Um kvöldið kom umræðuefni upp sem hafði oft komið upp uppá síðkastið.
,,Getum við ekki farið með hann á einhvern spítala?’’ Spurði mamma mig. ,,Ég meina, við getum skilið hann eftir fyrir framan hann. Hann er ekki búinn að vakna síðan hann datt niður!’’
,,Ég er búin að segja það,’’ sagði ég rólega. ,,Ég vil ekki gera það, ég veit ekki afhverju en mér bara finnst það bara ekki rétt.’’
,,Hann tekur bara pláss,’’ sagði Matti með óþolinmæði í röddinni. ,,Þetta er ekkert nema vesen að vera með hann!’’
,,Mér er sama, hann verður hér.’’
Matti og mamma litu hvort á annað en sögðu ekki meira.
,,En heirðu, ég var að spá í einu,’’ sagði ég hikandi. ,,Áður en ég réðst á Lúsífer þá fékk ég þessa tilfinningu, eins og ég hefði fengið blóð. Afhverju?’’
,,Ja, ef þú verður nógu reið þá geturðu kallað þetta fram, ósjálfrátt auðvitað,’’ sagði Matti rólega. ,,En þú getur haft meiri stjórn á þér í því tilviki.’’
Ég ætlaði að fara að segja eitthvað en þá heyrðist hljóð frá hinum endanum í tjaldinu. Strákurinn hafði vaknað og starði á okkur. Ég brosti eilítið af létti.
,,Loksins að þú vaknar’’ Sagði ég rólega og brosti. Hann sagði ekki neitt. ,,Það var ég sem bjargaði þér frá mönnunum, þú þarft ekki að vera hræddur við okkur.’’
Strákurinn sýndist nokkuð sannfærður og fikraði sér nær.
,,Hvar eru þeir? Eltu þeir ykkur nokkuð?’’ Spurði hann titrandi röddu.
,,Nei, ekki svo við vitum,’’ sagði ég. ,,Þú ert búinn að vera án meðvitundar í þrjá mánuði.’’
Strákurinn virtist hissa.
,,Hvað heitirðu?’’ Spurði ég.
,,Stefán,’’ sagði hann og settist hikandi við hliðina á okkur. ,,Takk fyrir að bjarga mér frá þessu – þessum blóðsugum! Þeir rændu mér og fjölskyldu minni og nærðust á þeim. Þeir drápu foreldra mína og voru næstum búin að drepa mig ef þú hefðir ekki hjálpað mér.’’
Ég brosti lítilega til hans en bauð honum síðan að borða. Hann hafði varla nærst í þrjá mánuði var þess vegna skiljanlega mjög svangur. Hann borðaði eins og hann gat og kláraði næstum allt kjötið. Matti og mamma horfðu hikandi á hann.
Næstu daga ferðaðist hann með okkur. Við gistum núorðið aftur á litlum hótelum þvi nú var búið að opna aftur eftir jólin. Mamma var orðin nokkuð þver um mittið og var oft þreytt þannig það var orðið erfitt fyrir hana að vera á tjaldstæði. Stefán hafði jafnað sig nokkuð vel eftir áfallið en hann talaði oft um þessar blóðsugur. Matti hélt sig fyrir utan það og sagði varla neitt þegar það bar uppá góm.
,,Þeir voru grimmir og drukku blóðið úr mér,’’ sagði Stefán eitt kvöldið á hótelinu. ,,Þeir urðu mjög skrítnir þegar þeir gerðu það, eins og í vímu.’’
Enginn sagði neitt, hann hafði talað um þetta svo mörgum sinnum að öllum var farið að leiðast það. Hann roðnaði aðeins þegar enginn sagði neitt við þessu.
Eftir matinn lagðist mamma í rúmið og sofnaði fljótlega. Matti fór út til að kaupa meiri mat og ég og Stefán horfðum á sjónvarpið sem var inní stofunni.
,,Lentuð þið í blóðsugunum líka?’’ Spurði Stefán allt í einu.
