkra potta með sér í gólfið. “Vertu fljótur að gera hana til,” sagði þjónninn skipandi til kokksins.