Hann hallar sér uppað lýsandi auglýsingunni í strætóskýlinu. Hlustar á hávaðann í þögninni, óróleikann í kyrrðinni.
Einhver kemur gangandi að, það er hún.
Þegar þau eru rétt búin að brosa vandræðalega til hvors annars finnur hann uppúr þurru eitthvað blautt á nefinu. Hann lítur upp og sér aragrúa af snjóflyksum koma svífandi niður í logninu.
Þau líta á hvort annað og hann sér hvernig hún ljómar við þessa sjón. ,,Fyrsti snjórinn”, hugsa þau bæði.
Hún rekur útúr sér tunguna og reynir að góma snjókornin. Svo segir hún:

,,Ætlaru að búa til snjóengil á eftir, þegar jörðin verður orðin vel hvít?’’

,, Ég veit það ekki. En þú?’’,

,,Ég er ekki viss, fer eftir ýmsu."

Hún gengur alveg uppað honum, skór þeirra snertast. Hún lyftir sér á tærnar og kyssir hann örstutt en mjúkt á varirnar. Svolítið eins og fermata í tónverki. Færir sig svo örstutt aftur og horfir á hann og glottir lítið eitt.
Þau og ótalmörgu stóru, hvítu snjókornin eru ein í heiminum í smá stund.
Hann brosir kjánalega.

,,Afhverju gerðiru þetta?’’ spyr hann.

,,Þú kysstir mig um daginn, þetta var hefnd’’ svarar hún.

,,Haha, en þá var ég nú í ansi annarlegu ástandi, seint á föstudagskvöldi’’

,,Nú erum við í öðruvísi vímu’’ svarar hún og stekkur upp í fjarkann sem rétt í þessu kom akandi að.Gert þegar fyrsti snjórinn féll í ár.
Fariði út og veltið ykkur í snjónum ! Gleymið raunveruleikanum og farið inní draumaheiminn.
''This is a travesty of a mockery of a sham of a mockery of a travesty of two mockeries of a sham''