,,Það má segja það.’’ Sagði ég óróleg.
,,Er það þess vegna sem þið skiptið alltaf um svefnstað? Eruð þið hrædd um að þeir nái ykkur?’’
,,Já, eiginlega.’’ Sagði ég og reyndi að gefa það til kynna að ég vildi ekki tala um það.
,,Örin á hálsinum á þér,’’ sagði Stefán og benti á hálsinn minn. ,,Gerðu þeir það? Reyndu þeir að drepa þig?’’
Ég bar höndina upp að upphleyptum örunum eftir tennur Lúsífers og kinkaði kolli. Stefán horfði á mig eins og hann vorkenndi mér svo ég ræksti mig aðeins.
,,En þá komu Matti og mamma og hjálpuðu mér.’’
,,Afhverju kallarðu Matta ekki pabba?’’ Spurði hann forvitnilega. ,,Ég meina, það sést langar leiðir að hann er pabbi þinn, afhverju kallarðu hann þá ekki pabba?’’
Ég hikaði aðeins áður en ég svaraði, því ég var ekki viss um hvað væri óhætt að segja við Stefán.
,,Ég var bara að komast að því að hann væri pabbi minn fyrir svona fjórum mánuðum. Síðan þá höfum við eiginlega verið á flakki. Og mér líkar heldur ekkert svakalega vel við hann.’’
Ég sá strax eftir að hafa sagst ekki líkað við Matta því nú varð Stefán ennþá forvitnari.
,,Afhverju líkar þér ekki við hann?’’
,,Kemur þér ekki við.’’ Hreytti ég útúr mér, harkalegar en ég hafði ætlað mér. Stefán roðnaði aðeins en sagði ekki meira.
,,Jæja, ég ætla að fara að sofa.’’ Sagði ég stuttu seinna og brosti hlýlega til Stefáns sem varð eins og epli í framan. Ég vissi að hann var veikur fyrir mér og mér fannst fyndið að sjá viðbrögðin þegar ég lést líka við hann. Ég teygði aðeins úr mér svo brjóstin þöndust út. Ég fylgdist með viðbrögðum Stefáns. Hann leit undan og varð rauðari en nokkru sinni. Ég flissaði aðeins. Ég vissi að þetta var kvikindislegt af mér en mér fannst þetta bara svo fyndið. Ég stóð svo upp og fór uppí rúm. Stuttu seinna fór Stefán líka að sofa.
Við höfðum lítinn pening eftir og neyddumst þess vegna að gista á litlu tjaldstæði sem var frekar eyðilegt og hafði greinilega ekki verið tjaldað þar í nokkurn tíma. Snjórinn var smám saman að bráðna og það var bara smá slabb eftir. Við settum upp stóra tjaldið og komum okkur vel fyrir. Matti hvarf þetta kvöld og kom ekki aftur fyrr en daginn eftir. Ég og mamma vissum vel hvað hann var að gera en Stefán vissi það ekki og vildi að við færum út að leita. Hann varð svo rosalega hissa þegar hann kom aftur en enginn vildi segja honum neitt.
Það sama gerðist eftir mánuð. Matti hvarf og nú var Stefán orðinn hræddur.
,,Ég meina, finnst þér ekkert skrítið að hann hverfi bara?’’ Spurði hann mig þetta kvöld sem Matti hvarf. ,,Það er eitthvað dularfullt við þetta og þú hefur engar áhyggjur?’’
,,Nei, hann spjarar sig,’’ sagði ég bara. ,,Hann er örugglega úti að drekka bjór eða eitthvað.’’
,,Drekka bjór? Ég held ekki. Heirðu, veistu hvað mér datt í hug?’’
,,Hvað?’’ spurði ég, frekar áhugalaus.
,,Hvað ef hann er einn af þessum vampírum? Kannski er hann úti núna að drekka blóð! Hann gæti verið stórhættulegur!’’
Ég ókyrrðist en sagði ekki neitt svo hann hélt áfram.
,,Það bendir allt til þess! Hann ber sig eins og þeir, hann hverfur einu sinni í mánuði og þegar ég var hjá þessum mönnum var einn maðurinn þarna næstum því eins og hann, þeir gætu verið bræður!’’
Ég var byrjuð að svitna í lófanum. Hvað gerðist nú ef hann kæmist að því að hann hefði akkúrat giskað á rétt!
,,Það getur ekki verið.’’ Sagði ég og reyndi að sýnast vera róleg.
,,Hann talar eiginlega ekkert þegar ég tala um þessa menn, hann er alltaf svo dularfullur og hann er… hann er bara… honum er ekki treystandi held ég.’’
Hann sagði nákvæmlega það sem ég hafði verið að hugsa. Honum var ekki treystandi… Ég fann það bara einhvern vegin á mér. Síðan herti ég mig upp og reyndi að sýnast vera að grínast.
,,En hann er pabbi minn!’’ sagði ég og reyndi að hljóma kaldhæðnislega. ,,Ef hann væri vampíra þá væri ég það líklega líka, og sýnist þér ég vera einhver vampíra?’’
Ég flissaði aðeins.
,,Nei, þú getur ekki verið vampíra það er rétt hjá þér,’’ sagði hann og starði hugfanginn á mig. ,,Þú ert of falleg.’’
Ég leit snöggt á hann, frekar hissa. Hann hallaði sér fram og kyssti mig einu sinni á varirnar. Ég leit í kringum mig og sá mér til léttis að mamma var steinsofandi.
,,Stefán, ég…’’ Byrjaði ég en komst ekki lengra því Stefán hallaði sér aftur fram og kyssti mig aftur og núna lengur. Ég slakaði á og leyfði honum að halda aðeins áfram. En svo beit ég óvart í tunguna á mér og það kom smá blóðdropi sem lak niður hálsinn á mér. Ég gat ekki lengur stjórnað mér. Ég hefði aldrei farið svona langt ef ég hefði verið með rétta rænu. Við lágum bæði þarna á dýnunni og vorum bæði búin að fækka fötunum talsvert. Þegar Stefán var að toga niður naríurnar mínar kom mynd af Ragga upp í huga mér, blóhlaupin augun og áfengisstækjan sem fannst úr munni hans þegar hann neyddi kossum á mig. Ég galopnaði augun og hnipraði mig saman og leyfði Stefáni ekki að halda áfram. Eitt tár lak niður kinnina og datt niður á dýnuna.
,,Nei, nei, ekki, ekki meira!’’ Sagði ég og lokaði augunum í skelfingu. Stefán fraus og horfði hissa á mig. Ég áttaði mig á því hvað ég hafði gert og dreif mig í fötin og hljóp út, tárin láku niður kinnar mínar í stríðum straumum. Þegar ég var komin nógu langt frá tjaldinu hneig ég niður og titraði af ekka.
Ég lá þarna í stutta stund og endurupplifði þetta hræðilega augnablik þegar Raggi réðst að mér. Allt í einu snerti mjúk hönd öxlina á mér og ég sneri mér snöggt við. Þetta var Stefán. Hann horfði áhyggjufullur niður á mig. Hann settist niður við hliðina á mér og ég reyndi að láta það ekki sjást að ég var að gráta.
,,Hvað viltu?’’ Spurði ég titrandi röddu.
,,Hvað gerðist? Afhverju hljópstu í burtu?’’ Spurði hann varfærnislega.
,,Það kemur þér ekki við!’’ Skrækti ég á hann. ,,Þú þarft ekki alltaf að vita allt!’’
,,Fyrirgefðu,’’ sagði hann lágróma. ,,Ég ætlaði ekki að fara svona langt, fyrirgef-ðu’’
Ég skalf og ég gat ekki stoppað táraflóðið. Ég hallaði mér upp að bringu Stefáns og grét í fangi hans. Hann lagði hikandi höndina yfir mig og leyfði mér að gráta í suttermabolinn hans.
Ég vaknaði næsta dag við það að einhver stóð yfir mér. Ég opnaði augun og leit upp. Þetta var Matti. Ég stökk upp og lagaði hárið á mér vandræðalega. Stefán var aðeins að ranka við sér. Matti glotti aðeins og gekk að tjaldinu.
,,Djöfulli er hann krípí!’’ Sagði Stefán þegar hann var búinn að reisa sig upp og horfði á Matta hverfa inní tjaldið. Ég glotti aðeins. Við litum bæði hörmulega út, fötin voru blaut eftir að hafa setið í votu grasinu í alla nótt og hárið á Stefáni stóð út í loft. Við gengum saman inní tjaldið og fengum okkur að borða með Matta og mömmu. Matti horfði rannsakandi á mig og Stefán. Ég glotti laumulega til Stefáns og hann gretti sig aðeins.
Vikurnar liðu og ég og Stefán vorum orðin nokkuð góðir vinir. Við minntumst ekki á það sem gerðist.
Í lok Febrúar gerðist það aftur að Matti hvarf og þá varð Stefán óþolandi.
,,Ég legg til að við verðum að finna hann!’’ sagði hann við mig þegar við vorum að fara að sofa.
,,Hann kemur alltaf aftur, vertu bara rólegur.’’ Sagði ég og nennti ekki að tala um þetta.
,,Hann er eitthvað að bralla! Hann hverfur alltaf á þessum tíma mánaðar, finnst þér það ekkert skrítið?’’
,,Eins og ég hef sagt áður, hann er örugglega að fá sér bjór!’’ sagði ég með vott af óþolinmæði í röddinni. Allt í einu skipti Stefán um umræðuefni.
,,Viltu núna segja mér afhverju þú hljópst út um daginn?’’ Spurði hann alvarlega. Ég fraus og starði á hann. ,,Ég hef ekki spurt þig neins en mig langar samt að vita afhverju, mér finnst að þú ættir að geta sagt mér það.’’
Ég sleikti efri vörina óstyrk og hikaði.
,,Það kemur þér ekki við.’’ Sagði ég svo.
,,Ég sagði þér hvað gerðist við mig, ég sagði þér frá því hvernig þeir drápu fjölskyldu mína, átu hana upp og voru næstum því búin að drepa mig, og þú vilt ekkert segja mér! Mér finnst það bara réttlátt að þú segir mér afhverju?!’’
,,Ég… ég vil ekki…’’ Byrjaði ég en Stefán tók í höndina á mér og horfði biðjandi á mig. ,,Jæja þá.’’ Sagði ég og andvarpaði. ,,Sjáðu til, heima átti ég kærasta. En það fór ekki vel. Við vorum að fara í partí. Hann varð fullur og neyddi mig til að koma bakvið hús, þar sem að… þar sem hann…’’ ég komst ekki lengra. Ég titraði af innbældum sársauka og reiði. Stefán tók utan um mig og hélt mér fast. Ég brosti aðeins að honum. Hann kyssti mig einu sinni.
,,Eigum við að reyna aftur?’’ Spurði hann og roðnaði eilítið. Ég brosti vandræðalega en kinkaði svo kolli. Við læddumst útúr tjaldinu svo við myndum ekki vekja mömmu. Það yrði vandræðalegt. Við fundum góðan stað sem var þurr og lögðumst þar niður. Við fækkuðum fötum þar til við lágum nakin og í þetta skipti stoppaði ég ekki. Hann var ekki Raggi, hann var Stefán og hann vildi ekki meiða mig.
Við læddumst aftur inní tjald, flissandi og glottandi eftir nokkurn tíma. Mamma var ennþá steinsofandi. Við lögðumst á sömu dýnunum og Stefán lagði höndina utan um mig, þannig sofnuðum við.
The word ‘politics’ is derived from the word ‘poly’, meaning ‘many’, and the word ‘ticks’, meaning ‘blood sucking parasites’.